Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður hvaða ríkisstjórn verður mynduð. Hinn bóginn blasir við að til muna auðveldara verður að mynda hægristjórn! Held við fáum, hægristjórn!

Að sjálfsögðu átta ég mig á því að Kristrún fær fyrst keflið frá Forseta Íslands.
Hinn bóginn, getur Samfylking ekki myndað stjórn - án einhvers hægri flokks.
Og, þ.s. atkvæði leka auðveldlega milli hægri flokkar.
Væri afar erfitt fyrir hægri-sinnaðan samstarfsflokk, að gefa eftir af sinni stefnu.

  1. Alveg skýrt á máli Kristrúnar, að - hugmyndir hennar um að loka fjárlagatinu í ríkisfjarmálum, snúast megin hluta til um, skattahækkanir.
  2. Viðreisn, líklegasti hægri flokkurinn í samferð, flokkur með íhaldsama afstöðu til ríkisfjármála og skatta; er ekki líklegur til að samþykkja þær umtalsverðu hækkanir sem Samfylking og Flokkur Fólksins -- líklega þurfa, til að ná fram stefnumálum sínum.

Þorgerður Katrín greinilega í oddaaðstöðu!

Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum  starfsstjórnarinnar - Vísir

Ég held að - stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og FF -- endurtæki líklega farveg ríkistjórnar: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarfl. og VG. -- þ.e. stöðugur ágreiningur, langar tafsamar viðræður um öll mál, mjög lengi að taka ákvarðanir.

Meðan að ég held að ágreiningsmál: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.
Séu fá og tiltölulega léttvæg -- þeir flokkar væru fljótir að komast að niðurstöðu sín á milli í skatta- og ríkisfjármálum -- mjög sennilega færu þeir í fjárlaga-niðurskurð.

  • Kristrún fær líklega keflið frá Forseta.
  • Það þíðir ekki að, önnur stjórnarmyndun geti ekki farið fram, samhliða.
    Þ.s. enginn bannar fólki að hittast í heimahúsum, eða einhverjum öðrum húsum.

------------------

Viðreisn hefur 15 þingmenn, út á 20,8% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkur með 14 þingmenn, út á 19,4% atkvæða.
Viðreisn með 11 þingmenn, út á 15,8% atkvæða.
Flokkur Fólksins með 10 þingmenn, og 13,8% atkvæða.
Miðflokkur með 8 þingmenn, og 12,1% atkvæða.
Framsókn 5 þingmenn, út á 7,8% atkvæða.

  • Stjórn: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Miðflokks: 33 þingmenn.
  • Stjórn: Samfylkingar, Viðreisnar, Flokk Fólksins: 36 þingmenn.

Fljótt á litið virkar stjórnin með 36 þingmenn, starfhæfari: Hinn bóginn, held ég að slík stjórn yrðu stöðugt - klofin af hörðum og erfiðum ágreiningi - hún gæti því átt erfiðar með að ná málum fram. Og hún gæti klofnað á kjörtímabilinu.

Hinn bóginn, held ég að hægri-stjórnin: Gæti verið stjórn nánast án ágreinings.

 

 

Niðurstaða
Ég ætla því að gerast svo grófur að spá -- hægristjórn.
Því það verði mun auðveldar að mynda hana. Þeir flokkar séu miklu mun meira sammála en ósammála. Það sé algerlega öfugt við hugsanlega stjórnarmyndun -- Samfylkingar. Því - eiginleg vinstri-stjórn er ómöguleg - því þarf alltaf að vera, hægri-flokkur með í för.
Hafandi í huga að meginlínur FF og Samfylkingar: Eru skattahækkanir og útgjaldahækkanir.
--Þá blasir við mér slík stefnugjá milli hugsanlegra hægri-flokkar, burtséð frá því hvort það sé Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur.

Að slík stjórn væri líklega svo erfið í innra samstarfi, hún væri líklega nærri ósamstarfshæf.
Viðreisn hefur getað fylgst með samstarfs-örðugleikum: VG, Sjálfstæðisfl. og Framsóknar.
Að hafa horft á slíkt utan frá, ætti að vera næg aðvörun til Þorgerðar Katrínar.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. desember 2024

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 906
  • Frá upphafi: 858726

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 797
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband