8.10.2023 | 15:28
Árás Hamas samtakanna frá Gaza svæðinu á Ísrael - stærsta blóðtaka Ísraela síðan, 1973
Skv. fjölmiðlum í Ísrael - áætlað mannfall a.m.k. 600. Líklegt að þær tölur hækki frekar.
Her Ísraels segir að, liðsmenn skæruhópa Hamas er ruddust í gegnum girðingar utan um, Gaza svæðið -- hafi verið mörg hundruð. Hamas hóparnir virðast hafa beitt, jarðítum. Síðan þust í gegn á mótorhjólum eða hlaupandi. Meðan, þúsundum einfaldra eldflauga var skotið.
- Þetta er stærsta og blóðugasta árás á Ísrael, síðan Yom Kippur stríði, 1973.
Það ár, réðust herir nokkurra Araba-ríkja á Ísrael. - Að þessu sinni, er árás framkvæmd af - miklu mun verr vopnuðum, skæruhópum.
Líklega er ástæða þess hver margir falla í Ísrael sú.
Hve byggðir Ísraela - land-nema-byggðir svokallaðar - eru nærri Gaza.
M.ö.o. afar stutt fyrir skæruhópa að fara, frá girðingunni um Gaza, að næstu byggð.
Mynd af vef BBC: Opna hlekk á frétt!
Skæruhópum Hamas, m.ö.o. tekst að hertaka - að virðist - alla bæina í grennd.
Þessar að auki, yfirbuguðu að virðist, ísraelska herstöð og 2 varðstöðvar.
Síðan í gær, hefur her Ísraels barist við að yfirbuga þá skæruhópa.
Í dag sunnudag, virðist Ísraelsher ca. búinn að hreinsa þær byggðir.
En í valnum liggja - hundruðir skæruliða, og hugsanlega vel yfir 600 Ísraelar.
Langflestir þeirra virðast, almennir borgarar - skæruhópar á hinn bóginn; hafa tekið óþekktan fjölda í gíslingu!
Hinn bóginn, virðist mikið af fólki hafa verið skotið á færi, fólk á öllum aldri.
Virðist að skæruhópar hafi ráðist á útihátíð, þ.s. mikið af ungu fólki hlustaði á útitónleika.
- Höfum í huga, að ríkisstjórn Ísraels í dag, er sennilega mesta harðlínustjórn nokkru sinni í sögu Ísraels. Árásin er augljóslega afar auðmýjkandi fyrir hana, forstætisráðherrann sem og aðra ráðherra.
- Fyrir bragðið, má einnig reikna með því -- viðbrögð Ísraels-hers og ríkisstjórnar Ísraels, verði sögulega - hvað hörku varðar.
- Við vitum ekki enn, hvað þessi ríkisstjórn mun gera.
Eina vitum við fyrir víst, sú ríkisstjórn mun leitast við að -- rétta sinn orðstýr. - Með því að auðsýna -- gríðarlega hörku.
Ég á því von á að, þegar Ísraelsher hefur fyrir alvöru -- stórfellda innrás á Gazasvæðið, árás er hlýtur að hefjast á nk. dögum af fullum krafti.
Þá, muni Ísraelsher ganga mun lengra í aðgerðum, en nokkru sinni fyrri.
Það þíðir auðvita, gríðarlegt mannfalla Gazabúa er augljóslega yfirvofandi.
Hefnd Ísraels verður a.m.k. 10 - föld, ef ekki 20 - 30 föld.
Rýflega 2mn. búa á Gaza, svæði ca. á stærð við Reykjavík + Kópavog.
M.ö.o. gríðarlegt þéttbýli, meðan aðgerðir Ísraelshers verða án nokkurrar miskunnar.
- 20 - 30þ. Gazaíbúar gætu látið lífið.
Hamas var auðvitað ljóst, að hefnd Ísrale mundi bitna mest á íbúum Gaza.
Við skulum muna það, að Hamas getur ekki annað en hafa verið full-ljóst.
--Að Ísrael mundi láta helvíti rigna yfir íbúa Gaza á móti.
- Hamas valdi samt að beita þeim aðgerðum, Hamas fyrirfram veit hvaða afleiðingar hefur.
Videó veitir ágæta lýsingu á árás Hamas!
Gott og vel, Ísrael hefur ekki verið nærgætið við Gaza!
Gaza er í reynd flóttamannabúðir, íbúum í reynd haldið í sameiginlegri gíslingu: Hamas og Ísraels. Vegna aðgerða Hamas gegnum árin, var svæðið rammlega girt af - mjög nákvæmt eftirlit viðhaft á öllu er fer inn, a.m.k. Ísraels-megin.
--Megin veikleiki eftirlits, virðist alltaf vera -- Egyptalands-megin.
- Bjargir eru af mjög skornum skammti á Gaza sjálfu, íbúar geta e-h fiskað í hafinu, en þar fyrir utan - háðir mat, vatni, og rafmagni frá Ísrael. Nú skorið á allt.
- Vopumn, verður að smyggla með einhverjum hætti -- megin leiðin virðist ætíð, gegnum Egyptaland.
M.ö.o. er árás Hamas, ekki síður - áfellis-dómur á stjórn Syzi hershöfðingja í Egyptalandi, en þar í gegn hafa lang-líklegast vopnin borist til, Hamas.
Ekki vegna þess að stjórn Egyptalands hafi samúð, heldur vegna gríðarlegrar spillingar egypska ríkisins og sennilega einnig í bland við, samúð íbúa í Egyptalandi.
--En smyggl, getur ekki farið fram, án aðstoðar egypskra aðila.
OK, það hefur verið nokkur umræða um hlutverk Írans!
- Íran er eina landið er hefur beinínist lýst yfir stuðningi við aðgerðir Hamas.
- Hinn bóginn, hefur Íran enga þægilega leið -- til að aðstoða Hamas.
Hesbollah, sem hefur seinni ár - beina land-samgöngur við Íran, gegnum Sýrland og Írak.
Þ.s. Sýrland er í dag, leppríki Írans - Írak einnig að mestu leiti.
Hefur enga þægilega aðstöðu til að koma vopnum til, Hamas!
Þess vegna á ég erfitt með að trúa því, að aðgerðum Hamas.
Sé einhvern veginn stjórnað af Íran, búnar til af Íran!
Ekki einungis vegna skorts á þægilegri land-leið, heldur einnig vegna þess.
Íranar eru Shítar - það er Hezbollah einnig.
Meðan, Hamas eru Súnnítar.
Shítar og Súnnítar - eru yfirleitt ekki vinir í Mið-austur-löndum!
Þó það sé ekki algerlega útilokað, að sameiginlegt hatur dugi til að þeir hópast mætist.
- Ekki gleima því, íbúar Sínæ-skaga, Egyptalandsmegin, eru Súnnítar.
Til þess að aðstoða við smyggl, þarf að koma til -- samúð. - Hún er líklega mun auðveldari, milli Súnníta-hópa, en Shíta og Súnníta-hópa.
Þ.e. alveg nóg til af róttækum, Súnníta-hópum.
Er væru alveg til í að, aðstoða Hamas.
--Það hefur verið til staðar, skærustríð á Sínæ, sem ríkisstjórn Egyptalands hefur þurft að glíma við.
Þannig ég held það sé mun sennilegar, róttækir Súnnítar á Sínæ, aðstoði Hamas.
Hinn bóginn, líki ríkisstjórn Írans það líklega vel, ef aðilar halda hana að baki.
Vegna þess það efli orðstír Írans, sem andstæðings Bandar. og Ísraels.
Ég efa samt að Íran standi þarna að baki. Hinn bóginn henti það Íran líklega pólitískt, að lýsa yfir samúð og stuðningi. Og einnig Íran, að hafna ekki aðdráttunum um áhrif.
Niðurstaða
Afleiðingar árásar Hamas liggja ekki enn fyrir nema að hluta. Hinn bóginn held ég að eitt sé algerlega fullvíst. Að þær afleiðingar muni fyrir rest, bitna langsamlega verst á íbúum Gaza. Því fólki, sem Hamas ríkir yfir.
Hamas m.ö.o. gerir þeim íbúum afar slæman bjarnargreiða með sínum aðgerðum.
Grimmd hefndar Ísraela verður án nokkurs vafa gríðarleg.
Kaldhæðnin fyrir Hamas er sú, að eins og alþjóðapólitík hefur þróast.
Verður líklega engin samúðar-bylgja með Palestínumönnum, nema grimmd Ísrale verði rosalega gríðarlega sjokkerandi, er má vel vera að verði fyrir rest.
Hvað sem gerist, verður hefnd Ísrala örugglega ekki minna söguleg.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 8. október 2023
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 866137
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar