Rússar virðast á fullu undanhaldi úr Kharkiv héraði! Leiftursókn Úkraínuhers í NA-Úkraínu, gæti reynst afar kollvarpandi atburður fyrir hernaðarstöðu Rússlandshers í Úkraínu!

Síðan sókn Rússa í A-Úkraínu, nam staðar undir lok júlí. Hafði stríðið í Úkraínu virst á leið í kyrrstöðuhernað. Hinn bóginn, hóf Úkraínuher árásir á rússnesk skotmörk í Úkraínu - í ágúst. Þeim árásum á hinn bóginn, fylgdi ekki strax nokkur sýnileg sókn!

Hinn bóginn, sagðist Úkraínuher hafa hafið stórsókn nærri Kherson -- undir lok ágúst.
Hinn bóginn, voru úkraínsk yfirvöld nærri alfarið þögul sem gröfin, um árangur!
Við upphaf sl. viku -- virtist enn óljóst að hvaða marki, árangur hafði náðst!

  1. Þá hefst hin óvænta leiftursókn í héraðinu út frá Kharkiv borg.
  2. Sú leiftursókn virðist hreinlega hafa brotið hinn rússn. her á svæðinu.
    Sá her virðist sl. 2-3 daga, pent á hreinum flótta.
    Lítið virðist um bardaga í gær og dag, Rússar á hröðum flótta frá héraðinu.
  • Sl. 2. daga - bæta Úkraínumenn 1.000 ferkílómetrum per dag, komnir í 3.000 ferkílómetra af herteknu landi, eða frelsuðu -- skv. fréttum sunnudags, vs. 2000 á laugardag, og 1000 á föstudag.
  • Miðvikudagur og fimmtudagur, virðist þegar bardagarnir voru er brutu rússn. herinn á Kherson svæðinu -- síðan, virðast Úkraínumenn, hreinlega elta hraðan flótta.
    --Rússn. herinn á svæðinu, virðist veita litla mótspyrnu, heilt yfir litið sl. 2 daga.

According to Major General Igor Konashenkov, Russian soldiers located in the areas of Izyum and Balakliia, -- have been regrouped and transferred to the neighbouring Donetsk region in order to increase efforts in the Donetsk direction.

Verður áhugavert að sjá, hvort Rússaher í Izium, nær að hörfa - áður en Úkraínuher nær að umkringja þann her, og hugsanlega eyðileggja.
Úkraínuher gæti tekið -- Izyum í dag, eða ef Rúsar eru seinir að hörfa, umkringt fjölmennt rússn. herlið, er var statt í grennd við þá borg, áður en sókn Úkraínuhers út frá Kharkiv svæðinu, hófst sl. miðvikudag.

Aljazeera - Russia-Ukraine live news: Ukraine counterattack shocks Russia

Ukraine top general: 3,000 square kilometers of territory regained

Kharkiv offensive: Ukrainian army says it has tripled retaken area

 

Kort tekið frá MilitaryLandNet - Úkraínsk síða!
Image

Annað kort frá UnderstandingWarOrg - bandarísk síða!
https://www.understandingwar.org/sites/default/files/Kharkiv%20Battle%20Map%20Draft%20September%2010%2C2022%20%281%29.png

Til samanburðar, staðan þriðjudag 6/9 sl. - degi áður sókn hefst!

  1. Mestan áhuga vekur -- líkleg orrusta um Izyum, er gæti orðið í dag.
  2. En ef marka má fregnir, er í borginni ca. 10þ. manna rússn. liðsafli.

Þ.s. talið er hugsanlegt, að sá liðsafli verði umkringdur í Izyum.
Ef Úkraínumönnum tekst það -- tekst síðan að halda umkringdum.
--Þá gæti það verið sambærilegt við áfall þýska hersins 1943, er svokallaður 6. her var eyðilagður í borg, er þá hét -- Stalingrad.

  • Ef sá rússn. her verður eyðilagður.
    Ef marka má rússn. skýrendur -- væri það mesta hernaðaráfall Rússa.
    Síðan 1943, er rússn. her gerði síðustu vel heppnuðu skyndisókn þýska hersins.
    --Sú sókn um tíma, náði að stöðva sókn Rauða-hersins/sovéska-hersins.
  • En að umkringja, Izyum -- virðist sennileg nálgun hers Úkraínu.
    Er hann er nú þegar kominn að mörkum Izyum.
    Frekar, en að lagt verði strax -- til atlögu að rússn. hernum þar.

Ósigrar Rússa við á Kharkiv svæðinu sl. 4 daga, eru þegar þeir mestu.
Síðan rússn. her hörfaði frá -- Kíev svæðinu í byrjun apríl.

  • Ekki er enn ljóst, að stóri rússn. herinn í -- Izyum, verði umkringdur.
    En rökréttara væri, að hörfa fyrir þann her!
    --Skv. yfirlýsingu Igor Konashenkov hershöfðingja Rússlandshers, frá laugardag, hefur sá her nú skipanir - að hörfa inn á Donetsk svæðið, væntanlega til að styrkja varnir þar.

The Ukrainian counteroffensive in Kharkiv Oblast is routing Russian forces and collapsing Russia’s northern Donbas axis. Russian forces are not conducting a controlled withdrawal and are hurriedly fleeing southeastern Kharkiv Oblast to escape encirclement around Izyum. Russian forces have previously weakened the northern Donbas axis by redeploying units from this area to Southern Ukraine, complicating efforts to slow the Ukrainian advance or at minimum deploy a covering force for the retreat. Ukrainian gains are not confined to the Izyum area; Ukrainian forces reportedly captured Velikiy Burluk on September 10, which would place Ukrainian forces within 15 kilometers of the international border.[1] Ukrainian forces have penetrated Russian lines to a depth of up to 70 kilometers in some places and captured over 3,000 square kilometers of territory in the past five days since September 6 – more territory than Russian forces have captured in all their operations since April.

  1. Takið eftir -- þetta er meira landsvæði Úkraína tekur síðan sl. miðvikudag!
    En Rússar náður að taka af Úkraínumönnum -- í bardögum er stóðu frá maí til loka júlí.
  2. Það var einmitt hvað vakti atygli mína sl. sumar.
    Hve rosalega hægar allar hreyfingar rússn. hersins voru.
    --Allt á hraða snigilsins.

 

Kort frá BBC.CO.UK

Control map of eastern Ukraine

Sókn Úkraínuhers - sl. 5 daga, er á hinn bóginn, fyrirbærið leiftursókn.
Málið er - tel ég - að snigils-hraði Rússa í Donbas-sókninni sl. sumar.
--Sýndi skýr merki hnignunar rússn. hersins.

Ég held einnig, að Rússn. herinn - þvert á fullyrðingar rússa-sinnar staðhæfa - hafi orðið fyrir gríðarlegu manntjóni í þeirri sókn!
--Það manntjón, sé nú að sýna sig í því!

Að þegar Rússlands-her færði lið til Khersons svæðisins, til að verjast sókn Úkraínuhers þar, þá leiddi sú hreyfing til -- hættulegrar þynningar varnarliðs Rússa, í Donbas.
--Vegna þess, af völdum þess mannfalls, hafi Rússar einfaldlega ekki nægilegt lið eftir í Úkraínu -- til að almennilega verjast flr. en einni sókn í einu.

  1. Ég tel m.ö.o. að sókn Rússa sl. sumar -- hafi brotið bakbein hins rússn. hers.
  2. Rússn. herinn geti í dag, einungis fókusað á einn punkt -- ekki tvo.

Á meðan, greinilega hafa Úkraínumenn -- liðs-styrk, til að fókusa á 2-punkta.
Á einföldu máli þíði það, að Rússland hafi ekki lengur liðsstyrk.
--Til að verja þau svæði sem þeir enn halda í Úkraínu.

  1. Þ.e. ef þeir mæta einni sókn - með að styrkja þann punkt.
  2. Veiki þeir annan, og þá sendi Úkraínumenn -- árás á það svæði, einnig.

Ég held því, að þetta sé upphafið af -- reglulegu undanhaldi hers Rússlands!

  1. Úkraínuher, muni án vafa viðhalda sókninni á Kherson svæðinu - þ.s. bestu liðssveitir rússn. hersins í dag virðast vera.
  2. Þar eru að sögn, afar harðir bardagar - mikið mannfall beggja vegna.

En Rússlandsher, sé að hörfa skipulega, þeir bardagar líklega halda áfram.

  1. Málið er, að með því að halda Kherson sókninni áfram - hindra Úkraínumenn Rússa, að færa lið þaðan -- til að styrkja varnir á öðrum svæðum.
  2. Þ.s. að Úkraínumenn, hafa greinilega liðsstyrk fyrir 2-sóknir í einu.
    Meðan, Rússa vantar liðsstyrk -- til að verjast meira en, einni sókn.
  • Þá rökrétt, nk. mánuði, ráðist Úkraínumenn fram -- á hverjum staðnum eftir annan í Donbas.
    Ég reikna nú með því Úkraína smám saman taki aftur, allt Donbas svæðið.
  • Meðan, að megnið af her Rússa, er fastur í S-Úkraínu, að verjast þar stórum úkraínskum her - sú sókn Úkraínuhers, líklega hafi þann tilgang einan.
    --Að halda stórum rússn. her þar föstum.
    Tja, ef sá her hörfar þaðan, þá taka Úkraínumenn -- Kherson, og jafnvel meira.

Svo rússn. herinn þar, getur ekki farið -- því þá storma Úkraínumenn þar fram!

Rússar m.ö.o. séu í þeirri klemmu, geta hvorki sleppt né haldið.

 

Niðurstaða

Skv. mínum skilningi, erum við hvorki meira né minna en að sjá straumhvörf í stríðinu í Úkraínu. Endurtek, ég tel nú sókn Rússa í Donbas sl. sumar - hafi sýnt augljósa veikleika rússn. hersins, sbr. hve allt saman gekk rosalega hægt!

Nú á einungis 5 dögum, hafa Úkraínumenn -- snúið það rækilega í sókn, að stærra landsvæði hafi fallið á það skömmum tíma, en Rússar voru að berjast um allt liðlangt sumar.

Munurinn á leiftursókn Úkraínuhers - og snigilssókn Rússlandshers, sé ekkert smáræði.
Snigils-hraði Rússlandshers, hafi ekki verið einhver -- dularfull snilld.
Heldur, skýrt veikleika-merki.

  1. Líklega hafi sú sókn, brotið bakbeinið í rússn. hernum, þ.e. mannfallið hafi verið slíkt, rússn. herinn við þá sókn veikst það mikið!
  2. Nú sé komin sú staða, Rússlandsher í Úkraínu - hafi ekki styrk til að fókusa nema í eina átt í senn.
  • Aftur á móti, hafi Úkraínuher - nú 2-fókuspunkta.
    Þ.s. þeir eru einnig með fjölmenna sókn í gangi nærri Kherson borg.
  • Sú sókn, haldi rjómanum af rússn. hernum í Úkraínu, föstum í varnarstríði.
    Harðir bardagar þar, valda skv. fregnum miklu manntjóni beggja.
  1. En Úkraínuher, getur nú tekið það manntjón - því hann sé í dag miklu fjölmennari.
    Og á sama tíma, haldið uppi -- öðrum sóknar-punkti annars staðar.
  2. Samtímis, og rússn. herinn virðist ekki geta varist sterkri sókn nærri Kherson.
    Og samtímis, tryggt varnir -- varnarlína sinna á öðrum svæðum.

Það þíði, að héðan í frá vænti ég þess, að Úkraínuher muni halda bardögum á Kherson svæðinu til streitu - þó sókn þar sé ekki að ná sambærilegum árangri og Kharkiv sóknin, skipti líklega meira máli, að sú sókn heldur afar fjölmennum rússn. her þar föstum.
--Því, ef Rússar færa lið þaðan, þá gæti það gerst að sókn Úkraínu við Kherson, nái sambærilegu gegnumbroti og her Úkraínu hefur náð nærri Kharkiv.

Þ.s. ég er að segja, að Rússar hafi nú þegar tapað stríðinu í Úkraínu.
Restin sé þ.s. mætti á ensku kalla -- mop-up.
--Þ.e. rússn. herinn haldi áfram að berjast, en það verði varnarátök, meðan að regulega héðan í frá þvingi endurteknar skyndisóknir Úkraínu, fram snöggt undanhald.

En klárlega muni Úkraínuher - hér eftir, notfæra sér það, að sá her geti nú haldið uppi -- tveim sóknum í einu.

Ég hugsa að þær sóknir muni líklega fókusa á Donbas svæðið, í kjölfar sigursins á Kharkiv svæðinu.
Donbas líklega falli -- í skrefum smám saman, nk. mánuði, aftur til Úkraínu.

Hugsanlega getur rússn. herinn nærri Kherson haldið velli lengi, en á einhverjum tíma, muni sóknir Úkraínumanna -- ná að ógna hans stöðu, þ.e. að -flanka- þann her.
--Ég meina, að er restin af umráðasvæðum Rússa falla skref af skrefi, þá á enda nái hinn hluti sóknarhers Úkraínu, sóknar-vinkli er gerði stöðu þess rússn. hers einnig vonlausa.

Héðan í frá tel ég ekki nokkurn vafa um, að Úkraínuher hefur fullan sigur í stríði nk. veturs!

  • Nánast það eina sem Rússland líklega heldur, er Krímskagi.
    Vegna þess, að eiðið inn á skagann, sé það mjótt.
    Að Rússar hljóta að geta varist þar.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. september 2022

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 869824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband