Það sem ég hef verið að spá sl. 2-3 mánuði, loks að gerast -- sókn Rússa að fjara út, m.ö.o. tveir sóknar-vinklar Rússa, virðast hafa verið gefnir upp. A.m.k. í bili!
Það er tilraunir til að sækja að Slovyansk! Og tilraunir til að sækja að Siversk!
Hvort tveggja í A-Úkraínu.
Ástæðan séu, liðsflutningar Rússa frá þeim svæðum, á svæði í S-Úkraínu, nánar tiltekið Zaporizhzhia og Kherson; greinilegt að Rússar eru að styrkja varnir á þeim svæðum.
Vegna ógnar sem liði Rússa á þeim svæðum, stafar af sókn Úkraínuhers á þeim svæðum.
Rússar sækja enn fram í grennd við Bakhmut, sú sókn hefur haft nokkurn árangur á undanförnum vikum, samt sem áður nálgast her Rússa - Bakhmut, á hraða snigilsins.
Samtímis, eru bardagar nærri Donetsk borg, þ.s. Rússar leitast við að þvinga Úkraínuher í meiri fjarlægð frá þeirri borg, nýlega var í fréttum bardagar grennd v. kolanámu.
- Það má segja, að tekist sé nú á um frumkvæðið í stríðinu.
- Hingað til, hafa Úkraínumenn, orðið að þola það, að þurfa að bregðast við aðgerðum Rússa -- en nú séu Rússar, þvingaðir til að bregðast við aðgerðum Úkraínu-hers.
Bakhmut og Avdinka grennd v. Donetsk borg, sóknarvængir Rússa í A-Úkraínu!
Ég hef talið, að frumkvæðið -- færist rökrétt til Úkraínu!
Hef nú sagt það um töluvert skeið.
- Vandi Úkraínuhers í sumar, var sá --> Úkraína kláraði 152mm skothylki, afleiðing þess var alvarleg, þar eð Sovésk smíðuð stórskota-vopn nota 152mm skothylki, m.ö.o. megnið af stórskota-vopnum Úkraínuhers, urðu ónothæf, eins og öll vopn án skotfæra verða.
--Þetta leiddi til, tímabundinna yfirburða Rússa í stórskotaliði.
Sem Rússar sannarlega notfærðu sér í sumar. - Hinn bóginn, eru NATO stórskota-vopn sem Úkraínu-her hefur verið að fá, loks sl. vikur að breyta stöðunni, aftur til baka, þ.e. Rússar hafa ekki lengur, einleik.
--Ekki síst, HIMARS stórskota-vopn frá Bandar. 16 talsins.
Merkilegt, að Úkraína hefur ekki fengið nema, 16 HIMARS - samt hafa þeir mikil áhrif, meira að segja rússn. fjölmiðlar virðast viðurkenna það. - Þar fyrir utan, er Úkraínuher að berast fjölmennur liðsauki. Nú þegar nærri 6 mánuðir eru síðan stríðið hófst, er fjöldi almennra borgara er kvaddur var í herinn við upphaf stríðs, komnir með nægilega herþjálfun!
--Ef marka má Zelensky, rýflega 1.000.000 talsins.
Það þíðir, að líklega er her Úkraínu nú -- meir en 3-falt fjölmennari en innrásarher Rússlands.
HIMARS eldflauga-skotvagn Bandaríkjahers!
Þessir þættir breyta auðvitað hernaðarstöðunni, því liðsfjöldinn þíðir - Úkraína getur væntanlega nú, beitt línur Rússa þrýstingi - ekki einungis í S-Úkraínu, heldur víðar.
Ef Rússar styrkja ekki varnir þ.s. þrýstingi er beitt.
Hætta þeir á að - tapa landsvæðum, þ.e. að Úkraínuher brjótist í gegn, taki þau aftur.
--Þetta er auðvitað vandi fyrir Rússa, því þeir eru mun fámennari.
- Rökrétt, hef sé sagt, ættu Rússar taka sér varnarstöðu.
Rússar eru enn að bögglast við að viðhalda sókn nærri Bakhmut, grennd v. Donetsk borg.
Og hafa náð einhverjum smærri sveitafélögum sl. vikur, a.m.k. einni kolanámu.
--Þeir geta slíkt, einungis ef þeir hafa yfirburði í liði, á sóknar-punktinum.
- Það, m.ö.o. -local- yfirburðir, verða sífellt erfiðari að ná fram.
Við þær aðstæður, að her Úkraínu er hratt að styrkjast.
Tek fram, að Úkraína hefur ekki - yfirburði í stórskotaliði, þ.s. hefur breyst er að Rússar hafa ekki lengur -- algera yfirburði í stórskotaliði!
Rússar hafa enn, mikið flr. stórskota-vopn, hinn bóginn eru NATO vopnin - langdrægari og einnig til mikilla muna, nákvæmari.
Úkraínumenn, geta nú loks -aftur- sókt fram, en greinilega háði skortur á stórskota-vopnum, eftir að birgðir af 152mm skothylkjum kláruðust, Úkraínuher mjög svo það sumar sem nú er að klárast. Þannig, að Rússar greinilega höfðu ekki miklar áhyggjur.
--Það sást á því, að Rússar brugðust lítt við sóknartilraunum Úkraínuhers frá sl. vori fram eftir sumri, þangað til nýverið.
Nú er annað uppi, og sóknar-tilraun í S-Úkraínu, er tekin alvarlega.
Líklega hafa rússn. hernaðar-yfirvöld áttað sig á því, að þegar Úkraínuher er loks kominn með töluverðan fj. NATO stórskota-vopna er nota 155mm NATO skothylki í notkun.
Og það fer saman við það, að Úkraínuher - er að fá afar fjölmennan liðsauka.
--Þá er er ekki lengur hægt annað, en að taka sóknar-tilraunir Úkraínu-hers alvarlega.
Það sjáist á liðsflutningum Rússlandshers sl. vikur, er hafi leitt til þess -- að klippt hafi verið nánast alveg á 2-sóknar-brodda Rússl. hers í A-Úkraínu.
--Sá her í staðinn, færður til að styrkja varnir á Kherson, og Zaporizhzhia svæðunum í S-Úkraínu.
- Auðvitað veit enginn, hvort Úkraínuher nær einhverju verulegu gegnumbroti á þeim svæðum á næstunni.
- Hinn bóginn, hafa 3-mikilvægar brýr verið nánast eyðilagðar, sem flæki flutninga Rússa í grennd við Kherson.
Besta vísbendingin -- eru auðvitað viðbrögð Rússa-hers að færa lið.
Meðan Úkraínu-menn sjálfir, eru þögulir sem gröfin um það hvernig gangi.
Kjarnorkuverið á Zaporizhzhia svæðinu er nú undir smásjá fjölmiðla, vegna gagnkvæmra ásakana Úkraínu-hers og Rússl-hers, vegna árása á það kjarnorkuver!
Eitt er viðurkennt, að Rússar hafa komið fyrir stórskota-vopnum á lóð kjarnorkuversins, og beita þeim miskunnar-laust til árása á sókn Úkraínu-hers þar um slóðir.
--Greinilega eru Rússar sjálfir að spila hættuleik með það kjarnorkuver.
- En skv. fregnum, eru ekki einungis vopn á lóð versins, heldur skotfæra-geymslur að auki, augljóslega skapar það gríðarlega hættulegt ástand.
- Því, að það tiltekna kjarnorkuver -- er eitt það stærsta í heimi.
Miklu mun stærra, en alræmt Chernobyl kjarnorkuver.
Talið er - af mörgum - Rússar séu með, háværum ásökunum, að leita eftir því að skapa þrýsting í V-Evrópu á Úkraínu, að slá af sóknina í því héraði.
Engin leið er að vita, hvað er satt í ásökunum um árásir!
--Hinn bóginn, má reikna með því, að Úkraínuher, sé ekki sama um -- stórskota-árásir, sem koma frá lóð þess kjarnorkuvers!
--Rússar, augljóslega staðsetja þau vopn þar, vegna þess að þeir halda að Úkraínumenn, þori ekki að ráðast á þau vopn þar.
Ukraine atomic plant attacked again
Úkraínumenn - vilja meina, að fregnir um árásir á verið, séu svokallað -- False flag.
M.ö.o. Rússar sjálfi skjóti nærri byggingum versins, valdi sjáanlegu tjóni.
--Og æpi síðan á fjölmiðla!
- Ég ætla ekki að tjá mig um þá kenningu.
Þetta hefur nú verið megin-frétta-efnið frá Úkraínu sl. daga.
Sýnir hvernig fókusinn, færist á sókn Úkraínuhers.
Niðurstaða
Mín skoðun í dag, er sú -- að nk. vetur muni ráða úrslitum um stríðið.
Rússar eru ekki enn, að framkvæma almennt herútboð -- eins og Úkraína gerði, fyrir nærri 6 mánuðum.
--Fregnir um milljón sterkan nýjan her, rýflega svo, eru ekki órökréttar í ljósi rýflega 40 millj. manna íbúa-tölu Úkraínu. Ath. allir karlmenn á herskildualdri kallaðir í herinn.
Málaliðar virðast stöðugt fjölmennari í rússn. innrásar-liðinu. Skv. fregnum sé verið að mynda fj. slíkra hersveita innan fj. rússn. héraða, einkum virðist fókusinn á fátækari svæði Rússl.
--Engar upplýsingar eru um, hvernig gengur að ráða í þær sveitir. Það kvá eiga að mynda hugsanlega allt að 40 nýjar herdeildir með þeim hætti.
Samtímis, virðist sá fókus undir nokkurri gagnrýni innan Rússlands, þ.s. þessi aðferð virðist bitna mest á hópum er búa innan Rússlands; sem ekki eru ethnic-Rússar.
--Engin leið er að vita, hve útbreidd slík óánægja sé.
Manni gæti dottið í hug, að slíkt gæti skapað - spennu milli íbúa Rússlands.
Þar fyrir utan, virðist að slíkir málaliðar -- fái afar litla herþjálfun.
Mun minni en þá, er virðist að nýr Úkraínuher hafi fengið!
--Það ætti að auka líklegt mannfall slíkra. Er gæti aukið á líkur á spennu innan Rússl.
- Manni grunar að illa þjálfaðir málaliðar, verði ekki - góður her.
Ívið lakari m.ö.o. en ný-þjálfaður nýr Úkraínu-her. - Því gæti komið í ljós, að þeir gagnist síður, en vonast sé til af rússn. heryfirvöldum. Þó, rökrétt eiga slíkir betri séns, í varnar-stríði.
Hver veit, kannski sé það eftir allt saman, vísbending þess.
Að það stefni í það að fókus Rússl.-hers færist yfir á varnartaktík.
Tíminn mun leiða það allt fram!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggfærslur 7. ágúst 2022
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 869824
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar