Auknum mæli spurt, hvar er stórárás Úkraínuhers í S-Úkraínu? Rússar hafa fært mikið lið til að mæta henni! Ekki bólar á þeirri árás enn! Sl. 2 - 3 vikur, hafa sáralitlar breytingar orðið á víglínum Rússa/Úkraínu í A-Úkraínu!

Eiginlega fyrir utan dramatískar árásir - er mikla fjölmiðlarathygli hafa fengið - af hálfu Úkraínu-hers, á svæði vel handan við víglínu Rússa. Sérstaklega nokkur skipti á Krím-skaga, þ.s. meðal annars fjöldi flugvéla var eyðilagður á rússn.herflugvelli.
Sú árás vakti auðvitað mesta athygli, ekki síst vegna fjölda mynd-banda sem óttaslegnir rússn.ferðamenn á Krím-skaga, sendu út á netið -- á Youtube má leita uppi fj. slíkra.

HlekkurUkraine Conflict Updates

 

Videó er sýnir myndir teknar af rússn. ferðamönnum á Krímskaga fyrir 3-vikum!

Besta mynda-syrpa af flugvellinum ég veit um: Zelenskyy says 9 Russian jets were destroyed in Crimea blasts. Þar sjást þessar 2-myndir betur.

Image: Saki airbase

En fyrir utan, að sýna getu til árása á svæði undir herstjórn Rússa!
Hefur ekki mikið gerst - auðsjáanlega!

Ukraine has telegraphed its big counteroffensive for months. So where is it?

Frankly, from a military point of view, absolutely it does not make sense, because if you are a Ukrainian military commander you would much rather fight, let's say, the seven Russian battalion tactical groups that were in northern Kherson a month ago, not the 15 or 20 there now,

Eins og kemur þarna fram, hafa Rússar fært verulega mikið lið á Suður-Svæðið.
Til að mæta, væntanlegri stórsókn Úkraínuhers!
--Sem ekkert bólar á enn!

  1. Nú veit maður ekki hvað fyrir Úkraínu vakir!
    En þ.e. út af fyrir sig árangur, að Rússar hafa fært allt þetta lið þangað.
  2. Því, það er sennilegasta skýring þess -- hvers vegna, sókn Rússa í Donbas.
    Hefur að virst hafa nánast alveg lognast niður sl. 3-vikur.
  • Ef það var allt og sumt tilgangur Úkraínu.
    Að plata Rússa til að færa lið, frá sóknar-vængjum er þeir höfðu í Donbas.
    Þannig, að þær sóknir -- virðast nú þessar mundir, nokkurn veginn stöðvaðar.

Þá ef út í þ.e. farið, hafa þá Úkraínumenn, stöðvað sókn Rússa í Donbas.
Með þeim ódýrasta mögulega hætti þeir gátu!
--En ef þetta var allt saman eitt stórt gabb, fatta Rússar það væntanlega fljótlega.

 

Sóknarlínur Rússa í Donbas, hafa nánast ekkert hreyfst í nokkrar vikur nú!

Hinn bóginn, þá gæti það - verið tilgangur Úkraínumanna!

  1. Að plata Rússa til að færa lið frá Donbas.
  2. Vegna þess, að Úkraínu-menn, ætla -kannski- einmitt að hefja sókn þar.

Hið minnsta, hafa liðsluftningar Rússa á Suður-Svæðið í Úkraínu.
Augljóslega gert það minna áhugavert, að hefja stórsókn á þeim slóðum.
--Rússar eru vart svo grænir, að þeir hafi sent lið þangað, án þess að sjá nokkurt á gerfihnatta-myndum, er benti til úkraínskra liðslutninga á það svæði.

Ef þ.e. e-h plat í gangi, þyrfti það að vera - sniðuglega útfært.
Því, e-h hefur þurft að hafa verið á hreyfingu, er leit e-h svipað her.
--Hvort sem það var það eða ekki, þ.e. her.

 

Úkraínumenn, halda samt sem áður áfram að ráðast að mannvirkjum Rússa!

Sú hegðan, er a.m.k. nokkuð í samræmi við undirbúning fyrir árás.
Hinn bóginn, kosta það ekki endilega e-h rosalega mikið!
--Að senda sprengjur við og við!

Má velta því fyrir sér, hvort stríðið er að verða að - pattstöðu.

  1. Það getur vel verið, að Úkraínumenn séu með mikinn liðsafnað, sem Rússar sáu.
    En Úkraínumenn séu lengi að ákveða sig -- er hafi gefið Rússum nægan tíma.
  2. Þannig séð, þá væri það samt sem áður - einhver árangur.
    Að hafa - þvingað Rússa til að færa það mikið lið frá Donbas.
    Að, sókn Rússa á því svæði, sé nánast alfarið stopp.

Það eitt að færa lið, a.m.k. þíðir að það lið er þá enn til staðar, óskemmt.
Hvort það voru Úkraínumenn er færðu lið, eða Rússar.
--Ef Úkraínumenn eru þarna einnig í miklum styrk.

Þá standa herirnir þá gráir fyrir járnum beint á móti hvorum öðrum.
Meðan, hvorugur ræðst fram, þá a.m.k. hafa hermennirnir það sæmilega náðugt!
--A.m.k. meðan báðir herir eru ekki að berjast sjáanlega að ráði á svæðinu.

  • Fyrir utan - artillery duels - virðist lítið sl. 2-3 vikur, gerast!

 

 

Darya Dugina, dóttir Alexander Dugin þekkts stuðningmanns Pútíns, látin!

Spurning hvaða dilk á eftir sér - sá atburður hefur. En ef marka má fregnir, var sprengja falin undir bifreið þeirri hún ók -- og bamm. Talið er að sprengjan hafi frekar verið ætluð föður hennar, en hver veit!

Daughter of Putin ally killed in Moscow car blast

Einfaldlega ekkert vitað um þetta mál annað, en að konan lést í bílsprengju.

 

Niðurstaða

Eftir litlar hreyfingar sjáanlega á herjum Rússa og Úkraínumanna sl. 2-3 vikur. Líkist stríðið í Úkraínu, vaxandi mæli -- tja: Pattstöðunni á víglínunni 1916-1917.
M.ö.o. fyrra stríði!

Nánast eina sem er markvert fyrir utan - áhugaverðar sprengju-árásir langt að baki víglínu Rússa. Er loforð Bandaríkjanna -- um: 775millj.$ vopnasendingu: US announces new $775m Ukraine military aid package.

Speaking on condition on anonymity, the official said the assistance would include 15 Scan Eagle surveillance drones, 40 mine-resistant, ambush-protected vehicles known as MRAP, and about 1.000 Javelin anti-tank missiles. - It will also include additional ammunition and 16 105mm Howitzer systems ...

Fréttin virtist benda til þess, að slíkar sendingar verði reglulegir atburðir.
Áhugavert af hverju er verið að senda, smærri gerð fall-stykkja, sbr. 105mm.
Kannski: M119 Howitzer!
--Ekki sérlega nýtt vopn, ef þessi tegund. Nýrri útgáfur með - digital kerfum.
Drægi ekki nema á bilinu 10km - 20km. Eftir týpum af skotum.

Eini kostur þessa vopns, hve létt það er. Miðlungs þyrlur bera auðveldlega. Og margvísleg létt farartæki, draga það auðveldlega. Og má henda út í fallhlíf.
--Gæti hreinlega, hentað í skæruhernað!
------------

Varðandi stríðið almennt, þá leiðir tíminn allt í ljós.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. ágúst 2022

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 869824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband