Úkraínuher virðist hafa hörfað frá Sievierodonetsk í umliðinni viku, vegna þess að Rússar eru komnir upp að Lysychansk á hinum árbakka Donets! Borgirnar eru sitt hvorum bakka Donets ár!

Í sl. viku náðu Rússar loksins að brjótast í gegnum varnir Úkraínu-manna, nánar tiltekið varnarlínu er leitaðist við að halda Rússum frá Lysychansk. Rússa-her náði að úthverfum Lysychansk á föstudag.
Blasir því við, að staða Úkraínuhers á hinum árbakkanum, í Sievierodonetsk varð þá ómöguleg, er her Rússa nálgaðist Lysychansk.

Orrustan um Lysychansk er væntanlega að hefjast!
Orrustan Sievierodonetsk stóð í 2 mánuði

Ómögulegt er að segja, hvort bardaginn um Lysychansk endist eins lengi.
Hinn bóginn, verjast Úkraínumenn greinilega ávalt af mikilli hörku.

  1. Fyrir bragðið hefur sókn Rússa í Luhansk héraði, en borgirnar tvær ásamt nágranna-sveita-félögum þeirra, eru loka-vígi Úkraínu í Luhansk héraði.
  2. Áður en sókn Rússa hófst undir lok Apríl í Luhansk, var Úkraínuher, með 10% af héraðinu á sínu valdi.
    --M.ö.o. hefur verið nú barist í liðlega 2 mánuði, um loka 10% Luhansk héraðs.
  3. Meðan, Úkraínumenn halda enn a.m.k. hlutum Lysychansk, og sveita-félaga í nágrenni hennar er Rússar hafa ekki enn náð til; þá hefur Rússa-her ekki lokið töku Luhansk héraðs.
  • Bendi á, þó Rússa-her næði á endanum, öllu Luhansk héraði --> Væri Rússland ekki búið að taka allt, Donbas.
  • En, Úkraínu, ræður yfir - ca. helmingi að Donetsk héraði --> Er einnig telst vera, Donbas.

Hinn bóginn, gæti Rússlands-stjórn ákveðið að -- fullyrða, töku Donbas lokið.
Ef Rússa-her nær að klára töku, Luhansk héraðs!
Hver veit, en þ.e. vinsæl kenning í dag --> Að Rússlands-stjórn, kalli það sigur í stríðinu, ef þeim áfanga er náð, töku Luhansk!
Kannski þíddi það, að Rússland óskaði þá eftir vopna-hléi!
Það eru að sjálfsögðu vangaveltur, en miðað við hve erfiðlega það hefur gengið að klára að taka Luhansk, þær orrustur gætu staðið 2-mánuði eða lengur til viðbótar.
Virðist ósennilegt, að Rússlands-her hafi til þess styrk úr þessu, að ná frekari árangri!

INTERACTIVE - WHO CONTROLS WHAT IN UKRAINE - June 26,2022
Hreyfingar litlar á öðrum vígsstöðvum í Úkraínu!
Enn sem fyrri, bendi ég á það augljósa - að blóðtaka herjanna í átökum er mikil.
Rökrétt, að sú blóðtaka sé ívið meiri Rússa-megin, þ.s. þeir sækja fram í Luhansk.
Samtímis án þess að hafa - tæknilega yfirburði.
Enn sem fyrr, treysti þeir á yfirburði í liðs-afla, og sérstaklega fleiri stórskota-vopn.
Vandinn sé auðvitað sá, að ef e-h er, hafi Úkraína nú -- yfir betri tækni að ráða!
--Rússar hafi þó - að virðist - verulega fleiri fall-byssur.

  1. Eins og ég hef áður nefnt, virðist mér þetta nú, líkara -- Fyrra-Stríði.
  2. En því Seinna!

Vegna þess, að Rússar virðast sækja fram í krafti - stórskota-liðs.
Ekki í krafti, yfirburða t.d. í skrið-drekum, eða öðru slíku.
--Þeir virðast ekki geta hreyft sig, fyrr en -- allt hafi verið sprengt í tætlur.

  • Því virðist mér aðferðin, keimlík þeim lýsingum á Fyrra-Stríði, ég hef lesið.

 

Niðurstaða
Í sl. viku, náður Rússar loks gegnumbroti þannig að varnir Úkraínumanna er höfðu hindrað sókn að Lysychansk, biluðu. Við það - augljóslega, varð staða Úkraínumanna í Sievierodonetsk borg, handan Severskyi-Donets ár -- ómöguleg. Og því rökrétt að undanhald þaðan væri fyrirskipað undir lok sl. viku.
Í staðinn, má gera ráð fyrir að orrusta um Lysychansk, taki nú við. Að Úkraínu-her verjist nú þar í staðinn.
--Engin leið að spá fyrir hve lengi sá bardagi varir. Hvort það verði 2-mánuðir rúmlega, eins og um borgina hinum megin Donets ár.

Þó aðrar víglínur í Úkraínu hafi lítt til ekki hreyfst í sl. viku, þíði það ekki að hvergi annars staðar hafi verið barist; einungis það að þeir bardagar náðu lítt að færa til línur herjanna!

Enn einu sinni, bendi ég á að Úkraínuher er að fá stærri vopnasendingar frá NATO, en nokkru sinni fyrr -- meir en líklega samanlagt fram til þessa.
Það verður spennandi að sjá, hvaða áhrif það hefur á framgang stríðsins.

  1. En það má kannski halda því fram!
  2. Rússar séu að leitast við að ná framrás, áður en Úkraínuher, hefur að fullu tekið öll þau vopn í notkun.

Þannig, að Úkraínuher standi þá frammi fyrir því, að þurfa að taka stærra landsvæði, ef til standi að láta drauminn rætast, að þvinga Rússa til undanhalds frá Úkraínu.

  • Ég er sem sagt, ekki viss að Rússar séu að leita eftir -- betri samningsstöðu.
  • Frekar, betri vígsstöðu!

Áður, en endurnærður Úkraínuher, geri loks sínar -- sóknar-tilraunir fyrir alvöru.
Rétt að nefna, að Úkraína hefur nú þjálfað - conscript - í 4 mánuði.
En öllum karlmönnum á herskyldualdri var skipað í herinn, við upphaf innrásar.
Skv. hefð, teljast 6 mánuðir lágmarks tími, svo - nýliðar séu nothæfir.
--Rússar hafa ekki - ennþá fyrirskipað almenna herskyldu, og þeir þyrftu auðvitað einnig að þjálfa nýliða! A.m.k. 6 mánuði.

  • Þetta getur þítt, að Úkraínu-her fái fyrir haust, liðsstyrk sem meir en bæti upp allan liðsmissi þá mánuði stríðið hefur staðið.
  • Leggjum það saman við allar vopnasendingarnar!

Sjáum til!

 

Kv.


Bloggfærslur 26. júní 2022

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband