Afar harðir bardagar áfram um borgina, Sievierodonetsk og nágrenni í Luhansk héraði Úkraínu -- hvað segir það um ástand Rússn. hersins, að taka í noktun 50 ára gamla T62 skriðdreka? Rússlandsstjórn afnemur efri aldursmörk til herþjónustu!

Flestir sem velta spurningunni um T62 fyrir sér, hvað Rússar ætla sér með 50 ára gömul tæki þar -- eiga erfitt  að trúa, Rússar ætli að beita þeim í bardögum!
Hinn bóginn, var T62 beitt á sínum tíma - er Sovétríkin voru í Afghanistan, nútímaríkið Rússland beitti þeim í Tétníu stríðinu 2000, og innrásinni í Georgíu 2008.
--Rússar virðast hafa sent fjölda T62 til Sýrlands, til að styrkja sýrl. herinn, á sínum tíma og til að bæta fyrir tjón á tækjum sá her varð fyrir.

  1. Þannig, að klárlega er T62 beitt við og við.
  2. Hinn bóginn, er T62 afar úrelt tæki - dauðagildra eiginlega, gagnvart öllum þekktum skriðdreka-bönum, sem notaðir eru í dag.

Tveir forvitnilegir vefir:

  1. MilitaryLandnet.
  2. JohnRidge.áTwitter.

MilitaryLandnet -- er með gríðarlega umfangsmikla umfjöllun.
Það er einungis stríðið í Úkraínu!
Hef ekki hugmynd, hvernig þeir nálgast efni að virðist beggna vegna víglína.
Nema, þeir notist við einkarekna gerfi-hnetti - einhverju leiti.
Hinn bóginn, virðist margt vera efni tekið af einhverjum á Jörðu niðri.

Vefur JohnRidge, er greinilega hans eigin greining!
Hann veltir vöngum yfir því, af hverju T62 er í Úkraínu.
--Ekki er endilega allt þ.s. hann veltir upp, sennilegt.
Lesendur lesi þetta einungis frá þeirri forsendu, að efnið eru hans ígrundanir.
--Ekkert að því að lesa slíkt, en eðlilegt að viðhafa einhvern fyrirvara.

Þetta mynband barst um vefinn, sýnir lest í Rússlandi nærri Úkraínu með T62 dreka!

Annað myndband er inniheldur frekari umfjöllun um málið!

  1. Eins og kemur, reikna margir með því - T62 verði ekki notaður í framlínu átaka við Úkraínu-her, heldur frekar til að stjórna þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið.
  2. M.ö.o. þeir dugi til að hræða íbúa, halda þeim á mottunni - berjast við skærusveitir - er ekki væru eins vel útbúnar, og varnarlína Úkraínuhers.

Hugsanlega þannig, losa Rússar mikilvægari tæki, sem ef til vill hafa verið í slíkum hlutverkum -- þannig að þau geta þá þess í stað, tekið þátt í beinum átökum!

  • Margir vilja enn ekki trúa því, að Rússar séu það örvæntingar-fullir, að virkilega nota -- augljósar dauða-gildrur í beinum átökum við Úkraínuher.

Rétt að benda á, allar slíkar pælingar eru einungis vangaveltur -- Rússland hefur ekkert gefið upp um það, hver tilgangur þess að senda 50 ára gamla skriðdreka til Úkraínu, er!
-------------
Það eru allir sammála því, er fjalla um málið - að beita T62 væri óðs manns æði.
Því þeir séu sannarlega dauða-gildrur fyrir sérhvern, er beitti þeim í framlínu!

 

Ekki er mikið um áreiðanlegar tölur um tjón herjanna: Oryx kemst næst!

  1. Oryx beitir þeirri aðferð, að rína í gerfihnatta-myndir, og þeir birta mynd með sérhverju tæki eyðilagt - til staðfestingar.
  2. Tölur Oryx, séu því -áreiðanlegar.-
  3. En þær séu einnig - lágmarks-tölur - því tjón er líklega meira, en þ.s. unnt sé að staðfesta með ljósmynd - per tjón.

Tjón Rússa: Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine

4172, of which: destroyed: 2428, damaged: 75, abandoned: 316, captured: 1353

  1. Skriðdrekar:
    736, of which destroyed: 411, damaged: 22, abandoned: 55, captured: 248
  2. Infantry-Combat-Vehicles:
    806, of which destroyed: 494, damaged: 12, abandoned: 64, captured: 236
  3. AMC
    411, of which destroyed: 237, damaged: 3, abandoned: 36, captured: 135

Ef maður prófaði að áætla manntjón frá einungis 3-liðum:
--Hafa líklega a.m.k. 2100 látist í eyðilögðum Armored Personnel Carriers.
Um 3000 látist í eyðilögðum, ICV tækjum. Yfir 1200 látist í eyðilögðum skriðdrekum.

  • Með þessum einfalda hætti, fær maður strax mun hærri tölu, en Rússlandsstjórn gefur upp sem mannfall -- þarna tel ég einungis 3 týpur af eyðilögðum tækjum.
    Og ath. það tekur ekkert tillit til líklegs manntjóns - er fj. annara týpa af tækjum voru eyðilögð, né manntjóns, í bardögum - meðal hlaupandi hermanna.
    Þaðan af síður, manntjóns vegna stórskota-árása Úkraínuhers, á baklínur Rússa.
  • Ég hugsa því að mat NATO að manntjón Rússa sé, a.m.k. 15þ. sé - varlegt.
    Úkraínumenn, segja manntjón Rússa, 26þ. Það gæti verið svo mikið.
    Ath. það er einungis -- látnir. Telur ekki særða. Almennt eru ca. 3-föld tala.

Hvað með tjón Úkraínuhers? Oryx er einnig með það!

1105, of which: destroyed: 525, damaged: 25, abandoned: 35, captured: 520

  1. Skriðdrekar: 185, of which destroyed: 82, damaged: 3, abandoned: 8, captured: 92
  2. ICV: 82, of which destroyed: 29, abandoned: 4, captured: 50
  3. AMC: 122, of which destroyed: 62, damaged: 3, abandoned: 9, captured: 48

Það þarf ekkert augljóslega grunsamlegt að vera við það að tölur sýni minna tjón Úkraínuhers!

  1. Rússar eru árásar-aðilinn, og þeir mæta einbeittum vörnum.
    Það sem verra er fyrir Rússa:
    Úkraínumenn hafa fengið í mikið af NATO skriðdreka-bönum.
  2. Þar fyrir utan, tæknilega séð, Rússar með nákvæmlega ekkert forskot.
    Rússar eru ekki með betri búnað, þeir eru ekki með betri her í nokkru.
    Og þeir mæta einbeittri vörn, vel þjálfaðs og vel stjórnaðs herliðs.
    Sem verst í vel undirbúnum varnar-vígjum.

Það er því fullkomlega rökrétt, Rússa-her hafi meira tjón!
Það eitt tjónið sé meira Rússa-megin, hindrar ekki endilega rússn. sigur.
Þar sem, Rússa-her er ívið stærri!

  • Hinn bóginn, er gapið í heildar-stærð ekki eins mikið og virðist fljótt á litið.
    Þ.s. vel þjálfaði hluti Rússa-hers, var og er, mun minni en heildar-fj. liðs Rússa.
  • M.ö.o. Rússa-her hafi mikið af liði, sem sé lítt þjálfað -conscript- og þeir yfirleitt, fái lakari tæki.

T62 í Melitopol - á hernámssvæði Rússlands í Úkraínu!

Russia deploys Cold War-era T-62 tanks to Ukraine

Metið er, Rússland hafi tínt til innrásar í Úkraínu - a.m.k. 2/3 bardagahæfs liðs.

  1. Hættan fyrir Rússa, sé því augljóslega sú -- að gæða-standard fari niður.
  2. Þar eð, mikið af betri búnaði Rússa-hers hafi glatast!

Að Rússa-her, þvingist til að beita sífellt meir úreltum tækjum í staðinn!
Og að skipta út manntjóni, með -conscript- án verulegrar herþjálfunar.

  • Það varpar aftur spurningunni að T62.
    Ef þeim verður beitt í bardögum á næstunni.
  • Þá svarar það væntanlega spurningunni - með já!
    Hvort Rússn. herinn - sé að blæða út í Úkraínu.

Enn trúa fæstir því að - Rússar séu orðnir það uppiskroppa með skriðdreka.
En ef það gerist -- þá mundi það tjá þá sögu, rússn. hernum virkilega sé að blæða út!

 

Rússland hefur afnumið efri aldurstakmörk fyrir herþjónustu!

Áður var 40 ára hámarks-aldur, en nú hefur það efri-mark verið afnumið.
Skv. því, ekkert er hindrar að 50 ára gamlir verði þvingaðir í herinn!

Russia scraps upper age limit for military service

Russia scraps age limit for new troops in Ukraine push

  1. Þetta er ekki síst áhugavert.
  2. Því þetta gerist sömu vikuna - fregnir berast af T62 í Úkraínu.

M.ö.o. virðist enn styrkja sviðsmynd - að Rússland sé í vandræðum, með að finna næg vopn og nægilegan fjölda af hæfum einstaklingum -- til þess að beita í stríðinu.

  • Bendi á að Adolf Hitler - gerði svipað, 1944.
    Er stofnað var svokallað, VolkSturm.
    --Þá reyndar, voru bæði efri- og neðri aldurs-mörk afnumin.
  • Í orrustunni um Berlín, voru fj. Hitler-Jungend, og gamlir hermenn er höfðu barist í Fyrra-Stríði.

Ég er ekki beint að kalla - Pútín, Hitler.
Einungis það -- að afnema efri aldursmörk er það óvenjuleg ákvörðun - það eru svo fá dæmi til staðar.
--Menn gera því-um-líkt, vanalega einungis -- er stríð nálgast hátt stig örvæntingar.

INTERACTIVE Russia-Ukraine map Who controls what in Donbas DAY 95

Skv. fréttum standa harðir bardagar yfir um borgina, Sievierodonetsk!

UnderstandingWar.org - Ukraine Conflict Updates: Russian progress around Severdonetsk results largely from the fact that Moscow has concentrated forces, equipment, and materiel drawn from all other axes on this one objective. Russian troops have been unable to make progress on any other axes for weeks and have largely not even tried to do so. Ukrainian defenders have inflicted fearful casualties on the Russian attackers around Severodonetsk even so. Moscow will not be able to recoup large amounts of effective combat power even if it seizes Severdonetsk, because it is expending that combat power frivolously on taking the city.

Greinendurnir hjá UnderstandingWar.org - segja, að kyrrð sé þessa stundina á öllum öðrum átakasvæðum, Rússar virðist nú -- leggja allt í atlöguna að Sievierodonetsk!

Þeir benda á, að það sé um margt skrítin ákvörðun - því, borgin verði fullkomin rúst eftir það hörð átök, tjón Rússa verði mikið - það m.ö.o. verði í engu samræmi við hugsanlegt -gain- af því að ná yfirráðum yfir, borgar-rúst.

Þar fyrir utan, að þó hún falli - færi það víglínu - stríðsins, lítt eða ekki til.

Ukrainian forces are also suffering serious losses in the Battle of Severodonetsk, as are Ukrainian civilians and infrastructure. The Russians have concentrated a much higher proportion of their available offensive combat power to take Severodonetsk than the Ukrainians, however, shaping the attrition gradient generally in Kyiv’s favor. The Ukrainians continue to receive supplies and materiel from their allies as well, however slow and limited that flow may be. The Russians, in contrast, continue to manifest clear signs that they are burning through their available reserves of manpower and materiel with no reason to expect relief in the coming months.

  1. Greinendurnir hjá UnderstandingWar.org - segja, að hærra hlutfall Rússa-hers sé staddur í grennd við Severodonetsk, en af Úkraínuher!
  2. Þannig, að þó stórskota-árásir auki tjón Úkraínumanna í þeim bardaga -- þá sé manntjón Rússa í bardaganum, samt líklega meira en Úkraínumanna.

Það er virkilega athyglisvert að - bardagar á öðrum svæðum liggja nú niðri.
Því það bendi til þess - Rússaher hafi ekki lengur liðsstyrk - til að standa í tveim meiriháttar árásum, samtímis!
--Það virðist mér eiginlega staðfesta þá sviðsmynd, að Rússa-her líklega sé að blæða út!

Frétt AlJazeera: Russia puts - all its resources - into capture of key Ukraine city

Debris hangs from a residential building heavily damaged in a Russian bombing in Bakhmut, eastern Ukraine,

Aðgerðir Rússa í stríðinu - kasta augljósa rýrð á að, fyrir Rússum vaki umhyggja fyrir Rússnesku-mælandi hluta Úkraínu!

  1. Common - Rússar eru að leggja heilu borgirnar í rúst, einmitt á þeim svæðum er meirihluti Úkraínu-búa, talar mállýsku af Rússnesku.
  2. Ég samþykki þó ekki - það sjálfkrafa þíði, þeir séu Rússar.

Bendi á að til eru nokkrar þjóðir í heiminum -- er tala ensku.
Það að tala - ensku - þíðir ekki, að allt þetta fólk séu Bretar.

Austurríkis-menn tala mállýsku af Þýsku, það gerir einnig hluti af Sviss.
Það þíði ekki, að Þýskaland eigi augljóst tilkall til -- Sviss eða Austurríkis.

Mynd á grunni manntals í Úkraínu 2001

File:UaFirstNationality2001-English.png

  1. Myndin birtir útkomu spurningar: Hverrar þjóðar ertu?
  2. Skv. því, var einungis meirihluti á bláum svæðum fyrir svarinu: Ég er Rússi.
  • Það þíðir að skv. 2001 manntali, leit megin-þorri íbúa A-Úkraínu.
    Á sig sem Úkraínumann, þrátt fyrir meirihluta í A-Úkraínu.
    Tali mállýsku af Rússnesku.

Hvað þú ert -- hlýtur að ráðast af því, hvað hver persóna telur sig vera.
Eins og að það ræðst af skoðun Ástrala, þó þeir tali ensku, þeir séu sérstök þjóð - Ástralir.
--Það eitt að tala -ensku- gerir ekki alla er hafa ensku sem móðurmál, að Bretum.

Ef rússn.-mælandi Úkraínubúar - segjast tilheyra Úkraínu.
Þá er það alveg með sama hætti - þeirra réttur að ráða því.
-------------
Manntal frá 2001 er frá því löngu áður en átök hófust um Úkraínu.
Og því engin ástæða að draga vilja þann er þá kemur fram, í efa.
Það sé ósennilegt, að árásir Rússa - hvetji íbúa í A-Úkraínu, til að telja sig Rússa!

  1. Bendi á, að stríðið - stórskota-árásir Rússa-hers, eru einmitt að leiða til stórtjóns fyrir íbúa í A-Úkraínu, þ.s. rússn.mælandi sannarlega er meirihluti.
  2. Það að sjálfsögðu þíðir, að margir þeirra íbúa láta lífið - þeir er hafa flúið, missa margir hverjir, allar sínar eigur. Sama gildir um, þá er ekki hafa flúið, að þeirra húsnæði í mörgum tilvikum er stórtjónað, eða eyðilagt gersamlega.
  3. Á eftir, burtséð frá því -- hvort Úkraína hefur sigur/eða Rússar.
    Þá lenda þessi svæði - greinilega í mikilli örbyrgð.

Augljóslega kastar þetta rýrð - á fullyrðingar rússn.stjv., að vera annt um þá íbúa!
Að auki, greinilega eykur þessi meðferð, ekki stuðning rússn.mælandi íbúa Úkraínu, gagnvart Rússlands-stjórn.
Þvert á móti, eru skýrar vísbendingar um reiði - vonleysi, margra þeirra íbúa, þ.s. eftir allt saman er rússn. herinn að eyðileggja þeirra eignir og að auki að drepa fjölda þeirra!

Frönsk Ceasar 155mm stórskota-byssa í Úkraínu!

Image

Niðurstaða
Stríðið í Úkraínu, virðist akkúrat núna - um þau svæði er Úkraína enn hefur, í Luhansk héraði. Í dag, sunnudag, er Sievierodonetsk undir harðri atlögu. Hörð atlaga að þeirri borg, virðist megin-þemað hjá rússn. hernum á sunnudag. Kyrrt víðast hvar annars staðar!

  1. Mjög áhugavert, að Rússar virðast lítt hafa sig fram - akkúrat núna - nema í átökum um þá borg. Það getur stutt þá kenningu, að staða rússn. hersins sé í reynd veik. M.ö.o. að rússn. herinn, hafi pent ekki - reources - til að gera það stóra atlögu sem nú er í gangi að þeirri borg; nema á einum stað.
  2. Að Rússlands-stjórn, hafi afnumið efri aldurs-mörk - þeirra sem hægt er að skykka í herinn, er frekari vísbending. En erfitt er að ímynda sér að það sé gert af annarri ástæðu, en þeirri að Rússland skorti -- hæfa einstaklinga til stríðs.
    Ég meina, þá sem hafa herþjálfun, væntanlega fyrrum hermenn.
    Óþjálfaðir, kunna að sjálfsögðu ekki til verka, og gætu ekki nýst fyrr en eftir margra mánaða þjálfun.
    --Að hækka aldurs-takmörk, er þá væntanlega, tilraun til að - kalla þjálfaða einstaklinga, sem eru eldri en akkúrat 40 ára.
    --Þetta að sjálfsögðu, er skýr vísbending þess - að hátt mat um mannfall Rússa-hers, sé líklega á rökum reist.
  3. Að Rússlands-her sé að taka í notkun, T62 í Úkraínu. Er síðan - 3ja vísbending.
    Enn sem komið er, reikna ég ekki með að T62 verði beitt í bardögum.
    En ef það fer svo að þeim verði þannig beitt.
    --Þá mundi ég taka þ.s. staðfestingu þess, að tjón Rússa af tækjum, sé gríðarlegt.
    Þá meina ég, að -- háar tölur, séu frekar vanmat en ofmat.
    En þú beitir ekki 50 ára skriðdrekum - ef þú enn átt nægilegt magn af betra!

Heilt yfir grunar mig, að við séum að verða vitni að -- síðustu stóru sóknar-tilraun Rússlandshers í Úkraínu-stríðinu.

Eins og ég sagði um daginn, má áætla út frá atburðum stríðsins: PlanA, PlanB, PlanC.

  • Fyrstu vikum stríðsins, urðu allir vitni að tilraun til að taka - Kíev borg, og borgir í grennd við Kíev, sem og norðan við Kíev. Samtímis var stór-árás í Suð-Austur-hluta Úkraínu.
    --Plan A.
  • Síðan, gaf Rússland greinilega eftir svæðin í Norður-hl.-Úkraínu, hörfaði þaðan, og líst var yfir -- að tilgangur stríðs væri hertaka, Suður-Úkraínu.
    --Plan B.
  • Nú, hinn bóginn, er greinilegt af rás atburða. Að Rússlands-her hefur smækkað stríðið í annað sinn.
    --Plan C.

Að sjálfsögðu hefur Rússlandstjórn engu slíku lýst yfir - hinn bóginn, er greinilegt algert aðgerða-leysi á víglínu-Rússa í Suður-Úkraínu, eftir fall Mariupol.
--Herinn þar, virðist hafa grafið víglínurnar niður. Er bendir til þess, að ekki standi til að sækja fram á þeim svæðum í bráð, eða kannski ekki yfir höfuð.

Til viðbótar, virðist sl. 2-vikur, í A-Úkraínu, árásir fókusa auknum mæli á Luhansk svæðið, þ.s. Úkraínumenn hafa hangið á litlum hluta þess héraðs.
--Það virðist nú, megin-fókus árása Rússa. Meðan, dregið hafi mjög úr árásum - eiginlega nær alls staðar annars staðar.

Þannig, að lesa má greinilega út frá - hegðan rússn. hersins - að nú er, Plan C.

  1. Punkturinn er sá, að sérhvert sinn -- er næsta aðgerða-áætlun, umfangsminni en sú á undan.
  2. M.ö.o. hvernig umfang árása minnkar, eiginleg víglína skreppur saman - stig af stigi, sé skír vísbending þess -- að það fjari stöðugt undan, stríði Rússa í landinu.

Þetta er nægilega skírt - þó maður taki ekki einnig tillit til nýrra atburða.

  • Efri mörk aldurstakmarks til herþjónustu, afnumin/T62 í Úkraínu.

-----------

Samhliða, er Úkraína á leiðinni að fá, ógrynni vopna frá NATO löndum.
Sérstaklega eru Bandar. að stórauka sendingar -- en önnur NATO lönd, eru einnig að bæta í. Sérhver óhlutdrægur einstaklingur - hlýtur að sjá, stríð Rússlands er í vaxandi vanda.

Ég eiginlega á von á því, að einungis örfáar vikur séu eftir af sóknar-tilraunum Rússa.
Sennilega bjóði Pútín -- allherjar vopnahlé, innan mánaðar!
En, Úkraínumenn - líklega hafna tilboðinu!
--Þeir eftir allt saman, eru að fá ógrynni vopna á næstunni.

  • Ég reikna fastlega með úkraínskri stórsókn - einhverntíma fyrir sumarlok.
    Eftir að vopnin eru öll komin, og eftir að sókn Rússlands er öll fjöruð út.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. maí 2022

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 869811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband