Spurning hvort Úkraína hafi undanfarið, tekist að gera Svartahafs-flota Rússlands gagnslausan fyrir stríð Rússlands í Úkraínu; en undanfarið hefur Úkraína eyðilagt 4 stór rússnesk herskip þar af flaggskip þess flota!

Úkraínu virðist hafa tekist að þróa eigin - skipa-eldflaug: One Of Russia’s Biggest Cruisers Has Sunk Off Ukraine.
Neptúnus flaugin: Neptune.
Neptúnus flaugin hefur skotist þannig séð á stjörnu-himininn, eftir að Úkraínumenn hafa sl. vikur beitt henni ítrekað í árásum á rússnesk herskip, þau er tilheyra Svarta-hafs-flota Rússlands.
Þetta virðist manni, magnað afrek að Úkraínumenn hafi þróað eldflaug sem hefur að best verður séð, sambærilega hæfni við margar af bestu -- skipa-eldflaugum annara þjóða.

Tilraunaskot á Neptune 2019

  1. Það sem Úkraína virðist hafa gert, er að stórfellt uppfæra eldflaug sem upphaflega er frá Sovét-tímanum: Kh-35.
  2. Neptúnus flaugin er tekin í notkun 2021, í samanburði við Sovét tímabils flaugina, hefur - nýjar tölvur og radar. Sprengihleðsla 150kg.

Lauslegt viðmið, hver flaug geti grandað allt að 5þ. tonna skipi.
Úkraína hefur auðvitað fullan aðgang að vestrænum tölvum.

 

Tvær Neptúnus flaugar virðast hafa hæft beitiskipið Moskva!

Russian cruiser Moskva.jpg

Það sem vekur athygli, að tveim flaugum er skotið - tvær hæfa.
Og 12þ. tonna skipið er nú á hafsbotni.

  • 12.490 tonn
  • Lengd 186,4m
  • Breidd 20,8,
  • Rysti 8,4m
  • Áhöfn 419

Þetta kvá vera stærsta herskip sökkt síðan Seinni-Styrrjöld.
Herskipið var gríðarlega öflugt, það merkilega er: áhöfn mistekst að verja skipið.
Nú er það á hafsbotni - neita að trúa því enginn úr áhöfn hafi meiðst eða látist.

 

Neptúnus flaugin, drægi 300km

Russian Telegram accounts with links to the Wagner Group claim Bayraktar drones were used to distract the Moskva's radar systems before a coastal battery opened fire somewhere near Odesa, hitting the ship with two Neptune missiles

Áhrifin af tilvist Neptúnus-flaugarinnar, getur verið - area denial!

Eftir að Úkraína hefur nú eyðilagt 4 herskip Svarta-Hafs-flota.
Á vikum, þá þarf líklega flotinn að halda sig -- utan 300km.

  1. Ef svo er, þá pent getur rússneski flotinn -- ekki lengur tekið þátt í stríðinu um Úkraínu.
  2. Fyrir bragðið, er líklega -- innrás af hafi t.d. í Odesa.
    Líklega nú útilokuð.
  3. Fyrir bragðið, sé megin höfn Úkraínu.
    Nú mun öruggari en áður, síðan innrás Rússlandshers hófst.

Ef þetta er rétt túlkun -- þá er þetta annar meiriháttar sigur Úkraínu.
Ekki gleyma, Tyrkland hefur lokað aðgengi að Svarta-hafi.
Rússland getur því ekki sent flr. herskip. inn á Svarta-haf.

Bayraktar Drón á flugi

Bayraktar TB2 Drone Is In The Spotlight: Turkish Deputy Foreign Minister Says Ukraine Is Buying, Not An Assistance

Hvernig árásin líklega fór fram!
Sennilegast virðist, að Úkraína hafi flogið Bayraktar drone -- í grennd við beitiskipið Moskva, slíkur drón er afar hægfara ca. 200km. hámarks-hraði -- fljótt á litið gæti manni virst sá vera auðvelt skotmark.
Á móti kemur, að slíkur drón er afar - stealthy - þ.e. mjög lítill á radar.
Og þegar sá flýgur í nokkur þúsund metra hæð.
Er hann nánast ósýnilegur!

Ukraine war: Kyiv claims successful hit on Russian warship

  1. Lykillinn af velheppnaðri árás, er líklega þetta - stealth drone - sem staðsetur skipið nákvæmlega.
  2. Dróninn, sendir nákvæmlega staðsetningu til skotpalls falinn í grennd við Odesa.
  3. Flaugum er þá skotið, meðan dróninn flýgur áfram yfir skipinu - án þess að radar skipsins greini að flestum líkindum, dróninn.
  4. Dróninn heldur áfram, að leiðbeina eldflaugum að skotmarki.
  5. Báðar eldflaugar hæfa skotmark, og útkoman skipið sekkur innan nokkura klukkutíma.

Líkillinn að árásinni, virðist einmitt þetta að Úkraína ræður yfir - drónum - sem eru nánast fullkomlega ósýnilegir á radar, þó hægfara -- eins og sjáist af þessu.
Þá virðist að rússneskir radarar eigin engan hægan leik við að sjá þá.

  • Eldflaugarnar fljúga lágt yfir haf-fletinum - sea skimming.
  • Þær nota þotu-hreyfil til flugs - cruise missiles.
  • Er skotmarkið nálgast, er - eldflaugar-hreyfill ræstur - sá gefur aukinn hraða.

Skipið tæknilega á að geta skotið slíkar flaugar niður, sbr. langdrægur radar.
Ásamt varnarflaugum, og byssu-turnum.
En greinilega brást varnarkerfið -- óþekkt hvort áhöfnin yfir höfuð sá eldflaugarnar áður en þær hæfðu.

Mikilvægt atriði getur verið, að skipið er smíðað á 9. áratugnum.
Uppfærslur á búnaði skipsins, virðast ekki hafa verið - umfangsmiklar.
M.ö.o. þó stórt og mikið, hafi skipið verið orðið úrelt.

  1. Þetta virðist vandamál mikils hlutfalls búnaðar Rússlands.
  2. Sannarlega er herinn stór.

En Rússland hefur ekki nema -- brota-brot af fjármagni þess, sem önnur stór lönd hafa.
Og sú fátækt Rússlands -- þ.e. skortur á fjármagni er örugglega að birstast.

  • M.ö.o. Rússland, vegna fátæktar, hafi ekki haft efni á að -- uppfæra nægilega gömul tæki og tól, frá Kalda-stríðinu, sbr. Mosku.
  • Þegar búnaður er orðinn úreltur -- eins og sést á eyðileggingu skipsins.

Þá kannski er sannleikurinn sá -- sá búnaður á ekkert erindi í nútímastríð.

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 52

Niðurstaða

Ef ég er ekki að offtúlka að Úkraínu hafi tekist að núlla út áhrifamátt Svarta-hafs-flota Rússlands, þá erum við að tala um: Stórsigur Úkraínu nr. 2.

En ég sé ekki hvað annað það getur talist, því Rússland hefur ráðið yfir hæfni til að gera árás frá hafi, á móti kemur að sú árás gat ekki verið stórfelld - því fjöldi innrásar-skipa sé ekki það stór, því ekki sá her þau skip geta sett á land.
Eitt af skipunum sem eyðilagt var sl. vikur, var einmitt eitt af þessum innrásar-skipum, og nú með eyðileggingu stóra beiti-skipisins, en styrkur þess lág ekki síst í öflugum eldflaugum sem skipið var búið, sem var hægt að nota til að styðja við slíka aðgerð, þ.e. hugsanlega innrás í Odesa frá hafi.

Árás frá hafi, hafi líklega hlotið að vara þáttur í árás frá landi.
Vegna þess að þrátt fyrir allt, var Svarta-hafs-flotinn ekki það öflugur.
En nú virðist sem að Úkraína, þurfi lítt að óttast þann flota.
M.ö.o. tennurnar hafi verið dregnar úr honum.

Enn er reiknað með meiriháttar árásum í Suður-hl.-Úkraínu innan vikna.
Rússland hörfaði með 40 herdeildir frá Norður-hl.-Úkraínu.
Þær herdeildir snúa líklega aftur til átaka.
En líkur á að það taki a.m.k. vikur að gera þær færar til átaka að nýju.
Fyrir utan að þær þurfa að fara töluverða vegalengd, þ.e. hörfuðu í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands -- síðan langt í Suður, til að geta aftur farið yfir landamærin til nýrrar árásar á Úkraínu.

  • Margir velta því þó fyrir sér, hversu öflugur sá her sé þ.e. herdeildirnar 40, eftir að þær biðu stórtjón í átökum á Kíev svæðinu.
  • Það er vanalega talið, herdeildir þurfi mánuði að ná sér -- eftir svo umfangsmikið tjón. En líklegt talið, að Rússlands-forseti skipi að þeim sé beitt sem fyrst.
  • Því velta ýmsir fyrir sér að verið geti að þær séu ekki mjög sterkar.
    Þó þær hafi fengið nýtt fólk, tja - ef um er að ræða minna þjálfaða einstaklinga, einstaklinga er aldrei hafa tekið þátt í átökum -- og ef hópurinn skortir alla samhæfingu.
  • Spurning einnig um móral, blanda saman nýju fólki í hóp er þegar beið ósigur.

Þ.e. auðvitað opin spurning hversu öfluga árás Rússlands-her getur enn gert.
Sumir tala unn um möguleika á sigri Rússlands: The weapons being sent to Ukraine and why they may not be enough.

Rússlandsher er í betri stöðu á Suður-svæði-Úkraínu, með styttri flutninga-leiðir.
Og mikilvægara, hefur flutningaleiðir a.m.k. úr tveim áttum.
Víglínan er einnig flóknari.

  • Hinn bóginn, held ég að útilokað sé, að her Rússlands í Suður-hl. hafi ekki beðið verulegt tjón í átökum t.d. hörðum átökum um Mariupol, er hlýtur fljótlega að ljúka.
  • Sumir hafa talað um, með falli Mariupol, muni Rússlands-her gera tilraun til að umkringja megin-her Úkraínu í Lugansk, ca. 40þ. manna lið sem hefur haldið varnarlínu þar - síðan átök hófust.

Hinn bóginn, þá er stöðugt verið að senda Úkraínu flr. vopn, sannarlega þarf Úkraína stöðugar vopnasendingar -- en punkturinn er: Tjón hers Rússlands á Suður-svæðinu hlýtur einnig að vera töluvert.
Þó hann hafi ekki beðið ósigur, tennurnar séu ekki úr dregnar.
Hefur stríðið í Suður-Úkraínu, virst mjög nærri pattstöðu.

Það sé langt í frá öruggt, að herinn sem mætir aftur innan nokkurra vikna.
Sé í reynd nægilega öflugur liðsstyrkur, eftir þær ófarir sá her áður beið.
Og ekki láta hjá líða að muna -- Úkraína mun einnig færa sitt lið frá Kíev svæðinu.

Ég er því orðinn sæmilega bjartsýnn um það, að Rússland geti ekki unnið.
A.m.k. ekki með hefðbundnum aðferðum!

 

Kv.


Bloggfærslur 17. apríl 2022

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 869811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband