Það er ekki undarlegt að hraðri sókn fylgi síðar - minni sóknarhraði.
Fyrsta lagi, þarf her að melta þau svæði sem tekin hafa verið yfir, þ.e. skipuleggja varnir þar gegn hugsanlegri gagnsókn, tryggja öryggi á þeim, og að sjálfsögðu þurfa hermenn einnig hvíld.
Fyrir utan, að andstæðingurinn leitast við að skipuleggja nýja varnarstöðu, þá mætir her í sókn, aftur vaxandi einbeittri mótspyrnu, þarf þá að þétta raðir að nýju - það eitt hægir einnig á sókn.
Af margvíslegum ástæðum sé ekki undarlegt, sóknarhraði sé breytilegur.
MilitaryLandNet - hefur einnig kort af sömu stöðum!
Afar áhugaverð kort, hvet fólk til að opna þann hlekk og skoða!
Gegnumbrot Úkraínu-hers var einkum á Norður-sóknarvæng við Kherson.
Þar náði Úkraínu-her tuga kílómetra framrás, er leiddi til töku á annan tugs af smærri byggðalögum á svæðinu. Sókn Úkraínuhers, Norð-Vestan megin, náði samt þrýsta Rússum aftur um - einhverja kílómetra, náði þar með -- nokkrum smærri byggðalögum.
--Rússar gerðu gagnárás á þann sóknarvæng, rétt fyrir helgi, þeirri árás virðist hafa verið hrundið.
Árásir Rússlands-hers sl. daga í Donetsk eru forvitnilegar!
Umliðna viku framkvæmdu Rússar töluvert þéttar árásir á víglínu Úkraínu-hers, ath. -- sunnan við þau svæði þ.s. Úkraínuher hefur haft öfluga framrás undanfarnar vikur í A-Úkraínu.
Skv. lýsingu MilitaryLandNet - : Sjá einnig kort, opna hlekk.
- Ukrainian forces repelled a Russian attack in the vicinity of Yakovlivka.
- Fighting continues on the streets of Bakhmutske and Soledar.
- The enemy pushed south of Bakhmutske and attacked Ukrainian positions in the direction of Krasna Hora. The attack was repulsed.
- Russian forces advanced by a few meters towards Bakhmut.
- The enemy entered Vesela Dolyna and the nearby Zaitseve. Ukrainian forces reportedly retreated from both settlements amid the worsening situation. However, as we lack evidence that Russian forces are indeed in full control of the said settlements, they are marked as contested for now.
- Russian sources reported the capture of Odradivka and Mykolaivka Druha. This was indirectly confirmed by Ukrainian General Staff, because they reported a repelled attack in the direction of Andriivka.
- Ukrainian defenders repelled Russian attacks towards Kurdyumivka, Mayorsk and in the area of Zaitseve (southern one).
Skv. því, hörfaði Úkraínuher frá Vesela Dolyna, Zaitseve - Odradvika, Mykolaivka Druha.
Rússlandsher gerði frekari árásir í átt að Bakhmut, Kurdymivka, Mayorsk og Krasna Hora.
- Ástæðan að ég segi þetta forvitnilegt.
Þarna virðist einkum á ferli, málaliðaher - undir nafninu Vagner.
Og tilgangur þeirra sveita, er líklega stórum hluta pólitískur.
Þ.e. í samhengi Rússlands. - M.ö.o. Vagner sveitirnar séu þarna líklega að fórna stórum hluta eigin sveita.
Til að þrýsta á Úkraínuher, í Donetsk.
Þó Úkraínuher virðist hafa hörfað frá 4 þorpum, þá virðast varnirnar þ.s. skipti mestu máli við Bakhmut, halda.
Að auki sennilegt að Vagner sveitirnar séu að bíða mikið mannfall. - Vagner-sveitirnar á hinn bóginn, styrkja pólitískt -narrative- í rússn. samhengi.
Þ.e. ásakanir að aðal-herinn sá hinn rússn.
Sé undir lélegri herstjórn.
Vagner-virðist krefjast aukins krafts í stríðið.
Og auki, þetta eflir orðstír Vagner-sveitanna, þannig þær kannski fá flr. nýja meðlimi; á móti komi líklegt mannfall hljóti vera mikið.
- Móti komi, að líklega væri það skynsamara, að þessi her væri að styrkja varnir Rússlands -- í Lugansk, þ.s. Úkraínu-her, er í hraðri sókn.
- Það sést vel á kortinu, hve bláa svæðið er nú miklu stærra - en þessi nýja framsókn Rússa í Donetsk. Fyrir utan sókn Úkraínu í Lugansk, er enn í gangi.
Samanborið við sókn Úkraínuhers -- eru þessar árásir, pinpricks.
- Það er eins og að mála-liða-sveitirnar, er í vaxandi mæli virðast manna línur Rússa, sl. 3 mánuði!
- Séu ekki að vinna með meginher Rússa; nema þegar þeim er stjórna þeim, sýnist svo.
- Þær séu m.ö.o. ákveðið -kaos-element- er ég tel heilt yfir, lýsa vaxandi hnignun stríðs Rússa í Úkraínu.
Einhverju leiti megi líkja þessu við Ardenna-sókn Hitlers 1944.
(Ath. önnur Ardenna-sókn 1940 leiddi til falls Frakklands það ár)
Er frekar flýtti fyrir stríðs-lokum, en að tefja fyrir þeim.
Því, Þýskaland Hitlers hafði þá færri hermenn til að verjast þ.s. máli skipti.
En ég er töluvert viss, að mun gagnlegra væri að senda lið, til að hægja eða jafnvel leitast við að stoppa sókn Úkraínu - í Lugansk.
Sem blússar enn fram, en að gera árásir með miklu mannfalli á varnir Úkraínu í Donetsk.
Það er eins og að -- málaliðs-sveitirnar, séu orðnar að nokkurs konar, vinstri hönd.
Sem eigi nú í vaxandi mæli í minnkandi samskiptum við, hægri hönd regular-hers Rússa.
Sergey Surovikin!
Sergey Surovikin er nýr yfirmaður herafla Rússa í Úkraínu!
Skv. fregn AljaZeera, er mikill fögnuður meðal háværra fastista er styðja Pútín.
- Surovikin er yfirmaður frá flugher Rússlands.
- Ekki landher Rússlands.
Who is Surovikin, Russias new commander for the war in Ukraine?
Í Sýrlandi, stóð hann fyrir skipulegum loftárásum á uppreisnarmenn í sýrlenskum borgum.
Þær árásir voru þekktar fyrir harðneskju og miskunnarleysi almennt.
Hinn bóginn, fæ ég ekki séð að sömu aðferðir séu nothæfar í Úkraínu.
- Uppreisnarmenn í Sýrlandi - höfðu engar loftvarnir.
- Aftur á móti, ræður Úkraína yfir, afar öflugum loftvörnum.
Þ.s. Surovikin kemur frá flughernum, fæ ég ekki séð, þekking hans.
Sé líkleg að valda einhverjum straumhvörfum.
- Kannski verður aukin áhersla á, eldflauga-árásir, og loftárásir.
- Hinn bóginn, virðast Rússar nær eingöngu beita þeim á byggðir Úkraínu.
Þó það valdi mannfalli almennra borgara.
Hafi slíkar árásir nánast enga hernaðarlega þíðingu. - Eins og kom fram í Seinni-Styrrjöld, þá brjóta árásir á almenna borgara.
Ekki niður bardaga-vilja.
Ég meina, t.d. ekki tókst nasistum er þeir börðust um Leningrad, að brjóta niður varnarvilja borgarbúa, þó árásis Nasista á þá borg dræpu yfir milljón af íbúum þeirrar borgar.
Sögulega séð m.ö.o. virðast árásir á almennar byggðir, litlu skila.
Þá meina ég, í hernaðarlegu samhengi.
Mér virðist samt sam áður, skipun Surovikin benda til þess.
Að slíkar árásir aukist!
Það gæti þítt, að afstaðan í Rússlandi sé orðin sú -- öll Úkraína sé óvinur. Ef Rússland geti ekki stoppað sókn Úkraínu-hers. Muni Rússland leitast við á móti, um að refsa Úkraínu - eða hefna sín á Úkraínu - með því að drepa eins marga almenna borgara og framast unnt er; með eldflauga-árásum á almennar byggðir Úkraínu.
--Kannski, muni Surovikin einnig beita flughernum meir, þó óhjákvæmilega mundi á móti Úkraína skjóta enn flr. Rússn.herflugvélar niður.
Kerch-brúin er ekki sjáanlega það mikið skemmd!
Hluti brúarinnar sem er hærri, er fyrir lestir.
Hluti neðri brúar fyrir umrferð bifreiða virðist hafa hrunið!
- Rússar hleyptu lest í gegn um brúna, á hinn bóginn - skv. fregnum var hún tóm af varningi; þannig að óvíst sé að - brúin þoli fullan þunga hlaðinnar lestar.
Það verði því að skoðast sem, hugsanlegt að -- járnbrautar-brúin sé einnig skemmd.
--En mér var sagt af manni sem taldi sig skilja hlutina, að það geti verið þ.s. eldur lék um tíma um styrktarbita brúarinnar er halda járnbrautar-teinunum uppi á kafla, að það geti hafa leitt til þess; að stál-styrkingar í þeim styrkar-bitum hafi skemmts, þar með burðar-geta brúarinnar á þeim kafla -- rénað.
--Það geti því verið, að brúin á þeim kafla, beri - ekki þá þyngd sem hún var smíðuð fyrir lengur. Það komi í ljós, hvað það þíði fyrir flutninga Rússa þar yfir. - Umferð léttari bifreiða þ.e. einkabíla, hafi einungis verið heimil um vega-brúna, neðan við járnbrautar-brúna. Það bendi sterklega til þess, að burðar-virki þess hluta brúarinnar sé klárlega skemmt á kafla.
Skv. því, minnkar flutningageta brúarinnar!
Þ.s. flutningabílar geta ekki notað hana a.m.k. um hríð.
Það geti einnig verið, að lestar-brúin ofan við vega-brúna, beri ekki heldur fullan þunga.
--Tjón Rússa gæti því verið mikið!
- Þetta getur skipt verulegu máli.
Þ.s. her Rússa í S-Úkraínu er undir miklum þrýstingi.
M.ö.o. minnkun flutninga til þeirra, það eitt.
Getur skipt máli. Þegar sá her þurfi stöðugar vista-sendingar.
Traffic resumes on Crimea bridge, probe into blast under way
Íbúðablokk stórskemmd í borginni, Zaporizhzhia
Deadly Russian missile attack hits Ukraines Zaporizhzhia city
Þetta er líklega þ.s. við sjáum meira af, þ.e. árásum beint á byggðir.
Hefndar-árásir Rússlands, þ.s. Rússar geta ekki stoppað framrás hers Úkraínu.
- Minnir um sumt á áherslu Adolf Hitlers -- á hefndarárásir.
V1 og V2 flugskeyti Hitlers, gegndu þeim tilgangi. - Hernaðarlegt gagn þeirra árása.
Var ca. núll.
En í þær var gríðarlegu miklu púðri varið af hálfu Nasista, skv. skipunum Hitlers.
Mér virðist skipan, Surovikin -- benda til sambærilegrar áherslu.
Hefndarárásir, eins og hjá Hitler, á almenna borgara.
--Hernaðarleg gagnsemi, líklega nákvæmlega engin eins og hjá Hitler.
Þetta virðist gerast hjá fasískum ríkisstjórnum, að þegar grefur undan þeim.
--Þá verða þeir reiðari, svo áherslan verður á -- dráp án tilgangs.
Bendi hér á nýlegt viðtal við David Petraeus hershöfðingja!
Niðurstaða
Mig grunar að Rússland sé að endurtaka hugsana-gang Adolfs Hitlers, er fjaraði undan.
V - stóð fyrir -Vergeltungswaffen- þ.e. hefndar-vopn.
Hver var hefndin? Fyrir það, að stríðið fór að ganga illa.
V-vopnin voru tekin í notkun, 1943 og 1944, einmitt er stríðið var að tapast.
Nasistarnir voru reiðir, áherslan fór yfir á það að - drepa almenna borgara.
Vegna þess, að þegar á þann punkt stríðsins var komið.
Var ósigur þá þegar orðinn nær algerlega öruggur.
Mér virðist, að Rússar séu komnir í sambærilegan þanka-gang.
Þ.e. skipun yfirmanns úr flugher sem yfirstjórnanda Úkraínu-stríðs.
Lýsi líklega breytingu á fókus, af sambærilegu tagi.
Þ.e. á það sem mætti nefna, hefndarárasir - alveg sama hugsun og hjá Hitler.
Þannig, að héðan í frá verði enn meir ráðist með eldflaugum á byggðir Úkraínu.
Þó svo að sögulega séð virki þær árásir - eiginlega, aldrei.
Þá sé samt gripið til slíks, vegna þess -- menn eru ekki enn tilbúnir til að hætta.
Þó stríðið sé tapað - líklega þegar, eins og hjá Hitler.
Þá séu hóparnir í Rússlandi er styðja stríðið, og Rússlandsstjórn.
Alveg eins og Hilters-Þýskaland 1943-1944, ekki til í að hætta.
Þetta hljómar vaxandi eins og, að Rússlands-stjórn ætli að berjast þar til yfir líkur.
Vegna þess, að þó svo að ákveðin samkenni séu með 1943-1944, þá er samtímis margt ólíkt -- sbr. Úkraína sé ólíkleg að sækja að Moskvu.
Þá geti það þítt, að þó svo að Úkraína mundi halda áfram að sækja fram.
Þá geti svo farið, að Rússland hætti ekki eldflauga-árásum á byggðir Úkraínu.
Jafnvel þó að Úkraína hugsanlega sparkaði Rússlands-her alfarið úr landi.
--Kannski svo snemma sem ca. um nk. jól eða áramót.
Það gæti jafnvel farið svo, að Rússar reyndu 3ju innrásina í Úkraínu.
M.ö.o. þeir neituðu að hætta, alveg burtséð hvað!
Segjum, kannski rúmlega ári seinna - Úkraína mundi sjálfsögðu grafa sig niður á landamærunum, og undirbúa heitar móttöku slíks hers - ef af yrði.
--Þ.e. Rússland gæti ekki hugsað sér að hætta, þrátt fyrir að hafa tapað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.10.2022 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 9. október 2022
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 869824
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar