Íslendingar styðja ríkisstjórnina, og þeir hafna öfgum til hægri og vinstri. Sósíalistar komust ekki inn - hvorki Ábyrg Framtíð né Frjálslyndi Lýðræðisfl. fá svo mikið sem 1 prósent í nokkru kjördæmi!

Gleði mín er mikil yfir úrslitunum er ljóst var:

  1. Ríkisstjórnin sannarlega stóðst enda var þetta sennilega besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft í langan tíma.
  2. Síðan höfnuðu Íslendingar - öfgaflokkunum til beggja handa þ.e. Sósíalistum í annan stað og hins vegar hægri öfgunum sem svokallaður Frjálslyndur Lýðræðisflokkur og Ábyrg Framtíð svokölluð buðu upp á.

Reykjavík Norður skv. Mbl.is.

Reykjavík norður
Atkvæði

%
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Þingmenn
DD
7.353 20,9202Kjördæmakjörnir
  · Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  · Katrín Jakobsdóttir (V)
  · Halldóra Mogensen (P)
  · Helga Vala Helgadóttir (S)
  · Ásmundur Einar Daðason (B)
  · Diljá Mist Einarsdóttir (D)
  · Steinunn Þóra Árnadóttir (V)
  · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C)
  · Tómas A. Tómasson (F)
Uppbótar   [Meira]
  · Andrés Ingi Jónsson (P)
  · Lenya Rún Taha Karim (P)
VV
5.597 15,9202
PP
4.508 12,8123
SS
4.427 12,6101
BB
4.329 12,3101
CC
2.706 7,7101
FF
2.694 7,7101
JJ
1.976 5,6000
MM
1.234 3,5000
OO
150 0,4000
YY
144 0,4000

Reykjavík Norður var eina kjördæmið sem - Y listinn bauð fram í.
En punkturinn er að í því kjördæmi er hann að fá hlutfall innan við hálft prósent.
Eins og O listinn.
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að Y listinn hefði fengið hærra fylgis-hlutfall í öðrum kjördæmum, m.ö.o. að líklegast hefði vegferð Ábyrgrar Framtíðar verið svipuð vegferð Frjálslynda Lýðræðisflokksins - ef Ábyrg Framtíð hefði náð að skila gildum listum í öðrum kjördæmum.

  1. Þarna fóru greinilega.
  2. Tveir fylgislausir flokkar.
  • Þ.s. þetta sýnir, að málstaður fólks gegn aðgerðum stjórnvalda í baráttu við Kófið.
    Hefur nánast ekkert fylgi.
  • Það kemur heim og saman við það, að kóf aðgerðir stjórnvalda hafa -consistent- haft um 90% fylgi meðal þjóðarinnar fram til þessa.
    --Þ.e. 90% ef þeir eru spurðir hvort þeir styðja aðgerðirnar sem slíkar.
    --Ef þeir voru spurðir hvort þeir töldu ríkisstjórnina hafa staðið sig vel í því, var fylgið milli 60-70%.
    --Samtímis, voru landsmenn yfirleitt drjúgt yfir 90% sammála því, að sóttvarnarlæknir hafi staðið sig vel.

Ábyrg Framtíð -- var sem sagt, mótmæla-flokkur afar fámenns minnihluta.
Ég var eiginlega nær alveg viss fyrir kosningar að svo væri.
--Úrslitin sína greinilega að svo er, jafnvel þó framboð hafi einungis verið í einu kjördæmi þá var fylgið þar einungis 0,4% - - ætla að reikna með að fólk andstætt sóttvarnar-aðgerðum hafi kosið hann í því kjördæmi.
--Þar með sé það skírt, að sá hópur sé afar fámennur líklega heilt yfir.
Sem tónar við -consistent- niðurstöður skoðanakannana á Íslandi um 90% fylgi við sóttvarnaraðgerðir.

Heildar kosninganiðurstöður voru þessar skv. MBL.is

 
Atkvæði

%

Breyt.
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Breyt.

Á þingi
DD
48.698 24,4% -0,8%160160Þingflokkur
BB
34.496 17,3% +6,6%13013+5Þingflokkur
VV
25.115 12,6% -4,3%628-3Þingflokkur
SS
19.826 9,9% -2,2%516-1Þingflokkur
FF
17.675 8,8% +1,9%606+2Þingflokkur
PP
17.234 8,6% -0,6%3360Þingflokkur
CC
16.637 8,3% +1,6%325+1Þingflokkur
MM
10.884 5,4% -5,5%213-4Þingflokkur
JJ
8.174 4,1% +4,1%0000 
OO
844 0,4% +0,4%0000 
YY
144 0,1% +0,1%0000 

Varðandi ríkisstjórnina - grunar mig sterklega hún haldi áfram.
Að Sigurður Ingi fái líklega vera forsætisráðherra á nýju kjörtímabili.
Um aðrar hrókeringar á ráðuneytum ætla ég ekki að spá.
Nema því, að með aukið fylgi mun Framsókn líklega vilja - betri ráðuneyti.
--Þau atriði munu flokkarnir auðvitað ræða sín á milli.

  • Kannski heldur VG forsætisráðherranum, en lætur eitthvað annað í staðinn.
    Þó mér finnist sennilegar að Siggi vilji nú verða forsætisráðherra.
  1. Ég held það sé rétt, þetta sé fyrsta sinn í lýðveldissögunni.
  2. Að Framsókn eykur fylgi - í stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Eins og allir vita er Flokkur fólksins - hinn sigurvegari kosninganna.
Ásamt Framsóknarflokki.
--Þó tæknilega mögulegt væri að mynda stjórn með honum í VG stað, á ég ekki von á því.

  • Set fram þá kenningu, fólk er íhugaði að kjósa Sósíalista, hafi í fjölda tilvika valið Flokk Fólksins í staðinn!
    Slík hreyfing í kjörklefanum geti skýrt þá sveiflu gegn könnunum, að Sósíalistar fóru ekki inn - meðan Flokkur Fólksins fékk greinilega fylgis-aukningu.

 

Niðurstaða

Ég er einkar ánægður með þessar kosningar í ljósi þess, Íslendingar hafna öfgum eina ferðina enn.
Það kemur í ljós, öfgaflokkarnir til hægri - eru fylgislausir.
Fyrir þeim fara greinilega afar litlir óánægju-hópar.
--Vinstri óánægjuhópurinn sem styður Sósíalista er greinilega stærri. En reyndist ekki nægilega stór samt til að ná yfir 5% fylgis-múrinn.

Almennt tek ég kosninga-niðurstöðunum þannig, að flestir Íslendingar séu fremur sáttir.
En þjóð sem hafnar öfgum er líklega fremur sátt við tilveruna.
Þar eð sögulega séð í öðrum löndum, þarf jafnan víðtæka óánægju til að öfgaflokkar nái fylgi.
--Ég á ekki von á að Íslendingar séu öðruvísi en aðrar þjóðir þar um.

Þar með sýni niðurstöðurnar, hve lítið fylgi öfgaflokkar fá, að þjóðin sé almennt sátt.
Ríkisstjórnin fékk, 54,3% hlutfall atkvæða. Ef fylgi stjórnarflokkanna er lagt saman.
Að baki henni standa 108.309 atkvæði, af 203.976 alls greiddum atkvæðum.
Og ríkisstjórnin er með öruggan meirihluta með 37 þingmönnum alls.
Auð atkvæði voru einungis 1,8% og ógild einungis 0,2%.
Þ.e. viðbótar vísbending þess Íslendingar séu sáttir.
En mikill fj. auðra og ógildra mundi benda til almennrar óánægju.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. september 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband