17.9.2021 | 11:50
Sumt fólk álítur mikilvæg mannréttindi - að smita sem flesta af COVID
Í gær kom fram afar forvitnileg afstaða talsmanns: Ábyrgrar Framtíðar.
- Hann virðist alfarið andvígur sóttvörnum þeim sem beitt voru gegn COVID.
- Samtímis, líta þær alvarlegt mannréttinda-brot, þar eð fólk fékk ekki haga sér eins og því sýndist.
- Ásakaði ríkisstjórn landsins - sóttvarnarlækni -- um einræðistilburði.
Til þess að kasta mati á orð hans, þarf að kynna sér hver stuðningur almennings við sóttvarnir hefur verið vs. andstaða við þær:
Könnun frá Apríl 2021: 80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
- Í könnuninni segjast 64 prósent treysta ríkisstjórninni til að taka ákvarðanir um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
- Hins vegar segjast 97 prósent treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögðin og traustið er sambærilegt til embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
- Alls eru 92 prósent ánægð með aðgerðir almannavarna til að hefta útbreiðslu veirunnar.
--Hvað kannanir á Íslandi sýna, sóttvarnar-aðgerðir hafa notið yfirgnæfandi stuðnings!
--Talsmaður -Ábyrgrar Framtíðar- fer fyrir hóp sem er afar fámennur, andstæðingum sóttvarna!
Meginþorri Íslendinga tekur alls ekki undir þær harkalegu ásakanir gegn sérfræðingum um sóttvanir sem fram komu í orðum -talsmanns Ábyrgrar Framtíðar- en hann ásakaði lækna og sérfræðinga um lygar.
M.ö.o. haldið sé uppi vísvitandi lyga-sögu um virkni sóttvarna, og auðvitað lyfja.
Greinilega eru meginþorri ríkisstjórna heim og sóttvarnar-yfirvöld út um allt, í því samsæri.
Ásakanir um einræði eru pent grátbroslegar!
Ríkisstjórn og sóttvarnarlæknir - gerður Ísland að einræðisríki.
Er sóttvörnum var beitt gegn COVID.
--Takið eftir, 90% þjóðarinnar var/er sammála sóttvörnum.
- Skoðanir mannsins um einræði vs. lýðræði eru forvitnilegar.
- M.ö.o. er stjórnvöld mæta vilja 90% almennings er það einræði.
- Skv. því, væri það lýðræði, að mæta vilja ca. 10% almennings.
Er ekki skv. könnun vill þátttöku í sóttvörnum, eða sóttvarnir yfir höfuð.
Svona málflutningur snýr auðvitað -- lýðræðishugtakinu fullkomlega á haus.
En lýðræði - snýst auðvitað um að mæta, vilja meirihluta fólks.
--Ekki litlum minnihluta fólks, er greinilega fyrirlítur rétt samlanda sinna.
Síðan kvartaði hann yfir því, langtíma-prófanir á bóluefnum fóru ekki fram!
Hann er einn af þeim sem kallar - bólu-efnin óprófuð, og hættuleg.
Er því greinilega andvígur almennri dreifingu þeirra.
- Vandinn er sá, að það er ekki mögulegt að -- langtíma-prófa bóluefni gegn COVID.
- Ástæðan er sú, COVID stökkbreytist svo ört.
Við vitum að það hefur dregið úr virkni bóluefna, síðan þau komu fram.
- COVID hefur stökkbreyst a.m.k. 4-sinnum sl. 1,5 ár.
- Í hvert sinn hefur dregið út virkni bóluefna.
- Ímyndum okkur 4 ára langtíma-prófunarferli.
- Þannig að enn væru engin - bóluefni leyfð gegn COVID því langtíma-prófunum væri ekki lokið.
Augljóslega yrðu bóluefni í langtíma-prófunum, fullkolega ónýt áður en því ferli væri lokið.
M.ö.o. ákvörðun um að halda fast í reglur um 4-stigs prófanir, hefðu þítt.
Engin bóluefni gegn COVID - nokkru sinni!
--M.ö.o. það hefði verið ákvörðunin, að berjast aldrei gegn COVID.
- Vegna þess, COVID stökkbreytist það ört.
- Að engin von sé til þess, að bóluefni hafi nothæfa virkni, er langtímaprófunarferli er lokið.
- Að sjálfsögðu mundi enginn nota bóluefni er væru orðin fullkomlega ónýt.
Þannig að krafan um langtímaprófanir bóluefna í tilviki COVID.
Er í raun andstaða við það að bóluefni gegn COVID séu yfir höfuð búin til.
--Því í reynd sú afstaða, að það eigi aldrei að stunda sjúkdómavarnir gegn COVID.
Áhuga vakti hann talaði aldrei um -long COVID-
Ég er ekki rosalega hissa á því, an fólk andvígt sóttvörnum.
Lætur sem að -Long COVID- sé form af lýgi, eða ekki til, eða að það skipti ekki máli.
Skv. könnun í Bretlandi á þeim sem höfðu fengið COVID.
- Skv. svörum fólks - töldu 970.000 manns sig hafa fengið eftir-áhrif sem vöruðu frá vikum upp í mánuði.
Voru sem sagt, COVID einkenni - þau voru veik áfram, þó þeim batnaði fyrir rest. - 643.000 sögðu að eftir-áhrifin hafi komið í veg fyrir eðlilegt líf.
- 188.000 sögðu að eðlilegt líf hafi verið stórskert.
- 58% þeirra, sögðust hafa glímt við - síþreitu.
- 42% þeirra sögðust hafa verið andstutt.
- 32% þeirra við stöðuga vöðvaverki.
- 31% þeirra sagðist ekki hafa getað einbeitt sér.
Forvitnileg umfjöllun: How Common Is Long Covid? New Studies Suggest More Than Previously Thought
Hérna er rannsókn á - Long COVID: Symptoms and Functional Impairment Assessed 8 Months After Mild COVID-19 Among Health Care Workers.
- Approximately 80% of hospitalized patients with COVID-19 report persistent symptoms several months after infection onset.
--Skv. sænsku rannsókninni, nær alltaf langvarandi eftirköst fyrir þá sem veikjast alvarlega. - Skv. könnun á - heilbrigðis-starfsfólki.
--Í hópnum milli 33-52 ára.
--Ég nota tölurnar yfir þá sem - höfðu ekki verið bólusettir -sero negative.-
--Tölurnar eru mun lægri í hópnum sem er -sero positive- þ.e. bólusettur.
26% af þeim töldu sig hafa fengið a.m.k. 1-langvarandi einkenni a.m.k. 2 mánuði.
15% a.m.k. eitt einkenni er varði a.m.k. 8 mánuði.
--8% töldu að einkennin hafi verulega truflað líf þeirra.
15% töldu að einkennin hefðu truflað þeirra félagslíf.
12% af einkennin hefðu truflað þeirra líf heima fyrir.
Önnur könnun: Studies elucidate poorly understood long COVID
Í þessari umfjöllun er umfjöllun um 3-rannsóknir.
Sú þriðja er forvitnileg, því þar er kannað -Long COVID- í börnum.
Of the 109 children who had coronavirus antibodies but were never hospitalized, 4% experienced one or more symptoms lasting more than 12 weeks, as did 2% of children without antibodies. The most common symptoms lasting beyond 12 weeks in seropositive children were tiredness (3%), concentration problems (2%), and need for more sleep (2%).
Rétt að taka því með fyrirvara - því svo fáir einstaklingar eru í tölunum.
En það a.m.k. sýnir - að börn geta einnig fengið -Long COVID.-
Ein könnun í viðbót, sem er alveg ný: Youre much less likely to get long COVID if youve been vaccinated.
--Sú rannsókn virðist segja, að bóluefni minnki líkur á -Long COVID- mikið.
- Kannanir heilt yfir sýna, Long COVID er nær öruggt ef fólk lendir á spítala.
- Bresk könnun sýndi í heilbrigðu ungu fólki - tíðni Long COVID einungis, 2-3%.
- Sænska könnunin er áhugaverð, en í hópnum 33-52:
-- 1/4 af þeim hóp töldu sig hafa fengið 1 einkenni er varði a.m.k. 2 mánuði.
Ef maður getur notað - sænsku könnunina á heilbrigðis-starfsfólki sem viðmið.
--Þá má reikna með því í óbólusettu fólki fái 26% á aldrinum 33-52 ára, Long COVID a.m.k. 2 mánuði.
- Eins og breska könnunin sýnir -- voru það 1,5% bresku þjóðarinnar heilt yfir.
Er kvartaði undan Long-COVID einkennum. - Einkennin virðast skv. sænsku könnuninni hafa miklu hærri tíðni, í óbólusettum.
- Ástralska rannsóknin segir það sama.
----------------
Þetta að sjálfsögðu skiptir máli er við ræðum - gagnsemi bólusetningar.
Long COVID skv. þessu, hindrar fólk í að - gegna fullum störfum mánuðum saman.
--Þetta þarf einnig að hafa í huga, þegar fólk leggur til að heimila stjórnlausa dreifingu COVID.
Varðandi hættu á alvarlegum aukaverkunum - mikið umrædd!: Bandarísk rannsókn
Þátttakendur í könnun voru 43.448!
- 7 einstaklingar fengu verki í botnlanga.
- 3 fengu hjartavöðvabólgu.
- 3 fengu heilablæðingu.
Aðrar aukaverkanir voru - COVID lík einkenni, eða verkur á stungu-stað.
Skv. því töldust meginþorri aukaverkana - væg.
- Líkurnar á alvarlegustu aukaverkunum eru afar litlar.
En þær eru til staðar.
- Þegar menn meta þetta, þarf einnig að íhuga - Long-COVID.
- En þeir sem fá - Long COVID - þ.e. frá 2 mánuðum yfir í meir en 8 mánuði af einkennum.
--Sá fjöldi er greinilega miklu mun meiri.
En sá hópur er getur fengið alvarlegar aukaverkanir.
Ekki er enn allt vitað sem hægt væri að vita um -- Long COVID.
Varðandi hugmynd að heimila stjórnlausa dreifingu COVID til að skapa ónæmi!
Þrátt fyrir að stökkbreytingar á COVID hafi dregið úr virkni bóluefna.
Held ég að það hafi ekki verið röng ákvörðun - að framkvæma almenna dreifingu bóluefna.
Það er ekkert sérstakt sem bendi til að, náttúrulegt ónæmi.
Endist auglóslega lengur en ónæmi fengið með bóluefnum.
En sumt fólk virðist halda, náttúrulegt ónæmi sé e-h allt annað.
En svo er ekki, bólu-efnin veita þér ónæmi. Þau eru að gera það sama.
- Það sem ég er að segja, að náttúrulegt ónæmi að sjálfsögðu úreltist að sama marki.
- Og það ónæmi sem búið er til með dreifingu bóluefna.
--M.ö.o. þegar COVID sýkilinn stökkbreytist - úreldir hann allt ónæmi, smám saman.
Kvef-veiran virkar einmitt þannig, en kvef er CORONA vírus.
Fólk fær aldrei kvef eitt skipti fyrir öll -- COVID-19 virðist svipað og kvef.
--Nema að miðað við reynslu Bandaríkjanna, er COVID 10-sinnum banvænna en flensa.
- Sú hugmynd sem talsmaður - Ábyrgrar Framtíðar hefur, að láta allt gossa - búa til náttúrulegt ónæmi.
- Mundi einfaldlega ekki virka neitt betur, í því að tryggja langvarandi ónæmi.
Það sama mundi gerast, er veiran stökkbreytist áfram - mundi það fólk aftur geta veikst.
Eins og hefur verið að gerast með fólk er hefur fengið - bólusetningu.
--Hinn bóginn virðist ónæmi í blóðinu a.m.k. hindra alvarlegar sýkingar.
Hann virðist einfaldlega ekki átta sig á því.
Að stökkbreytingar-hraðinn þíðir -- náttúrulegt ónæmi virkar ekkert betur til langtíma.
- Við mundum því ekkert græða á því að láta allt gossa.
- Umfram það að bólusetja alla.
- Þjóðir heims virðast nálgast þann punkt.
- Að dreifa viðbótar bóluefna-sprautum - til að styrkja ónæmið.
Ísrael er þegar að þessu, líkur hratt vaxandi að Bandar. fari að dreifa einnig 3-sprautunni.
Mér virðist margt benda til að, fólk fái 3-sprautuna.
--Þ.s. það hefur í engu minni ónæmis-eflingar-áhrif en að smitast af COVID.
Er 3-sprautan miklu mun áhættu-minni aðgerð, en að láta allt gossa strax.
- Rétt að benda á frá apríl 2020 - apríl 2021, létust 560þ. í Bandar. v. COVID.
- 2020 létust 56-62þ. af flensu er gekk það ár.
- Til samanburðar, létust 30 á Íslandi af COVID yfir sama tímabil.
--En hefðu átt að vera yfir 500.
Miðað við sama dauða-hlutfall og í Bandar.
Sjúkdómsvarnir á Íslandi - björguðu því 500 manns sbr. útkomu Bandar.
Það er algerlega ómögulegt að verja viðkvæma hópa samtímis COVID geisar stjórnlaust!
Vandamálið við þá hugmynd - að dreifa COVID stjórnlaust.
Er að sú hugmynd að verja - viðvkæma hópa samtímis.
--Getur ekki mögulega virkað.
- Aldraðir þurfa á mikilli þjónustu að halda.
- Þeir sem þjónusta aldraða.
--Eiga sína vini.
--Þeir eiga maka.
--Þeir hitta kollega. - Punkturinn er sá.
Ef COVID geisar stjórnlaust.
--Er nær öruggt að viðkvæma fólkið smitast fyrir rest.
Vegna þess, að vikvæma fólkið -- getur ekki verið eitt einhvers staðar í einangrun.
Vegna þess, að viðkvæma fólkið -- þarf stöðugt á margvíslegri þjónustu að halda.
--Sem þíðir, að reglulega þarf það að leita til fólks, sem hefur einnig sitt líf.
- Í stjórnlausu Kófi.
- Sé það afar afar tölfræðilega ólíklegt.
Að það mundi takast að -- verja viðvkæma hópa.
-------------
Þessi hugmynd hefur alltaf verið fullkomlega óraunsæg.
Niðurstaða
Eins og ég benti á, létust 560þ. á einu ári í Bandaríkjunum af kófinu - ca. svipað og hér á Íslandi hefðu látist rýflega 500 manns. Á Íslandi létust aftur á móti 30 yfir sama tímabil.
--Sjúkdómsvarnir björguðu m.ö.o. 500 mannslífum.
- Fólk sem heimtar að - fá að dreifa kófinu án takmarkana.
- Er klárlega ekki með mikla virðingu fyrir - lífi samlanda sinna.
- Þar fyrir utan - virðir það ekki rétt meirihluta fólks, sem vill síður smitast.
Eins og hefur komið í ljós í könnunum á Íslandi - styður ca. 90% Íslendinga sjúkdómsvarnir.
Topp fólkið í heilbrigðist-geiranum fær vel yfir 90% stuðnings-yfirlýsingu skv. könnunum á Íslandi.
--------
Það sem þetta segir manni, er að -- sá hópur sem heimtar að fá óáreittir að smita samlanda sína.
Er fámennur, líklega vel innan við 10% íbúa landsins.
- Þegar það fólk rasar um einræði.
- Er það í reynd að segja, það ætti að ráða.
En ekki megin-þorri landsmanna er vill annað.
--Þessi litli hópur hefur skrítnar hugmyndir um lýðræði.
Ef það heldur að lýðræði snúist um það, að innan við 10% fái að taka ráðin af drjúgum meirihluta.
- Og einnig, ef það heldur það sé einræði -- þegar ríkisstjórn fylgir vilja um 90% almennings.
Sannast sagna á ég ekki von á að þessi flokkur fái mikið fylgi.
Ekki einungis það hve stutt er í kosningar, framboð einungis í einu kjördæmi.
--Heldur það, að hann stendur klárlega fyrir jaðar-skoðun.
Kv.
Bloggfærslur 17. september 2021
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar