Höfuðborg Afganistan stórum hluta yfirtekin af Talibönum - yfirtaka Afganistan nær lokið! Munu Vesturlönd einhverntíma seinna ráðast inn í Afganistan?

Talibanar virðast hafa tekið Kabúl höfuðborg Afganistan stórum hluta yfir á sunnudag.
Fyrir helgi fyrirskipaði Biden forseti Bandaríkjanna, að 6.000 hermnn yrðu sendir til Kabul.
Tilgangur þess hers, greinilega að tryggja -tímabundið- öryggi innan borgarinnar.
Meðan verið er að fljúga á brott frá flugvelli borgarinnar með vestræna borgara.
Og hverja þá íbúa Afganistan, sem Bandaríkin og önnur Vesturlönd skjóta skjólshúsi yfir.
--Ekki er skírt skv. fréttum, hvar bandarískar hersveitir enn ráða innan borgarinnar.
--Og hvar akkúrat innan hennar, Talibanar hafa tekið yfir.

Taliban militants arrive on outskirts of Kabul

  1. The Islamist group released a statement -- its fighters would not enter the city by force, and that talks were under way on a transition in a secure environment to prevent harm to the people, according to Afghanistan’s Tolonews channel.
  2. President Ashraf Ghani’s government - sought to assure Kabul residents that the situation is under control and the country’s “security and defence forces are working together with international partners to ensure the security.

Líklegt virðist þó að Talibanar muni ekki hætta að óþörfu á átök við sveitir Bandaríkjanna innan borgarinnar, eftir allt saman eru þær einungis þar til að verja brottför Bandaríkjamanna.

Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Ghani forseti landsins flúið land; þrátt fyrir yfirlýsingu vitnað til!
Hvert hann hefur farið - ekki enn vitað.

Þetta kort birt á Sunnudag, eins og sjá má hafa Talibanar nær allt landið!

Mapping the advance of the Taliban in Afghanistan - BBC News

Hraði framrásar Talibana hefur verið ótrúlegur sl. vikur og mánuði!

AFP News Agency on Twitter:

Spurning hvað Talibanar gera eftir að verða stjórnendur landsins að nýju?

  1. Rétt að taka fram að bæði ISIS og al-Qaeda eru einnig til staðar í landinu.
    Þau samtök virðast ekki til staðar þessi misseri í miklum styrk.
    --En það að þau eru til staðar getur verið sterk vísbending.
  2. En síðast er Talibanar réðu Afganistan, þá voru það ekki Talibanar sjálfir er réðust á önnur lönd - heldur enn róttækari samtök íslamista í landinu er Talibanar veittu fulla heimild til að starfa innan landsins.
    --Svokallaður 9/11 atburður var framkvæmdur af einstaklingum, er voru þjálfaðir í búðum sem al-Qaeda fékk heimild Talibana til að reka fyrir opnum tjöldum.
  3. Það m.ö.o. virðist flest benda til þess.
    Að Afganistan verði að nýju hreiður fyrir alþjóðlega - hryðjuverkastarfsemi.
    --Það mun auðvitað taka þá hópa nokkur ár að safna þar liði.
    --Áður en sennilegt er að þeir fari að beita sér af krafti utan landsteina.
  4. En ég hugsa að innan nk. 10-ára sé nær öruggt.
    Að þeir hópar verði farnir að beita sér af krafti.
    --Þeir geta auðvitað ráðist á löndin í kring.
  5. al-Qaeda og ISIS eru langt í frá einu samtökin er gætu leitað undir tjald Talibana.
    A)Einnig koma til greina hópar - landflótta Úhígúra, er gætu beitt sér gegn Kína. Ef mannskæð hryðjuverk væru framin innan Kína, af liði sem notaði Afganistan sem skjól -- þarf vart að spyrja að Xi - yrði svakalega pyrraður. Hvað sem hann síðan gerði.
    B)Öfl sem styðja átök innan Kasmír - óvinveitt stjórnvöldum á Indlandi, gætu einnig hreiðrað þarna um sig - þ.e. ótti stjórnvalda Indlands.
    C)Það eru þar fyrir utan margir aðrir möguleika, en löndin allt í kring fyrir utan Indland eru múslima-lönd. Margvíslegir hópar er hefðu áhuga á að efla andstöðu gegn stjórnvöldum þeirra landa. Gætu notað Afganistan sem skjól.

Þetta kort sýnir grófa mynd af íbúaskiptingu Afganistan!

Afghanistan and Pakistan Ethnic Groups | National Geographic Society

M.ö.o. virðist afar sennilegt að Afganistan þróist að nýju yfir í allsherjar dreifingarstöð á hryðjuverkum -- í allar áttir út frá landinu. Hópar leiti undir tjald Talibana, fái þar að safnast fyrir - skipuleggja sig, þjálfa liðssveitir -- nota skjólið til að skipuleggja árásir.

  • Hinn bóginn virðist mér næsta öruggt, að Vesturlönd verði í fókus meðal a.m.k. sumra þeirra hópa sem sennilegt sé að -- fái að starfa undir tjaldi Talibana.
  • Þ.s. að al-Qaeda og ISIS eru þarna nú þegar.
    Þá virðist nær algerlega öruggt, að í kjölfarið fari þau samtök að safna kröftum að nýju.
    Eftir að landið verður að öruggu skjóli þeirra samtaka.
    Þar sem þau geta safnað að liðsmönnum, þjálfað þá og skipulagt árásir.

Líklega innan nk. áratugar, verði slíkar árásir að nýju í vexti. Og einungis spurning um tíma, hvenær þær aftur yrðu afar mannskæðar.

  1. Eiginlega finnst mér koma til greina Afganistan verði að nýju hersetið.
  2. Hugsanlega innan nk. 20 ára!

A)En valkostirnir virðast einungis þeir, að hersitja landið.
B)Eða búa við stöðugar mannskæðar hryðjuverka-árásir skipulagðar frá landinu!

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Afghanistan-physical-map.gif

Kortin að ofan skýra af hverju Talibanar eru alltaf svona öflugir!

  1. Eins og sést, þá býr Pashtun þjóðin beggja vegna landamæra Afganistan og Pakistan.
  2. Pashtun þjóðin, er fjölmennasta einstaka þjóðin í Afganistan.
    En myndar þó ekki meirihluta íbúa Afganistan.
  3. En það að hluti Pashtun þjóðarinnar býr í fjöllum Pakistan.
    Er líklega hvers vegna Talibanar rísa alltaf að nýju.
  4. M.ö.o. Pastunar í Pakistan -- styðja Talibana.
    Bandaríkjamenn hafa aldrei stjórnað svæðum Pashtuna innan Pakistan.
    Þannig að Talibanar hafa alltaf getað hörfað inn fyrir landamæri Pakistan.
    Inn í skjólið - hjá Pashtuna þjóðinni.
  5. Talibanar virðast fyrst og fremst vera -- Pashtun.
    Staðsetning svæða Pasthúna innan Afganistan og Pakistan, fyir utan að Pashtúnar eru fjölmennastir -- geri að verkum að Pashtúnar eru nær alltaf í ráðandi hlutverki í Afganistan.
  6. Tajikar eru næst fjölmennastir -- síðast er Talibanar réðu Afganistan.
    Þá stjórnuðu Talibanar aldrei svæðum Tajika.
    Tajika svæðin eru afar afar fjöllótt, í fjöllunum vörðust Tajikar liðlangan valdatíma Talibana.
  • Það var það sem gerði George W. Bush mögulegt að steypa Talibönum með hraði 2002.
    Að Tajikar voru enn með hersveitir er stjórnuðu eigin svæðum, þau svæðu lutu ekki Talibönum.
    A)Bandar. sendur Tajikum vopn og tækni-aðstoð, hófu síðan miklar árásir á hersveitir Talibana.
    B)Sem gerði liði Tajika mögulegt að sækja fram - og á undraskömmum tíma var stjórn Talibana hrunin.
  • Ef marka má kortið frá BBC -- hafa Tajikar samið líklega við Talibana þetta sinn.
    Ef maður gefur sér að það sé rétt að -- Tajika svæði séu nú á bandi Talibana.

Þetta er eitt að því sem er áhugavert við landið -- að yfirráð Talibana eru ekki endilega rosalega traust -- m.ö.o. vopnaðir hópar á vegum einstakra þjóða er byggja landið séu örugglega enn til staðar og sennilegar að þeir hópar hafi gert samkomulag við Talibana -- frekar en að Talibanar hafi eiginilega tekið þau svæði yfir.

  1. Þetta líklega skýri stórum hluta hraða framrás Talibana, þ.e. þeir geri samkomulög við þá sem stjórna einstökum - þjóða-hópum.
  2. Líklega einnig að Talibanar hafi gert samkomulag við hersveitir stjórnar Ghani, er skýri líklega af hverju í fjölda tilvika þær leggja niður vopn frekar en að berjast.
  3. Stjórnendur þjóðahópa hafi áður haft - samkomulag við ríkisstjórn Afganistan.
  4. En Talibanar hafi sannfært þá hópa - að svissa yfir til Talibana.

--Það þíðir að þeir hópar geti svissað jafnhart aftur!
--Það bendi að auki til þess að svokallað -loyalti- sé líklega afar þunnt.

  • Einstakir hópar hafi líklegast áhuga einna helst á friði innan síns svæðis.
  • Þeir fylgi þeim er virðist -- sterkari þá stundina.
  • Hersveitir stjórnarinnar hafi líklega einnig gert sambærilegt samkomulag - leggja niður vopn í staðinn fyrir grið.

Hinn bóginn virðist sem að -- engin umfangsmikil skipulögð andstaða verði til staðar gegn Talibönum í þetta skipti.
En síðast var slík öflug skipulögð andstaða til staðar!
--Það verði því líklega mun erfiðara en 2002 að steypa stjórn Talibana -- næst er menn fyrir-huga að gera það.

Það getur því þróast þannig, að í stað nýrrar innrásar - leitist menn við að einangra landið eins og mögulegt er!

Hinn bóginn hugsa ég að slík aðferð muni aldrei virka, vegna þess að of margar landleiðir séu milli Afganistan og annarra landa.
--Það gæti því einnig þítt, ef önnur ríkisstjórn Talibana verði mun öruggari við völd.
a)Að þrátt fyrir ítrekaðar og mjög mannskæðar hryðjuverka-árásir skipulagðar frá Afganistan.
b)Þá treysti menn sér ekki til að ráðast þar inn að nýju.
--Heldur verði það varanlegt, að Afganistan þróist yfir í að vera viðvarandi alþjóðleg miðstöð þaðan sem hryðjuverka-hópar dæli sínu eitri í allar áttir - ráðist á lönd, Vesturlönd - sem önnur lönd!

  • Afganistan verði eins og svarthol í Asíu - þangað sem leiti eitrið frá öðrum Múslima-löndum.
    Safnist þar fyrir, eflist þar -- síðan leitist til við að eitra allt út frá sér.

 

Niðurstaða

Mér virðist allt stefna í að Afganistan verði að nýju -- svartholið í Mið-Asíu. Þaðan sem streymi hryðjuverka-árásir til allra átta. Jafnvel þó að líklegast yrði löndin í kring miklu mun oftar fyrir barðinu á árásum hryðjuverka-neta er hreiðra sér þar fyrir en Vesturlönd.
Það að ISIS og al-Qaeda er þegar til staðar, sé líklega sterk vísbending þess.
Að einungis sé spurning um tíma, hvenær mannskæð hryðjuverk hefjist á Vesturlöndum skipulögð frá Afganistan og framkvæmd af einstaklingum þjálfaðir í Afganistan.

Sennilega sé eina spurningin hversu mannskæð þau geta verið.
En vandinn er sá, að vel þjálfaðir einstaklingar geta gert miklu betur skipulagðar árásir.
Þar af leiðandi miklu mun mannskæðari.
En einstaklingar er ekki hafa hlotið þjálfun að nokkru ráði.

Það sé hvað geri það hættulegt virkilega að landið að nýju verði skjól fyrir hryðjuverkanet.
Í framtíðinni gætu þúsundir manns ár hvert verið að láta lífið af völdum hryðjuverka-árása skipulögð frá Afganistan og framin af einstaklingum er hafa hlotið þar þjálfun.

Líklega einungis spurning um tíma, hvenær næst verður á Vesturlöndum framið hryðjuverk er valdi þúsundum manna manntjóni -- engin leið að vita hvaða Vesturland yrði fyrir því tjórni.
----------
Eftir nokkrar afar mannskæðar árásir yrðu menn að sjálfsögðu afar reiðir.
Því er það hugsanlegt að -segjum- innan nk. 20 ára, verði herir Vesturlanda aftur í Afganistan.

Ný frétt sem segir Ghani forseta farinn frá landinu: Taliban enters Kabul; Afghan president flees.

Mjög fortivnileg skoðun„Konur og stúlkur líklega í stofufangelsi“. 
Virðist sammála ábendingu minni, Talibanar taki stór svæði, með samkomulagi við local aðila.

Talibanar virðast hafa a.m.k. hluta Kabul á sínu valdi skv: President flees Afghanistan as Taliban reaches Kabul. Bandaríkjamenn greinilega halda flugvelli borgarinnar og a.m.k. einhverjum þeim svæðum innan hennar - sbr. þeirra sendiráði, þar sem verið sé að brenna og eyðileggja skjöl - síðan sé afar löng röð við flugvöllinn, þeirra er hefur verið lofað brottflutningi.
--Andi Saigon vofir yfir.

Þessi frétt áréttar það sama, forsetinn og ríkisstjórn landsins flúin - kaos í Kabúl, Bandar. að flytja sitt fólk á brott og sendiráðs-starfsmenn að brenna skjöl: Taliban seize power amid chaos in Kabul
--Mögnuð sena að mörgu leiti.

 

Kv.


Bloggfærslur 15. ágúst 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband