Ég bendi Trumpurum á - að þetta háa -approval rating- er trúverðugt.
Það sé ekki ástæða að efa að Biden sé virkilega þetta vinsæll núna!
Né að hann geti ekki orðið enn vinsælli hugsanlega síðar!
--Eftir allt saman tryggir pakkinn, 1.600 Dollara ofan á atvinnuleysisbætur, svo fremi viðkomandi hafi verið í lágtekjum. En upphæðir skilst mér tekjuskerðast.
- Þetta séu einhverju leiti a.m.k. þar af leiðandi, keyptar vinsældir.
- Hinn bóginn, sé ekki endilega útilokað, að Biden geti haldið þeim síðar meir.
Það fari eftir því hver framvindan síðar meir akkúrat verður.
--En segjum, að pakkinn tryggi að efnahagsleg endurreisn Bandaríkjanna verði afar hröð eftir kófið fer fyrir rest að dala að ráði, og að sú endurreisn nær fljótt til almennings. Þá gæti það alveg farið svo að Biden viðhaldi langt yfir 50% jafnvel svo mikið sem 60% stuðningi.
- Veðmál Bidens er auðvitað - að þannig fari.
- Og að pakkin tryggi, að Demókratar hafi sigur í '22 þingkosningunum.
Og auðvitað ef Biden heldur þetta öflugum vinsældum, væri endurkjör '24 nánast formsatriði, burtséð hver færi á móti honum.
Rétt að benda Trumpurum á, að langt oftast nær verja sitjandi forsetar titilinn.
--Trump líklega tapaði einungis, vegna kófs kreppunnar!
- Punkturinn er sá, almenningur kennir alltaf sitjandi ríkisstjórn um, ef illa fer - oft burtséð frá hvort sitjandi ríkisstjórn á það skilið - en á móti fær sitjandi ríkisstjórn oft plús - burtséð frá einnig hvort hún á það skilið - ef vel gengur og almenningur er sæmilega ánægður.
Sitjandi forseti hefur einnig ákveðið forskot, að vera stöðugt í fréttum sem forseti.
--Þannig lagt saman, er alger undantekning ef sitjandi forseti tapar.
Þannig að ég tel mig ekki taka of mikið upp í mig er ég segi!
--Að ef fer svo að 1,9tn.$ er álitinn af almenningi hafa átt þátt í hve sterk efnahagleg uppbygging Bandaríkjanna síðar varð, þá mundi Biden fá -kredit- fyrir það ofan á hefðbundið -kredit- sem almenningur alltaf gefur sitjandi ríkisstjórn, ef vel gengur.
- Þannig að þ.e. alveg rökrétt að ætla Biden líklega öruggan 2024 ef áætlun Demókrata gengur algerlega upp.
- Auðvitað eru hugsanleg óveðurs-ský.
Það eru sannarlega til þeir, er spá slæmum útkomum!
--Sannast sagna kaupi ég ekki dökkar spár um háan verðbólgukúf.
- Það komi til af því, að verðbólga hélst lág 2017-2018 í gegnum -economic stimulus- Trumps, þó að það -stimulus- hafi dottið inn á sjálfan efnahagslegan hápunkt sl. hagsveiflu.
- Núna séu Bandaríkin í efnahagslegum dal - með verulegt atvinnuleysi - með framleiðslutæki van-nýtt, og heilmikinn efnahagslegan slaka.
--Ég held því að megin-áhrif pakkans, verði þau að stuðla að hraðri fjölgun starfa, m.ö.o. eiginlega beinn stuðningur við neyslu þannig að þjónustu-störfum ætti þá að fjölga hratt. En þeim ættu einnig að fylgja framleiðslu-störf, enda eitt og annað framleitt fyrir neytendur innan Bandaríkjanna.
Þannig að ég eiginlega held að það séu sæmilega góðar líkur á að - veðmál Demókrata virki!
Sérstaklega vegna neikvæðni Trumps!
Vegna þess að Trump nýlega kallaði -- fyrstu vikur forsetatíðar Bidens þær verstu í sögunni.
Rétt að nefna, að rétt fyrir forsetakosningar -- vildi Trump sjálfur stærri björgunarpakka!
Þó Trump nú tali eins og Demókratar geri allt það versta, þá er sannleikurinn sá -- mörgu leiti er hugmyndin stolin frá Trump sjálfum! Það er að sjálfsögðu ekkert athugavert við að ræna hugmyndum frá andstæðingum, gera að sínum!
- Trump vildi sem sagt einnig, að almenningur fengi 2000 Dollara greiðslur, þegar allt er talið saman! Þá venjulegar atvinnuleysis-bætur plús viðbót upp á 1.600 Dollara.
- Kostnaðarhlutinn af því að styrkja almenning svo háum upphæðum.
Er einn og sér, áætlaður -kúl- ein trilljón Dollarar.
--Það kostar sem sagt, rétt rúmlega helming heildar-pakkans. - Þar fyrir utan, bætast við nokkur hundruð milljón í styrkjum til einstakra fylkja.
Hvernig talað er um þá styrki er hreinlega - andstyggilegt. En fylkin fengu enga beina fjárhagslega styrki í tíð Trumps. Mörg þeirra hafa orðið fyrir afar djúpum efnahagslegum skaða af völdum COVID. Fyrir utan, að bróður-partur kostnaðar af því að berjast við fárið, hefur lent á þeim.
--Ef menn eru að huga um, efnahagslega uppbyggingu Bandaríkjanna í kjölfarið, þá skiptir miklu máli, hvort fylkin hafa fjárhagslega burði til að halda uppi þeirri þjónustu sem þeim ber.
**Þó að enhver fylki séu undir stjórn pólitískra andstæðinga - eru þau ekki óvinalönd.
**En slíkt er eitrið í umræðunni, að það hljómar sem að menn séu að senda blóðpeninga til svæða undir -occupation- óvina, ekki til landsvæða þ.s. búa Bandaríkjamenn. - Endurreisn fjárhags fylkja - er því ekki atriði án mikilvægis. En ef hún færi ekki fram, mundi halla mjög á fylki með verri fjárhag - eftir að efnahags-uppbygging fer fram, m.ö.o. fylki með verri fjárhagsstöðu gætu síður tekið þátt í þeirri uppbyggingu.
--Og íbúar þeirra mundu líða fyrir það.
**Þ.e. litið svo á af Demókrata-flokknum nú, að til þess að binda endi á víðtæka óánægju almennings uppsafnaða í gegnum árin, þurfi efnahags-uppbygging að vera eins jöfn yfir Bandaríkin, og mögulegt er.
**Styrkir til fylkja eru þá -- stór hluti þeirrar áherslu.
Almenningur veit auðvitað vel af þessum pakka!
Eftir rifildið um hann, er hann ákaflega vel kynntur!
--Hvort sem menn eru sammála þessu eða ósammála!
- Þá hljóta þeir að skilja, að almenningur er hlynntur þessum 2.000$ styrkjum.
Sem eiga að fara til venjulegs vinnandi fólks! - Auðvitað fá menn ekki alla styrk upphæðina, nema viðkomandi sé án atvinnu - og með fremur lágar tekjur áður.
Þess vegna auðvitað, þá er rökrétt að þetta lyfti -approval rating- Biden forseta!
--Einnig rökrétt, að deilan hafi verið að lyfta stuðningi við Biden undanfarið.
Þess vegna er ekki órökrétt, þó einhver Trumpari hugsanlega mótmæli því --> Að Biden sé vissulega fremur vinsæll meðal almennings núna!
Approval rating - Biden 60%!
Þetta er nýjasta könnunin: Associated Press.
60% Bandaríkjamanna gefa Biden -- fingurinn upp.
Áhugavert að 22% Repúblikana gera það einnig!
--Það er áhugaverðara, en að vita að stór meirihluti Demókrata geri slíkt.
- Í ljósi þess, að -approval rating- er líklega sveiflukennd, eftir því hvernig almenningi lýður þá stundina!
- Og að stríðið um samþykki -pakkans- stóð yfir dagana fyrir og um helgina.
--Þá held ég að rökrétt sé að ætla að -approval rating- sé að sveiflast upp.
- En það komu kannanir dagana á undan, er virtust sína hana rétt rúmlega 50%.
Bendi á að tveir vefir er birta meðaltal kannana!
- FiveThirtyEigt: 53,6%.
- RealClearPolitics: 55,3%.
Slík meðaltöl taka auðvitað ekki -- nýjustu sveifluna.
--Ég tel líklegt að Biden sé ívið vinsælli núna, út af því að loforðið um 2000$ er virkilega að komat til framkvæmda, loforð er njóti víðtækra vinsælda - for good or for worse.
Ég hugsa því að það geti vel verið rétt, sbr. AP -- að Biden sé rétt mældur nú: 60%.
Niðurstaða
Eins og bent er á, er risaveðmál Demókratans Joe Biden núverandi forseta Bandaríkjanna að komast til framkvæmda, en nánast er öruggt talið að Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki þær breytingar á pakkanum er Öldungadeild innleiddi, er þíða að framlögin hætta ívið fyrr en stefnt var að þ.e. september og að tekjuskerðingar koma inn ívið fyrr.
Það leiði til þess að kostnaður við framlög til almennings minnka miðað við áður stefnt að, þó að heildar-upphæð pakkans hafi ekki lækkað, m.ö.o. þeim peningi verði líklega varið í annað.
Senate approves Bidens $1.9tn stimulus plan
Biden rides a Keep It Simple, Stupid strategy to early success
Ef dæmið gengur upp eins og ætlast er til, tryggir pakkinn - hraðari uppsveiflu hagkerfis Bandaríkjanna, en ekki síst að sú uppsveifla skilar sér fyrr í vasa almennra launþega; og ekki síst að sú uppsveifla verði jafn-dreifðari en annars líklega.
--Og það verði ekki veruleg verðbólga eins og sumir spámenn halda fram.
- Hræðsla um verðbólgu, snýst stærstum hluta um það -- að stærstur hluti peninganna fer beint í vasa almennings!
- Það er áhugavert, að slík umræða var ekki hávær, er peningurinn fór stærstum hluta til aðila á WallStreet og fyrirtækja.
Hugmyndin er sem sagt sú, að þessi -stimulus- aðgerð stuðli ekki að auknu tekju-misrétti.
Eins og upplyfun margra er, að fyrri -stimulus- aðgerðir hafi.
Draumurinn eiginlega að hún hafi öfug áhrif, þ.e. peningur í vasa almennings.
Þeir sem hræðast verðbólgu, eru hræddir við mikið eyðslu-fyllerý.
Hinn bóginn er enn mikið atvinnuleysi -- ég er því ekki alveg að sjá að fólk enn í þannig óvissu, fari í stórfellda spanderingu.
--En þetta gæti sannarlega flýtt því, að atvinnulaus hætti að vera atvinnulaus. Þá auðvitað, er eyðsla á styrkari grundvelli - en þá fljótlega skerðast framlög til viðkomandi duglega.
- Þegar að auki efnahagslegur slaki er tekinn með í reikning.
- Og menn muna að -stimulus Trumps- á hápunkti sl. efnahagssveiflu, leiddi ekki til verðbólgu, og hún var lág í gegnum alla þá uppsveiflu.
Þá eiginlega efa ég að slíkar spár rætist.
--Ekki gleyma verðbólgan er mjög lág nú, vel innan við 2%. Þó verðbólga færi í 2,5% hugsanlega, væri það ekki e-h sem ég mundi nefna verulega verðbólgu.
En auðvitað hækka einhver verð, ef hjól atvinnulífs fara hratt af stað, og eftirspurn þá vex.
--En verðbólga er mjög lág vegna þess að mörg verð fóru niður er eftirspurn hrundi af völdum COVID kreppunnar.
Þau gætu hækkað e-h hraðar um tíma, þegar eftirspurn vex nokkuð hraðar en hún annars geri.
--En pakkinn er líka tíma-takmarkaður, er búinn ca. nk. haust.
- Ef kófið er ekki almennilega búið í Bandar. fyrr en um mitt nk. ár, fer hagkerfið vart að kippa við sér af miklum krafti fyrr en seinni part árs hvort sem er.
--Þá fyrst og fremst brúar pakkinn bilið frá nú og fram á haust. - Sem mig grunar að sé sennilegasta útkoman.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 7. mars 2021
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar