Gos getur verið yfirvofandi á Reykjanesskaga - í rás atburða er getur í nokkru líkst atburðarás er varð 2014 er gos varð rétt Norðan við Vatnajökul!

Á fundi Vísindaráðs Almannavarna var varpað upp nýrri sviðsmynd er setur allt aðra mynd á rás atburða sl. rúma viku, m.ö.o. nánar tiltekið að kvika sé að brjóta sér leið eftir gangi á nokkurra km. dýpi undir yfirborði, jarðskjálfarnir séu merki þess að hún víkki sprungur neðanjarðar á ferð kvikunnar er virðist til Norð-Austurs frá svæðinu við Fagradalsfjall.
Ef marka má fréttir þá stefni gangurinn nokkurn veginn á fjallið Keili.

Eftirfarandi mynd frá 2014 sýnir gang af sambærilegu tagi undir Vatnajökli!

Þá braut kvika sér leið neðanjarðar undir jökli til Norð-Austurs, þar til hún braust upp á yfirborðið í flæðigosi rétt Norðan við jökulinn. Talið að kvikan hafi komið frá Bárðabungu-eldstöðinni, kvikuhólfi þaðan - gömul færsla:  Ef marka má fréttir, getur verið stutt í gos í Norðvestanverðum Vatnajökli.

Skv. upplýsingum Veðurstofu: Ný gögn gefa ástæðu til að skoða nánar þá sviðsmynd sem snýr að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall.

Efirfarandi mynd er sýnir jarðskjálfa sl. mánudag!

Yfirfarid_280221

Er þá væntanlega að sýna kvikuhreyfingu eftir gangi neðanjarðar!

  1. Þetta virðist alveg umpóla sviðsmyndinni sem sérfræðingar hafa verið að ræða, því allt í einu blasa við miklu mun stærri líkur á gosi, að virðist.
  2. Líklegasta skýringin er sú að kvikugangur sé að myndast undir því svæði þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið síðustu daga.
    --Þetta er haft eftir sérfræðingum almanna-varna.

Ekki er talið öruggt að það verði gos.
--Kvika geti storknað í ganginum, frekar streymi kviku inn í hann hætt, skjálfahrina hætt.
--Eða, skjálftahrina heldur áfram, kvika streymir áfram fram neðanjarðar - skjálfar halda áfram að sýna ferð hennar neðanjarðar eftir því sem miðja skjálftanna færir sig smá saman NE.

  • Ef atburðarásin hættir ekki, vaxa líkur væntanlega á að kvikan rambi á sprungu eða veikleika í jörðu er leiði hana greiðlega upp á yfirborð fyrir rest.

Miðað við núverandi staðsetningu gangsins, ef kvikan brýst fljótlega upp.
Væri gosið á tiltölulega meinlausu svæði -- hraun streymdi væntanlega átt til sjávar humátt að Reykjanesbraut.
--Auðvitað vex spennan því lengra sem kvikan leitar frá Fagradalsfjalli.

Í atburðarásinni undir Vatnakjökli - leitaði kvikan tugi km.
Hinn bóginn gæti jökullinn hafa verið hluti ástæðu þar um.
--Kvikan virðist hafa farið einungis skamma vegu út fyrir jökulsporð.

 

Niðurstaða

Allt í einu lítur atburðarásin út sem aðdragandi eldgoss, eftir að sérfræðingar höfðu dögum saman skilið hana með öðrum hætti - sem spennu-losunar-skjálfa í tengslum við jarðskorpuhreyfingar.
Ég verð að ætla að hversu þrálátir skjálftarnir eru að reynast vera.
Þeir séu ekki í rénun, eins og búist var við.
Sé undanfari þess að aðilar hafa teiknað upp alfarið nýja sviðsmynd.

  • Síðast gaus á landi á Reykjanesi kringum 1240.
    Hinn bóginn virðist ekki hafa gosið út frá kerfinu tengt Fagradalsfjalli í 6000 ár.

Það væri þar með nýr spennandi jarðfræðilega atburðarás ef fyrsta gos sem tengja má kerfinu verður nú á nk. dögum eða vikum.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. mars 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband