Rússland heimtar að fyrrum Járntjalds-ríkin í E-Evrópu, nú meðlimir að NATO, sætti sig við stórfellt minnkað sjálfstæði - m.ö.o. Rússland fái neitunarvald um atriði er nú eru þeirra eigin sjálfstæðu ákvarðanir!

Þetta er minn skilningur á kröfum Rússlands gagnvart NATO er birtar voru á föstudag!
Að Rússland sé hvorki meira né minna, að heimta -- A-tjalds ríkin fyrrverandi.
Sætti sig við það, að eigin ákvörðunar-vald þeirra, verði í nokkrum atriðum.
--Fært til stjórnvalda Rússlands.

Í dag eru:

  1. Eystland, Lettland, Litháen - er voru Sovétlýðveldi innan Sovétríkjanna, fullvalda ríki og meðlimir að NATO.
  2. Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland,Rúmenía og Búlgaría.
    Gengu öll einnig í NATO.
  • Hvíta-Rússland, Rúmenía og Moldavía - eru utan NATO.
    En teljast fullvalda ríki.

Pútín hefur margsinnis lýst því yfir, að hrun Sovétríkjanna 1993, hafi verið óþolandi atburður og mesta högg Rússlands allra tíma.

Og að auki, að það sé óþolandi ástand, að allur þessi fjöldi - fyrrum leppríkja Sovétríkjanna, hafi gengið Vesturlöndum á hönd.

Pútín, virðist líta á það sem -- sitt lífsmarkmið, að snúa þessu við.
A.m.k. að einhverju leiti.

 

Evrópa Kalda-Stríðsins!

Hammer and scythe | The Economist

Það má velta fyrir sér - tilgangi Rússlands með þessum kröfum!

  1. Under the draft proposals, Nato would have to seek consent from Moscow to deploy troops in former Communist countries in Europe that joined Nato in May 1997.

    Bendi fólki á, að -- NATO hermenn, eru hermenn herja NATO meðlima-ríkja -- það gengur að sjálfsögðu fullkomlega gegn, skipulagi NATO.
    Er kveður á -- öll ríkin séu skuldbundin að verja hvert annað.

    NATO lönd geta að sjálfsögðu -- ekki samþykkt.
    Að Rússland ákveði, hvar þeirra eigin hermenn eru -- staðsettir.


  2. Nato would have to refrain from -any military activity- in Ukraine, eastern Europe, the southern Caucasus, and central Asia

    Ekki fylgir sögu, hvað þetta ætti að þíða.
    NATO mun að sjálfsögðu aldrei samþykkja.
    Að aðildar-ríki NATO, geti ekki haft eigin heri -- hvar sem þeim sínist.
    Innan eigin landamæra.
    --Né að, þau geti ekki skipulagt heræfingar, innan eigin landamæra.
    Er væri sameiginlegar með hermönnum - einhvers fjölda NATO landa.

    4-meðlima-ríki NATO eru með landamæri að Úkraínu.
    Þau munu að sjálfsögðu, aldrei samþykkja -- að Rússland ráði.
    Hvar innan þeirra eigin landamæra, þeirra eigin hermenn eru.

    Ég sé ekki, Erdogan af Tyrklandi, samþykkja - hann geti ekki beitt sér í Kákasus.
    En á sl. ári, hafði hann sigur á Rússlandi -- í rymmu á Kákasus svæðinu.

    Ég stórfellt efa, að Bandaríkin samþykki, þau muni samþykkja þau muni aldrei beita sér aftur í Mið-Asíu.
    -Þar fyrir utan, Kína ræður því svæði mestu leiti í dag, ekki Rússland.-


  3. ...pledge not to deploy any missiles close enough to hit Russia ...

    Eiginlega það sama, enginn möguleiki að NATO lönd samþykki.
    Að Rússland ráði hvar þau staðsetja sitt dót.
    --Margar tegundir eldflauga, geta tæknilega náð yfir landamæri.
    T.d. loftvarnar-flaugar.

    Algengur misskilningur er -- NATO sé með kjarnorku-eldflaugar nærri Rússlandi.
    Svo er ekki.
    Einu kjarnorku-eldflaugarnar í Evrópu, eru í eigu franska hersins, í Frakklandi.

    --NATO lönd hafa komið fyrir á nokkrum stöðum - svokölluðum - ABM (Anti-Ballistic-Missile) flaugum: PATRIOT.
    Það er enginn megin-munur á gagn-flaugum, og hverri annarri loftvarnar-flaug.
    Nema sá, gagn-flaugar eru mun öflugari, enda ætlað að skjóta niður - ballístískar flaugar.
    --Sprengi-hleðsla er venjuleg.
    Margir halda þær séu, kjarnorku-flaugar. Svo er ekki.

    Rússland pyrrast mjög yfir þessum flaugum, en mörg NATO lönd í dag eiga þær.
    Og þau, koma þeim fyrir - þar sem þeim sýnist.
    --Þ.e. ekki þannig, að einungis Bandar. noti þær.
    Heldur fjöldi NATO ríkja.

 

Ég get ekki samþykkt, innganga landa í NATO - hafi verið ofbeldi gegn Rússlandi!

NATO er samband fullvalda ríkja - NATO hefur ekki boðvald yfir aðildarríkjum.
M.ö.o. getur enginn, skipað NATO meðlimi - að gera X eða Y eða Ö.
Ákvarðanir eru teknar með -- samþykki allra.
M.ö.o. -- sérhvert meðlimaland, hefur neitunarvald.

NATO lönd funda auðvitað reglulega, og ræða saman.
Vegna ákvörðunar-reglu NATO -- taka ákvarðanir oft langan tíma.
--Því allir verða vera, sammála.

  • Augljóslega, munu A-Evrópulöndin, ekki samþykkja þá takmörkun á þeirra - eigin ákvörðunarvaldi; sem Rússland nú heimtar.
  • Eftir allt saman, gengu þau í NATO, til að losna við -- afskipti Rússlands af þeirra málum.

Þau auðvitað vissu, Rússland mundi einhvern-tíma rísa fram, og gera kröfur á þau.
--Draumur Pútíns er auðvitað, að leysa NATO upp.

NATO löndin á hinn bóginn sjálf, hafa ekki séð nokkra ástæðu til, upplausnar á klúbbnum.

T64 Skriðdreki her Úkraínu á hersýningu 2017

File:T-64BV tank, Kyiv, 2018 29.jpg

Varðandi Úkraínu, 2 áhugaverð atriði!

Þegar Sovétríkin leystust upp 1993, og Úkraína varð fullvalda.
Lentu tvær mikilvægar hergagna-verksmiðjur í Úkraínu.

  1. Verksmiðja sem framleiðir T64 skriðdreka.
  2. Og Antonov flugvélaverkmiðjurnar.

Sjálfsagt vita ekki allir, að Úkraína getur framleitt eigin skriðdreka.
T64 er minna þekktur en T72 -- T64 var aldrei seldur út fyrir landamæri Sovétsins.

Málið var, T64 var fullkomnari - með besta búnaði Sovétríkin réðu yfir.
Auk þessa, betur brynvarinn.

T72 var einfaldari og ódýrari, og notaður af fylgilöndum Sovétríkjanna.
Auk þess að vera seldur í miklu magni til margra landa.

  • Rússland hélt eftir T72 verksmiðjunni.

Úkraína - eins og Rússland hefur gert - hefur framleitt uppfærslur á sína skriðdreka.
Þar fyrir utan, hefur Rússland framleitt - týpu kölluð T90.
Sá er mikið uppfærður T72, en nýsmíðaðir - ekki uppfærðir gamlir.

2019 virðist Úkraína hafa full-uppfært tæknilega, a.m.k. 100 T64.
Óþekkt hve marga óuppfærða T64 skriðdreka Úkraínuher á og rekur.

  • En tæknilega séð er lítill munur á rússn. T90 og uppfærðum T64.
  • Úkraína hefur framleitt fj. T80 dreka, og selt til Pakistan.
    Þeir eru á grunni T64. Meðan að T90 er uppfærður T72.
  • Þ.e. T90 er fulluppfærður T72 skv. nútíma-tækni nýframleiddur.
    Og T80 er fulluppfærður T64 nýframleiddur.
  • Rússl. hefur selt fj. T90 til Indlands.
  • Þannig halda bæði löndin, Rússland og Úkraína.
    Hergagna-framleiðslu gangandi.

Rússland á einnig T80 skriðdreka, er framleiddir voru fyrir 1993.

Tæknilega séð, virðast herirnir afar á svipuðu róli.

T84 skriðdreki Úkraínuhers!

File:BM Oplot, Kyiv 2018, 04.jpg

Besti skriðdreki Úkraínu er líklega: T-84.
Eftir 1993, þurfti Úkraína að gera sína framleiðslu 100% Úkraínska.
T84 var útkoman af þeirri þróun.
--Úkraína seldi rúmlega 300 skriðdreka til Pakistan.
Sala sem líklega hefur borgað fyrir þróun T84.
--Þar fyrir utan virðist Úkraína hafa selt skriðdreka til Tælands.

Antonov 124

Illyushin to Modernize Antonov-124 Transport Plane

Antonov verksmiðjurnar, framleiddu megnið af flutninga-vélum Sovétríkjanna.
Rússland lenti í þeirri stöðu, að verða að kaupa þær af Úkraínu.
--Rússland hefur verið að þróa nýjar, en er enn með mikið af Antonov vélum.

 

Niðurstaða

Augljóslega verður kröfum Rússlands hafnað.
Spurning sé þá, hvað gerist eftir það er orðið ljóst?

Rússland er með 100Þ hermenn við landamæri Úkraínu.
Enn stendur spurningin, hvort Rússland hefur þar stór-styrrjöld.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. desember 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 869806

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband