Ég ætla að telja upp hvað herra Musk segir SuperHeavy1 - StarShip1 geta gert!
Töluvert hefur þegar verið um prófanir, en samtímis í ferlinu verið slatti af óhöppum - þ.e. allt upp í það að flaug hafi sprungið. Slíkt er ekki óvenjulegt í þróun á nýju kerfi, en -tja- segjum að enn hafi ekki verið sýnt fram á sá áreiðanleiki sem kerfið kvá munu hafa; en kerfið gerir ekki ráð fyrir flóttaleið fyrir farþega!
Skv. Musk mun farið fullþróað vera það áreiðanlegt, slíkt sé óþarfi!
--Hingað til hafa öll mönnuð kerfi, haft einhverja björgunar-aðferð.
--Ef bilun verður eftir að geimskot er hafið.
Sjáum til, en Musk ætlar að selja NASA eintök af kerfinu - fyrir rest.
NASA þarf þá að samþykkja, að áreiðanleiki mæti stöðlum.
Mynd sýnir prufueintök af kerfinu!
Til samans, þ.e. StarShip1 ofan á SuperHeavy1 flaug:
Hæð: 120m.
Þvermál: 9m.
Flutningsgeta: 100 tonn.
SuperHeavy: 3400tonn.
--Ath. flaug á að lenda aftur, vera sí-endurnýtanleg.
StarShip1 - skv. Musk. vegur innan við 100tonn, án eldsneytis.
--Sama á að gilda um StarShip1, þ.e. vera stöðugt notuð aftur.
- Það atriði, kvá gera kerfið miklu ódýrara en öll fyrri geimferðakerfi.
Skv. Musk, er flutningsgeta StarShip1 alltaf 100 tonn, á lægsta sporbaug Jarðar, til Tungls, til Mars.
Lausnin því liggi í því að til standi, að smíða sér útgáfu StarShip1 sem flytji eldsneyti upp á sporbaug Jarðar, svo að annað eintak StarShip1 geti haft nægt eldsneyti til að lenda 100 tonnum á Tunglinu.
--Mér skilst, að þá geti Starship1 einnig tekið á loft án eldsneytistöku.
--En í tilviki Mars, er gert ráð fyrir að framleiða elsneyti á yfirborði Mars.
Með svokallaðri: Sabatier reaction.
Sú aðferð virkar, auðvitað afar -daring- að ætla að lenda á Mars, og treysta á að allt gangi upp í framleiðslu á eldsneyti, þó aðferðin virki sannarlega á Jörð. Það þarf þá að leita þau efni er til þarf á plánetunni, vinna þau!
- Á meðan munu fólkið er hefur lent, vera fast á plánetunni, þ.e. engin leið til undankomu, svo sannarlega þarf þá allt að ganga upp.
- Mars er kaldari en SuðurSkautsLandið á Jörð, loft er eitrað afar þunnt 1/100, samtímis er geislun slík að banvænt er líklega að vera óvarinn á yfirborði lengur en nokkra mánuði!
--Ekki segja að það sé allt óleysanlegt, vandamálin eru ekki smá, og allt verður að ganga upp - því björgun verður -að séð verður- ómöguleg um hríð.
Draumur Elon Musk, er um MarsCity - með 1 milljón íbúa, í ótilgreindri framtíð.
Talar um 10þ. StarShip til fólksflutninga og 100.000 StarShip í flutningum á varningi.
- Vantar á hinn bóginn, að virðist í þá áætlun, hvaðan tekjurnar eiga að koma.
- Settlement er eitt, hitt er að borga fyrir viðhald verkefnisins, þ.e. stöðuga flutninga á varningi til fólksins á yfirborði Mars, ef allt kemur frá Jörð.
- Það þarf greinilega eitthvað óskaplega verðmætt að koma frá Mars, ef dæmið á að ganga upp.
Greinilega þarf að leita uppi verðmæt hráefni á Mars!
Einn vandi enn - enginn veit hvort yfir höfuð eru verðmætar námur!
--Ekki fullyrða þær séu ekki til, enginn veit það enn.
Það væri dálítið hressilegt að fullyrða þær séu án allrar vitneskju, eða treysta á það.
Vekur athygli mína, hvernig StarShip1 - SuperHeavy1 kerfið eflir Bandaríkin!
Elon Musk hefur gert fjölda samninga nú við bandaríska ríkið, að sjálfsögðu í því markmiði að - ná til sín sem mest af peningum ríkisins til að fjármagna dæmið.
--En flest bendi til að, SpaceX SpaceShip1 og SuperHeavy1 verði kjarni í framtíð NASA.
- StarShip1 á að geta lyft allt að 400 gerfihnöttum á lægsta sporbaug Jarðar.
Með hjálp SuperHeavy1. - Og á að geta flutt 100 tonn á yfirborð Tungls.
- Og á að geta flutt, 100 tonn af eldsneyti upp á lægsta sporbaug Jarðar.
Þ.e. einmitt með -- eldsneytis-töku á sporbaug, sem á að gera SpaceShip1 mögulegt að vera stöðugt í förum frá sporbaug Jarðar, og til sporbaugs Tungls, eða yfirborðs Tungls, og til baka.
--Þannig rökrétt verði þá kerfið að, kjarna í Tungláætlun NASA.
- Bandaríkjastjórn, mun að sjálfsögðu kaupa fjölda eintaka - fyrir rest, af SpaceX.
- Ég geri ráð fyrir því, bandaríski herinn muni einnig kaupa eintök.
- Að bandaríska ríkið, muni - banna SpaceX að selja til aðila, bandar. ríkið treysti ekki.
- In October 2020, NASA provided $53.2 million to SpaceX to demonstrate the transfer of 10 metric tons (22,000 lb) of cryogenic propellant between two Starships.
- Also in that month, the United States Transportation Command announced Rocket Cargo program, which aims to transport cargo via rocket anywhere in the world in under 1 hour.
- On 16 April 2021, NASA selected Starship HLS and awarded SpaceX a $2.89 billion contract over Integrated Lander Vehicle and Dynetics HLS. Starship HLS will perform an uncrewed landing demonstration and an Artemis 3 crewed lunar landing mission.
- Einn möguleiki í notkun á StarShip1 er til skjótra ferða milli staða á Jörð.
Hugmyndin er sú, StarShip1 - mínus SuperHeavy - taki á loft með 100 farþega.
Og lendi eftir 1klst t.d. í Japan! - Þetta er eitt af því sem leiðir líklega til þess að bandar. herfinn kaupi slatta af StarShip1, þ.e. getan að flytja - hermenn eða varning.
Á einni klst. þúsundir km. - Elon Musk segir einnig, að StarShip1 muni geta keppt við, þotu-flug.
Það verði það hagkvæmt, og öruggt, að reglulegt farþegaflug.
Geti orðið veruleiki með þessum hætti.
--Hinn bóginn, verða farþegar líklega vera - heilsuhraustir.
Því álag er greinilega töluvert í flugtaki, líklega a.m.k. 2g.
Spurningin er -- getur nokkurt annað ríki keppt við Bandaríkin í geimnum.
Þegar bandaríska ríkið -- mun vera farið að nota kerfi SpaceX?
Ég sé ekki betur, en Bandaríkin nái - það miklu forskoti á alla keppinauta, að enginn eigi möguleika til að keppa við þau -- a.m.k. um töluverða framtíð!
- Íhugum Mars áætlun Musk, ef hún verður?
Þíðir það ekki, að Bandaríkin slá eign sinnig á Mars?
Eiga þannig heila aðra plánetu? - Hver á að geta hindrað þá útkomu?
- Ekki gleyma einnig því, að Bandaríkin hafa þá einnig óskaplegt forskot í því að nýta Tunglið -- og eiginlega allt annað í geimnum, fyrir utan Jörð.
Þannig sting ég upp á þeim möguleika, að Bandaríkin stefni í að verða enn meir drottnandi ríki í framtíðinni -- en þau hafa verið hingað til í nálægri fortíð.
Niðurstaða
Í þessari færslu, er ég að velta upp því hvaða áhrif geimáætlun Elon Musk, hefur á Bandaríkin sem slík -- en í umræðu um draumsýnir Musks, hef ég enga umræðu séð um það -- hvaða þíðingu það hefur fyrir Bandaríkin, ef allt sem Musk segir gengur upp.
Ég sé ekki betur, ef allt virkar eins og það kvá eiga virka -- þá fái Bandaríkin það óskaplegt tækni-forskot í geimferðum, að Bandaríkin geti líklega stórum hluta.
--Slegið eign sinni á geiminn utan Jarðar, a.m.k. í Sólkerfinu.
Ímynduð Mars-City verði þá - undir lögum Bandaríkjanna.
Og væntanlega þá Mars, eign Bandaríkjanna!
--Eða hvað akkúrat ætti að koma í veg fyrir það?
Sé ekki að Musk fari í persónulega uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin geta þá orðið nær fullkomlega drottnandi um töluvert langa framtíð.
--Öfugt við þ.s. margir hafa haldið fram, útlit fyrir að framtíðin sé þeirra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 21. nóvember 2021
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 871109
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar