Ný ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti strax yfir yfir inngöngu í Parísar-sáttmálann og WHO, þann 1. febrúar hefst fyrsta risabarátta stjórnarinnar í þinginu, þann 8. feb. hefst þinglegt réttarhald yfir Donald Trump!

Ekkert af þessu kemur á óvart, innganga í Parísar-sáttmálann og WHO (World Healt Organization) var gefin út örfáum klukkustundum eftir formlegri innsetningar-athöfn Bidens í embætti forseta var lokið.
--1. febrúar er risa-lagapakki lagður fram, sem kveður m.a. á um að almenningur fái þá 2000 dollara per mánuð, sem Trump sjálfur talaði fyrir -- ekki fyrir löngu. Allt í allt er þetta risastór fjármögnunar-pakki. Repúblikanar hafa þegar lýst yfir andstöðu.
--8. febrúar hefst þinglegt réttarhald yfir Donald Trump -- ekkert leyndarmál að Demókratar ætla að ná því fram; að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti. Þannig lokað á hugsanlega endurkomu hans 2024.

Nýr varaforseti og forseti Bandaríkjanna ásamt nánustu!

Photos: Joe Biden's historic Inauguration Day - Los Angeles Times

Eitt sem vekur smá athygli, er ein af ákvörðunum Trumps lokadaginn í embætti: One of Trump's final acts will allow former aides to profit from foreign ties.
Trump ákvað að kollvarpa reglu, sem var eitt af hans eigin kosninga-loforðum 2016.
--Til staðar er í Bandar. lög sem krefjast þess að þeir sem ætla að lobbýa fyrir erlend ríki, skái sig sem erlendir lobbýistar.
**Regla Trumps, gilti einungis um þá er unnu fyrir hans ríkisstjórn -- fól í sér bann við því að lobbýa fyrir erlend ríki, er mundi gilda ævina á enda.
--En með því að setja öxina á þá reglu, þá t.d. geta fyrrverandi starfsmenn Trumps, farið að lobbýa fyrir erlend ríki.
**Þegar Trump var forseti kom í ljós að tveir tengdir hans ríkisstjórn, höfðu látið vera að skrá sig sem -- erlenda ráðgjafa. Þannig brotið lobbýisma lögin. Þar á meðal Flynn.
--Trump veitti þeim báðum er lentu í þeim laga-hremmingum sakaruppgjöf.
**Í kosningabaráttunni 2016 fór Trump fyrir umræðu er var mjög tortryggin á þá er vinna fyrir hagsmuni erlendra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna.
Æfilangt bann á eigin starfsmenn, var sem sagt -- opinber drain the swamp move.
**Að Trump skuli axa regluna rétt áður en hann hættir, vakti kátínu nokkurra.

 

Biden tók nokkrar mikilvægar ákvarðanir strax fyrsta daginn!

Anthony Fauci says America will sign up to WHO

Skv. Fauci, mun ríkisstjórn Bandar. aðtoða við hnattræna dreifingu lyfja gegn COVID-19. Styðja við baráttu WHO - sem meðlimir að nýju.

The new president has already rejoined the Paris agreement
Biden gekk þegar aftur inn í Parísarsáttmálann um aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun.

Sama dag setti Biden öxina á umdeilda olíuleiðslu frá Kanada:
Canada must ‘respect’ decision to cancel Keystone XL, minister says.

Rétt að benda á að lagning leiðslunnar hafði lítt komist áfram þau 4 ár sem Trump var forseti, enda lagning hennar umsett lagaþrætum og lögsóknum -- mjög sennilegt að þau mál mundu halda áfram að tefja það ferli hún vægi lögð.
--M.ö.o. jafnvel þó Biden hefði ekki sett öxina á málið, væri óvíst hún næði vera kláruð á nk. 4 árum vegna tafa af völdum fjölda tafsamra dómsmála.

  • Þar fyrir utan þá er nýja stefnan á endurnýjanalega orku-gjafa, að styðja við vinnslu olíusanda í Kanada -- er ekki beint liður að því markmiði.
    Sú vinnsla er ákaflega orku-frek, þ.s. það þarf að hita sandinn áður en bikið losnar frá.
    Sú vinnsla er því afar CO2 kostnaðarsöm!
  • Þ.e. ekkert augljóst við það, að fókus á endurnýjanlega orkugjafa.
    Ógni orku-öryggi Bandaríkjanna.
    Né að það ógni - orkusjálfstæði Bandaríkjanna.

Annar fókus á að framleiða orku í landinu -- ekki augljóst fyrir mér þeim markmiðum sé ógnað.
Varðandi störf. Þá er það 1,9tn.US pakkinn sem Biden er að leggja fram, er á að leya þann vanda.

Bidenomics is off to a good start

Republicans bludgeon Biden's big stimulus plans

1,9 Amerískar Trilljónir -- er stærðin á pakkanum.
Vinsælt atriði sem sá pakki inniheldur er hækkun á persónulegum framlögum til almenning, upp í þá 2000 Dollara per haus, sem Trump sjálfur talaði fyrir ekki fyrir löngu.
En hann inniheldur margt annað, ekki síst gríðar stóra aðgerð sem á að lyfta hagkerfinu.

  • Það á m.ö.o. að verja miklu fé skipt milli fylkja, þ.s. fé á að verja til atvinnu-uppbyggingar. Hugmyndin að öll fylki fái sitt.
    En einnig, að þess verði gætt - að engin svæði innan einstakra fylkja verði útundan.
  • Þetta er í raun ekkert minna, en framtíðar plan Bidens um það hvernig hann ætlar að vinna nk. kosningar þ.e. þing-kosningar 2022 fyrir Fulltrúadeild, síðan forsetakosningar 2024.

Draumurinn að með öflugri atvinnu-uppbyggingu, nái Demókratar til sín öruggri fylgis-aukningu.

Það þarf vart að nefna að, margir ekki endilega allir - Repúblikanar á þingi munu gera allt sem þeir geta, til að minnka pakkann og þar með draga úr þeim áhrifum sem sá pakki kann að hafa.
--M.ö.o. er þetta hvorki meira né minna en -- make eða break -- mál ríkisstjórnarinna.

Democrats rebuff McConnell’s filibuster demands

Eitt af rifrildum fyrstu daga Biden í embætti er um svokallaðan - filibuster. Regla sem kveður á um -- aukinn meirihluta fyrir lagasetningar eða frumvörp er falla þar undir.
--M.ö.o. ef ákall McConnel væri samþykkt, að flest þingmál mundu falla undir svokallaða filibuster reglu -- gæti McConnel haldið áfram eins og var áður en Repúblikanar misstu meirihluta sinn í efri deild, að blokkera lagasetningar Demókrata.
--Auðvitað sögðu þeir nei við því - að heimila McConnel það aukna stöðvunar-vald.

Trump þungur á brún!

Trump impeachment: Senate trial delayed until next month - BBC News

Trump impeachment á örugglega eftir að vera nokkurt drama!

Ég hafna strax þeirri hugmynd það sé -unconstitutional- að ákæra Trump eftir hann er hættur.

  1. Rökin eru einföld, Trump var sem yfirmaður framkvæmdavaldsins -- æðsti embættismaður Bandaríkjanna.
  2. M.ö.o. lagalega séð -- er hann eða var, embættismaður.
  3. Þá virka almenn fordæmi er tengjast réttarmálum embættismanna er hafa látið af embætti.

Mörg fordæmi þess að fyrrum embættismenn séu kærðir fyrir brot í embætti.

GOP members are backing a bid to dismiss Trump’s trial by claiming it’s unconstitutional

Eins og sagt er í fyrirsögn hefjast þingleg réttarhöld þann 8/2 nk.

Trump hefur ráðið lögfræðing: Trump starts taking his second impeachment seriously.

Varðandi umræðu um - dómafordæmi. Hvort Trump væri dæmdur fyrir dómstóli.
Rétt að benda á að þingið er ekki raunverulega -- dómstóll!

  1. Þinginu ber engin skilda til að fylgja dómafordæmu sem almennt réttarfar hefur sett.
  2. Þingið má setja ný fordæmi.

--Þ.e. einmitt eitt af lykilhlutverkum þinga að setja ný fordæmi.
Ég vísa til lagasetningarvalds þinga! Mörg dæmi þess að þingið kollvarpi eldri fordæmum, með nýjum lagasetningum.

  • Ég held að sama gildi um -- Trump trial.
  • Að þinginu sé heimilt -- stjórnarskrá skv. að setja nýtt fordæmi.

Það sé á frekar spurning hvort þingið sé líklegt að gera slíkt!

  1. Rökin fyrir því væru einna helst, að árásin á þingið er einstakur atburður m.ö.o. aldrei áður gerst í sögu Bandar. að almenningur ráðist þar inn -- síðast var ráðist á þingið 1812 af breskum her í stríði Bandar. og breska heimsveldisins þá.
  2. Þingið, getur viljað setja refsi-fordæmi fyrir því.
    Til að tryggja að slíkt gerist aldrei aftur.

--Enginn vafi að Donald Trump hvatti þvöguna áður en hún lagði af stað til þinghússins með orðum nokkurn veginn á þann veg, kosningunum hefði verið stolið - að baráttan fyrir landið stæði enn yfir - mikivægt væri ennþá að standa saman og hafa sigur.
Enginn vafi heldur að þvagan marseraði að þinghúsinu strax og ræðu Trumps var lokið.

Þingið getur ákveðið að dæma Trump sekan -- þó svo að sönnunarbyrði fyrir almennum dómstól sé hugsanlega það hörð, að orð Trumps séu líklega ekki nægilega skýr fyrir almennum dómstóli.

  • Þörf ábending, að þingið getur einungis dæmt Trump frá embætti.
    Þar að Trump er hættur, getur það einungis dæmt hann frá framtíðar störfum í almanna þjónustu fyrir alríkið.
  • Það getur engan dæmt í fangelsi.

--Þetta á eftir að vera mjög áhugaverð rimma!

Liz Cheney’s problems pile up

Sótt er að Repúblikönum er líst hafa yfir stuðningi við -- þinglega lögsókn gegn Trump.
Að svo sé kemur engum á óvart, enda stuðningsmenn Trumps enn margir.
--Þó hugsanlega 1/3 hluti Repúblikana sé hugsanlega í liði þeirra sem ekki eru Trump-sinnar.
Það fer eftir stöðu viðkomandi í sínu héraði hvort sókn Trump-sinna að slíkum sem þeir álíta svikara sé líkleg að virka!
--Hinn bóginn, virðist ljóst nýverið að það hafi verið nokkur fj. Repúblikana er ekki var í raun sammála Trump, og hugsanlega sé að nota nú tækifæri er felist í nýrri ríkisstjórn - sigri Demókrata í Öldungadeild, til að losna frá -- valdi Trumps.

  • Það sé hugsanlegt að það skelli á nokkurs konar borgarastríð innan flokksins.
  • Hann gæti hugsanlega klofnað.

 

Niðurstaða

Fer ekki leynt með að ég er sáttur við þær ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar - að snúa aftur til Parísars-samkomulagsins, og alþjóðlegu heilbrigðisstofnunar SÞ.
Ég var aldrei sammála megin þeirri tilteknu aðferð Trumps, að ef að hans mati Bandar. höfðu ekki næg áhrif innan tiltekinnar stofnunar -- þá mundu Bandar. ganga út!
--Að mínu mati, þíði slík útganga, pent einfaldlega það - að veita tilteknu öðru landi aukin völd og áhrif í heimsmálum á silfur-fati. M.ö.o. gjöf til þess lands í hvert sinn.

  • Aðferðin útganga, hafi í sérhvert sinn - verið það að skjóta sig í fótinn.

Þó svo að Parísar-samkomulagið hafi marga galla, þá græðir enginn á því ef hnattræn hlýnun verður stjórnlaus -- enginn mun heldur sleppa frá því hvað gerist.
--Bandaríkin - ESB - Kína, eru öll nauðsynleg svæði eða ríki. Svo einhver möguleiki sé til að aðgerðir til að hægja á hnattrænni hlýnun geti virkað.

  • Það þarf samvinnu samkomulag. Málið sé of stórt til að jafnvel svo stór lönd geti leyst málið ein á báti.

--------------

Þó svo verið geti að athygli fjölmiðla verði meir á máli Trump eftir 8/2 nk.
Ef eitthvað er, þá sé það risa-pakki Bidens upp á 1,9tn. sem meira máli skipti.

  • Það sé líklega, make or break, mál ríkisstjórnar Biden.

Þess vegna verði líklega allt lagt í sölurnar af hálfu ríkisstjórnar Biden, að koma því máli í gegn. Ef hún nær því fram nokkurn veginn óbrengluðu eða nægilega lítt brengluðu.
--Ætti ríkisstjórn Bidens ágæta möguleika á hugsa ég að tryggja Demókrötum sigur í 2022 þingkosningunum og Biden gæti átt góða möguleika 2024.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. janúar 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband