17.1.2021 | 17:10
25 þúsund hermenn gráir fyrir járnum munu gæta embættistöku Joe Biden! Skellur á borgarastríð?
Þetta sýnir það einstaka ástand er ríkir í Bandaríkjunum í tengslum við þessa embættistöku, að mikill meirihluti kjósenda Repúblikana trúir -- ósönnuðum sögusögnum um fölsuð kosningaúrslit. Það sem er að gerast er nákvæmlega það sem maður óttaðist -- að dreifing slíkra skýringa, m.ö.o. fullyrðinga um stolnar kosningar -- mundi geta skapað hættulegt ástand ef svo mundi vilja til að þrátt fyrir slíkar sögu-dreifingar mundi Donald Trump tapa fyrir Joe Biden.
- Hve gríðarlega margir trúa því, þrátt fyrir að engar öruggar sannanir liggi fyrir því að kosningum hafi verið stolið.
Bendi á að Donald Trump -- tapaði 61 dómsmáli af 62. 1 dómsmál endaði með samkomulagi.
M.ö.o. er ekki hægt að segja Donald Trump hafi ekki haft tækifæri til að sanna sínar fullyrðingar. - Þar fyrir utan, beitti hann embættismenn í fylkjum þ.s. Repúblikanar ráða, þrýstingi.
A.m.k. 2-skipti komu hópar þingmanna úr fylkjum til Washington til fundar við hann.
--Ekki má gleyma frægu símtali er lekið var - þ.s. Trump virtist beita embættismann í Georgíu þrýstingi um að breyta kjör-niðurstöðu í Georgíu.
**Ég er eiginlega sannfærður um, það símtal endi líklega sem glæpamál gegn Trump.
--Trump hefur ekki gefið eftir fullyrðingar um stolnar kosningar, þrátt fyrir að ná engum árangri með þær fullyrðingar fyrir dómi -- endurtek, 61 tapað dómsmál.
- Maður verður eiginlega að hallast að því, að Trump hafi klárlega tapað.
En á sama tíma, Trump -- einhvern veginn sé ekki fær um að sættast sig við það.
Það hættulega við allt málið, að Trump virðist hafa tekist að sannfæra meirihluta sinna kjósenda, þrátt fyrir að Trump hafi tapað sérhverju dómsmáli!
Það sé þessi stóri minnihluti Bandaríkjamanna er trúi sögum um stolnar kosningar er geri embættis-tökuna hættulegri sennilega en nokkra aðra embættistöku í sögu Bandaríkjanna!
Hermenn í afslöppun inni í Capitol byggingunni, þinghúsinu í Washington!
- Svo hættulegt metur PENTAGON ástandið, að ótrúlegur fjöldi hermanna undir vopnum eins og sjá má munu gæta embættistöku Joes Biden.
- Miðað við það að yfir 60 milljón manns innan Bandar. trúa líklega á sögur um stolnar kosningar -- að margir þeirra geta verið reiðir vegna þess, að þeir trúa slíkum sögum.
Þá hugsa ég að það sé ekki of mikið, að hafa 25.000 hermenn í Washington nk. miðvikudag.
Margvíslegar aðrar öryggisráðstafanir eru í býgerð: Transit security officials prep for chaos.
Í þessari frétt kemur fram, að allar lestar-stöðvar innan nokkurra km. radíus við Capitol hæð verða lokaðar, þannig að hópar er ætla að mæta á svæðið með lest -- verða þá að ganga langar leiðir.
Að auki verða örugglega helstu vegir í grennd við Capitol hæð, lokaðir!
- Samt getur vel verið að mæti gríðarleg þvaga af fólki.
- Þ.s. ekki er síst hættulegt, að bæði hópar stuðningsmanna Bidens og Trumps.
Eru líklegir að mæta. - Og enn verra, báðir slíkir hópar geta verið vopnaðir.
M.ö.o. er ég ekki endilega á því að mesta hættan á blóðabaði verði tengd árás á Capitol.
Frekar möguleika á -- skothríð brjótist út milli hópa stuðningsmanna!
Það sem þetts líklega sýnir: Sl. 150 ár hafi spenna innan Bandar. aldrei verið meiri.
Fólk í fullri alvöru er farið að ræða hættu á borgara-stríði.
Fyrir embættistöku Trumps 2017 hafi það líklega verið óhugsandi.
--En með því að takast að sannfæra tæpan helming kjósenda að kosningar séu virkilega stolnar, þrátt fyrir að vinna ekkert af 62 dómsmálum, virðist Trump hafa skapað mjög hættulegt ástand.
- En ég verð eiginlega að eigna það Trump, að skapa þá hættulegu spennu.
Því eftir allt saman er það fyrir hans tilstuðlan, að svo margir trúa á söguna um stolnar kosningar.
Með því hafi honum tekist að skapa gríðarlegt víðtækt ástand reiði meðal mjög fjölmenns hóps.
Það sé hve sá hópur sem er fjölmennur, sem skapi þá tilfinningu að -- embættis-takan gæti verið rás-punktur nýs borgarastríðs í Bandaríkjunum!
--Ég sé það ekki sem ósanngjarnt að eigna Trump að það ástand hafi myndast!
Ég held að öll heimsbyggðin bíði með öndina í hálsinum eftir embættistökudegi.
Niðurstaða
Sögur Trumps um stolnar kosningar virðast hafa klofið Bandarísku þjóðina með hætti er ekki hefur gerst í um 150 ár -- að sjálfsögðu verð ég að kalla þetta sögur.
Honum tekst ekki að vinna nokkurt af 62 dómsmálum, tilraunir hans fyrir rétti til að sanna söguna um stolnar kosningar voru m.ö.o. margar -- og allar þær tilraunir mistókust.
--Þannig hefur honum ekki tekist að sanna sína sögu!
--Það þíðir m.ö.o. að lagalega séð er Joe Biden lögmætur arftaki, þ.s. það stóð á Trump að sanna að kosningin hefði verið óheiðarleg, þ.s. skv. hefðbundinni reglu réttarhalds er Joe Biden sýkn saka ef ekki tekst að sanna á hann sök, þá telst hann sýkn saka af slíkum áburði hvað réttarfar Bandaríkjanna áhrærir.
Síðan lagalega séð, hafði Bandaríkjaþing enga lagalega ástæðu til að kollvarpa niðurstöðunni, eftir að -- allar tilraunir fyrir rétti höfðu farið út um þúfur, eftir að öll fylkin hvert fyrir sitt leiti höfðu staðfest kosninganiðurstöður, og eftir að Elector College hafði meirihluta kjörið Joe Biden forseta.
--Þess vegna að sjálfsögðu, sagði Pence að hann mundi ekki gera tilraun til að ónýta niðurstöðuna eins og Trump heimtaði um daginn -- Pence m.ö.o. fylgdi hinu lagalega ferli.
Pence hefur auki líst því yfir hann verði við embættistökuna: Pence is done with Trumps bulls--t, said a former Pence adviser.
Ef það er rétt haft eftir, þá væntanlega eru komin full vinslit milli Pence og Trumps.
Þrátt fyrir að lagalega séð - sé Biden rétt-kjörinn. Er krafan það stríð, að Trump haldi áfram eftir að Trump hefur tekist að sannfæra yfir 60 milljón manns - hann þrátt fyrir allt eigi á réttu að vera forseti nk. 4 ár.
--Að líklega hafi aldrei ríkt innan Bandaríkjanna hættulegra spennu-ástand sl. 150 ár eftir lok borgarastríðs í Bandaríkjunum.
Spurningar um nýtt borgarastríð vakna því!
Bendi auk þess á, að líklega verða mótmæli í yfir 100 borgum samtímis.
Í þeim borgum er líklega ekki eins gríðarleg öryggis-gæsla.
--Kannski í einhverri þeirra borga eru tíðindi líklegri, hver veit.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 17. janúar 2021
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar