Úkraínumaður sem útvegaði Rudy Guilani og nokkrum þingmönnum vinum Trumps - gögn er áttu að styðja harðar ásakanir á Biden; reynist rússneskur njósnari!

Þetta er sennilega magnaðasta afhjúpun vikunnar, að Andrii Derkach - þingmaður á þingi Úkraínu, er veitti Rudy Guilani aðstoð við meinta afhjúpun mála tengdum syni Joe Biden, Hunter Biden - mál er átti skv. ásökunum lykta af spillingu.
--Sé nú fordæmdur af bandarískum stjórnvöldum sem rússneskur njósnari!

File:Андрей Деркач.jpg

Treasury sanctions Ukrainian politician: The US Treasury on Thursday imposed sanctions on a Ukrainian politician -- an active Russian agent. US Treasury - gaf út gagn, sjá hlekk, þ.s. Derkach er sakaður um að hafa verið, virkur rússneskur njósnari árum saman!

Derkach, a Member of the Ukrainian Parliament, has been an active Russian agent for over a decade, maintaining close connections with the Russian Intelligence Services. Derkach has directly or indirectly engaged in, sponsored, concealed, or otherwise been complicit in foreign interference in an attempt to undermine the upcoming 2020 U.S. presidential election. Today’s designation of Derkach is focused on exposing Russian malign influence campaigns and protecting our upcoming elections from foreign interference. This action is a clear signal to Moscow and its proxies that this activity will not be tolerated. The Administration is working across the U.S. Government, and with state, local, and private sector partners, to make the 2020 election secure.

Haft eftir fjármálaráðherra Bandaríkjanna!

Steven T. Mnuchin: Andrii Derkach and other Russian agents employ manipulation and deceit to attempt to influence elections in the United States and elsewhere around the world, -- The United States will continue to use all the tools at its disposal to counter these Russian disinformation campaigns and uphold the integrity of our election system.

Þetta er allt ákaflega forvitnilegt!

  1. Andrii Derkach hefur verið að afla Rudy Guilany gagna, er áttu að afhjúpa meinta spillingu tengda Joe Biden og syni hans -- þessi afhjúpun fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hlýtur að sjálfsögðu að kasta rýrð á þau gögn.
  2. Þar fyrir utan, veitti Andrii Derkach gagna til - þingnefndar skipuð bandamönnum Trumps, er stóð í rannsókn, m.a. á þeirri rannsókn sem Trump lenti í sjálfur -- tilraun til að kasta rýrð á rannsókn Robert Mueller.
    Þessi afhjúpun hlýtur þá einnig að kasta nokkurri rýrð á niðurstöður þeirrar nefndar.

Hver er mín tilfinning eftir þessa afhjúpun?

Undirstrikun þeirrar tilfinningar minnar er hefur vaxið stig af stigi -- að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, sé samsafn fífla.
Rússland er að spila með þessa drengi -- eins og fiðlu.
Hver rússneski agentinn eftir annan -- kemur fram.
Og þeir gleypa í sérhvert sinn -- allt hrátt.
--Nema nú allt í einu eins og Mnuchin, sé farinn að hugsa sinn gang.
--Best að kannski, skapa smá fjarlægð milli mín.
Og þess disaster sem er núverandi ríkisstjórn!

En hvað með Rudy Guilani?

Vegferð hans er orðin stórskrítin, var áður vinsæll borgarstjóri.

  • En nú augljóslega þurfa menn að spyrja sig, hversu nátengdur hann sjálfur er orðinn þeim rússn. agentum, sem hann hefur verið í tygjum við.

Eiginlega komið að því að menn spyrji sig -- landráð?
En annaðhvort áttaði hann sig ekki á því, að rússn. leyniþjónustan væri að spila með hann.
Eða, hann er sjálfur kominn á bóla kaf!

Mig grunar, að eftir að ríkisstjórn Trumps er fyrir bý.
Sé algerlega óhjákvæmilegt, að bandar. saksóknara-yfirvöld beini spjótum sínum að Guilani.
--Þá væntanlega kemur í ljós, hvað hann veit um Donald Trump.

 

Niðurstaða

Ég er eiginlega farinn að telja dagana, þegar það samsafn - trúar róttæklinga en einn ráðherra ríkisstjórnar Bandaríkjanna, Pompeo og varaforsetinn Pence, teljast til trúarbragða er trúa á svokallaðan -- efsta dag; þegar guð á að velja hina blessuðu út fordæma rest.
Þetta sé trúarróttækni það ofstækisfull, ástæða sé að spyrja sig hvort slíkt fólk yfirhöfuð á erindi inn í sjálfa ríkisstjórnina. Þar fyrir utan eru þarna samsæriskenningasinnar, ofstækisfullir Kína-hatarar, einbeittir afneitarar á hnattrænni hlýnun.
--Heilt yfir, ríkisstjórn er einkennist af ofstæki af margvíslegu tagi.
Eins og nýjasta dæmið sýnir, virðast rússnesk stjórnvöld - fara létt með að spila með þetta lið, eins og fiðlu; m.ö.o. þeir virðast kaupa allt hrátt sem þeim sé rétt.

Það verður góður dagur þegar Biden vinnu í nóv. nk.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. september 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband