Áhugavert "show" hjá Trump - hótar að beita neitunarvaldi gegn nýsamþykktum fjármögnunarpakka bandaríska þingsins, samtímis Trump heimtar mun hærri greiðslur til launþega! Hefnd Trumps gegn Repúblikanaflokknum?

Enginn vafi Trump er reiður eigin flokki þ.e. Repúblikanaflokknum, en út frá sjónarhóli Trumps -- hefur flokkurinn ekki staðið með honum, sbr. hafnaði að kollvarpa niðurstöðu forsetakosninganna, 5 þingmenn efri-deildar Bandaríkjaþings hafa líst Biden - réttkjörinn, sem virðist loka á síðasta möguleika Trumps þ.e. að beita þinginu fyrir sig í loka-tilraun til að kollvarpa kosninga-útkomunni snemma í Janúar nk. er þingið að venju mundi formlega staðfesta kjörið.
--Út frá eigin sýn Trumps - líklega lítur Trump þannig á hann hafi harma að hefna.

Efa ekki Trump oft með reiðisvip þessa daga, ekki maður með póker-andlit!

SF Giants kneeling anthem protest draws angry Donald Trump tweet

‘Complete clusterf---’: Trump leaves Washington in limbo

Democrats back Donald Trump’s call for more generous stimulus bill

Trump takes aim at Covid stimulus bill, raising specter of veto

Viðbrögð Trump eru -- óvænt gjöf til Demókrata, sbr:

Nancy Pelosi - í bréfi til samþingsmanna!

Just when you think you have seen it all, last night, the President said that he would possibly veto the bicameral agreement negotiated between Republicans and Democrats, -- If the President truly wants to join us in $2,000 payments, he should call upon [House Minority Leader Kevin] McCarthy to agree to our Unanimous Consent request.

Hún Twítaði einnig!

  1. Nancy Pelosi@SpeakerPelosi
    Republicans repeatedly refused to say what amount the President wanted for direct checks. At last, the President has agreed to $2,000 — Democrats are ready to bring this to the Floor this week by unanimous consent. Let’s do it!
  2. Nancy Pelosi@SpeakerPelosi
    Mr. President, sign the bill to keep government open! Urge McConnell and McCarthy to agree with the Democratic unanimous consent request for $2,000 direct payments! This can be done by noon on Christmas Eve!

--Fyrir leiðtoga neðri-deildar Bandaríkjaþings, eru viðbrögð Trumps eins og himnasending.
Efa þó stórfellt, að tilgangur Trump sé að -- gera Demókrötum greiða.

Á sama tíma, eru leiðtogar Repúblikana -- allt annað en ánægðir með forsetann sinn!

Sen. Rand Paul: It's a really foolish egg-headed, left-wing, socialist idea to pass out free money to people, so I part ways with the president on giving people free money,

Georgia Republican strategist --: Trump has put Loeffler and Perdue in an impossible situation repeatedly throughout the entirety of the runoff. And this is just the latest chapter of the book of humiliation he has made them characters in, -- What do they do? Do they defy the president and stand by what they had been saying or do they once again look like weak puppets with no backbone?

--En málið augljóslega víxlverkar við -- kjörið í Georgíu þann 6/1 nk.
Þ.s. þingmanna-efni Repúblikana kljást við þingmanna-efni Demókrata.
--Í húfi, 2 sæti í efri-deild Bandaríkjaþings.
Ef Demókratar ná þeim, hafa þeir meirihluta í -- Senatinu/Öldungadeildinni.

  1. Eins og ráðgjafinn segir - setur Trump þau Loeffler og Perdue í vanda, þ.e. í annan stað - mun stuðningur við nýja afstöðu Trumps, reita a.m.k. hluta Repúblikana til reiði.
    Þ.e. þann hóp, sem hefur verið mjög andvígur allan tímann, því að greiðslur til almennings í kreppunni, væru hafðar -- háar.
    --Sumir eins og Rand Paul, vilja leggja þær af - alfarið.
  2. Ef þau styðja ekki Trump í málinu, er sennilegt að Trumparar sitji heima og greiði þeim ekki atkvæði - er nær örugglega þíddi, að Demókratar tækju þingsætin.
  3. Hinn bóginn, ef Repúblikanar klofna einnig í hinu tilvikinu í stuðningi við þau, þá gæti hugsanlega sú staða blasað við hvort sem er.

--M.ö.o. gæti hefnd Trumps gagnvart Repúblikana-flokknum, fyrir að styðja hann ekki - skv. mati Trumps - að nægilegu marki, verið sú --> Að tryggja Demókrötum meirihluta í Senatinu.
Ekki vegna þess, Trump sé vel við Demókrata, heldur vegna þess -- í augnablikinu sé Trump hugsanlega reiðari Repúblikana-flokknum.
--Enda ekki nema nokkrir dagar síðan, meirihluti Öldunga-deildar Bandaríkjaþings eða Senatsins, lokaði eiginlega síðasta möguleika Trumps - til hugsanlegs sigurs. Egiginlega óhugsandi, Trump sé - þingmönnum Repúblikana í efri-deild ekki afar reiður.

  • Trump gæti séð það sem refsingu til þeirra, að svipta þá meirihlutanum.
  • Þó það á sama tíma, mundi einnig leiða til þess, að Biden forseti ætti allt í einu stórfellt aukna möguleika til þess -- að koma stefnumálum sínum fram!

Ef Trump gerir þetta virkilega!
--Spurning hvort Biden ætti að senda Trump -- þakkarbréf?

 

Niðurstaða

Trump hefur alltaf trúað á hefndina, þetta má ráða í bók -- Think big and Kick Ass.
Einn kaflinn í henni, heitir -- Revenge. Í honum, setur Trump fram þá afstöðu -- að ávalt eigi að hefna, og í því skyni - hefna er óvinur síst eigi von á því.
--Fólk getur tékkað á þeirri bók - þeim kafla, ef það heldur að ég ljúgi!

Það kemur því mér ekki á óvart, að Trump vilji refsa Repúblikana-flokknum.
Enda sé það flokkurinn er hafi vísvitað lokað á síðasta - tæknilega mögulega möguleika hans.
Það gerðu þingmenn efri-deildar, er 5 þeirra lístu Biden réttkjörinn formlega, og að auki lístu því yfir formlega - að þingmenn Repúblikana ættu ekki að gera nokkra tilraun til að hindra staðfestingu þingsins á kjöri Bidens, er þingið vanalega gerir slíkt snemma í janúar nk.
--Miðað við hvernig Trump hugsar, þá er honum líklega nánast lífsins ómögulegt að láta vera að refsa eigin flokki, fyrir þ.s. Trump líklega álítur -- svik.

  • Þ.e. auðvitað skemmtilega kaldhæðið, að Biden mun að sjálfsögðu græða á því er Repúblikanaflokkurinn og Trump - fara í hár saman.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. desember 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband