William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa séð nokkrar sannanir þess að víðtækt kosningasvindl hafi breytt niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum! Er Barr að yfirgefa Trump?

Í ljósi þess, að Trump heldur sig enn við þá sögu -- kosningunum hafi verið stolið, og hans persónulegi lögfræðingur, talar enn um að berjast til hins síðasta fyrir dómstólum.
--Er óhætt að segja að ummæli William Barr í viðtali hafi vakið rokna-athygli!

In this March 23, 2020, file photo US Attorney General William Barr appears alongside President Donald Trump in the James Brady Briefing Room in Washington.

Ummæli Barr!

  1. To date, we have not seen fraud on a scale that could have effected a different outcome in the election, ...
  2. Most claims of fraud are very particularized to a particular set of circumstances or actors or conduct. They are not systemic allegations and. And those have been run down; they are being run down, ....
  3. There's been one assertion that would be systemic fraud and that would be the claim that machines were programmed essentially to skew the election results. And the DHS and DOJ have looked into that, and so far, we haven’t seen anything to substantiate that,
  4. There’s a growing tendency to use the criminal justice system as sort of a default fix-all, and people don’t like something they want the Department of Justice to come in and ‘investigate,’

Skv. orðum Barr, hefur ráðuneytið rannsakað þau mál sem þeim hafa borist -- samanlagt virðast þau mál, vega einhver þúsund atkvæði.
--Langt frá því sem þarf til að breyta niðurstöðum kosninga - í einstöku fylkjum.

Barr Says DOJ Hasn’t Uncovered Widespread Voting Fraud

Barr: No Evidence Of Fraud That’d Change Election Outcome

Þegar ummæli Barr's eru höfð til hliðsjónar við -- ítrekuð töpuð dómsmál.
--Að tilraunir Trumps til að sína fram á glæpsamlega hegðan í tengslum við kosningarnar, hafa fram til þessa -- fullkomlega mistekist.

  • Þá er erfitt að sjá að Trump eigi nokkurn minnsta möguleika að hafa erindi sem erfiði úr því sem komið er.

Trump var auðvitað reiður -- en einhvern veginn finnst mér ummæli hans sérkennileg:

This is total fraud, -- Trump told Fox News on Sunday. -- And how the FBI and Department of Justice -- I don’t know. Maybe they are involved.

--Íjar að því greinilega, að William Barr sé hugsanlega hluti meints samsæris. En Barr fer fyrir ráðuneyti Dómsmála!

  • Farinn að ásaka hluta eigin ríkisstjórnar -- virðist afar farsakennt.

Rudy Guilani mótmælti einnig Barr:

With all due respect to the Attorney General, there hasn’t been any semblance of a Department of Justice investigation, -- We have gathered ample evidence of illegal voting in at least six states, which they have not examined, -- hasn’t audited any voting machines or used their subpoena powers to determine the truth.

--Sé ekki betur, Guilany - fullyrði Barr ljúga.
En Barr segir ráðuneytið hafa rannsakað ásakanir tengdar - kosningavélum, og ekki fundið gögn sem styðja slíkar ásakanir.

 

Niðurstaða

Ég hef ekki á nokkrum punkti haft nokkra hina minnstu trú á því að -- kosningin hafi verið spillt með þeim hætti að hafi nokkur áhrif á megin úrslit.
Allt sem ég sé virðist staðfesta þá niðurstöðu - sbr. röð dómsmála er Trump framboð hefur tapað, í engu þeirra hafi Trump framboði tekist að sanna nokkra af þess megin ásökunum -- og nú virðist mér Barr, eiginlega endanlega staðfesta að ekkert sé að marka staðhæfingar um víðtækt svindl!

Bendi sérstaklega á loka-ummæli Barrs, þ.s. Barr bendir á að það sé vaxandi vandamál, að ætlast til þess að Dómsmálaráðuneyti rannsaki það -- sem fólk sé óánægt með!

  • Hann eiginlega getur ekki sagt mikið skýrar án þess að segja beint, Trump sé bara tapsár.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. desember 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband