Sögusagnir Trumps um kosningasvik virðast vera virka, tilgangur Trumps virðist snúast um ímynd Trumps sem sigurvegara -- honum sé að takast að sannfæra Repúblikana-kjósendur hann hafi ekki tapað!

Þessar rosalega -ruddalegu- ásakanir, sem enginn sjáanlegur minnsti flugufótur er fyrir.
En, hingað til hafa dómsmál Trumps - snúist að mestu um tæknileg atriði er litlu máli skipta, sbr. að eftirlits-persóna standi örlítið nær vettvangi - að póstlögð atkvæði séu rétt flokkuð; en einhver dæmi virðast hafa fundist um mistök!
--Eiginlega ekki furðulegt, einhverjir kjósendur skrifa nafnið sitt illa svo erfitt er að ráða í - eða ganga rangt frá atkvæði sínu -- einhverjir þreittir starfsmenn, standandi klukkustundum saman við að telja - eða flokka, gera mistök.
--Samansafnað, virðast hafa fundist nokkur hundruð slík - mistök.
--Ekkert í átt við þ.s. getur ógnað kosninganiðurstöðunni!

En tilgangur Trumps virðist ekki vera sá að ógna niðurstöðu kosninganna!
Heldur að verjast því - eer ímyndaráfalli, að hafa tapað!
--Þannig, hann sé að telja fólki trú um, hann hafi ekki tapað - þannig verja sigurvegara ímynd sína, sem hann heldur stöðugt á lofti -- þó svo 6 fyrirtæki hans hafi orðið gjaldþrota fyrir árið 2000.
--Þ.e. hvað hefur verið áhugavert við Trump, að ímynda-smíð hans hefur afar litla veruleika-tengingu; m.ö.o. meir í ætt við skáldsögur eða fantasíur en veruleika.

  1. Trump hafi sennilega aldrei gengið eins langt og í þetta sinn, með skáld-sagna-gerð sinni, með ásökun hans um -- svik, er greinilega hafa ekki verið til staðar.
  2. En ímynda-smíð hans virðist snúast um það -- hverju fólki trúir, ekki hvað er raunverulega satt.

Trump virðist einmitt vera að takast ætlunar-verk sitt, að fá fólk til að trúa því hann hafi ekki tapað -- þannig að verja sína ímynd sem sigurvegara!

En samtímis vegur Trump harkalega gegn líðræðiskerfinu í Bandaríkjunum, þeim stofnunum sem sjá um að staðfesta trúverðugleika kosninga þar --> Trump gæti í raun verið að valda verulegum skaða á trausti gagnvart líðræðiskerfinu --> Í sínu -quest- að verja sína persónulegu ímynd!

Þetta er atriði sem mér hefur virst alltaf loða við Trump --> Þ.e. fullkominn skortur á siðferðiskennd, sem og ábyrgðarkennd --> M.ö.o. honum sé skítsama hvaða tjóni hann valdi á stofnunum samfélagsins og þess innviðum, ef hann sjái þann skaða þjóna hans persónulegu markmiðum.

Trump’s Crazy and Confoundingly Successful Conspiracy Theory

Poll: 70 percent of Republicans don’t think the election was free and fair

Könnunin virðist sýna fram á -- sigur sögusagna Trumps!

70 percent of Republicans now say they don’t believe the 2020 election was free and fair, a stark rise from the 35 percent of GOP voters who held similar beliefs before the election.

  1. Sigurinn sé ekki sá að Trump gegni störfum forseta nk. 4 ár.
  2. Heldur sá, að með heppnuðum hætti -- sá -grievance- sögu, er verði örvar-oddur baráttu Trumps nk. 4 ár -- væntanlega -super hostile- stjórnar-andstaða.
  3. Þ.s. allir Trump-fanar munu trúa því fullkomlega, að kosningunni hafi verið stolið - að Trump hafi verið rændur.

--Ég sé fyrir mér, stjórnar-andstöðu er verði -nastí- í óþekktum hæðum miðað við sögu Bandaríkjanna, þ.s. allt verði gert - meina allt - til að skemma fyrir Biden-stjórninni.

--Það muni skipta Trump engu máli, að ef þær tilraunir samtímis - skaða hagsmuni Bandar. og þjóðarinnar, sbr. ef þær grafa undan atvinnu-uppbyggingu, tilraunum til að skapa samvinnu við aðrar þjóðir t.d. gegn kína --> Allt sem Biden geti grætt á, verði eyðilagt. Ef Trump, mögulega getur eyðilagt það! Síðan ef Trump tekst að skemma/eyðileggja --> Muni hann kalla Biden --> Weak, og kenna honum um þá útkomu.

Ég sé fyrir mér -- eiginlega, pólitík sem fullkomið stríð!
Þ.s. allt verði leyfilegt!
--Auðvitað í stríði, þá bregðast þeir sem ráðist er að, við a.m.k. á einhverjum punkti.

Ég reikna með að pólitíkin í Bandar. nk. 4 ár -- verði nastí sem aldrei fyrr.

 

Niðurstaða

Það sé enginn vafi Trump tapaði 2020 - þar fyrir utan sé nú fullkomlega ljóst það var ekkert samsæri, engin svik er skiptu máli um útkomuna í tengslum við þær kosningar.
--Hinn bóginn, hafi Trump alltaf haldið á lofti ímynd sem sigurvegara, alltaf virðast trúað hann sé sigurvegari -- þó svo að 6 fyrirtæki hans fyrir 2000 hafi hrunið -- kaldhæðið að ástæða þess Trump borgaði nánast enga skatta í meir en 10 ár er óskaplegt tap yfir 900 millj. dollara er Trump varð fyrir árin fyrir 2000.
--En einhvern veginn, tekst honum að viðhalda þeirri ímynd þrátt fyrir allt sem á gengur, burtséð frá öllu því fé Trump hefur tapað í gegnum árin!

  1. Trump ætlar sér greinilega að endurtaka leikinn -- þ.e. að snúa tapi í sigur.
  2. Þó hann hafi tapað, sannfærir hann fólk um það -counter factual- að hann hafi í raun unnið.

Ímynd Trumps snúist ekki um hvað raunverulega er -- heldur að sá trú á hans persónu.
Þegar við erum að tala um trú -- þá skipta sannanir, staðreyndir -- engu máli!
Trump hafi tekist að fá meirihluta Repúblikana-kjósenda til að trúa!
--Þá skipti ekkert annað máli.

Trump geti líklega notað þá -grievance- kenningu að sigrinum hafi verið rænt, þó sú kenning gangi fullkomlega gegn staðreyndum, til að halda tangar-haldi í kjósendur Repúblikana!
--Þannig stjórninni á Repúblikana-flokknum!

Það gangi þá væntanlega í hönd nk. 4 ár -- allra svæsnasta árásarpólitík sem sést hefur í Bandaríkjunum í minni nokkurs lifandi manns.
Pólitík er muni snúast um að, rífa allt niður og skemma, sem Biden reynir að gera.
Það muni ekkert vera það nastí að það komi ekki til greina! Eða verði ekki hrint í framkv.
--Síðan auðvitað, muni Trump fyrirhuga - að kenna Biden um það, ef Trump tekst að rífa allt niður sem Biden leitast til við að framkvæma eða hrinda í verk; kalla Biden --> Weak. 

Trump er sennilega sú allra andstyggilegasta persóna er komist hefur til valda í Bandar.
Þessi 4 ár muni reyna á samfélags-uppbyggingu Bandar. -- þ.s. hatur hópanna hlýtur að eflast stórum meðan á öllu þessu gengur.
--Spurning hvort að Bandar. geta lifað af slík samfélags-átök er líklega standa yfir allt nk. kjörtímabil. Og rökrétt verða sífellt andstyggilegri eftir því sem tíminn líður fram það kjörtímabil.

Trump muni ekki stoppa eða hika, og nota allt hik andstæðinga -- sem sönnun þess þeir séu --> Weak. Þannig hvetja þá á móti, til að auðsýna ítrustu hörku.
--Slíkur hringur í 4 ár, gæti raunverulega -- tvístrað Bandar. 

 

Kv.


Bloggfærslur 13. nóvember 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband