Ný könnun Financial-Times sýnir almenning í Bandaríkjunum vaxandi mæli ósammála viðhorfum sem Trump heldur á lofti í sinni kosningabaráttu!

Financial-Times birti könnun sem er gerð í félagi við Peter G Peterson Foundation, sú könnun sýnir að þau viðhorf Trump heldur á lofti varðandi sennilega þróun efnahags Bandaríkjanna á næstunni, og margvíslegt annað - svo sem líklega þróun kófsins; og mat Bandaríkjamann á því hvort Trump sé betri vs. verri fyrir efnahagshorfur nk. árs njóta minnkandi álits.
--Það eru auðvitað slæmar fréttir fyrir Trump.
Að Bandaríkjamenn séu í minnkandi mæli, sammála Trump eða því Trump heldur fram!

  1. Hvort er Trump - að bæta efnahaginn, eða gera hann verri!
    46% telja nú hann hafi heilt yfir gert hann verri.
    44% að hann hafi heilt yfir gert hann betri.

    Þetta getur bent til þess, Trump sé að missa það forskot hann hafði, er fólst í því, að meirihluti Bandaríkjamanna - hefur trúað því að Trump sé sterkur fyrir efnahaginn.
    **Ef sú tiltrú er að snúast við, þá væntanlega hefur hann minna fylgi að sækja, út á yfirlýsingar -- kjósið mig, því ég er svo góður fyrir efnahaginn.
    En það er einmitt hvað hefur sjálfur talið sinn mesta styrk.

  2. Einungis 32% segjast hafa það betra fjárhagslega en áður en Trump varð forseti.
    Lægsta talan sem regluleg könnun FT og Peterson Foundation hefur mælt sl. 12 mánuði.
    36% segjast meta að staða sín sé svipuð eða sú sama og áður.

  3. Einungis 31% aðspurðra, var sammála því að hagkerfið mundi rétta við sig á innan við ári. Sem einnig er minnsti stuðningur við þá fullyrðingu síðan FT og Peterson hófu reglulegar mælingar fyrir 12 mánuðum.
    69% töldu að hagkerfið tæki a.m.k. ár eða lengur að rétta við sér.
    Bandaríkjamenn eru sem sagt að verða -- skeptískari á hraða uppsveiflu.
    **En Trump heldur enn áfram að lofa, mjög hröðum hagvexti á nk. ári.
    **Skv. því, trúa færri þeim loforðum Trumps.
    Þar af væntanlega á hann erfiðara en áður með að fá kjósendur inn á sitt band út á þau loforð.

  4. Athygli vekur, 26% töldu heilbrigðis-kostnað mestu ógnina við hagvöxt.
    Meðan að 28%, töldu alþjóða kreppu mestu ógnina.
    --Þetta lísir sennilega vaxandi áhyggjum almennings, um það að lenda í kostnaði vegna veikinda.

  5. 20% Bandaríkjamanna telja það muni hratt draga úr kófinu yfir nk. mánuð.
    Trump hefur ítrekað sl. daga sagt á kosninga-fundum, einnig í frétta-viðtölum.
    Að Bandaríkin séu við toppin á kófinu - það fari fljótt að draga úr því.
    **Þar fyrir utan, lofar hann trekk í trekk, að lyf séu rétt við hornið.
    **Það er því áhugavert, hversu skeptískir Bandaríkjamenn eru orðnir.
    Reynd er ég hissa - þ.s. Trump hefur enn 42% mælt fylgi heilt yfir í könnunum, þannig að ég bjóst við að ca. sami fj. mundi taka undir fullyrðingar Trumps um kófið.
    --En greinilega eru þá ca. helmingur líklegra kjósenda Trumps, sjálfir farnir að vera skeptískir um þróun þess.

  6. 65% telja að - social distancing - og aðrar takmarkanir ættu að standa yfir nk. 3 mánuði.
    Eru þar með ákveðið ósammála yfirlýsingum Trumps - að láta ekki kófið stjórna lífi sínu, og ákalli Trumps sl. 2-vikur að, opna hagkerfið sem snarlegast.
    **Þarna eru viðhorf Trump greinilega komin -- á skjön við vilja meirihluta almennings.


  7. 61% svarenda sögðust: Annaðhvort ætla að mæta á kjörstað fyrir kjördag/eða póstleggja atkvæði sitt!
    --Þegar hafa 29 milljón Bandaríkjamanna greitt atkvæði sitt, skv. kosninga-yfirvöldum.
    39% einungis -- sögðust ætla að kjósa í eigin persónu 3. nóv. nk.
    **Áhugavert að svo stór meirihluti kjósenda, ætli ekki að mæta í eigin persónu á kjörstað þann 3. nóv. nk. -- heldur kjósa með öðrum hætti.

US voters turn against Donald Trump’s economic policies

Könnunin var unnin dagana 8. - 11. nóv.
Ónákvæmni áætluð 3%.
Þátttakendur 1000.

Niðurstaða

Mjög forvitnilegt, könnunin er gerð eftir fyrsta einvígi Trumps og Biden, og þess fyrir utan eftir að ný bylgja af kófi er greinilega hafin innan Bandaríkjanna. Ný bylgja rökrétt gerir fólk skeptískara á fullyrðingar Trumps - að kófið sé að ná hámarki, muni dala hratt á næstunni. Þar fyrir utan, hafa borist neikvæðar efnahagsfréttir innan Bandaríkjanna nýverið - störfum hefur fækkað ca. milljón síðan mánuðinn á undan, lokunum í fylkjum og borgum fjölgað aftur; efnahags-horfur almennt dökknað að nýju. Það rökrétt gerir fólk skeptískara nú en áður, á fullyrðingar Trumps um hraða efnahags-uppbyggingu hann lofar að verði undir hans stjórn strax snemma á nk. ári. Það að horfur eru að dökkna, gæti einnig valdið neikvæðara mati kjósenda á -- gæðum efnahagsstjórnar hans og þar með skýrt neikvæðari viðhorf gagnvart því hvort hann hefur verið góður fyrir efnahaginn eða ekki.
--Þetta geti bent til þess, að Trump eins og hann talar nú - leitast við að lyfta upp bjartsýni á horfur framundan, sbr. um þróun kófsins og efnahags - resoneri ekki til kjósenda.

Þetta getur skýrt, en ég hef fylgst stöðugt með stöðunni milli Trumps og Biden, að fylgi Trumps hefur ekkert sjáanlega skánað sl. 2-vikur.
--M.ö.o. Trump er fastur ca. meðatali 9% neðan við meðalfylgi Bidens.

Og einungis 2-vikur til kosninga nú.
Með almenning vaxandi skeptískan gagnvart málflutningi Trumps.
--Trump þarf kannski, að íhuga snarlega að - gera breytingar á þeim málflutningi.

Greinilega ekki að virka, að segja stöðuna með öðrum hætti.
En fólk upplyfir hana í eigin daglega lífi í kringum sjálft sig.
--Það sé erfitt fyrir Trump, að vinna gegn vaxandi vantrú á það - að allt verði betra innan skamms, vera enn einmitt að lofa slíku; er fólk upplyfi allt versnandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. október 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband