Þingkonur Demókrata ákaflega móðgaðar yfir ummælum Trumps

Ég ætla láta liggja milli hluta hvort ummælin eru -- dæmi um kynþáttafordóma eða ekki, en eftirfarandi sagði Trump:

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 14...So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly......

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 14....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how....

Ummælum Trumps sjálfsagt ekki síst beint að þingkonunni, Alexandria Ocasio-Cortez
Image result for Alexandria Ocasio-Cortez

--Trump var að sjálfsögðu að þessu til að egna Demókrata.
--Og þeir auðvitað brugðust við eins og hann vonaðist.

  1. Þetta eru auðvitað afar ruddaleg ummæli - en hann gerir lítið úr skoðunum þeirra, með því að vísa til erlends uppruna þeirra.
  2. Ekki beint kynþáttafordómar - þetta er auðvitað ósanngjörn nálgun, að íja að því ef foreldrar þínir komu frá landi - X - þá hafir þú ekki jafnan rétt á þinni skoðun í samhengi Bandaríkjanna á við ríkisborgara Bandaríkjanna þeirra forfeður og formæður hafa búið lengur í landinu.
  • Trump ætlar greinilega að nota -- aðstreymi erlends fólks í kosningabaráttunni.
  • Hann hefur áður gert lítið úr fólki -- vegna erlends uppruna þess.

--Slíkt tel ég ekki endilega til kynþáttafordóma.
--En gæti flokkast undir útlendinga-tortryggni jafnvel útlendingahatur.

Ilan Omar er sú eina af konunum fjórum sem ekki er fædd í Bandaríkjunum!

Image result for Ilhan Omar

Trump auðvitað bregst alltaf við gagnrýni með því að hella meiri olíu á bálið!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 14...So sad to see the Democrats sticking up for people who speak so badly of our Country and who, in addition, hate Israel with a true and unbridled passion. Whenever confronted, they call their adversaries, including Nancy Pelosi, “RACIST.” Their disgusting language.....

Donald J. Trump‏@realDonaldTrump Jul 14....and the many terrible things they say about the United States must not be allowed to go unchallenged. If the Democrat Party wants to continue to condone such disgraceful behavior, then we look even more forward to seeing you at the ballot box in 2020!

--Ég held að Repúblikanar hafi aldrei sjálfir verið feimnir við að gagnrýna þ.s. þeim finnst að innan Bandaríkjanna -- ekki þar með sanngjörn nálgun hjá Trump.
--Repúblikanar og Demókratar hafa einfaldlega um margt sitt hvora nálgunina á hvað sé rétt, og því einnig - hvað sé rangt eða slæmt, því hvað sé leið til hins betra eða verra.

  • Ég get því ekki tekið undir það, að gagnrýna eigin ríkisstjórn -- ef þú ert ósammála henni eða ef þú gagnrýnir e-h sem þér finnst að innan landsins; þíði klárlega þú sért á móti Bandaríkjunum.

--Varðandi Ísrael, þá eru Bandaríkjamenn mjög klofnir í skoðunum sínum þar um, ég sé ekki að þeir sem eru móti stuðningi við Ísrael hafi minni rétt á sínum skoðunum - eða séu síðri Bandaríkjamenn fyrir bragðið.

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 14 We are doing great Economically as a Country, Number One, despite the Fed’s antiquated policy on rates and tightening. Much room to grow!

  1. Trump er greinilega að fara af stað með koningabaráttu -- fókus hennar virðist eiga vera á útlendingamál...
  2. stuðning við Ísrael.
  3. Og að hagvöxtur sé enn til staðar í Bandaríkjunum, sbr. fræg orð Bills Clinton - it's the economy stupid.

--Spurning hvort það sé líklegt til sigurs að keyra á þau tvö atriði - ef hann verður svo heppinn á sama tíma að hagkerfis-uppgangur viðhelst.
--En einhverntíma fer það niður, þegar Trump tók við hafði hagvöxtur staðið í 6 en fyrstu tvö ár af tíð Obama kom snögg djúp niðursveifla en hæg uppsveifla hófst rétt fyrir lok annars árs valdatíðar hans; þannig að þetta ár eru hagvaxtarárin orðin 9.
--Mér skilst að það geri þetta með lengri samfelldum hagvaxtartímabilum Bandar.

Ég á ekki endilega von á niðursveifla verði Trump að kenna, frekar en það var Obama að kenna kreppa hófst nánst um leið og hann var búinn að sverja embættiseið -- það eru teikn á lofti í bandar. hagkerfinu lánabólur síðast keyrðu hagkerfið á kaf séu að spinnast upp, maður getur þó aldrei fyrirfram nákvæmlega vitað hvenær - toppurinn kemur akkúrat og niðursveifla hefst.
--Hinn bóginn, er það alveg mögulegt fyrir Trump að triggera niðursveiflu, ef hann gengur of langt í tolla-stríðum.

 

Niðurstaða

Greinilega ætlar Trump að vera Trump - 2016 keyrði hann á gríðarlega harðar aurslettur gagnvart sínum keppinaut, munum slagorðin um að koma Clinton í fangelsi sem forseti í reynd ræður engu um, eða hvort málaferli séu hafin yfir einhverjum tilteknum eða ekki.
--Mér fundust þau slagorð á sínum tíma einkar ruddaleg, ófyrirleitin eiginlega.

Nú virðist stefna í að Trump fari í það far sem virkaði svo vel fyrir hann síðast, þ.e. að ata aur -- stuðningsmönnum hans virðist líka sú aðferð skv. nýjustu fréttum.
--Hinn bóginn vitum við ekki enn hver verður mótherji Trumps.

Hitt virðumst við þegar vita, að hann ætlar að hafa þetta aurslag fyrir sitt leiti.
Og vonast greinilega til þess að Demókratar svari með því sama, m.ö.o. hann virðist líta svo á hann þekki aurslag - skilji aurslag - geti unnið aurslag.
--En í aurslag fara málefnin suður!

Þ.e. kannski snjallara fyrir Demókrata að láta Trump ekki teyma sig í aurslag.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. júlí 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 314
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 377
  • Frá upphafi: 871460

Annað

  • Innlit í dag: 300
  • Innlit sl. viku: 352
  • Gestir í dag: 295
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband