19.5.2019 | 13:43
Einn magnaðasti pólitíski skandall ég hef heyrt um, umvefur pópúlískan hægri flokk Austurríkis -- ríkisstjórnin hrunin, boðað til nýrra kosninga!
Vídeóið umdeilda virðist hafa verið tekið á eyjunni Ibisa - fyrir tveim árum, 2017. Hvernig tveir þýskir fjölmiðlar komust yfir það - er hulin ráðgáta sem a.m.k. ekki enn hefur verið upplýst. En það er 6 klukkutímar að lengd. Fyrir utan, er ekki vitað, hverjir stóðu að töku þess.
Heinz-Christian Strache - leiðtogi pópúlíks hægri flokks Austurríkis, sagði það eina sem hefði verið ólöglegt, hefði verið videóið sjálft - samt sem áður sagði hann af sér, að sögn til að verja sinn eigin flokk.
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og leiðtogi Austurríska íhaldsflokksins, lýsti yfir að nóg væri komið - leysti upp ríkisstjórn sína, og boðaði til nýrra kosninga!
- Strache í virðist ekki draga í efa hvað gerðist í vídeóinu umdeilda!
- Einungis segir - hann hafi verið dreginn á tálar, fíflaður m.ö.o.
- Hinn bóginn virðist mér það vart duga sem afsökun!
- Það var greinilega egnt fyrir hann - eins og færi væri kastað fyrir fisk --> En hann þurfti ekki að þiggja agnið.
Það er hvað skandallinn snýst um -- en skv. vídeóinu umdeilda, þá þykjast aðilar sem ræða við hann, vera á vegum rússneskra auðhringja -- kona viðstödd segist frænka eins ofsa-auðugs. Í stað þess að verða var um sig, er Strache staðinn að því að bjóða - hagstæða samninga á vegum austurríska ríkisins -- gegn pólitískum stuðningi, umbjóðanda hennar.
--Punkturinn er auðvitað sá, að hann beit á agnið.
--Ekki það að videóið er líklega ólöglegt, því ekki nothæft í dómsmáli.
Nú geta menn rifist um réttmæti þeirrar aðferðar - að leggja agn fyrir menn.
Bendi á, að slíkum aðferðum er oft beitt í lögreglu-rannsóknum!
--T.d. í fíkni-efnamálum, beiting tálbeita er viðurkennd aðferð, meira segja á Íslandi.
Ef menn bíta nægilega hressilega á agnið - stoðar ekkert að segjast hafa verið plataður.
Hinn bóginn, löglega séð, mega einungis vissir aðilar beita þannig aðferð!
--Það þarf að fá heimild dómara skilst mér, til að beita þess lags rannsóknaraðferð.
Ef út í það er farið, hef ég enga samúð með - Strache.
Videóið upplýsti með skýrum hætti - hann hefur spilltan huga!
En einungis spilltur einstaklingur - veitir þau boð sem hann var staðinn að.
Fréttavideóið að neðan er frétt sem tjáir niðurstöðu málsins, þingrof og kosningar!
- The woman offered to buy a 50 percent stake in Austria's Kronen-Zeitung newspaper and switch it to a pro-FPÖ line. In turn, Strache said he could award her public contracts.
- If the alleged Russian helped the FPÖ succeed, Strache said in the video, - she should found a company like Strabag, - a major Austrian construction company. He added: - She will then get all the state contracts that Strabag gets now.
Strache segist að auki í Vídeóinu, vilja byggja upp kerfi -- auðugra stuðnings-aðila, líkt því er Victor Orban hefur komið sér upp í Ungverjalandi.
--Það kerfi virðist einmitt byggt upp - hef ég heyrt - og Strache virðist stinga upp á, að aðili styðji flokkinn fjárhagslega -- sé launað ríkulega með opinberu fé.
--Slíkt kerfi telst í dag flokkast undir - spillingu.
- Það virðist skv. vídeóinu vera til staðar -- kerfi fyrir auðuga stuðningsmenn, framhjá reglum -- sem takmarkar það fé sem má gefa til pólitísks starfs!
- The FPÖ leader said in the video that wealthy donors "pay between 500,000 and 1.5 to 2 million" not to the party but to an association.
- Strache added: - The association is charitable, it's got nothing to do with the party. That way no report goes to the Rechnungshof," the Austrian court of auditors. -
Ef í kjölfarið verður ekki hafin opinber rannsókn á því kerfi sem Strache talar um -- heiti ég Jónas! En það er mjög líklega ólöglegt!
Austrian far-right leader filmed offering public contracts for campaign support
Austrian government collapses over Russia scandal
Austria far-right chief faces resignation calls over video scandal
Austria to hold new election after vice-chancellor resigns
Austria chancellor calls for snap election after corruption scanda
Austria's Kurz calls for snap elections amid video scandal
Austrian chancellor calls for new elections after leader of far-right ally resigns in scandal
Niðurstaða
Mjög athyglisvert það spillingarkerfi sem Strache segist vilja koma á í Austurríki - ef marka má frásagnir um innihald videós sem tekið var rétt fyrir síðustu kosningar í Austurríki, er flokkur Strache fékk mjög mikið fylgi - komst síðan í ríkisstjórn með Íhaldsflokki Austurríkis.
--Strache beinlínis talar um spillingarkerfi Victors Orban sem fyrirmynd.
Það er sennilega hvers vegna hann beit á agnið - þ.s. Orban virðist nákvæmlega veita auðugum aðilum aðgengi að ríkisfé, ef þeir kaupa upp einka-rekna fjölmiðla landsins, tryggja að þeir styðji stjórnarflokkinn.
--M.ö.o. klassískt spillt samtryggingarkerfi.
Pútín má segja sé hinn upphaflega fyrirmynd - flokkur Strache hafði einmitt gert samning um samvinnu við stjórnarflokk Rússlands - fyrir þær kosningar.
En nú er allt í lausu lofti í Austurríki, eftir að Strache tjáði fyrirætlanir sínar með landið svo rækilega í hinu fræga videói er lekið var í Der Spiegel og Suddeautche Zeitung.
Spurning hvernig Austurríkir kjósendur munu nú bregðast við!
Hvort þeir aftur hópast um flokk Strache -- eða hvort þeir nú rétta honum upp fingurinn.
- Strache virðist raunverulega hafa ætlað sér að setja upp skipulagt spillingarkerfi í landinu að fyrirmynd kerfis Orban.
--Það verður forvitnilegt að sjá, hvort Austurrískir kjósendur verða reiðir því eða ekki.
Bendi á eitt að lokum - ekkert bendir til þess að Rússland tengist vidéóinu í nokkru.
Það var einungis notað sem agn - meint Rússlandstengsl þess sem þóttist vera á þeirra vegum.
--Hinn bóginn vekur það óneitanlega upp spurningar, fyrst Strache virtist svo auðfáanlegur, hvaða samninga hann var þegar búinn að gera.
Ég verð ekki hissa ef miklar opinberar rannsóknir í kjölfarið hefjast á honum og flokki hans eftir afhjúpanirnar! Ég yrði persónulega hissa, ef flokkurinn fær ekki fingurinn frá kjósendum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 19. maí 2019
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Nýjustu athugasemdir
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Mér finnst þetta fróðleg grein. Þetta er aukþess stórhættulegur... 17.6.2025
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Grímur Kjartansson , ég held að engar líkur séu á að Íran - hæt... 16.6.2025
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Annar óvissuþáttur er stuðningur Írans við hryðjuverkahópa láti... 16.6.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.6.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar