31.1.2019 | 22:39
Virðist pínulítill möguleiki á friðsömum valdskiptum í Venezúela
Marco Rubio, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum - keppinautur Trumps um útnefningu Repúblikana 2016 á forsetaframbjóðanda, síðar skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Venezúela af Donald Trump -- virðist að baki yfirlýsingu Juan Guaidó forseta þings Venezúela sem titlar sig nú - bráðabirgðaforseta landsins, heimtar að Nicolas Maduro stígi til hliðar.
All Eyes on the Army in Venezuela Power Struggle
"Self-appointed Venezuelan President Juan Guaidó"
Félagarnir Rubio og Guaido fara ekkert leynt með samvinnuna, Guaido er of ungur til að hafa tengst valdaráns-tilraun í tíð George Bush forseta, þannig að hann hefur þá ímynd að hafa hreinan skjöld.
Fjöldi S-Ameríkuríkja tilkynntu strax stuðning við Juan Guaidó -- síðan á fimmtudag samþykkti svokallað Evrópuþing, einnig stuðning við hann: European parliament recognises Guaidó as interim Venezuelan leader.
- Skv. áhugaverðri frétt - er Nicolas Maduro að selja mikið magn af gulli: Venezuela prepares to fly tonnes of central bank gold to UAE - source.
- Spurningin er, af hverju er Maduro að selja svo mikið af gulli - akkúrat núna?
Það sem blasar við, að verið er að bjóða í her Venezúela!
Það sem getur ráðið úrslitum - getur einfaldlega verið, hver getur boðið æðstu hershöfðingjum hers Venezúela -- hæstu múturnar, bestu líftrygginguna - o.s.frv.
Að Maduro er að selja gull í tonna vís til útlanda - akkúrat núna, getur verið vísbending þess; að hann undirbúi hressilegt boð um digrar mútur af sinni hálfu.
Augljóslega hefur Juan Guaidó enga peninga - en Marco Rubio getur hugsanlega eða meir en hugsanlega, reddað því.
- Það sé möguleikinn á friðsömum valdaskiptum sem ég vísa til, að herinn taki ákvörðun þá að -- velja, Marco Rubio.
--Nicolas Maduro gæti þá pent fengið að fara úr landi, án þess að vera handtekinn.
--Mundi örugglega fá að vera á Kúpu. - Ef á hinn bóginn - Maduro mundi bjóða betur, tja - það má vera, að stjórnvöld Rússlands -- leggi einnig peninga í púkkið, enda eiga þau nú -- tugi milljarða dollara undir, að halda Maduro við völd -- enda gert verðmæta samninga við hann, og veitt Maduro stjórninni marga milljarða dollara í lánsé.
- Í seinna tilvikinu, á ég ekki von á -- friðsömum valdaskiptum.
--Þá meina ég, valdaskipti fari líklega samt fram, en útkoman yrði þá stríð - hugsanlega langvinnt.
--Ég er alveg öruggur, Rússland getur ekki unnið það stríð, enda enginn sambærilegur bandamaður á við Íran fyrir Rússland í S-Ameríku.
M.ö.o. sé einn friðsamur möguleiki - að Maduro tapi strax.
Allir aðrir möguleikar, þíði líklega stríð.
Það sé mitt kalda mat.
Niðurstaða
Ástæða þess að ég er algerlega viss aðrir möguleikar en Maduro tapi á nk. dögum eða vikum í því uppboðsferli um hylli hersins sem mig grunar að sé nú í gangi innan Venezúela.
Að ég er handviss - að Bandaríkin umbera ekki, að Venezúela verði leppríki Rússlands.
En það sé sú vegferð sem sé undir, ef rússnesk olíufélög halda áfram að taka yfir stærri hluta vinnslu innan landsins, og lána stjórninni sí-aukið fé -- sem Rússar fá greitt með olíu. Það hljómar sem klassísk aðferð sem evr. nýlenduveldin beittu fyrir ca. öld og rúmri öld, að bjóða einræðisherra í kröggum fé - síðan meira fé, síðan heimta til-slakanir innan landsins gegn frekari lánum. Bendi t.d. hvernig Egyptaland varð háð Frökkum og Bretum seint á 19. öld - einmitt sú aðferð sem ég er að lísa, þó tæknilega væri það land undir Ósman ríkinu, var landstjóri Ósmana þar í reynd - sjálfstæður seint á 19. öld.
Það sé sennilega í reynd komin upp rimma milli Rússlands og Bandaríkjanna um Venezúela.
Rimma sem ég sé ekki að Rússland geti í reynd mögulega unnið.
--Bendi á að þegar eru 3 milljónir Venezúela flúnir úr landi, þar af ein milljón einungis í Kólumbíu. Flúnum Venezúelum fjölgi stöðugt - þetta fólk virðist mjög örvæntingarfullt, til í að vinna fyrir nánast hvað sem er.
--Þarna liggur yfrið nægur mannfjöldi, fyrir stóran skæruher, mönnuðum Venezúelum eingöngu.
Það vakti athygli um daginn, er Bolton hélt á plaggi, með handrituðum orðum - sem virtist segja 6 þúsund hermenn til Kólumbíu. Það er meira en nægur mannskapur, til að taka að sér að þjálfa heilan her. Það er hvað ég held sé -- plan B.
--Bandaríkin hrekji Rússland frá S-Ameríku, það sé enginn vafi þar um. Það annaðhvort gerist nær strax, eða það tekur einhver ár - bardagar læti - mannfall, áður en Rússl. legði niður skottið og færi.
- Ef Maduro fer strax á næstu dögum eða vikum, fær hann örugglega að fara óáreittur í útlegð, þess vegna með milljarða dollara í sjóðum - það væri sennilega þess virði að leyfa honum að eiga nokkra milljarða til ellinnar. Gullið sem hann er að selja, gæti allt eins orðið hans einkafé.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 31. janúar 2019
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 35
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 408
- Frá upphafi: 871498
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 378
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar