24.5.2018 | 11:28
Donald Trump setur upp nýjar toll hótanir gagnvart heimsbyggðinni
Sjálfsagt hefur einhver heyrt að Trump hefur skipað Wilbur Ross, að rannsaka hvort innflutningur bifreiða til Bandaríkjanna - ógni þjóðaröryggi.
Rétt að nefna, að rúmur helmingur bifreiða-innflutnings er í gegnum NAFTA samandið milli Kanada og Mexíkó - þá er í flestum tilvikum að ræða, verksmiðjur í eigu General Motors, Ford Motor Corporation eða Fiat/Crysler.
Hinn bóginn er mikill innflutningur að auki frá Þýskalandi - Japan og Suður-Kóreu.
Skv. reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar, má viðhafa 10% toll.
Bandaríkin að sjálfsögðu hafa engan toll milli NAFTA landa, enda sérstakt frýverslunarsvæði.
En það má fastlega reikna með að nýr - Trump tollur, mundi vera lagður á NAFTA lönd, sem önnur.
--Þannig að hótunin virðist beinast einkum að Kanada og Mexíkó.
--En samningar um breytingar á NAFTA, hafa ekki gengið vel fram að þessu.
Samningamenn Mexíkó og Kanada, virðast hafa staðið fastir fyrir!
Þrátt fyrir heilt ár við samninga, sé enn víð gjá á milli aðila.
--Trump er sennilega orðinn frústreraður á stappinu.
--Og vill væntanlega nú þvinga fram niðurstöðu!
Donald Trump launches US probe into car imports
U.S. launches auto import probe, China says will defend interests
----------------------------------
Wilbur Ross - "There is evidence suggesting that, for decades, imports from abroad have eroded our domestic auto industry," - "The Department of Commerce will conduct a thorough, fair and transparent investigation into whether such imports are weakening our internal economy and may impair the national security."
Donald Trump - "There will be big news coming soon for our great American Autoworkers. After many decades of losing your jobs to other countries, you have waited long enough!"
- "The US imported 8.27m cars and light trucks last year, worth $191.7bn."
- "More than half those cars (4.27m) came from fellow North American Free Trade Agreement members Mexico and Canada."
Dan DiMicco - "What was it that gave us the ability to outmanoeuvre Germany and Japan [in the second world war]? It was our auto industry. It was our industrial might. Everything was here,..." - "Its having the ability to have the supply chains here if, God forbid, you get into a conflict and dont have the supply chains we need,..." - "Every war weve fought since world war two has been a conventional war. And in a conventional war the strongest economy wins."
--Fyrrum forstjóri Nucor Steel, og stuðningsmaður Trumps.
Ég verð að segja að mér finnst það pínulítið langsótt að þetta sé þjóðaröryggismál!
En NAFTA þíðir, að Kanada - Mexíkó og Bandaríkin, virka sem eitt hagkerfi. Þróunin hefur verið sú, að framleiðslukeðjurnar teygja sig þvers og kruss yfir landamæri landanna þriggja.
Ég meina, vél getur verið framleidd í Mexíkó, en notað parta frá Bandaríkjunum og Kanada, eða framleidd í Bandar. og notað hluti framleiddir í Mesíkó og Kanada.
- Ég verð að segja, að ég á afar erfitt með að ímynda mér það ástand.
- Að Bandaríkin lentu sitt hvoru megin í stríði -- við Kanada eða Mexíkó.
En það sé eina leiðin fyrir mig að koma auga á það hvernig í ósköpunum það mundi geta varðað við þjóðaröryggi, að framleiðslukeðjur bandarísku bifreiðaframleiðendanna ná þvert yfir landamæri NAFTA landanna þriggja.
En til þess að það yrði þjóðaröryggismál - þyrfti að vera hætta á að Bandaríkin gætu ekki treyst á að varningur framleiddur í Kanada eða Mexíkó - fengi að streyma óhindrað yfir landamæri landanna.
Og ég á afar erfitt með að ímynda mér, að líkur séu á að Kanada eða Mexíkó - stoppi innflutning til Bandaríkjanna á íhlutum í tæki eða á heilum farartækjum.
--Stríð T.D. að sjálfsögðu þíðir - algert rof á samskiptum, þar á meðal - viðskipta.
Niðurstaða
Það sem ég held að sé málið - er að samningaviðræður við Mexíkó og Kanada um breytingar á NAFTA virðast hafa gengið afar illa.
Meir en helmingur bifreiða innflutnings til Bandaríkjanna sé frá verksmiðjum í Mexíkó og Kanada. Vegna þess að NAFTA er fríverslunarsvæði, sé enginn tollur milli landanna þriggja.
Trump sé einfaldlega að - hóta að leggja toll á bifreiða innflutning frá Kanada og Mexíkó. Þó að sá tollur gilti einnig fyrir önnur lönd - hefði hann mest hlutfallsleg áhrif á Kanada og Mexíkó - þ.s. tollar eru "0."
Samningakröfur Bandaríkjanna:
What are the 5 most contentious U.S. NAFTA proposals?.
US' NAFTA demands: the moronic and the simply misguided
Samningamenn Bandar. virðast enn hanga á "sunset clause" þ.e. að NAFTA verði að endursemja um á 5-ára fresti, annars falli NAFTA sjálfkrafa niður - augljóslega mundi sú tillaga fullkomlega eyðileggja NAFTA. Þar sem að ekkert fyrirtæki gæti gert áætlanir fram í tímann.
--Það geta menn allt eins formlega slegið NAFTA af.
Ég held að það hafi ca. verið svör samningamanna Mexíkó og Kanada.
--Þetta er langt í frá eina umdeilda krafan.
Einfaldlega sú tillaga sem er - mest absúrd.
- Vandræði við núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist ríkjandi sannfæring, að Bandaríkin séu það stór - það mikilvæg, að þau geti þvingað önnur lönd til þess að sætta sig við miklu mun óhagstæðari viðskiptakjör en fram að þessu.
Kröfur gagnvart NAFTA ríkjum virðast á þann veg, að leitast við að fá Kanada og Mexíkó til að sætta sig við -- einhliða óhagstæðari viðskiptakjör. Þ.e. að þau verði áfram eins hagstæð fyrir Bandaríkin við Mexíkó og Kanada. En aftur á móti, verulega óhagstæðari en áður í hina áttina fyrir Mexíkó og Kanada.
--Trump virðist frústreraður, því samningamenn Kanada og Mexíkó virðast ekki hafa samþykkt slíkar kröfur a.m.k. fram að þessu.
Þrátt fyrir rúmt ár við samninga, virðist enn víð gjá til staðar.
--Mexíkó og Kanada virðast ekki þau "pushovers" sem Trump og fylgismenn virðast hafa haldið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 24. maí 2018
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Nýjustu athugasemdir
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Mér finnst þetta fróðleg grein. Þetta er aukþess stórhættulegur... 17.6.2025
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Grímur Kjartansson , ég held að engar líkur séu á að Íran - hæt... 16.6.2025
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Annar óvissuþáttur er stuðningur Írans við hryðjuverkahópa láti... 16.6.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.6.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 443
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 397
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar