Sérsveit lögreglunnar með varðgæslu meðan "color run" stóð yfir - mig grunar að það sé hinn mikli ferðamannastraumur er skapar hættuna!

Ég hef séð fjölda athugasemda á þann veg, að við Íslendingar höfum boðið hættunni heim - eða að "góða fólkið" hafi gert Ísland hættulegt; en ég eiginlega hlæ að þessu.

  1. Fyrsta lagi, hefur Ísland fram að þessu tekið á móti, afar fámennum hópum aðkomufólks af því tagi sem þeir sem títt nota frasann "góða fólkið" vísa til.
  2. Í öðru lagi, hefur Ísland gætt þess að velja alltaf fjölskyldufólk. Það auðvitað skiptir máli, að velja úr - því augljóslega vilja fjölskyldur með börn fyrst og fremst koma börnum sínum í öruggt skjól. Slíkt fólk sé afar - afar ólíklegt að vera varasamt.
  3. Auk þess að hér er næga vinnu að hafa, þannig að fjölskyldufeður komast til vinnu - lenda ekki lengi á féló eins og víða innan Evrópu þ.s. atvinnuleysi er margfalt meir en hér.

Ég held það sé klárlega ferðamannastraumurinn sem lögreglan óttast.
Pælið í þessu - 2.000.000 ferðamenn í ár, án nokkurs vafa - sennilega rúmlega það að auki.

  1. Vandinn sé ekki, hverjum Ísland hefur hleypt til landsins.
  2. Heldur hverjum hafa nágrannalönd Íslands, hleypt til sín.

--En þau hafa mörg hver ekki verið eins varfærin, og við Íslendingar.
--En Ísland er algerlega galopið í alla enda, gagnvart Evrópulöndum.

Þess vegna sé fullkomlega rökrétt fyrir lögreglu Íslands, að hafa varann á þegar hættuleg hryðjuverk eru framin í Evrópu.
Ég er eiginlega feginn því frekar en að vera óttasleginn eða fyllast ónotum, að lögreglan byrgi brunninn áður en barnið er dottið ofan í.

Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær.

Ætlar að ræða vopnaburðinn í Þjóðaröryggisráði

Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð

Vopnaðir sérsveitarmenn í miðbænum

Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run

Velti fyrir mér viðbrögðum Katrínar Jakobs!

En viðhorf Vinstri-grænna, á undan þeim - Alþýðubandalagsins, þegar kemur að spurningunni um vopnaburð lögreglu, auk þátttöku í varnarsamstarfi Vestrænna þjóða; þau viðhorf hafa ætíð slegið mig sem barnaleg eða næív.
Katrín Jakobs, talar um ónotatilfinningu vegna þess að það voru sérsveitarmenn niðri í bæ meðan "Color Run" stóð yfir, greinilega vopnaðir. Þetta hljómar eins og hún, sé mun uppteknari yfir því, að vopnaðir lögreglumenn hafi verið á staðnum, ef af hverju þeir voru þar.
Ég man enn eftir umræðunni um - MP6 byssur sem lögreglan vildi fá gefins af Norðmönnum.
--Hvort tveggja Píratar og VG-arar linntu ekki látum, fyrr en vopnin voru send aftur úr landi.

  • Lögreglan ætti að fá sér - MP7.

File:BundeswehrMP7.JPG

Lögreglan á eitthvað af MP6-byssum, sem eru "sub-machine-guns."
--MP7 notar sérstök "armor piercing" skot, ætlað að komast í gegnum skotheld vesti.
--MP6 notar samskonar kúlur og notaðar eru fyrir Heckler&Koch skammbyssur af eldri gerð, ekki öflug skothylki heldur, þannig að þær komast ekki í gegnum skotheld vesti.

Það þíði að meðan lögreglan notast við MP6 geta hryðjuverkamenn mætt í vestum.
--Eins og sést er MP7 þægilega lítið vopn, einmitt hentug fyrir öryggissveitir.

  • Einhverja sjálfvirka ryffla þyrfti að eiga einnig, en væntanlega er MP7 fyrst og fremst nothæf á tiltölulega stuttu færi.

 

Niðurstaða

Þvert ofan í andstöðu VG-ara og Pírata, þá styð ég fullkomlega að íslenska lögreglan eigi í fórum nægilegt magn vopna sem nothæf væru í því skyni að fást við hryðjuverkaöfl, ef til árásar af slíku tagi mundi koma. Þvert ofan í að öryggisaðgerðir lögreglunnar fylli mig ónotatilfinningu, eins og Katrín Jakobs talar um, þá fynn ég fyrir öryggistilfinningu frekar en hitt. Enda geri ég mér fullkomlega grein fyrir því, að ekkert og þá meina ég ekkert hindrar hryðjuverkamenn í Evrópu í því að beita sér hér, ef þeir svo kjósa. Enda landið gersamlega galopið fyrir komum og brottförum fólks sem hefur varanlegt dvalarleyfi í Evrópulandi, eða eru borgarar þeirra landa. Og ferðamannastraumurinn er kominn í rúmar 2-milljónir manna ár hvert, yfrið nægur straumur til að fela sig innan um, ef misindismenn hafa áhuga á að beita sér hérlendis.

Mig grunar að það sé einmitt þessi gríðarlegi ferðamannastraumur, sem skapi þau tækifæri til þess að beita sér - sem lögreglan óttast sem möguleika, nægilega til að telja ástæðu að vera sýnileg á næstunni á fjöldasamkomum, vopnuð.
--Sé ekki ástæðu til að pyrrast yfr því.
--Fagna því frekar, að lögreglan hafi allan varann á!

 

Kv.


Bloggfærslur 11. júní 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 869782

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband