Ríki heims munu líklega leitast við að einangra Bandaríkin - þegar ljóst er að Trump ætlar að hafna Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn hitun lofthjúps Jarðar!

Afleiðing þess að það virðist ljóst að Donald Trump ætli formlega að hafna svokölluðu Parísarsamkomulagi, þ.s. ríki heims skuldbundu sig til sameiginlegra aðgerða gegn hitun lofthjúps Jarðar -- verður líklega alvarlegt áfall fyrir stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu!

  1. En líkur virðast á því - að önnur lönd muni halda sig við samkomulagið.
  2. Þannig einangrist Bandaríkin í afstöðu sinni!
  • Þetta veldur að sjálfsögðu - viðbótar hnignun orðstírs Bandaríkjanna á heimsvísu.
  • Sem mun án nokkurs vafa - valda frekari hnignun hnattrænna áhrifa Bandaríkjanna!

--Donald Trump sé sannarlega ekki ... "making America great again."

Trump intends to pull U.S. out of Paris climate deal: source


Ein afleiðing, verður líklega, stórbætt samskipti Evrópu og Kína!

EU and China strengthen climate ties to counter US retreat

Skv. Financial Times - munu leiðtogar ESB aðildarríkja, á sameiginlegum fundi í Brussel nk. föstudag þ.s. leiðtogi Kína einnig verður -- handsala sameiginlegt bandalag ESB og Kína, um aðgerðir gegn hitun lofthjúps Jarðar.

--Þetta eru risastórar fréttir -- því það sé ekkert minna en byltingarkennd breyting.
--Að ESB starti formlegu bandalagi við Kína --> Raunverulega gegn Bandaríkjunum.

Þó það snúist ekki um öryggismál! Heldur loftslagsmál!

Þá sé algerlega óhætt um leið að segja, að ESB muni ólíklega taka þátt í nokkrum átökum Bandaríkjanna við Kína -- ef slík átök yrði einhverra hluta vegna í framtíðinni.

  1. Það má eiginlega ganga svo langt að segja.
  2. ESB taka afstöðu með Kína --> Gegn Bandaríkjunum, í þessu máli.

Það sé að sjálfsögðu einungis -- í mesta lagi, fyrsta skrefið í hugsanlegri kulnun samskipta Evrópu og Bandaríkjanna!
Það sé þó áhugavert, þó ólíklegt sé að þau ummæli tengist þessu tiltekna máli þ.s. það hljóti að hafa verið samið um við Kína í samningalotu er hljóti að hafa tekið töluverðan tíma, ég vísa til ummæla Merkel -- eftir fundinn við Donald Trump um daginn, að Evrópa yrði að standa í auknum mæli ein, gæti mun síður treyst á Bandaríkin!

 

Ástæða þess að Kína í leggur svo mikla áherslu á loftslagsmál, hlýtur að vera að stjórnvöld Kína hafi sannfærst að manngerð gróðurhúsahitun Jarðar sé alvarleg ógn!

En ég mundi kalla tengsl manna - CO2 og gróðurhúsahitunar.
Fullkomlega sönnuð!

800,000-year Ice-Core Records of Atmospheric Carbon Dioxide (CO2)

Ice core basics

Að mínu mati fela þessar 2-myndir í sér fulla óhrekjanlega sönnun!

http://cdn.antarcticglaciers.org/wp-content/uploads/2012/07/Vostok_420ky_4curves_insolation_to_2004.jpg

  1. Takið eftir því hvernig hitastig - fylgir alltaf nokkurn veginn sveiflum í CO2 sl. nokkur hundruð-þúsund ár.
  2. Takið einnig eftir því, að ískjarnar hvort sem þeir eru teknir á Grænlandi eða Suðurskautslandinu - sýna sömu hitasveiflurnar sl. 450þ. ár.
  • Á efri myndinni - sést skýrt, að CO2 í dag er það mesta sem mælst hefur sl. 400þ. ár.

Einungis einstaklingar í sterkri afneitun, geta efast um sannleiksgildi gróðurhúsahitunar af manna völdum - úr þessu!

--Ítreka, fullkomin óhrekjanleg sönnun!

http://cdn.antarcticglaciers.org/wp-content/uploads/2013/10/Ice_Age_Temperature.png

  1. Það að síðan -- Kína gangi nú fram fyrir skautu, til varnar mannkyni.
    --Ásamt Evrópusambandinu.
  2. Meðan að Donald Trump -- sendir fingurinn til vísindalegra staðreynda.
    --Sýnir þannig hversu fullkomlega hann skortir dómgreind.

Að sjálfsögðu mun þetta valda gríðarlegu höggi fyrir orðstír Bandaríkjanna!
Meðan að afstaða Kína - mun lyfta orðstír Kína að sama skapi, og ESB samtímis!

Ég hugsa að höggið fyrir orðstír Bandaríkjanna!
Verði líklega enn stærra, en af ólöglegu stríði George Bush 2003, og afleiðingum þess.

--En afleiðingar þess Bandaríkin skaða baráttu mannkyns gegn yfirvofandi afleiðingum hnattrænnar hlínunar!
--Geta orðið miklu mun kostnaðarsamari og alvarlegri fyrir mannkyn, en afleiðingar heimskulegra ákvarðana George Bush.

  • Ég hef lengi sagt, að Trump geti átt eftir að valda margföldum skaða fyrir mannkyn, á við George Bush.

Donald Trump virðist ætla að sanna að sá ótti minn var ekki ástæðulaus!
Donald Trump getur orðið að versta forseta Bandaríkjanna, í gervallri sögu þess lands!

 

Niðurstaða

Það sé stöðugt að koma betur og betur í ljós - hversu risastór afleikur það var fyrir hægri sinnaða kjósendur innan Bandaríkjanna, að hafa flykkst um Donald Trump.

Ekki bara það, að ráðsmennska hans muni líklega valda tjóni, sem börn allra Jarðarbúa og barnabörn, muni þurfa að glíma við. Þar með talin, einnig börn og barnabörn kjósenda hans.

Þá virðist að í stað þess að standa fyrir aðgerðum til að - þrengja bilið milli ríkra og fátækra eins og Trump hafði lofað; muni ráðsmennska Trumps valda mestu víkkun þess bils sem sést hafi innan Bandaríkjanna - um áratugi.

Þeir kjósendur sem ekki voru sjálfir persónulega vell auðugir - hafa bersýnilega kosið gegn hagsmunum sínum persónulegum, sem og hagsmunum sinna barna og barnabarna.

--Stað þess að "make America great again" stefnir í að Donald Trump muni valda mestu hnignun áhrifa Bandaríkjanna í heims málum og stærsta hruni orðstírs Bandaríkjanna, sem sést hafi síðan a.m.k. í tíð Woodrow Wilson forseta - eða rúm 90 ár!

--Og það merkilegasta af öllu, svo óvinsæl geta Bandaríkin orðið vegna ráðsmennsku Trumps -- að ris Kína vmæti einfaldlega ekki nokkurri umtalsverðri andstöðu annarra ríkja!

Trump hefur gert Bandaríkin að - athlægi.

 

Kv.


Bloggfærslur 31. maí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 869785

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband