Trumpurinn gerir sig að fífli í heimsókn á NATO ráðstefnu

En Trumpurinn var staddur í Brussel þar sem hann mætti á sameiginlega NATO ráðstefnu.
Og hann var snöggur að sýna leiðtögum annarra NATO ríkja, að Trump hefur ekki enn haft fyrir því að kynna sér -- grunn atriði þess hvernig NATO virkar!

  1. En NATO eru samtök sjálfstæðra ríkja!
  2. Stofnunin NATO sem slík -- ræður í engu yfir sínum meðlimalöndum.
  3. M.ö.o. NATO stofnunin getur ekki skipað þeim fyrir.
  4. Sama gildi, að annað meðlimaland NATO - hefur engan formlegan rétt til að skipa öðru NATO landi fyrir.

Ummæli Trumps: Trump directly scolds NATO allies, says they owe 'massive' sums

"Twenty-three of the 28 member nations are still not paying what they should be paying for their defense,"

"This is not fair to the people and taxpayers of the United States, and many of these nations owe massive amounts of money from past years,"


Fyrsta lagi!

Er það ákvörðun hvers NATO lands fyrir sig, sem sjálfstæðs fullvalda ríkis -- hvað það land ver til hermála. Alveg með sama hætti, og þ.e. eingöngu ákvörðun Bandaríkja Norður Ameríku - hvað þau verja miklu fé til hermála.
--Bandaríkin spyrja ekki NATO að því, hve miklu fé þau verja til þess málaflokks.

Bandaríkin ráða ekki heldur hve miklu fé önnur NATO lönd verja til sinna varna.
--Þau geta beitt þrýstingi, eins og t.d. varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur gert.
--Trump má alveg --> Hvetja önnur NATO lönd, til þess að verja auknu fé til sinna varna.

Hann getur alveg tjáð sína skoðun, að það sé ósanngjarnt skv. hans skoðun -- hve litlu fé mörg þeirra verji til sinna varna.

  • En þ.e. algerlega út í hött, að halda því fram -- að NATO lönd skuldi NATO fé með því að hafa árum saman varið minna en 2% af landsframleiðslu til varna!
  • Þ.s. stofnunin NATO hefur ekkert vald yfir NATO löndum - m.ö.o. getur ekki skipað þeim fyrir.

2% viðmiðið sé einungis ósk NATO - yfirlýsing NATO um það, hvað sé æskilegt!

 

Í öðru lagi!

Er það einnig fullkomlega absúrd að halda því fram, að NATO lönd skuldi Bandaríkjunum fé, í þeim tilvikum að Bandaríkin hafi árum saman -- tekið þátt í vörnum þeirra tilteknu NATO landa.

Bandaríkin hafi í tíð fyrri forseta - tekið ákvörðun um slíkt, t.d. staðsetningu herstöðva í nokkrum fjölda NATO landa -- sem hefur falið í sér staðsetningu nokkurs fjölda bandarískra hermanna í þeim NATO löndum.

Þetta hafa þeir fyrri forseta ákveðið, því þeir hafa talið það í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að styrkja varnir þeirra tilteknu landa - á ytri landamærum NATO.

Það hafi aldrei verið rætt í þeirra tíð, að þau lönd ættu að taka þátt í þeim kostnaði Bandaríkjanna!

  • Það sé eiginlega ekki hægt annað en að sjá slíka kröfu, á grunni skilnings Trumps að slík varnarþátttaka feli í sér -- uppsafnaða skuld þeirra ríkja gagnvart Bandaríkjunum; sem hreina fjárkúgunarkröfu eða kröfu um "tribute."

Hinn bóginn hef ég litlar sem engar áhyggjur af þessu tali Trumps, úr því sem komið er.
--En hvorir tveggja James Mattis og Herbert Raymond McMaster - séu ólíklegir að styðja slíka stefnu.

  • Ég er að meina, að mig grunar að raunverulega sé vald Trump þegar orðið svo saman skroppið að hann mundi ekki geta fylgt slíkri stefnu fram!
    --Hættan fyrir NATO sé liðin!

 

Niðurstaða

Það sýni eiginlega hvílíkt erki fífl Trump sé, að eftir yfir 120 daga sem forseti Bandaríkjanna. Hafi hann ekki enn gert nokkra tilraun til þess að kynna sér það hvernig NATO virkar. En einhver hlýtur að hafa sagt honum eitthvað um það hvernig NATO í grunninn virkar.

Hann hefur 4-stjörnu hershöfðingja sem utanríkisráðherra eftir allt saman.
2-aðra hershöfðingja, þ.e. Mc Master sem Þjóðaröryggisráðgjafa og John Kelly ráðherra Heimavarna.
--Þeir hljóta allir að hafa gert tilraunir til að útskýra fyrir karlinum hvernig NATO virkar.

En karlinn, en það virðist eina mögulega skýringin, einfaldlega hlusti ekki á útskýringar.
--Það sé það sem sé "scary" um Trump, þ.e. "wilful ignorance."

 

Kv.


Bloggfærslur 26. maí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 869785

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband