1.5.2017 | 11:45
Veldi ISIS á hröðu undanhaldi
Skv. nýjustu fréttum, er árás hafin á bæinn Tabqa, sem er rétt við Tabqa-stífluna.
En ef horft er á kortið að neðan er Tabqa við vatnið sem er Vestan við Raqqa.
--M.ö.o. er þetta hluti af atlögu sem miðast við að þrengja hringinn að Raqqa.
--Eins og gert var fyrir einu ári við borgina Mosul í Írak.
U.S.-backed militias oust IS from Syria's Tabqa old city
Það er merkilegt að bera kortin saman, en þau eru tekin af: Islamic State and the crisis in Iraq and Syria in maps.
Skv. greiningu BBC hefur Islamic State tapað um 1/3 síns landsvæðis sl. 12 mánuði.
En þ.s. meira er -- innan skamms verður atlögunni að Mosul lokið: Iraqi commander says to complete capture of Mosul in May.
Þó Raqqa sé höfuðborg ISIS þá hefur Mosul verið demanturinn í veldi ISIS, vegna stærðar borgarinnar sem er umtalsvert stærri en Raqqa.
--Eftir fall hennar verður veldi ISIS Írakmegin -- mjög minnkað.
Skv. bandarískum hernaðaryfirvöldum - hefur ISIS flutt mikið af stjórnsýslu sinni frá Raqqa, sl. vikur og mánuði - til bæjarins Deir ez-Zur 90 km til Suð-vesturs frá Raqqa meðfram Efrat fljóti: ISIS moves its capital in Syria.
Skv. því er ISIS að undirbúa sig undir það að borgin Raqqa verði algerlega einangruð innan skamms.
--Það þíðir náttúrulega að ISIS er ekki endilega búið þó Raqqa og Mosul báðar falli.
--En þ.e. engin ástæða að halda ekki áfram með sóknina gegn ISIS, eftir að þær borgir veru báðar fallnar.
Skv. Bandaríkjunum - hafa hundruðir óbreyttra borgara fallið í loftárásum Bandaríkjanna á svæði undir stjórn ISIS - síðan atlagan gegn ISIS hófst fyrir 2-árum síðan: US military says at least 352 civilians killed in Iraq and Syria since 2014.
--Rétt að nefna að hópurinn -AirWar- nefnir töluna 3.164.
Það gæti einfaldlega stafað af -- mismunandi mati á því hvað telst óbreyttur borgari.
--En vitað er að tugir þúsunda ISIS liða hafa fallið í þessum loftárásum!
::Jafnvel þó miðað væri við hærri töluna, þá líklega eru Bandaríkin að leitast við að lágmarka tölu fallinna almenna borgara --> Rétt að nefna, yfir 500.000 er fallið hafa í átökum heilt yfir í Sýrlandi síðan borgaraátök hófust í ágúst 2011.
Niðurstaða
Ef málið er tekið saman, þá klárlega gengur atlagan gegn ISIS hægt en samt þó er hún að ganga.
Höfum í huga að Bandaríkin eru í samvinnu við stjórnvöld í Íraq annars vegar og Peshmerga liða íraskra Kúrda um atlöguna gegn ISIS í Íraqk.
Innan Sýrlands, hafa Bandaríkin samvinnu við IPG hernaðararm Sýrlenskra Kúrda, ásamt - Súnní liðssveitum sem þjálfaðar hafa verið upp, í þjálfunarbúðum á landsvæði Kúrda bæði í Sýrlandi og í Írak.
--Það eru nánar tiltekið þær hersveitir sýrlenskra súnníta, sem Bandaríkin hafa þá í reynd búið til og vopnað, sem eru að einangra borgina Raqqa og eru þessa stundina með atlögu í gangi að Tabqa.
--En fyrr á árinu, voru þær sveitir ferjaðar á þyrlum yfir á það svæði, til þess að búa til víglínu gegn ISIS á nýjum stað.
--Höfum einnig í huga, að væntanlega skiptir það máli að ná Tabqa stíflunni, en væntanlega án hennar hafa svæði ISIS þar fyrir sunnan - ekkert rafmagn.
Á þessu ári má væntanlega reikna með því að báðar borgir falli endanlega, þ.e. Mosul innan skamms og Raqqa. Að veldi ISIS undir loks ársins, verði vart svipur hjá sjón.
--Höfum í huga, að þetta er það hernaðarplan sem þegar var byrjað að framfylgja heilu ári áður en Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna --> Trump virðist a.m.k. ekki enn hafa gert á því nokkrar verulegar breytingar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 1. maí 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 869785
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar