17.3.2017 | 23:32
Rex Tillerson segir hernað gegn N-Kóreu mögulegan valkost
Þetta er eiginlega frekar stuðandi yfirlýsing - en ég reikna með því að fyrrum forstjóri ExonMobile viti mæta vel að það sé vita gagnslaust að gefa yfirlýsingar sem viðkomandi meinar ekki.
--Þannig að Tillerson sé líklega alvara!
Tillerson - "If they elevate the threat of their weapons program to a level that we believe requires action, that option is on the table."
Tillerson delivers stark warning to North Korea of possible military response
US strategic patience with N Korea has run out, says Tillerson
Eins og ég hef áður bent á -- fylgir gríðarleg áhætta hugsanlegri árás á N-Kóreu!
Það sem þarf að hafa í huga, að engin leið er að reikna út fyrirfram - hver viðbrögð Kim Jong-un mundu verða við -- bandarískum loftárásum.
--Ég held að það væri órökrétt að gera ráð fyrir því.
--Að slík árás, starti ekki Kóreustríðinu aftur.
- Kóreustríðinu lauk með vopnahléi - aldrei saminn formlegur friður. Sem þíðir, að allt og sumt sem þarf til að starta því að nýju - að herirnir fari að skjóta.
--Hafandi í huga að N-Kórea hefur mikið af stórskotaliði í færi við Seoul.
Þíddi líklega árásir á skotmörk í N-Kóreu, nánast tafarlausa stórfellda eyðileggingu innan borgarmarka höfuðsstaðar S-Kóreu. - Síðan væri engin leið að útiloka, að Kim Jong-un mundi fyrirskipa að skjóta öllum sínum eldflaugum - í einu. Um leið og það fréttist, að bandarískur flugher væri að reyna að eyðileggja mikilvæga þætti vígbúnaðar N-Kóreu.
--Kim á mikið af flaugum er bera hefðbundnar sprengjur - og þær draga lengra en stórskotaliðssveitir N-kóreanska hersins.
--Þannig að ef maður gerir ráð fyrir að öllu sé skotið á loft, mundi þessum flaugum rygna innan klukkustunda frá bandar. árás -- yfir borgir S-Kóreu.
--M.ö.o. gætu yfir 100.000 S-Kóreumenn látist á fyrsta sólarhring átaka. Óskaplegt tjón orðið á mannvirkjum víða um S-Kóreu. - Síðan er það spurning, hvort að Kim hafi tekist að koma kjarnasprengju fyrir á eldflaug.
--En að slíkt hafi enn verið gert, a.m.k. ennþá er óstaðfest.
--A.m.k. er ekki fyrirfram unnt að vita með vissu, að ekki sé hætta á -- kjarnorkurásás. - En það þarf ekki nema ein kjarnasprengja að hæfa borg, til þess að sú borg væri að mestu eyðilögð - íbúar hennar stórum hluta látnir.
--Svo eins og kortið sýnir vel, er það stutt yfir til Kína - að óhagstæðir vindar gætu borið geyslavirk ský yfir - og eitrað landsvæði þar í landi.
--Án vafa væri Kínverjum ekki skemmt. - Eða geislavirk ský, gætu borist til Japan - gert það sama þar.
Þá er auðvitað það litla vandamál - hver á að stjórna N-Kóreu, ef landið leggst á hliðina?
En slík yfirtaka - mundi án nokkurs vafa, kosta óskaplegar upphæðir.
Niðurstaða
Ég er einfaldlega að segja - hernaðarárás á N-Kóreu það mikið hættuspil, vegna fullkomlega óútreiknanlegra viðbragða N-Kóreu, hafandi í huga umfang hefðbundins vopnabúrs N-Kóreu, hafandi í huga að ef þ.e. notað af fullum kröftum -- eru afleiðingar þess vel reiknanlegar.
--Jafnvel þó maður reikni ekki með hugsanlegri kjarnorkuárás.
Að slík hernaðarárás Bandaríkjanna, væri óðs manns æði.
------------
- Hvað á þá að gera?
- Nato er að því þegar, þ.e. setja upp gagneldflaugakerfi.
--Sl. 10-15 ár hefur NATO verið að setja upp vaxandi fjölda slíkra kerfa, og í dag eru þau líklega nægilega góð, að líkur séu á að slík kerfi geti skotið niður flaugar frá N-Kóreu, áður en þær ná til Evrópu eða Bandaríkjanna, eða Japans.
Það væri algerlega órökrétt af N-Kóreu að framkvæma fyrstu árás, þegar óvissa væri veruleg að flaugarnar gætu náð alla leið.
--Á sama tíma, er árás af fyrra bragði á N-Kóreu af hálfu Vesturlanda einnig órökrétt - þó það væri með hefðbundnum vopnum, því Vesturlönd geta aldrei verið 100% örugg að gagnflaugakerfi nái hverri einustu flaug skotið á loft af hálfu N-Kóreu.
Það framkalli - "standoff" þ.s. báðir aðilar fæli árásir hins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mín persónulega afstaða er - að ásakanir Trumps eða ríkisstjórnar Trumps að Obama hafi fyrirskipað hleranir á Trump undir lok forsetatíðar Obama.
--Séu orðnar að farsa!
"The Republican and Democratic leaders of the Senate Intelligence Committee said in a statement: "Based on the information available to us, we see no indications that Trump Tower was the subject of surveillance by any element of the United States government either before or after Election Day 2016," Republican Chairman Richard Burr and Senator Mark Warner, the committee's Democratic vice chairman, said in a statement."
Þeir segjast hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá Dómsmálaráðuneytinu, og öðrum stofnunum.
--Bera því einnig til baka að þeir hafi ekki skoðað málið nægilega vel!
White House says Trump stands by claim Obama wiretapped him
"But White House spokesman Sean Spicer: "There is no question that there were surveillance techniques used throughout this," -- (fullyrt að njósnað hafi verið um Trump í gegnum alla kosningabaráttuna) - He didnt use the NSA, he didnt use the CIA, he didnt use the FBI, and he didnt use the Department of Justice. He used GCHQ,
Sem er bresk njósnastofnun -- en það virðist að Andrew Napolitano, sem er einn aðal bloggari á vef FoxNews, gjarnan einnig notaður af FoxNews sem sérfræðingur í málefnum tengd lögum -- -- hafi fullyrt að honum hafi verið tjáð af -ónefndum- aðilum sem hann segir að tengist breskri njósnastofnun, að Obama hafi beðið þá tilteknu bresku njósnastofnun sem Spicer nefnir að njósna um Trump.
--Nú m.ö.o. er ríkisstjórn Trumps, farin að nota -bloggara- sem upplýsingaveitu -- þó liggi engin sönnun fyrir að Napolitano hafi raunverulega rætt við menn innan breska njósnageirans.
British intelligence slaps down Trump spying claim
Recent allegations made by media commentator Andrew Napolitano about GCHQ being asked to conduct wire tappingagainst the then President Elect are nonsense, - The are utterly ridiculous and should be ignored.
Vandi njósnastofnunarinnar er á hinn bóginn sá - að stuðningsmenn Trumps munu strax hafna neitun bresku njósnastofnunarinnar -- væntanlega á þeim grunni, að þeir mundu neita, hvort sem er.
--Hinn bóginn, virðist mér þetta orðið greinilega að farsa!
- En uppspretta sögunnar - er sem sagt, títt nefndur Andrew Napolitano.
--Ég sé enga, alls enga, ástæðu til þess að álíta hann - sérstaklega trúverðuga uppsprettu.
- Bendi á að líklega er ásökunin - órökrétt, þ.s. að eftir kosningar er Trump og hans lið var að safnast í "Trump Tower."
- Hafi verið mikilvægara fyrir breska njósnastofnun - að hafa góð samskipti við "president elect" en Obama -- er eftir 8. nóv. sl. hafi verið á útleið innan 3ja. mánaða þaðan í fá.
- M.ö.o. "not in their interest" að skapa hugsanlega framtíðar hættu fyrir samskipti þeirra við framtíðar forseta Bandaríkjanna.
Þarna virðist m.ö.o. vera tilraun ríkisstjórnar Trumps.
Þegar Trump er kominn í vanda með sína fyrri ásökun, að Obama hafi beitt CIA eða FBI fyrir sig.
--Að rugla fólk í rýminu -- með því að ásaka þá einfaldlega, næstu njósnastofnun.
Tæknilega er hægt að halda slíkum leik áfram!
--En ég stórfellt efa að margir fyrir utan - sannfærða stuðningsmenn Trump.
Trúi ásökuninni um meintar njósnir Obama um Trump - frekar úr þessu.
- "Bipartisan" skoðun á málinu fór fram.
- Og hún leiddi ekki fram nokkra vísbendingu í þá átt, að skipulegar njósnir um Trump skv. beiðni Obama - hafi farið fram.
--M.ö.o. hafi Trump farið með rugl - ekki í fyrsta sinn!
Ég sé enga ástæðu að ætla annað en að - ásökun á breska njósnastofnun, sé alveg örugglega einnig rugl.
Niðurstaða
Mín skoðun er að Trump setji niður og það eiginlega stórfellt, með því að koma fram með svo alvarlega ásakanir - sem hreinlega ekki nokkur hinn minnsti fótur virðist fyrir. En þegar forseti Bandaríkjanna - er farinn að taka orð bloggara fyrir, orð eigin njósnastofnana.
--Þá fer maður að hafa raunverulegar áhyggjur af skynsemi þess manns sem fer með það embætti.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. mars 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar