15.3.2017 | 01:14
Aukin olíuframleiðsla í Bandaríkjunum - bendi til þess að spár um langtíma lægð í verðlagi á olíu, séu réttar!
Eins og margir spáðu, þar á meðal ég, þá hefur "fracking" eða vinnsla á olíu úr olíu-leirsteins jarðlögum innan Bandaríkjanna; rétt verulega við sér upp á síðkastið.
--Eftir að verðlag á olíu fór að rísa yfir 50 Dollara per fatið.
Oil drops to 3-month low, U.S. erases all gains since OPEC output cut
Five things to watch as oil prices fall
- "The US shale industry has come back with a bang, with oil prices back above $50 a barrel."
- "After two years of contraction, the US Energy Information Administration sees output rising 300,000 barrels a day to 9.2m b/d in 2017 before adding a further 500,000 b/d next year."
Þetta þíðir á mannamáli - að heimsmarkaðsverðlag olíu helst lágt áfram!
Það sem meira er - það ástand getur varað í langan tíma, jafnvel - áratugi.
Munurinn á vinnslunni í Bandaríkjunum og annars staðar, er verulegur!
En víðast hvar, eru risastór - gjarnan ríkisvædd fyrirtæki, er sjá um olíuvinnslu - sbr. Mexíkó, Venezúela, Rússland, Saudi Arabíu -- Noreg.
--Nokkrar undantekningar sbr. Bretland - Bandaríkin - Holland.
- Fyrirtækin sem stunda -fracking- flest hver eru miklu mun minni, en gömlu risa-olíufyrirtækin,
- Og þau eru einnig - töluvert mörg um hituna.
- Keppni þeirra í milli - hörð.
- Og þetta er algerlega - frjáls samkeppni.
- M.ö.o. - alls engin framleiðslustýring.
Þetta hefur þá afleiðingu, sem við sjáum í þessari snöggu miklu aukningu í framleiðslu. Um leið og efnahagslega séð, borgar sig aftur að vinna olíu með -fracking- aðferð.
--Að strax og þ.e. mögulegt, keppast fyrirtækin um að vinna sem mest, hvert um sig.
--Til þess að hafa strax af því, sem mestar tekjur - fyrir sína eigendur.
- Það rökrétt þíðir, að það eina sem hamlar framleiðslu-aukningu, er geta þeirra -- þ.e. hvað er vinnanlegt yfir höfuð; og hve snöggt þau geta aukið framleiðslu.
- Síðan, verðlag á olíu.
- Rökrétt þíði þetta, að meðan að nægt svigrúm er fyrir aukningu framleiðslu.
- Þá haldi fyrirtæki er beita -fracking- aðferð alþjóða verðlagi á olíu, nærri 50 Dollurum/fatið.
--Þ.e. við sín eigin sársauka-mörk.
Höfum í huga, að tæknilega er olía vinnanleg með -fracking- aðferð í mörgum öðrum löndum en Bandaríkjunum.
--Væntanlega fara fyrirtækin aftur að skoða útbreiðslu framleiðslu - til nýrra svæða utan Bandaríkjanna!
- Þ.e. þess vegna - sem ég segi að þetta ástand geti varað, áratugi.
--Þ.e. að verðlagi olíu sé haldið nærri 50 Dollurum, miðað við núverandi gengi Dollars.
Resource worldwide:
Eins og ég hef áður á bent - tel ég þetta einnig þíða, að vinnsla á olíu undan hafsbotni með borpöllum, sé búin líklega endanlega að vera!
- Olíuævintýri Noregs sé búið.
- Sama gildi, um önnur lönd sem stunda þannig vinnslu.
Sennilega verði áfram dælt úr þeim brunnum, sem voru komnir í notkun.
En líklega verða ekki nýir brunnar teknir í notkun.
Og enn síður - ný svæði.
Þannig fjari vinnsla úr sjó smám saman út.
- Líklega verði olía Norðan við Ísland, aldrei nýtt.
------------------Slæmt fyrir fleiri lönd:
- Rússland sérstaklega, en ég tel að þetta sýni í hnotskurn hve arfaslæmur leiðtogi Rússlands Pútín er - en berum Rússland við Kína. Á sl. 25 árum hefur Kína tekið stakkaskiptum efnahagslega -- meðan Rússland er enn með olíu og gas milli 70-80% síns útflutnings eins og í tíð Yeltsin.
- Saudi Arabía að sjálfsögðu einnig.
Afleiðingin fyrir Rússa -- verði án vafa, stöðnuð til hnignandi lífskjör samfellt nk. áratugi.
--Það verður forvitnilegt að fylgjast með Rússlandi.
Hvernig almenningur tekur á því -- þegar góði tíminn einfaldega kemur ekkert aftur.
- En óþolinmæðin hlýtur að brjótast út á einhverjum punkti.
Það verði einnig áhugavert að veita Saudi-arabíu þá sömu athygli.
Niðurstaða
Góðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf, að olíuverð helst örugglega lágt áfram - og sennilega um töluvert langan aldur eftir það. En Ísland notar mikið af olíu - sbr. skipaflotinn, sá sem veiðir og kaupskipin að sjálfsögðu einnig; og auðvitað er ferðamennskan mjög háð henni, hvort sem litið er til flugs eða til verðlags á eldneyti á bifreiðar.
--Það hafi því ákaflega bein áhrif á lífskjör hérlendis, hvert verðlag á olíu verður.
Lágt olíuverð áfram, þíði einfaldlega að velmegun á Íslandi verði meiri en hún annars mundi vera.
--M.ö.o. þá græði notendur á olíu á því þegar verðlag á olíu sé lágt.
Þetta séu einnig almennt séð góðar fréttir fyrir heims hagkerfið.
- Íslendingar eru þá líklega ekki að flytja unnvörpum til Noregs á næstunni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 15. mars 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar