4.2.2017 | 02:10
Er líklegt að Trump verði sviptur embætti?
Ég benti á þennan möguleika mánuðum fyrir kosningar: bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti.
--En það er einmitt vald sem bandaríska þingið ræður yfir, þ.e. svokölluð -Impeachment proceedings.-
Richard Nixon eins og frægt er - fékk á sig réttarhöld bandaríska þingins í kjölfar formlegrar ákæru þess gagnvart honum vegna svokallaðs - Watergate máls, og síðan í kjölfar opinberra réttarhalda sem þingið stóð fyrir, allt í beinni útsendingu; þann 9. ágúst 1974 sagði Nixon sjálfur af sér - frekar en að vera settur af, af þinginu.
Þingið réttaði einnig yfir Bill Clinton - eins og einnig er frægt, vegna svoallaðs - Lewinsky máls. En Clinton stóð það mál af sér!
Í áhugaverðri skoðanakönnun, styðja 40% kjósenda ákæru þingsins gagnvart Trump, meðan að 48% kjósenda eru andvígir!
Það er stórmerkilegt, miðað við söguna, hve óvinsæll Trump er - en vanalega eru forsetar miklu mun minna óvinsælir en þetta; svo skömmu eftir embættistöku.
- "Overall impressions of Trump remain negative, according to the poll, with 52 percent viewing him unfavorably and 45 percent viewing him favorably."
- "PPP polling found that 49 percent of voters disapprove of Trumps performance since his inauguration on Jan. 20 and 47 percent approve."
- "Pollsters also found that a majority of voters, 52 percent, would prefer former President Obama in his old role rather than Trump; 43 percent prefer Trump, and 5 percent are uncertain."
Í áhugaverðri frétt, hefur - alríkisdómari - fyrirskipað lögbann er gildir þegar í stað yfir allt landið, gegn umdeildum aðgerðum Trumps þ.s. Trump bannar fólk frá 7 löndum!
Ríkisstjórn Trumps - segist ætla að höfða ryftunarmál, strax.
Seattle judge blocks Trump immigration order
Þarna er greinilega um að ræða - öfluga gagnsókn gegn ákvörðun Trumps!
- "The challenge was brought by the state of Washington and later joined by the state of Minnesota."
- "The Seattle judge ruled that the states have legal standing to sue, which could help Democratic attorneys general take on Trump in court on issues beyond immigration."
Málareksturinn gegn -- tilskipun Trumps er í þessu tilviki, rekinn af - tveim fylkisstjórnum.
Impeachment of Trump - virðist þó ekki yfirgnæfandi líklegt enn!
En barátta er hafin fyrir því á - netinu. Að baki henni virðast standa - áhrifamikil pólitísk öfl innan bandaríska þjóðfélagsins.
--Trump þarf þar af leiðandi að hafa varann á!
- En meginskjól Trumps - liggur í þingmeirihluta Repúblikana.
- En til þess að -impeachment- geti hafist, þarf að hefja málið af - Fulltrúadeildinni. Þar sem einfaldur meirihluti þingmanna, dugar fyrir samþykkt formlegrar ákæru.
- Öldungadeildin síðar, rekur málið sjálft.
--Trump má m.ö.o. ekki missa stuðning Repúblikana á þingi.
- Það þíðir einfaldlega, að Trump má ekki - verða of óvinsæll.
- Samtímis þarf hann að gæta sín á því, að verða ekki staðinn að - sannanlegum lögbrotum eða jafnvel, stjórnarskrárbrotum.
Það er þess vegna sem málareksturinn, gegn tilskipun Trumps - getur skipt miklu máli fyrir Trump!
Því ef hann tapar því máli fyrir rest, segjum að ef það fer alla leið upp í Hæsta-rétt.
- Þá gæti þar með verið komin fram - slík sönnun!
Eins og ég benti á um daginn, þá geta aðgerðir Trumps - skaðað hagsmuni fjölda þingmanna Repúblikana: Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?
En í þeirri grein, benti ég á þá líklegu staðreynd - að aðgerðir Trump geta leitt til mikils skaða fyrir landbúnaðarsvæði Bandaríkjanna!
-Sem hafa lengi stutt Repúblikanaflokkinn!
- Ef aðgerðir Trumps skaða þau svæði - eins og sannarlega getur gerst.
- Væri afar líklegt, að hagsmunaaðilar í þeim fylkjum, beiti þingmenn Repúblikana frá þeim fylkjum - vaxandi þrýstingi.
- Ef m.ö.o. Trump missir stuðnings einhvers verulegs hluta þingmanna Repúblikana!
--Gæti hann komist í raunverulega hættu!
Niðurstaða
Eins og ég benti á í mars á sl. ári - þá getur þingið svipt Trump embætti. M.ö.o. kom þessi ábending mín, mánuðum fyrir kjör Trumps sem forseta - þegar hann hafði ekki enn unnið sigur í prófkjöri Repúblikana.
--Þegar er hafin barátta fyrir -impeachment- gagnvart Trump.
En hvort þeirri baráttu vaxi verulega fiskur um hrygg - muni verða mjög verulega undir Trump sjálfum komið!
- En ef aðgerðir Trumps, fara með hætti er yrði almenningi í Bandaríkjunum - sýnilegur.
- Að skaða bandaríska hagkerfið, og framboð starfa innan þess.
- En það eru miklar líkur á því, að viðskiptastríð þau sem Trump - virðist stefna að; geti einmitt framkallað sýnilegt tjón af slíku tagi.
- Þá gæti stuðningur við Trump dalað nægilega mikið, andstaða við hann samtímis eflst -- að meirihluta stuðningur fyrir -impeachment- geti myndast á þingi.
Ef Trump er settur af - tekur varaforsetinn við, þ.e. Pence.
Eins og er Gerald Ford tók við af Nixon.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 4. febrúar 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 871532
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar