Trump ásakar öryggisstofnanir Bandaríkjanna - fyrir glæpsamlega leka

Höfum í huga, að Trump hefur ekki neitað því - að Michael Flynn hafi verið sekur um það athæfi einmitt, sem Flynn hefur verið ásakaður fyrir.
--Þ.e. að hafa átt símtal seint á sl. ári við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
--Þannig að Trump hefur ekki a.m.k. fram að þessu - þrætt fyrir þann punkt.

Trump renews fight with intelligence agencies

Trump - “The real scandal here is that classified information is illegally given out by ‘intelligence’ like candy. Very un-American!”

Erm, maður veltir því fyrir sér - þar af leiðandi - hvað Trump á við.

  1. En þar sem Trump hefur rekið Flynn, ekki þrætt fyrir sekt Flynn þegar kemur að þessu símtali.
  2. Ekki hefur Trump heldur - þrætt fyrir að efni símtalsins sé það, sem fram kemur að það hafi verið - skv. upplýsingum fjölmiðla.

https://static01.nyt.com/images/2016/01/28/world/28trumpbelgium-web2/28trumpbelgium-web2-facebookJumbo.jpg

Var Trump að reyna að þagga niður þær upplýsingar, sem lekið sannarlega var í fjölmiðla?

En þetta er eina skýringin sem ég kem auga á!
--En staðfest hefur verið, að Trump var varaður við Flynn - af embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna, dögum áður en Trump formlega tók við sem forseti.
--Þannig að Trump vissi um -- athæfi Flynn, áður en hann formlega skipaði Flynn í embætti Þjóðaröryggisráðgjafa.

  1. Það eina sem ég fæ séð úr þeim staðreyndum.
  2. Er að Trump hafi ætlað sér - að þagga málið niður.

Nú þegar hann hafi neyðst til að láta Flynn fara frá sér.
Sé hann fyrst og fremst reiður þeirri útkomu.

Að upplýsingar - sem Trump þræti ekki fyrir.
Hafi verið komið til fjölmiðla - sennilega af einhverjum starfsmanni CIA eða FBI.
Líklega í trássi við fyrirmæli frá Trump sjálfum.

  • Það er að sjálfsögðu hneyksli ef Trump var með yfirhylmingartilraun af slíku tagi.
    --Það eiginlega vekur frekar áhuga manns á þeirri spurningu - hvort Trump veit meira um málið, en hann fram að þessu hefur viðurkennt?
    --Veltir því aftur upp, hvort Flynn var að þessu fyrir Trump, m.ö.o. að Flynn hafi verið að taka fallið fyrir - Trump m.ö.o.

 

Niðurstaða

Mér virðist Trump fyrst og fremst skjóta sjálfan sig í fótinn - með nýjustu árás sinni á öryggis- og njósnastofnanir Bandaríkjanna.
En eina leiðin til þess að ég fái kvörtun Trumps til að ganga upp.
Hafandi í huga að hann - neitar ekki því sem fram hefur komið í fjölmiðlum um símtal Michael Flynns við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
Og hann rak Flynn einmitt þegar málið komst í hámæli - í stað þess að gera tilraun til að koma Flynn til varnar.

--Að Trump sé óbeint að viðureknna - að hafa verið að gera tilraun til að, þagga málið niður innan kerfisins.
--M.ö.o. að málið sé frekar það, að starfsmaður sem lak málinu - sé einungis sekur um að hafa komið Trump í bobba, fyrir að hafa lekið sannleikanum til fjölmiðla.

Að mínu mati, sé það -- skandall.
Að Trump hafi virst ætla að þagga málið í fyrsta lagi.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. febrúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband