Í augnablikinu - virðist gervöll utanríkisstefna Bandaríkjanna, lömuð!
- En nýlega, rak Trump skv. fréttum - alla háttsetta yfirmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna eða State-department.
--Ekki hafi unnist tími til að ráða nýja.
Stendur sennilega í samhengi við, gagnrýni sem barst frá starfsliði ráðuneytisins - sem sennilega Trump mislíkaði. Ef marka má fréttir, neituðu yfirmenn ráðuneytisins - að reka gagnrýnendurnar, því þeir hafi - ekki brotið starfsreglur ráðuneytisins, fyrir utan að gagnrýni starfsmanna hafi verið birt á sérstökum umræðuvef, sem ráðuneytið heimili starfsmönnum að nota, sem sé lokaður utanaðkomandi - en starfsmönnum hafi verið heimilað að stunda fremur opin tjáskipti um málefni líðandi stundar. - Tillerson, rétt búinn að formlega taka yfir -- hafi ekki enn haft tíma til að ráða sér, næstráðanda þ.e. ráðuneytisstjóra -- hvað þá fylla í skörð yfirmanna sviða, sem Trump hafi snögglega rekið í sl. viku.
- Skrifstofa -Þjóðaröryggisráðgjafans- hafi hlaupið í skarðið, rétt á meðan, t.d. hafi skrifstofa Flynn verið að undirbúa opinbera heimsókn Netanyahu síðar í vikunni - en nú sé það embætti einnig lamað í augnablikinu.
--En talið sé að þeir sem Flynn hafi ráðið - aðilar sem hann þekkti, muni fylgja honum út.
Eftir sé að hefja nýtt ráðningarferli á - ÞjóðaöÖryggisráðgjafa fyrir Hvíta-húsið.
Þannig að það embætti, verði - lítt eða ekki virkt um þó nokkurn tíma.
--Á sama tíma, muni það taka Tillerson - nokkurn tíma, að yfirfara umsóknir fyrir nýja yfirmenn sviða, eftir að hann hefur ráðið - persónulega aðstoðarmenn og nýjan ráðuneytisstjóra.
--Þannig að óhætt sé að segja - töluvert kaos ríki nú hjá Trump - er kemur að utanríkismálum.
Brotthvarf Flynn hefur þó vakið nýjar spurningar!
En það er töluvert vinsæl vangavelta að hann hafi tekið fallið fyrir Trump!
Flynn departure erupts into a full-blown crisis for the Trump White House
Trump knew for weeks that aide was being misleading over Russia: White House
Það áhugaverða er - að Trump virðist hafa vitað um ósannsögli Flynn - áður en Trump var formlega svarinn til embættis forseta.
--Þar með, áður en Flynn var formlega veitt embætti - Þjóðaröryggisráðgjafa.
Nú er spurningum beint að ríkisstjórninni - frá einstökum þingmönnum Bandaríkjaþings.
--Hvað vissi Trump - og hvenær?
- En símtal Flynn og Sergey Kislyak - sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, vekur töluverða furðu, svo vægt sé til orða tekið, sbr:
Hes got to know that the Russian side of the calls are covered. What did he think was going to happen? the ex-FBI official said. Everybody in the bureau was like, this guys got to be out of his frickin mind. - Síðan virðist símtalið - hafa verið hlerað af a.m.k. einni af leynistofnunum Bandaríkjanna.
--Vart hefði það átt að koma Flynn á óvart, með margra ára reynslu af leynistörfum og verið yfirmaður á því sviði, að það gæti verið að bandarísk leynistofnun mundi hlera símasamskipti við sendiherra Rússlands.
--Að auki var Hvíta-húsinu send skilaboð skömmu eftir embættistökuna - að Flynn gæti átt á hættu "blackmail" frá Rússlandi.
En að sjálfsögðu er slíkt samtal -- hljóðritað af starfsmönnum sendiráðsins.
Þetta hafi skapað vangaveltur um það - að Flynn hafi verið að þessu, fyrir Trump.
- Einhverjir hafa jafnvel drauma um það - að hægt væri að fá Flynn til þess að vitna gegn Trump, í "impeachment proceedings."
-------------------Þó þetta séu sennilega frekar draumar en líklegur raunveruleiki!
Þá eru háværar kröfur í þinginu að rannsaka mál Flynns - nánar!
Það auðvitað getur skapað nýja vinkla á málið.
Ef Trump tengist málinu að ainhverju öðru leiti.
Niðurstaða
Ég man ekki eftir erfiðari byrjun hjá nokkrum nýjum forseta - þ.e. 2-vikur rúmar í embætti. Það sé vöknuð umræða um - hugsanlegan stórskandal, vegna gruns um tengsl Trumps og Flynn - séu meiri en viðurkennt hafi verið fram til þessa. Og Trump er í alvarlegri deilu við bandaríska dómstóla, sem 2 mikilvæg fylki reka gegn ríkisstjórninni.
--Ég hef velt fyrir mér möguleikanum á því að þingið kæri forsetann.
En sjálfsagt þarf meira að gerast, áður en Repúblikanar á þingi fara að styðja slíka hluti.
En hver veit, ef það koma fram upplýsingar - sem benda til þess, að Flynn hafi haft samskipti við sendiherra Rússa -- fyrir Donald Trump, en samskiptin fóru fram eftir forsetakosningarnar þ.e. í desember 2016. Þegar Flynn var þegar orðinn líklegastur sem Þjóðaröryggisráðgjafi.
--En málið er - hvað var rætt.
En umræðurnar snerust um refsiaðgerðirnar gagnvart Rússlandi, og nær ekkert annað.
Og skv. fréttum, lét Flynn í það skýna - að staðan mundi breytast verulega á næstunni Rússum í hag.
Ef Trump vissi af þessu á þeim tíma - gæti það vel gerst að einhverjum Repúblikönum, hætti að lítast á blikuna varðandi tengls Trumps við stjórnvöld í Rússlandi.
--En það þarf ekki nema hluti þingmanna Repúblikana að snúast gegn Trump.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 15. febrúar 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar