10.2.2017 | 23:57
Trump virðist hafa hætt við að ögra Kína með Tævan eða deilum um S-Kína-haf, segist nú styðja "Eitt Kína" stefnuna!
Þetta er sennilega merkilegasta frétt vikunnar!
-En rétt fyrir embættistöku Trumps og fyrstu dagana á eftir - var hávær umræða á þann veg úr röðum hópsins í kringum Trump, að viðkvæmni Kína gagnvart málefnum Tævan -- gæti verið hentug hótun í því skyni að þvinga hugsanlega Kína til eftirgjafar á öðrum vettvangi.
-Það var einnig hávær umræða á þann veg, að það þyrfti að mæta Kína með ákveðnum hætti á S-Kína hafi, stöðva uppbyggingu herstöðva Kína þar og notkun Kína á þeim hersvtöðum þar sem Kína þegar hefur reist, auk þess að sýna Kína fram á að Kína ætti ekki roð í bandaríska flotann!
-Með í för var hávær umræða - um vaxandi hættu af Kína, hratt vaxandi herstyrk Kína - meintan eða raunveruleg ógn frá Kína fyrir bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu - o.s.frv.
Valdi þessa samsettu mynd - er sýnir Trump og Xi ánægða með lífið og tilveruna!
En nú er eins og Trump hafi fallið frá því að sækja að Kína með þessum hætti!
- Þetta er mikilvægt, því hótun um - stuðning við hugsanlega sjálfstæðisyfirlýsingu Tævan, hefði án nokkurs vafa, þegar í stað - ræst nýtt Kalt-stríð.
--Tævan málið hefði einnig getað startað öryggiskrísu, eins hættulegri og Kúpu deilunni. - Varðandi S-Kína-haf, að ef Bandaríkin hefðu mætt þar með heilu flugmóðurskipadeildirnar, en erfitt að sjá að minna hefði getað dugað, þá hefði það án lítils vafa getað ræst ákaflega hættulegt öryggisástand.
--Sem einnig hefði getað leitt til vopnaðra átaka milli Kína og Bandaríkjanna!
--Trump virðist hafa fallið frá þessum - afar hættulegu hugmyndum, innan ráðgjafa hóps síns.
Trump backs One China policy in first presidential call with Xi
Trump changes tack, backs 'one China' policy in call with Xi
Rökrétt ályktun virðist mér sú!
Að Trump hafi ákveðið að einbeita sér að - viðskiptadeilunni við Kína.
- En vandinn við að -- þrýsta á Kína með Tævan.
- Eða senda öflugan bandarískan flota inn á S-Kína haf, og ógna uppbyggingu Kína þar.
--Að um leið og deilan við Kína, hefði þróast í alvarlega öryggiskrísu.
--Hefði viðskiptadeilan - fallið í skugga, fullkomlega óhjákvæmilega.
- Viðskiptadeilan <--> Hefði þá orðið gísl <--> Öryggiskrísunnar.
Megin afleiðing hefði getað orðið: Að ræsa nýtt Kalt-stríð við Kína. En án þess að ná nokkru fram af þeim - markmiðum á viðskiptasviðinu, sem Trump hefur einnig verið að tala um.
Hvort að Trump áttaði sig á þessu - að þetta væri ekki rétta leiðin!
Eða að honum var lokum bent á það, t.d. af ráðgjöfum hans varðandi viðskiptamál, að það gæti verið ósnjallt - að gera viðskiptadeilu að gísl deilu um öryggismál.
--Get ég ekkert sagt um!
A.m.k. sé það klárt - að það sé ákaflega mikilvæg ákvörðun Trumps.
Að hafna þeim hugmyndum - um nálgun að Kína, sem hefði án lítils vafa framkallað mjög hættulega hernaðarspennu gagnvart Kína.
Trump getur þá raunverulega -- einbeitt sér að viðskiptadeilunni!
--Eftir að hafa náð því, að öryggiskrísa mundi einungis skemma fyrir.
Niðurstaða
Eitt stórt -hjúkki- þegar ég frétti það, að Trump virðist hafa hafnað hugmyndum sumra ráðgjafa sinna, sem ráðlögðu að sækja að Kína með hætti - sem ég var fullkomlega öruggur um að mundi framkalla hernaðarspennu Bandaríkjanna við Kína - og mjög líklega Kalt-stríð þeirra á milli.
Í stað þess að stefna beint og nær milliliðalaust á hernaðarspennu við Kína - virðist Trump ætla að einbeita sér að því að ræða breytingar á viðskiptum Bandaríkjanna og Kína.
--Bendi þó á, að viðskiptadeila Bandaríkjanna við Kína, að ef hún fer í alvarlegan baklás - þ.e. viðskiptastríð.
--Þá getur hún einnig leitt til nýs Kalds-stríðs.
En a.m.k. er sú útkoma ekki nærri fullkomlega örugg.
Eins og hefði verið - ef Trump hefði fylgt ráðum róttækustu-Kína andstæðinganna meðal síns ráðgjafa hóps.
A.m.k. þarf viðskiptadeila ekki að enda með þeim hætti.
--Viðskiptadeila getur endað með samkomulagi, án frekari átaka.
Þá væntanlega - þurfa báðir aðilar þ.e. Trump líka, að bakka frá sínum ýtrustu markmiðum.
--Það reyni þá á það hvort Trump hafi - dyplómatíska hæfileika yfir höfuð, en þeir hafa ekki sérdeilis verið áberandi fram að þessu.
A.m.k. óþarfi að spá því að viðskiptadeila Trump starti Köldu-stríði.
Þó sú útkoma sé a.m.k. hugsanleg.
Kv.
10.2.2017 | 02:15
Trump virðist hafa tapað áfrýjun lögbanns á tilskipun Trumps um bann á þegna 7 ríkja - Trump ætlar greinilega að afrýja á næsta dómstig
Skv. fréttum var afgreiðsla dómaranna í "Ninth US Circuit Court of Appeals" - mótatkvæðislaus.
--Niðurstaðan að auki virðist skýr.
Viðbrögð Trumps voru fyrirsjáanleg:
"Trump tweeted: "SEE YOU IN COURT, THE SECURITY OF OUR NATION IS AT STAKE!""
En það er einmitt hvað honum hefur ekki tekist að sýna fram á!
--Að innra öryggi sé ógnað, ef bannið nær ekki fram að ganga.
Ninth US Circuit Court of Appeals: (W)e hold that the Government has not shown a likelihood of success on the merits of its appeal, nor has it shown that failure to enter a stay would cause irreparable injury, and we therefore deny its emergency motion for a stay.
Með öðrum orðum, gátu dómararnir 3-ekki komið auga á að ríkisstjórnin hefði sýnt fram á, að slíkt hættuástand væri til staðar varðandi innra öryggi Bandaríkjanna - að ef krafa ríkisstjórnarinnar um tafarlausa frávísun næði ekki fram að ganga, mundi þar með skapast umtalsverð ógn fyrir almenning innan Bandaríkjanna.
Dómararnir virðast einnig ekki hafa sannfærst um ágæti rökstuðnings ríkisstjórnarinnar - fyrir kröfu um frávísun málflutnings tveggja fylkja gegn ríkisstjórninni.
- Mér virðist þar með, dómararnir ekki vera sannfærðir um það - að þörf væri fyrir tafarlaust bann á borgara landanna - 7, skv. tilskipun Trumps.
- Né sannfærðir um það, að þær aðferðir notaðar eru við skoðun og mat á þeim sem vilja koma til landsins, séu augljóslega ófullnægjandi - þar með starfsfólk útlendingaeftirlitsins ófært um að vernda borgara landsins skv. þeim ferlum er voru starfandi.
US appeals court denies Trump bid to lift travel-ban freeze
In setback for Trump, U.S. judges reject travel ban
Tvít Trumps - bendir bersýnilega til þess, að Trump ætli sér að halda áfram með málið upp á næsta dómstig.
Niðurstaða
Mín skoðun er að málið allt, sé eitt samfellt risaklúður Trumps og Co. En eins og fólk ætti að vita, þá var tilskipun Trumps - sett fram án þess að hafa þær stofnanir sem áttu að framfylgja henni með í ráðum, og þar með var alfarið látið vera að - vara þá starfsmenn við eða kynna málið fyrirfram fyrir þeim, eða undirbúa framkvæmd hennar að nokkru hinu minnsta leiti.
--Að auki virðist ákvörðun hafa verið tekin af þröngum hópi, þ.e. Bannon - Trump og þeirra nánasta klíku. Sumir ráðherrar hafi ekki einu sinni fengið að vita af málinu - þar með sá ráðherra, sem hafi innflytjendamál á sinni könnu -- svo sérkennilegt sem það er.
Réttast væri að Trump mundi draga tilskipunina til baka.
Síðan gæti hann undirbúið nýja tilskipun - lagfært gallana á þeirri sem hann lagði fram.
Og í þetta sinn, haft sérfræðinga Útlendingamála - með í ráðum.
En sjálfsagt er góð stjórnsýsla -- óhugsandi fyrir þessa ríkisstjórn.
--Sem virðist þeirrar skoðunar, að liðið í Washington - vinni gegn eigin þjóð.
- M.ö.o. virðist sem að liðið í kringum Trump, hreinlega treysti ekki stjórnsýslunni.
Vart annars unnt að útskýra, af hverju enginn innan hennar var hafður með í ráðum.
_________
Ps. áhugaverð grein: Trump and Bannon Pursue a Vision of Autocracy.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. febrúar 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar