9.1.2017 | 23:07
Suður Kórea segist ætla stofna sérstaka hersveit með það eina markmið að ráða Kom Jong Un af dögum - ef kemur til stríðs milli landanna á Kóreuskaga
Mér finnst þetta áhugaverð aðgerð hjá Suður Kóreu - að láta það vitnast að til standi að stofna sérstaka -sérsveit- ca. 2000 manna, sem hafi það hlutverk að ráða einræðisherra N-Kóreu af dögum.
-Komi til stríðs milli landanna þ.e. Suður Kóreu og Norður Kóreu.
South Korea forms unit to kill Kim Jong Un in event of war
Kim Jong Un - einræðisherra N-Kóreu
Mig grunar að þarna telji Suður kóreönsk yfirvöld sig hugsanlega hafa leið - til að fæla hinn 33ja ára gamla Kim Jong Un
Sá skemmtilega tilvitnun í netumræðu:
"As Dr. Strangelove pointed out, "Yes, but the whole point of the doomsday machine is lost if you keep it a secret! Why didn't you tell the world?"."
En þetta er fullkomlega rétt, að -- fæling virkar ekki, ef þú heldur áformum þínum leyndum.
- Fyrir Fyrra-stríð viðhöfðu herveldi Evrópu -- leyni-bandalög.
Vandamálið, eins og kom í ljós, er atburðarásin er hratt Fyrra-stríði af stað hófst, er það.
--Að ef land í þessi tilviki Austurríki-ungverjaland keisaradæmið, veit ekki að land X er í bandalagi við land Y.
--Þá getur það ekki varað sig á þeirri staðreynd, ef það ákveður að hefja stríð gegn landi X.
Síðan fór af stað rás atburða þ.s. leynibandalög Y -> Z virkjuðust, hægri og vinstri, og á nokkrum vikum voru öll evrópsku herveldin lent í sameiginlegri styrrjöld.
- Fyrir Seinna-stríð gættu löndin sín á því, að -- bandalögin væru formlega yfirlýst.
Hinn bóginn tókst Hitler að veikja verulega bandalög Breta og Frakka - gegn Þýskalandi Hitlers, þegar Neville Chamberlain samþykkti -- land fyrir frið sept. 1938.
--Einungis ári seinna voru Bretland og Frakkland komin í stríð við Hitler.
Málið er, að ég er þess fullviss - að friðarkaups samningurinn, hafi í reynd hrundið Seinna Stríði af stað, þ.s. sá samningur hafi gert Hitler það mögulegt -nokkrum mánuðum síðar- að hirða Tékkóslóvakíu alla, bardagalaust.
--Þá hirti Hitler alla hergagnaframleiðslu þess lands - ásamt yfirtöku skriðdrekaherdeilda tékkneska hersins, sem voru ágætlega nothæfar 1939.
En málið er, að í Súdetahéröðunum, voru hin verjanlegu landamæri Tékkóslóvakíu gagnvart Þýskalandi!
--Þar voru hvort tveggja - varnarvígi sem mörg ár hafði tekið að byggja upp, og náttúruleg landamæri.
- Í Kalda-stríðinu, lærðu menn af öllum þessum mistökum.
- Og hugakið, fæling -- varð mönnum mjög ofarlega í huga.
- Ásamt þrautskipulögðum vörnum.
Fæling er mjög lyfandi í huga fólks á Kóreuskaga!
- Hvernig í ósköpunum fælir þú N-Kóreu, frá því að ráðast á S-Kóreu?
Það virðist að S-Kórea hafi komist að þeirri niðurstöðu - að það geti verið liður í því, að með trúverðugum hætti -- hóta að ráða Kim Jon Un af dögum.
- Þess vegna þarf S-Kórea að leggja töluvert púður í þessa hersveit.
- Væntanlega verða síðan reglulega sýndar myndir af því í fjölmiðlum í S-Kóreu, af þjálfun þeirrar hersveitar og undirbúningi hennar undir það hlutverk - sem hún á að gegna, ef til stríðs kemur.
--Eins og ég benti á, fæling virkar einungis -- ef þú segir frá!
Niðurstaða
Ég hugsa að yfirvöld Suður Kóreu hafi komist að réttri niðurstöðu - að lykillinn af því að fæla einræðisstjórnina í N-Kóreu. Sé sá að hóta einræðisherra N-Kóreu, Kim Jong Un, persónulega. Ef til stríðs komi!
--Enda sé hann með alla valdaþræði í sínum höndum!
--Stríð m.ö.o. verði alltaf hans ákvörðun.
Því fullkomlega réttlætanlegt að gera hann með þessum hætti - persónulega ábyrgan. Væntanlega mun N-Kórea verja auknum fjármunum, til að verja líf og limi einræðisherrans.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2017 | 00:12
Áhugaverð U-beygja, Trump skyndilega samþykkir greiningu leynistofnana Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af nýlega afstöðnum forsetakosningunum
Engin leið að vita hvað breytti afstöðu Trumps, sem fyrir helgi ítrekaði áður yfirlýsta andstöðu sína við þá greiningu leynistofnana Bandaríkjanna, að ríkisstjórn Rússlands hefði staðið fyrir -- tilraun til þess að hafa áhrif á niðurstöðu nýlega afstaðinna forsetakosninga innan Bandaríkjanna!
Trump acknowledges Russia role in U.S. election hacking: aide
- Ég hef veitt því athygli afstöðu stuðningsmanna Trumps - sem studdu fyrri afstöðu Trumps þess efnis að ásakanir gagnvart ríkisstjórn Rússlands væru fáránlegar.
- Nú velti ég fyrir mér hvort það ágæta fólk, nú söðli jafn snögglega um -- eftir að Trump virðist hafa skipt um skoðun þar um.
- En það væri í takt við það, að ef það ágæta fólk fylgi Trump að málum, að það fylgi einnig eftir þegar Trump snögglega vendir um kúrs um eigin yfirlýst viðhorf.
- Eg býð nú spenntur eftir því, hvort að það ágæta fólk sem hefur sagt ásakanir gegn ríkisstjórn Rússlanda - fáránlegar, nú snögglega taki undir þær ásakanir?
- Fyrst að Trump nú samþykkir þær ásakanir!
En þetta er ákveðin prófraun á það ágæta fólk!
Hvort það er -- fylgismenn!
Reince Priebus - "He (Tump) accepts the fact that this particular case was entities in Russia, so that's not the issue," Priebus said on "Fox News Sunday."
Donald Trump - "In a statement, he acknowledged that "Russia, China, other countries, outside groups and people are consistently trying to break through the cyber infrastructure of our governmental institutions, businesses and organizations including the Democrat(ic) National Committee."
Þetta væntanlega þíðir að Trump hefur samið frið við sínar leynistofnanir!
En þær verða að sjálfsögðu hans, eftir embættistökuna eftir nokkra daga!
- Þetta væntanlega þíðir, að Trump ætlar ekki að fara í einhvern stóran uppskurð á þeim stofnunum, eins og sumir ráðgjafar hans lögðu til -- einkum nýi öryggisráðgjafi hans.
- Það verður þá væntanlega ekkert frekar vesen í samskiptum milli Trumps og þessara leynistofnana!
Niðurstaða
Hvers vegna Trump söðlaði um - eftir að áður hafa gagnrýnt niðurstöðu leynistofnana Bandaríkjanna varðandi ásakanir þeirra á rússnesk stjórnvöld að hafa staðið fyrir skipulagðri hakk árás á stofnanir Demókrata flokksins og nánar tiltekið framboð Hillary Clinton; fáum við sjálfsagt aldrei að vita!
Það væntanlega þíðir, að fyrst að Trump hefur nú samþykkt þá greiningu -- þá verði hann knúinn til þess að refsa með einhverjum formlegum hætti Rússlandi fyrir það að hafa staðið fyrir þessari hakk aðgerð.
Spurning hvernig það verkar í samhengi við hugmyndir sem komu fram í kosningabaráttunni, um að bæta samskiptin við stjórnvöld Rússlands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 9. janúar 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar