4.1.2017 | 04:32
Hótanir Trumps gagnvart Fort Motor Corporation benda til þess að honum sé fullkomin alvara með - verndarstefnu áherslum
Trump hótaði að skella verndartolli á framleiðslu Ford frá nýrri verksmiðju í Mexíkó - ef Ford mundi standa við það markmið að leggja niður sambærilega verksmiðju í Bandaríkjunum.
-Rétt að nefna að búið var að ganga frá samningum um hina nýju verkmiðju við fyrirtæki innan þess héraðs í Mexíkó þ.s. til stóð að reisa hana.-
- Augljóslega er þetta bein atlaga að NAFTA samkomulaginu, sem er frýverslunarsamningur sem heimilar tollfrjálsan innflutning milli aðildarlanda NAFTA.
- En verndartollar slíkir sem Trump hótaði, væru að sjálfsögðu -- samningsbrot.
Trump segist ákveðinn í því að endursemja um -- NAFTA!
Með þeim hætti, að ekki verði lengur unnt að færa verksmiðjur frá Bandaríkjunum til annarra NAFTA landa, og flytja varninginn þaðan til Bandaríkjanna tollfrjálst í staðinn.
-Varla mundu hin NAFTA löndin samþykkja að slík regla virkaði einungis í -- eina átt.
**En það mundi geta skapað fyrirkomulag er líkja mætti við - nýlendustefnu, sambærilega þeirri er t.d. Bretland viðhafði gagnvart Indlandi á 19. öld.
Stefna Trumps gagnvart NAFTA er augljós ógn við nútíma viðskiptahætti - þ.s. fyrirtæki framleiða hægri - vinstri ekki einungis fullsmíðuð tæki eða búnað, heldur einnig eru íhlutir í þau tæki eða búnað, gjarnan framleiddir víða um heim - gjarnan frá margvíslegum löndum í eina og sama tækinu eða búnaði.
-Ef Trump vill raunverulega afnema þá viðskiptahætti.
Snúa til baka til þess hvernig mál voru fyrir -- áratugum, að svæðisbundin fyrirtækjanet framleiði íhluti.
Þá væri það ekki hryst úr erminni á stuttum tíma.
-Að auki gæti það umtalsvert raskað nútíma framleiðsluhagkerfum, ef reynt væri að þvinga slíka breytingu fram á - skömmum tíma.
Chided by Trump, Ford scraps Mexico factory
"In a Twitter post hours before Ford's announcement, Trump wrote, "General Motors is sending Mexican made model of Chevy Cruze to U.S. car dealers-tax free across border. Make in U.S.A. or pay big border tax!"
Trump ætlar þá að snúa sér að GM-næst.
- En ef þessi inngrips stefna Trumps, er vísbending þess sem hann hyggst fyrir -- þegar hann einnig segist ætla endursemja um alþjóðleg viðskipti.
- Þá má væntanlega taka þetta sem skýra vísbendingu þess, að Trump sé fullkomin alvara með það að -- höggva djúp skörð í áratuga langa baráttu fyrirrennara Trumps í embætti forseta, um það að auka viðskiptafrelsi.
- En það er þó mikill munur á að ætla að þvinga aðildarlönd NAFTA!
- Til að fallast á kröfur Trumps.
- Eða að stefna í þá átt, að beita lönd í öðrum heimálfum svipuðum þrýstingi.
- En NAFTA-lönd eru þau lönd sem langsamlega mest eru háð Bandaríkjunum efnahagslega.
- Þau eru þar af leiðandi -- viðkvæmari en lönd í öðrum heimsálfum, fyrir einbeittum einhliða þrýstingi stjórnvalda Bandaríkjanna.
Stór viðskiptalönd Bandaríkjanna í öðrum heimsálfum!
--Eru aftur á móti í til muna betri samningsstöðu!
Þar sem Bandaríkin eru í flestum tilvikum - ekki nærri eins rýkjandi í þeirra milliríkjaviðskiptum, og á við í tilviki NAFTA landa.
Síðan hafa lönd í öðrum heimsálfum, gjarnan fleiri stór viðskiptalönd - en einungis Bandaríkin.
--Þannig - aðra valkosti.
- Þannig að þó svo það geti verið að Trump geti þvingað NAFTA lönd til hlýðni.
- Þarf það ekki að vera þess vísbending, að hann geti endurtekið sama leik -- víðar.
Niðurstaða
Stefna Trumps virðist í eðli sínu - merkantilísk. Þ.e. hann virðist hafa þá sýn á viðskipti að -- það séu sigurvegarar vs. taparar. M.ö.o. virðist hann hafna alfarið þeirri sýn sem hefur verið vaxandi mæli ráðandi undanfarna áratugi skv. stefnunni um aukið viðskiptafrelsi -- að það geti orðið "mutual gain."
Hann virðist líta á efnahagslegan uppgang annarra heimssvæða - samtímis og Bandaríkin hafa verið í hlutfallslegri hnignun, þ.e. ekki nærri eins drottnandi og áður var.
--Sem sönnun þess að fyrri forsetar hafi spilað frá sér stöðu eigin lands.
- Tek fram að ég er algerlega ósammála þeirri sýn, þ.s. að staða Bandaríkjanna fyrir áratugum síðan --> Var fullkomlega sögulega óeðlilegt fyrirbæri. En hún kom til vegna þess einfaldlega að Bandaríkin voru sigurvegarar í Seinni Styrrjöld - og urðu ekki fyrir tjóni heima fyrir. Meðan að önnur þróuð samfélög voru flest í rústum í kjölfarið -- og þurftu langan tíma til endurreisnar.
- Þegar sú endurreisn fór síðan fram, við það eitt varð hlutfallsleg hnignun - þó svo að Bandaríkjunum hnignaði ekki í raun og veru. En þaðan í framhaldi -- hélt ferli iðnvæðingar áfram að dreifast um heiminn. Og þau lönd hófu samkeppni við framleiðslu í öðrum iðnríkjum, þar á meðal -- við framleiðslu í Bandaríkjunum. Það -- eðlilega skapar enn frekari hlutfallslega hnignun þegar svæðum þ.s. velmegun er til staðar fjölgar.
- Það fylgir því að sjálfsögðu -- ef þú opnar fyrir viðskipti, sama tíma og iðnríkjum fjölgar.
- Þá getur framleiðsla flust milli landa.
Það verður aldrei unnt að hindra þá útkomu!
--Nema að færa viðskipti aftur til baka til þess tíma sem var fyrir áratugum, er Donald Trump var ungur maður -- þ.e. að háir tollar séu nær alls staðar.
Mig grunar einmitt það að Donald Trump hafi aldrei endurskoðað afstöðu sína til viðskipta.
Síðan hann var ungur maður fyrir ca. 50 árum síðan.
--Afstaða hans sé einfaldlega það sem nefnist --> Afturhald!
En málið er, að eftir því sem velmegun dreifist um heiminn -- þá fjölgar neytendum heilt yfir. Það að sjálfsögðu -- fjölgar tækifærum fyrir öll lönd sem framleiða varning!
--Þetta er hvað frýverslunarsinnar meina þegar þeir tala um - "mutual gain."
Það sé síðan hvert land fyrir sig - sem þurfi að finna út hvernig það geti best keppt um þann markað.
- Margir vilja meina að Bandaríkin hafi einfaldlega ekki staðið sig nægilega vel í uppbyggingu skólakerfis.
--Þau þurfi að taka til á heimavígsstöðvum.
--Frekar en að standa fyrir -- nýrri verndarstefnu. - Það sama eigi við um -- endurmenntun.
--Vinnuafl þurfi að geta aflað sér nýrrar þekkingar, ef þekking þess er að úreldast.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 4. janúar 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 871532
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar