Sérfræðingur telur stjórnvöld N-Kóreu, ekki brjáluð, þó að stefna N-Kóreu sannarlega hafi - brjálað útlit

"David C. Kang, a political scientist now at the University of Southern California." - Bendir á að N-Kórea hafi fundið tímabundna lausn á því vandamáli; að stjórnin í N-Kóreu hefði ekki átt að vera mögulegt að lifa af - í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991.

North Korea, Far From Crazy, Is All Too Rational

Útreiknað brjálæði!

Við vitum að N-Kórea hefur hagkerfi, sem þegar er löngu hrunið í öðrum löndum, eða önnur lönd hafa yfirgefið -- vegna þess að það gengur ekki upp.
Síðan vitum við, að stjórnvöld í N-Kóreu - eiga enga raunverulega vini í heiminum; þó Kína virðist velja að líklega sem "lesser evil" frá sjónarhóli Kína, að heimila N-Kóreu að eiga áfram - full utanríkisviðskipti við Kína.Fyrir utan þetta, þá er vitað að N-Kórea virkar sem fangelsi fyrir fólkið sem þar býr; þ.s. enn þann dag í dag, er viðhaldið þrælavinnubúðum í stíl við vinnubúðir sem kommúnistaríki viðhéldu fram að hruni þeirra, þ.e. fangelsuðu vinnuafli var haldið við störf af margvíslegu tagi -- undir byssukjöftum.
--Talið er víst í dag, að varningur sé framleiddur í af vinnuþrælum, sem haldið sé í ánauð til æfiloka, til útflutnings til Kína.
--Líklegt einnig að vinnuþrælar séu notaðir við hættuleg störf, t.d. tengd kjarnorkuvígbúnaði, og smíði neðanjarðar stöðva.

  • Ekki síst, spurning um lögmætis vanda - en bæði Kóreuríkin segjast stefna að sameiningu Kóreu, standa fyrir Kóreu alla --> En S-Kóreu hefur bersýnilega vegnað miklu mun betur!
  1. David C. Kang telur að elítan við stjórn N-Kóreu, hafi ekki séð neina leið aðra en --> Áherslu á vígbúnað, á herinn og á þjóðernishyggju með áherslu á fánann.
    "It put the country on a permanent war footing, justifying the state’s poverty as necessary to maintain its massive military, justifying its oppression as rooting out internal traitors and propping up its legitimacy with the rally-around-the-flag nationalism that often comes during wartime."
  2. Hegðan N-Kóreu eftir 1991, hafi verið útreiknuð, til þess að viðhalda stöðugri stríðshættu --> Sem stjórnin í N-Kóreu hafi notað til að þjappa landsmönnum utan um stjórnina í Pyongyang, samtímis og ógnin að utan hafi verið notuð - til að réttlæta að viðhaldið væri stöðugu ástandi ótta inn á við, þ.s. hver sem er gæti verið handtekinn og hnepptur í æfilangan þrældóm - hvenær sem er.


N-Kóreanska elítan, sé tilbúinn til að taka óskaplega áhættu; vegna þess að hún meti að það sé eina leiðin fyrir hana - til að lifa af!

Fókus á kjarnorkuvopn og eldflaugar -- sé ætlað að tryggja að annað af tvennu, að enginn þori að ráðast á N-Kóreu!
Eða, að veita N-Kóreu agnar lítinn möguleika á að lifa af stríðsátök -- í því skyni sé N-kóreanska elítan, til í að hætta á --> Takmarkað kjarnorkustríð, að mati David C. Kang.

  1. Þetta líklega þíði, að enginn möguleiki sé til að stöðva núverandi stefnu N-Kóreu, þ.e. fókus á kjarnavopn og eldflaugar.
  2. Meðan að Kína velur enn, að halda N-Kóreu á floti.

Sjá fyrri umfjöllun:

  1. Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
  2. N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun

 

Ef maður gefur sér að David C. Kang hafi algerlega rétt fyrir sér -- þá eru líkleg viðbrögð Bandaríkjanna, Japans og S-Kóreu -- alvarleg ógn við áætlun elítunnar í N-Kóreu!

En líklegur fókus virðist á -- eldflaugavarnarkerfi, sbr: THAAD.

  1. Eldflaugavarnarkerfi ættu rökrétt séð, að virka vel gagnvart N-Kóreu.
  2. Vegna þess, að hversu harkalega sem elítan í N-Kóreu kreystir lífsblóðið úr eigin landi og íbúum; verður mjög takmarkað - hversu mörgum eldflaugum með kjarnorkuvopn, N-Kórea mun geta ráðið yfir.
  • Það þíðir, að það ætti að vera ákaflega praktískt - að tékka af ógnina af eldflaugum frá N-Kóreu, með uppbyggingu eldflaugavarnarkerfa.
  • Rökrétt viðbrögð stjórnenda N-Kóreu, verða ef til vill á þá leið, að fjölga kjarnorkuberandi eldflaugum sem þeir geta.

Heildar áhrif stefnu N-Kóreu, eins og ég hef bent á undanfarna daga!
--Séu líkleg að vera í þá átt, að magna vígbúnaðarkapphlaup innan Asíu.

En Kína hefur mótmælt hávært uppsetningu  THAAD í S-Kóreu, sem fyrirhugað er.
--Sagt kerfið ógn við sig --> Nokkuð í stíl við viðbrögð Rússlands, við eldflaugavarnarkerfi sem sett hefur verið upp í Póllandi og Rúmeníu.

  1. Það má reikna með því fastlega, að Kína svari með frekari fjölgun eigin eldflauga er bera kjarnavopn.
  2. Sem rökrétt leiði til frekari fjölgunar varnarflauga!
  3. Og auðvitað, geti leitt til þess að Japan eða/og S-Kórea komi sér upp kjarnorkuvopnum.

Það getur því stefnt í að innan nk. 20 ára - eins og ég benti á!
--Verði Asía hættulegasta svæðið í heiminum!

  • Þannig að kjarnorkustríð langsamlega líklegast sé að hefjast í Asíu.

 

Niðurstaða

Þó svo að stefna N-Kóreu sé ekki endilega órökrétt, ef maður skoðar hana eingöngu út frá þeim sjónarhóli, að tryggja áframhaldandi völd Kimmanna! Þá sé enginn vafi á að stefna valdaelítunnar í N-Kóreu - ef hún heldur áfram, muni rökrétt kynda undir vaxandi hættu á styrrjöld í Asíu. Það alvarlegasta er, að vegna þess að það stríð gæti verið háð með kjarnorkuvopnum - þá erum við að tala um --> Vaxandi ógn við tilvist mannkyns og lífsins alls á Jörðinni.

Allt til að halda einni valda-elítu við völd!
--En meira að segja, takmarkað kjarnorkustríð, gæti dugað til að drepa hátt hlutfall alls mannkyns - og leiða til útrýmingar þúsunda plöntu og dýrategunda, ef nægilega margar kjarnorkusprengjur eru sprengdar svo að ryk þyrlað upp í heiðhvolf plánetu Jarðar, verður það mikið að af leiðir - hnattrænn kjarnorkuvetur!

  1. Takmarkað kjarnorkustríð, sem ekki leiddi til notkunar Bandaríkjanna eða Rússlands á sínum kjarnavopnum -- gæti hugsanlega leitt til hnattræns kjarnorkuveturs er stæði yfir um 2 ár; þ.e. hnattrænn uppskerubrestur í 2-ár samfellt
  2. Sem líklega mundi samt duga til að drepa meir en 50% alls mannkyns úr hungri - kannski svo hátt hlutfall sem 70-80%, og að auki -- hugsanlega allar tegundur stærri landdýra sem og flestar tegundir stærri sjávardýra, og líkleg að auki mikinn fjölda plöntutegunda - sérstaklega í hitabeltinu.

Líklegastar til að lifa af væru dýra- og plöntutegundir í tempruðum eða kald tempruðum beltum. Dýra og plöntutegundir í hitabeltinu t.d. eru ekki aðlagaðar því að þola frost, þannig að ef frystir við miðbaug í meir en ár, eða jafnvel hátt í 2 ár, mundi fátt lifa af - af dýrum og plöntum er nú lifa í hitabeltinu.


PS: Ísland þarf ef til vill að íhuga hvernig mögulegt væri að lifa af kjarnorkustríð!

En svo fremi að engar kjanorkupsrengjur falla hér, og kjarnasprengingar eru það langt í burtu að óveruleg geislun berst hingað - þá væri vandamálið fyrst og frest falið í því að lifa af veturinn sjálfan!
--Tæknilega getur Ísland framleitt nægilegan mat og nægilegt rafmagn fyrir fæðuframleiðsluna með gufu-afli frá háhitasvæðum landsins!
--Góð spurning væri þá hversu djúp snjóalög yrðu, ef vetur t.d. mundi standa yfir í ca. 2 ár samfellt?
Hús mundu fenna í kaf án vafa, byggingar sem framleiða fæðu yrðu að vera nægilega styrktar <-> En væri samt unnt að tryggja að fæða mundi berast til allra?

  1. Þetta væri augljóslega mjög erfitt vandamál - en ekki endilega fullkomlega óleysanlegt!
    --Þannig að tæknilega gætu Íslendingar hugsanlega lifað af slíkt stríð - er væri háð langt í burtu í Asíu, án þess að verða fyrir nokkru verulegu mannfalli.
  2. Stærsta vandamálið gæti á endanum snúist um varnir, þ.e. ef útbreidd hungursneyð væri í nágrannalöndum, gæti freystingin orðið mikil -- að senda hermenn hingað.
    --Ef engar eru varnirnar! Nema auðvitað, að utanaðkomandi aðilar bregðast við svo seint, að ferðalög séu þegar orðin ómöguleg!

 

Kv.


Bloggfærslur 11. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband