Hvað er að þeirri hugmynd Donald Trump að beita kjarnorkuvopnafælingu á ISIS?

Þessi staðfesta tilvitnun í Trump kom fram fyrir nokkru, og er hluti af þeim umdeilda sarpi sem komið hefur frá Trump.

In a March interview with Bloomberg Politics, for example,Trump was asked whether he would rule out using tactical nuclear weapons against the self-described Islamic State, also known as ISIS. He replied, “I’m never going to rule anything out — I wouldn’t want to say. Even if I wasn’t, I wouldn’t want to tell you that because at a minimum, I want them to think maybe we would use them.

 

Fyrsta vandamálið er auðvitað - getur slík fæling yfirhöfuð virkað?

Bandaríkin beittu þeirri stefnu í Kalda-stríðinu gagnvart Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu, að viðhalda óvissu um það með hvaða hætti Bandaríkin mundu bregðast við hernaðarárás frá Varsjárbandalagsríkjum.

Tilgangurinn var auðvitað sá -- að fæla Sovétríkin og Varsjárbandalagsríki; frá því að halda að nokkurt form af hernaðarárás á NATO ríki - væri aðgerð sem óhætt væri að grípa til.

  1. Vandamál við fælingu er það, að hún virkar einungis - ef mótaðilinn er með nægilega sterka rökhugsun.
  2. Síðan er það einnig nauðsynlegt -- að kjarnorkuárás sé skaðleg fyrir hagsmuni þess sem á í hlut.
    --En það má færa ágæt rök fyrir því - að t.d. bandar. kjanorkuárás á Raqqa --> Mundi styrkja ISIS frekar en að slík árás mundi veikja þau samtök.

 

Málið er að ég held, að ef Trump væri forseti og lísti yfir þessari stefnu --> Mundi ISIS gera allt sem þau samtök gætu, til að mana Trump einmitt til slíks!

  1. En kjarnorkuárás á Raqqa, mundi stórkostlega skaða hagsmuni Bandaríkjanna sjálfra út um heim -- en meðan að Varsjárbandalagið var með á hátindinum 18 milljón manna her, er raunverulega gat lagt alla Evrópu undir sig.
    --Þá er fjöldi hermanna ISIS í örfáum tugum þúsunda!
    M.ö.o. hættan af ISIS augljóslega -- réttlætir ekki slíka aðgerð.
    Þannig að slík árás, mundi stórkostlega skaða orðstír Bandaríkjanna út um heim.
    Og auðvitað NATO landa einnig.
  2. ISIS er í raun og veru fullkomlega sama um íbúa Raqqa!
    --Nú, ef þeir mundu brenna í kjarnorku-eldi.
    Þá mundi ISIS einfaldlega líta á það sem -- tækifæri til að styrkja stöðu sína innan Mið-austurlanda.
    En það getur enginn vafi verið um, að stórfengleg reiðibylgja mundi ganga í gegnum Mið-austurlönd, og Múslimalönd almennt. Ef slík árás væri framkvæmd, er mundi aldrei drepa færri en tugi þúsunda -- auk þess skv. reynslunni frá Hiroshima og Nagasaki, valda geislaveiki í eftirlifendum - næstu kynslóðir á eftir.--Þannig að það getur vart nokkur maður efast um, að ISIS mundi í kjölfarið styrkja stöðu sína innan Mið-austurlanda, vegna þess aukna stuðnings sem samtökin mundu öðlast meðal íbúa Mið-austurlanda.

 

Þannig að þessi fælingarhugmynd Trump er fullkomlega ónýt!

Vegna þess, að það mundi hjálpa ISIS stórfenglega ef slík árás færi fram.
Þannig að þvert á að skapa fælingu -- mundi slík yfirlýsing frekar hvetja ISIS til dáða.

  1. Síðan mundi slík framsetning -- einnig skaða hagsmuni Bandaríkjanna!
  2. Vegna þess, að í henni mundi felast -- útvíkkun Bandaríkjanna á þeim tilvikum sem koma til greina; að verði svarað með kjarnorkuárás.
  • En ef Bandaríkin mundu tjá heiminum -- að kjarnorkurás komi til greina sem andsvar við hryðjuverkaárás.
  • Sem mundi einnig fela í sér þá yfirlýsingu Bandaríkjanna - að það virkilega komi til greina, að drepa tugi þúsunda í staðinn -- fyrir t.d. hryðjuverkaárás er mundi drepa nokkur hundruð.

Þá mundi það magna stórfenglega ótta landa sem hafa staðið í deilum við Bandaríkin.

T.d. Írans!

  1. Slík stefna, með því að efla svo um munar ótta þjóða sem telja það hugsanlegt að reiði Bandaríkjanna beinist að þeim í framtíðinni; mundi sennilega leiða til þess að þær þjóðir bregðist við með þeim hætti.
  2. Að:
    A)Útvega sér kjarnorkuvopn, ef þau eiga ekki slík vopn þegar. En Bandaríkin hafa hingað til aldrei ráðist á land sem ræður yfir kjarnorkuvopnum.
    B)Ef þau ráða yfir kjarnorkuvopnum, að fjölga þeim -- til að draga úr líkum þess að svokölluð 1-árás geti heppnast.
    C)Ekki síst, hvatt þau til þess, að tryggja sem mest öryggi sinna vopna -- og auðvitað byggja kjarnorkubyrgi fyrir mikilvæga þætti varna.

___________________

Ég er að segja m.ö.o. að slík stefnu-yfirlýsing!
Gæti haft mikil áhrif til þeirrar áttar, að stuðla að frekari útbreiðslu kjarnavopna, ásamt því að stuðla að fjölgun þeirra.
Og einnig mundi líklega auka verulega líkur á því að núverandi upphleðsla spennu í heiminum leiði til -- nýs Kalds stríðs.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum er ég að segja, að hugmynd Trumps um að taka upp þá stefnu að lísa yfir óvissu ástandi um það hvort Bandaríkin mundu bregðast við ógnunum eða árásum frá ISIS með kjarnorkuárás --> Sé með endemum heimskuleg!


Kv.


Bloggfærslur 5. ágúst 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband