10.7.2016 | 14:16
Ég held að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi
Að sjálfsögðu getur Skotland alveg virkað sem sjálfstætt ríki - eins og Noregur eða Danmörk.
Á hinn bóginn þá hefur Skotland verið í sambandi við England og Wales í 300 ár, meðan að Bretland sem heild hefur verið meðlimur að ESB í liðlega 40 ár.
Þessi lönd hafa því mjög langa sögu í dag af því að vera ein heild.
- Meðan að um helmingur viðskipta Bretlandseyja sem heildar er við ESB aðildarlönd önnur.
- Þá er um 80% viðskipta Skota við restina af Bretlandi -- auk þess þiggja þeir ár hvert um 9,7% af heildarfjárlögum í styrk frá restinni af Bretlandi.
Augljóslega yrði það hlutfallslega enn stærri röskun fyrir Skotland að segja skilið við restina af Bretlandi -- en þ.e. fyrir Bretlandseyjar sem heild að segja skilið við ESB.
Neikvæð efnahagskleg áhrif fyrir Skotland a.m.k. til skamms tíma, líklega umtalsvert stærri.
--Það fyrir utan útgjalda niðurskurð sbr. "austerity" sem Skotland þyrfti að grípa til, svo hallarekstri væri náð úr 9,7% í 3%.
Sá niðurskurður yrði sennilega umtalsvert meiri en við blasir við fyrstu sín, þ.s. kreppa mundi draga út tekjum skoska ríkissjóðsins.
--Skotland mundi m.ö.o. sennilega ganga í gegnum töluvert dýpri kreppu en líkur eru á að Bretland sem heild lendi í --> Gengið út frá svartsýnustu spám þar um.
Það tæki örugglega í besta falli fjölda ára að vinna það til baka -- sem má vel vera að Skotum takist fyrir einhverja rest!
Þetta eru eiginlega þeir þættir sem fá mig til að búast við því að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi
- Aðildarlönd ESB t.d. geta algerlega ef þau vilja -- lágmarkað verulega það efnahagstjón sem við blasir ella, fyrir bæði Bretland og aðildarlöndin.
- Ef þau mundu gefa það út, að þau væru til í að semja við Bretland um fríverslun -- þó það mundi ekki fela í sér það sama ástand og vera meðlimur að -innra markaðnum.-
- En það virðist að innan Bretlands sé nú veruleg andstaða við fulla þátttöku í ferðafrelsisþætti - innra markaðarins.
- Ef tilboð aðildarlandanna virtist trúverðugt <--> og nýr leiðtogi Bretlands tæki því vel; þá gæti með slíkum hætti - löngu áður en samningar þar um væru til lykta leiddir, markaðir róast mikið, og það efnahagstjón sem nú við blasi - mikið til horfið.
Eins og staðan er nú, þá er óvissan um viðskiptakjör milli Bretlands og aðildarlandanna, að framkalla ca. 13% gengislækkun punds miðað við dollar.
Það blasi við grunn kreppa í Bretlandi, líklega í haust og a.m.k. eitthvað fram eftir nk. ári.
--Möguleiki er að ESB sjálft einnig lendi í grunnri kreppu --> Ef ekki er stuðlað að því fljótt, að draga úr óvissunni.
**Þá er ég ekki að horfa til sér-vandamála Ítalíu --> Sem geta verið við það að hellast yfir, en tengjast ekki - Brexit: Bankakreppa yfirvofandi á Ítalíu?
_______Eitruð pólitík gæti þvælst fyrir skynsamri niðurstöðu.
London gæti einnig boðið Skotum meira "devaluation" þ.e. t.d. að halda eftir stærri hluta af skattfé - minna væri sent til London.
- Rétt að benda fólki á að Skotland mundi þurfa að taka á sig -- hlutfall af skuldum Bretlands alls; sem Skotland líklega er ekki í dag að greiða af með beinum hætti.
- Þannig, að þeir sem segja 9,7% hallann á Skotlandi hverfa mikið til, ef skattar hættu að streyma frá Skotlandi til London -- þurfa að muna eftir þessu atriði.
Svo þarf að muna eftir þeim vandamálum sem mundu myndast, við það ef það verða til landamæri milli Skotlands og N-Englands; sem væru landamæri milli tollsvæðis og lands þar fyrir utan.
- Muna eftir að um 80% viðsk. Skota eru við restina af Bretlandi.
- Ef restin af Bretlandi væri án viðskiptasamnings við ESB aðildarlönd, væri þá tollur þarna á milli.
- Auk þess, ef restin af Bretlandi er ekki með í frjálsum ferðalögum fólks, þá þyrfti vegabréfs áritun -- þarna væru því líklega biðraðir í tollhliðum.
--Röskun í viðskiptum Skota væri augljóst hlutfallslega stærri, vegna hás hlutfalls viðsk. þeirra við restina af Bretlandi.
Að sjálfsögðu minnka þessi vandamál -- því hagstæðari viðskiptakjör við ESB aðildarlönd, restin af Bretlandi héldi. En varningur frá Skotlandi þarf líklega áfram að ferðast í gegnum England til Evrópu.
Í dag eru olíuverð enn lág miðað við þegar síðast Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði frá Bretlandi -- þ.e. ekki rúmlega 100 dollarar fatið af olíu, heldur kringum 50.
- Muna að Skotland er með svipaða olíuvinnslu og Noregur, þ.e. borað undir sjávarbotn með borpöllum, og óskaplegum tilkostnaði.
- En ekki með uppsafnaðan olíusjóð eins og Norðmenn.
- Olíuvinnslan er líklega í sama vanda og vinnsla í Noregi þessi misseri --> Tapresktur.
Líklega fær því vinnslan fjárstuðning - til þess að halda henni í gangi, í von um betri tíð síðar.
--Skotland sé ekki að græða a.m.k. á næstu misserum á olíuvinnslu.
Að einhverju verulegu leiti er þá Skotland í svipuðum bás og Írland, sennileg skásta leið væri að bjóða Skotland fram sem --> Lág-skattasvæði.
- Á hinn bóginn, gæti restin af Bretlandi það einnig.
- Að auki, gæti restin af Bretlandi -- boðið einfaldari reglur og minni eftirlitskostnað.
--Þ.e. ef restin af Bretlandi mundi kæra sig um að fylgja þannig stefnu. - Svo er auðvitað Skotland í keppni við Írland.
Skotland er samt ekkert verra staðsett fyrir fyrirtæki er mundu vilja eiga viðskipti við ESB lönd, en Írland -- ætti tæknilega því svipuð tækifæri.
- Hinn bóginn tæki slík uppbygging alltaf töluverðan tíma.
- Og Skotland slyppi ekki við kreppuna -- sem fylgdi röskuninni að yfirgefa Bretland.
- Sem og niðurskurðarkröfunni á útgjöldum, sem Skotland þyrfti að uppfylla -- ef Skotland mundi vilja komast inn í evruna sem fyrst.
--Svo getur vel verið, að ef Skotland -hætti við að hætta- þá taki Bretlandseyjar sem heild, upp lág skatta atvinnustefnu - til að laða að sér fyrirtæki, eða, forða því að þau fari.
--Það þarf ekki nema það, að Bretlandeyjar fái -- fríverslun við ESB aðildarlönd --> Án þess að það teljist vera -meðlimur í innra markaði ESB- --> þ.e. fríverslunarsamningur t.d. af því tagi sem ESB lönd vilja gera við Bandaríkin t.d.
--Að neikvæð efnahagsáhrif af Brexi - bæði fyrir Skotland, og restina af Bretlandseyjum -- hyrfi að mestu, eða jafnvel - alfarið.
- Þá væri a.m.k. erfitt að teikna upp sviðsmynd fyrir Skotland, að meintur efnahagslegur gróði mundi til langs tíma vera af því að Skotland mundi segja skilið við Bretlandseyjar --> Sem gæti komið á móti þeirri kreppu sem Skotland mundi þurfa að ganga í gegnum, meðan að þeirra hagkerfi væri að aðlagast nýju ástandi utan sambandsins við Bretlandeyjar og undirgangast þá erfiðu efnahagslegu aðlögun sem það fylgdi fyrir Skotland að taka upp evruna á skömmum tíma.
- Sem þíðir ekki að Skotar megi ekki segja - bless, ef þeir vilja.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að segja að Skotland til langs tíma geti ekki orðið efnahagslega velheppnað ríki. Á hinn bóginn virðist blasa við að fyrst eftir sjálfstæði gangi Skotland í gegnum djúpa kreppu -- sérstaklega ef stefnan væri inn í evruna sem fyrst.
Bendi á að Eystland framkvæmdi þess konar aðlögun, og innganga í evruna tókst -- á hinn bóginn er langt langt í það í dag, að efnahagur þess lands hafi rétt úr sér eftir þá djúpu verðhjöðnunar aðlögun sem Eystland tók þegar haldið var stíft í skilyrðin fyrir evru-upptöku í gegnum kreppu ástand sem barst inn að utan.
--Atvinnuleysi er enn mikið - og margir ungir Eystlendingar fluttu annað.
Það gæti alveg farið þannig að ef Skotland tæki sambærilega hraða aðlögun -- að árin á eftir fylgdi erfitt atvinnuástand, og það mundi taka mörg ár að vinna það niður.
Þá í stað þess að laða að sér fjölda fólks, sennilegar mundi fjöldi ungs fólks flytja annað - ekki endilega til Bretlands, en t.d. til Norðurlanda eða annarra ESB aðildarlanda.
En atvinnuástand virðist mestu ráða um slíkar ákvarðanir fólks.
- En kannski eftir ca. eina kynslóð -- væri alveg tæknilega mögulegt að Skotland hefði snúið alveg við, og næsta kynslóð Skota á eftir uppskæri góða framtíð í sjálfstæðu Skotlandi.
Ef Skotar eru tilbúnir í að færa fórnir fyrir sjálfstæði -- í von um betra eftir einhvern árafjöld -- sem væri að sjálfsögðu ekki neitt fullvíst.
- Síðast völdu skoskir kjósendur að velja með buddunni sinni!
- Þ.e. velja öryggið fram yfir óvissuna.
- Mig grunar að skoskir kjósendur velji með sama hætti aftur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 10. júlí 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar