1.7.2016 | 01:50
Taugaveiklunarkennd umræða um útlendingalög
Las yfir þau ákvæði sem eru gagnrýnd -- sé eiginlega ekkert að þeim: Útlendingalög.
Það sem menn fetta fingur út í - er réttur sem lögin veita þeim sem veitt er dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða fær svokallaða "alþjóðalega-vernd" að fá dvalarleyfi fyrir sína nánustu ættingja -- sbr. börn innan v. 18 ára, eiginkonu/eiginmann - eftirlifandi forelda.
Tal um að hingað verði stjórnlaust flæði af þessa völdum, virðist mér lýsa háu stigi - taugaveiklunar.
Eiginlega krystallast þessi taugaveiklun afar vel í áhugaveðri teikningu sem vakið hefur athygli - sjá frekar taugaveiklunarkennda umfjöllun Eyjunnar: Teiknari Morgunblaðsins sagður stjórnast af mannfyrirlitningu.
- Ég hef að sjálfsögðu ekkert að athuga við rétt teiknara Mbl. að teikna það hvað sem honum sýnist, eða telur að í okkar samfélagi --> En þá á móti má hann reikna með gagnrýni, þegar hann sjálfur er gagnrýninn!
--Ef hann hallar að einhverju leiti réttu máli - má að sjálfsögðu gagnrýna það á móti.
Vek athygli á texta myndarinnar þ.s. íjað er að mikilli fjölgun flóttamanna!
Eiginlega sé ég ekki að viðkomandi hafi nokkuð hið minnsta fyrir sér í þessu!
Að það ákvæði að börn viðkomandi megi dvelja með honum eða henni, eiginmaður eða eiginkona og hugsanlega aldrað foreldri --> Geti skapað alvarlega ógn við Ísland.
--Eins og taugaveiklunarkennt tal manna heldur á lofti.
**Verð ég að kalla taugaveiklun er jaðrar við - ofsóknarbrjálæði.
Þetta sé svo víðsfjarri því að vera sennilegt!
- Tek fram að ég er ekki að verja aðgerð tiltekins prests, sem hindraði brottvísun erlends einstaklings, eftir að viðkomandi hafði - löglega verið vísað úr landi.
- Einfaldlega að benda á þessa vægt sagt sérkennilegu túlkun teiknarans, Helga Sigurðssonar, á útlendingalögum -- sem mér virðist fullkomlega úr öllu röksamhengi.
Þessi umræða tónar við svipaða taugaveiklunarkennda umræðu frá Evrópu - þ.s. t.d. haldið er fram staðhæfingum sem gjarnan standast ekki tölfræðilega greiningu!
- Rétt að árétta það, að meðalfjöldi Múslima í V-Evrópu er á bilinu 6-7% af heildarmannfjölda.
- Nú, ef þeir hafa hneigð til að safnast saman í tilteknum borgarhverfum, þá á móti þíðir það væntanlega að -- mjög fáir eru þá í þeim hverfum þ.s. þeir safnast ekki saman.
- Íbúafjöldi V-Evr. á bilinu 500-600 milljón.
Hver og einn ætti að sjá það, að þó að aðstreymi væri 2-milljónir per ár, þá væru það 200 milljón á 100 árum.
--Sem klárlega dugar samt ekki til þess að Múslimar mundu verða meirihluti.
- Augljóslega er það þá ekki rétt - að þeir geti náð meirihluta á örfáum áratugum.
____Það sem mig grunar, er að þessi taugaveiklunarkennda umræða, sé fyrst og femst - pólitísk.
M.ö.o. að tilgangurinn sé að skapa -- ótta innan samfélagsins.
Til þess að afla samtökum sem standa fyrir umræðu til að skapa þann ótta!
--Aukins fylgis og áhrifa innan samfélagsins.
- Það sé sennilegur tilgangur taugaveiklunarkenndrar umræðu á Íslandi um Útlendingalög, algerlega sjáanlega úr takti við raunverulegt tilefni.
- Að skapa ótta innan samfélagsins, eða a.m.k. einhvers hluta þess -- í von um að geta fiskað einhver atkvæði nk. haust.
--En þ.e. örugglega ekki tilviljun að þessi umræða kemur nú fram, þegar fáir mánuðir eru til Alþingiskosninga nk. haust.
--Sjálfsagt vonast menn til að flokkur sem boðar andúð gagnvart flóttafólki og aðkomufólki, sérstaklega ef þeir eru Múslimar --> Geti fiskað einhver atkvæði nk. haust.
Ég vara þessa hópa við því að -- hjálpa Íslamista hryðjuverkamönnum við sína iðju!
Það er nefnilega það kaldhæðna í þessu öllu -- að markmið hryðjuverkamanna Íslamista - og hópa sem boða útlendinga-andúð, sérstaklega ef um eru að ræða Múslima.
--Fara nefnilega að hluta til saman!
- Íslamistum nefnilega hentar það mjög vel, ef andúð gegn Múslimum vex í Evrópu -- því í fullri kaldhæðni, þá þjónar það einmitt þeirra markmiðum að sú andúð vaxi.
--Þar með aðstoða andstöðuhópar við Múslima -án þess að ætla sér það- hættulega Íslamista við sitt verk, þegar þeir hópar fyrir sitt leiti, boða andstöðu og andúð við Múslima almennt. - En hættulegir Íslamistar -- vilja magna sem allra mest, gagnkvæmt hatur milli Kristinna samfélaga og Múslima, sem og annarra V-Evrópumanna og Múslima.
--Því það þjónar því markmiði þeirra -- að efla sem mest áhrif þeirra samtaka, þ.e. stuðla að fjölgun hryðjuverkamanna! - Þetta þíðir, að V-evr. hópar, sem og kristnir hópar, sem í misskildri sókn í því að verja sín samfélög; hvetja til útbreiðslu andúðar á Múslimum í Evrópu --> Þar með aðstoða -án þess að líklega ætla sér það- hættuleg íslamista hryðjuverkasamtök við það markmið þeirra samtaka, að fjölga hættulegum Múslima hryðjuverkamönnum í Evrópu.
- Ég er m.ö.o. að segja að mikilvægir þættir baráttu V-evr. hópa, sem stuðla að aukinni andúð á múslimum --> Hafi nær fullkomlega þveröfug áhrif miðað við þeirra ætlan.
- Eða m.ö.o. að þeirra barátta -- sé óskynsöm!
Það sem vekur athygli við samfélög aðkomufólks í Evrópu -- er atvinnuleysi sem er mun hærra en meðaltal í Evrópu; sem er þó hátt fyrir.
Það bendir til þess að aðgengi að vinnu sé erfiðara -- sem er ekki sögulega óvenjulegt.
Aðkomufólkið er einnig fátækara en meðaltalið -- sem einnig er sögulega séð venjulegt.
Og ekki síst, glæpatíðni ívið hærri en meðaltal -- það einnig er dæmigert sögulega séð fyrir hópa aðkomufólks.
En mannkynssaga sl. 150 ára, færir okkur ítrekað svipaða sögu -- þ.e. hópar aðkomumanna, eiga framan af erfiðar uppdráttar en meðaltal íbúa -- því fylgir meiri fátækt en meðaltal íbúa -- og það ásamt atvinnuleysi umfram meðtaltal leiðir til hærri glæpatíðni en meðaltal.
En rannsóknir á aðkomuhópum í gegnum áratugi -- bendir til þess að það sé verra aðgengi að vinnu og sú tiltölulega fátækt sem það leiðir til --> Er leiðir fram hærri glæpatíðni hópa aðkomufólks en er dæmigert fyrir meðaltal íbúa lands, sem hefur fjölmenna hópa aðkomufólks.
- Hryðjuverkahópar geta notfært sér slíkar aðstæður - þ.e. meiri fátækt, meira atvinnuleysi --> Til að efla andúð meðal slíkra hópa á samfélaginu þar sem þeir dvelja.
- Þ.e. alltaf möguleiki á að einhver hluti láti glepjast til fylgilags!
___Til þess að draga úr getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks!
- Þarf þvert á móti að efla tengingu þess fólks við samfélagið þ.s. það býr.
- Stuðla að því að það fólk fái vinnu ca. til jafns við heimafólk -- svo sú hugmynd að samfélagið sé þeim andvígt, verði ekki til staðar.
- Og tryggja almennt séð séu borgararéttindi þeirra hin sömu og annarra.
En einmitt þessi þættir -- draga út getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks.
Og þar með stuðla að lágmörkun fjölda hættulegra hryðjuverkamanna -- sem spretta fram meðal aðkomufólks er dvelur í V-Evr.
Niðurstaða
Málið er að það versta sem samfélög Evrópu geta gert, ef markmiðið er að stuðla að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna. Er að stuðla að aukinni - andúð á trúarminnihlutahópum innan Evrópu.
Sú hugmynd svokallaðra baráttuhópa gegn Múslimum innan Evrópu, að efling andúðar á Múslimum í almennum skilningi -- stuðli að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna; sé sbr. útskýringar, fullkomlega röng!
Þvert á móti, þá hjálpi slíkir hópar hryðjuverkamönnum við sitt verk, þ.e. stuðla að fjölgun hættulegra hryðjuverkamanna!
Því það sé einmitt sjálft hatrið -- sem býr til hryðjuverkamenn!
Þannig að með því að aðstoða hryðjuverkamenn við það verk að styrkja við útbreiðslu haturs milli Múslima er búa í Evrópu - og annarra íbúa Evrópu.
Þá þvert á móti að aðstoða við fækkun hryðjuverkamanna, þá aðstoða þeir hópar við fjölgun þeirra -- þannig að þeir þar með hjálpa hryðjuverkahópunum við sitt verk.
M.ö.o. að barátta hópa sem telja sig verja evr. og Vestræn samfélög gegn hryðjuverkamönnum, með eflingu andúðar á múslimum - sé þar af leiðandi, óskynsöm!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 1. júlí 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar