31.5.2016 | 22:59
Nk. sunnudag greiða Svisslendingar atkvæði um svokölluð borgaralaun
Ákaflega umdeilt atriði hvort borgaralaun ganga upp - frá fjárhagslegum sjónarhóli.
Einnig hver samfélagsleg áhrif þeirra mundu verða!
Sjálfsagt hefur það eitthvað með það að gera -- hvernig kerfið væri skipulagt!
En það má hugsa sér að lækka kostnað með:
- Tekjutengingum, þannig að launatekjur eyða upp réttindum.
- Einnig mætti hugsa sér, tengingu við tekjur af eignum sem og tekjur tengdar tekjum af fjármagni.
Ef allir eiga að fá það sama - burtséð frá tekjum viðkomandi eða eignum -- þá augljóst er kostnaðurinn óskaplegur.
Eduarto Porter hjá NyTimes skrifar gegn hugmyndinni um borgaralaun: A Universal Basic Income Is a Poor Tool to Fight Poverty
En það má einnig líta svo á -- að hann sé að hafna tiltekinni útfærslu þeirra!
- "...a check of $10,000 to each of 300 million Americans would cost more than $3 trillion a year."
- "It amounts to nearly all the tax revenue collected by the federal government."
- "Cut it by half to $5,000? That wouldnt even clear the poverty line. And it would still cost as much as the entire federal budget except for Social Security, Medicare, defense and interest payments."
Það virðist algerlega ljóst -- að ef engar skerðingar eru til staðar, þannig að allir fá það sama burtséð frá ríkidæmi eða tekjum, þá líklega kostar þetta of mikið.
Í Sviss virðist gert ráð fyrir tekjuskerðingu - þ.e. borgaralaun falli niður ef launatekjur fara yfir ---> With a basic income, the numbers just do not add up "...you are not entitled to basic income if you already receive SFr2,500 a month from an employer."
- Ég er ekki alveg klár á því - hvort borgaralaun eru greidd óskert upp að þeim punkti, eða hvort þau skerðast í skrefum.
- En ef þau eru óskert að þeim punkti -- þá tæknilega geta launagreiðendur lækkað laun sem fara upp fyrir mörkin, nokkru niður fyrir --> En samt kæmu þeirra starfsmenn nettó betur út, svo fremi að heildarkerfið gangi upp fjárhagslega fyrir ríkið.
- Þannig að þá mundi kerfið styðja við lægstu laun -- í stað þess að lægst launuðu störfin yrðu annars sennilega að vera unnin af fólki sem ekki ætti rétt á borgaralaunum t.d. vegna þess að þeir hefðu ekki rétt til þeirra - vegna þess að þeir væru innflytjendur án ríkisborgararéttar.
- Þannig að kerfið geti haft -- annars vegar þau áhrif, að lágt launuð störf yrðu að vera unninn af innflytjendum, sem haldið væri án borgararéttar --> Og yrðu ný láglaunastétt, án réttinda!
--Ef tekjuskerðingar í kerfinu mundu virka þannig, að skerðingar hefjast um leið og viðkomandi hefur einhverjar launagreiðslur --> Þannig að viðkomandi tapi á að vinna lágt launað starf. - Ef í staðinn, eins og mér virðist kerfið eiga að virka í Sviss -- að borgaralaun falla niður á tilteknum launapunkti, en engar tekjuskerðingar upp að því þrepi.
--Gæti það þítt, að laun margra verði stillt rétt neðan við það þrep, þannig að viðkomandi geti fengið hin lágu laun, en samt haldið óskertum rétti til borgaralauna!
--Þá mundi kerfið -- líklega ekki letja fólk frá því að vinna lágt launuð störf, því þá mundu slík störf bæta við þeirra tekjur.
--Þar með ætti heimafólk, áfram fást til slíkra starfa -- en kannski ekki til í að vinna eins mikla yfirvinnu.
Ég er ekki með næga þekkingu á því -- hvaða kostnaður innan svissneska kerfisins fellur niður á móti.
Til að geta svarað því, hvort að þær tekjuskerðingar sem eiga að vera til staðar --> Duga til þess að dæmið gangi upp.
---En kannski gengur það upp!
Niðurstaða
Ég treysti mér alls ekki til að dæma hvort að kerfið sem hugsanlega verður innleitt í Sviss, gengur upp fjárhagslega -- en a.m.k. virðast hugmyndir um tekjuskerðingu við tilteknar tekjur, eiga að mæta því að einhverju verulegu leiti.
- En segjum að dæmið gangi upp, þannig að kerfið gangi upp fjárhagslega fyrir ríkið, en einnig að það letji ekki til vinnu - vegna þess að fólk geti verið á lágum launum og samt fengið borgaralaun óskert.
- Þá er til staðar ein sennileg afleiðing:---> Nefnilega sú, að samfélög sem mundu taka upp sambærilegt kerfi, verði mun andsnúnari innflytjendum frá fátækum löndum, en nú er reyndin!
--Sem þíðir ekki að engir geti fengið að setjast að, frekar að andstaðan mundi beinast að innflytjendum með litla menntun og/eða litla starfsþekkingu sem líkleg er að nýtast innan viðkomandi lands!
--Sem geti elft þá nýlegu tilhneygingu landa, að múra sig frá heiminum, herða reglur um aðflutning fólks, og þar með einnig -- varnir á landamærum, ekki síst auka líkur á að fátækum innflytjendum er streyma að ólöglega verði hent beint út, án þess að aðgætt verði að því hvort þeir geti séð sér farborða í kjölfar þess <--Sem t.d. væri brot á Flóttamannasáttmála SÞ.
Hvað um það, ef Svisslendingar samþykkja þetta nk. sunnudag, hefst a.m.k. mjög áhugaverð samfélagsleg tilraun sem mjög margar þjóðir munu án efa fylgjast með, með ákaflega mikilli eftirtekt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2016 | 00:10
Lög Evrópusambandsins gera aðildarríkjum ekki auðvelt fyrir að semja um brottför úr sambandinu
Ég veit ekki hve margir á Íslandi hafa lesið sig eitthvað til í núgildandi sáttmála ESB, en þar má finna -grein 50- er inniheldur ákvæði um það ferli sem fer í gang --> Ef aðildarríki tilkynnir formlega um þann tilgang sinn að yfirgefa sambandið!
Það sem vekur einna helst athygli við þessi ákvæði!
Er að það er eins og að þau séu samin út frá þeim útgangspunkti að gera það eins óaðlaðandi og hugsast getur fyrir aðildarríki - að stefna að brottför úr sambandinu.
Article 50
1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements.
2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.
3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.
4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.
5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be subject to the procedure referred to in Article 49.
Hvað á ég við með því?
- Takið eftir því að um leið og aðildarríki tilkynnir með formlegum hætti, að það æskir samninga við aðildarríkin um brottför -- þá hefst ferli sem er að hámarkslengd 2-ár, nema að ríki sem er að semja um brottför, takist að fá öll aðildarríkin til að samþykkja að ferlið sé framlengt.
- Að afloknum þeim 2-árum, ef ekki næst fram framlenging -- þá er landið formlega ekki lengur meðlimur að ESB; og þarf þá að taka því -að því er best verður séð- sem önnur aðildarríki hafa ákveðið.
- Það áhugaverða er, að meðlimaríkið sem vill hætta -- fær ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslum né umræðum í Ráðherraráðinu né Leiðtogaráðinu - sem snúast um það ríki sem hyggst hætta.
--Sem þíðir væntanlega, að það fær ekki að taka þátt í þeim samningum sem snúast um hverskonar meðferð það fær, er það hættir. - Meðan að aðildrríkin eru að semja sín á milli, um brottför aðildarríkisins, þá gildir reglan um vegið atkvæðavægi -- "sem útilokar að neitunarvald eins ríkis geti stoppað."
- Þegar hin aðildarríkin hafa ákveðið sig -- þá tekur samningur um brottför gildi.
Eins og sést á þessu <--> Er ferlið eins ósanngjarnt og hugsast getur!
Gárungar hafa sagt, að þessi ákvæði hafi verið samin - þannig, að enginn hafi reiknað með því að þau væru notuð!
Þannig geta aðildarsinnar í löndum sem enn ekki hafa gengið inn - auglýst það að lönd geta gengið aftur út; sem er formlega rétt!
En að sjálfsögðu láta vera að segja frá því að þau ákvæði er snúa að brottför séu þannig samin, að þeim sé ætlað að fæla lönd frá því að yfirgefa sambandið!
Hvað gerist ef breskur almenningur samþykkir Brexit?
Ég reikna með því að bresk stjórnvöld leitist við að -- semja óformlega við aðildarríkin. Þannig að -- formleg tilkynning til Leiðtogaráðsins - verði ekki send, fyrr en bresk yfirvöld hafa samið um málið fyrirfram!
- Það gæti auðvitað tekið umtalsverðan tíma.
- Þannig að þó almenningur í Bretlandi samþykki Brexit -- þíði það sennilega að Bretland sé samt áfram meðlimur í nokkur ár til viðbótar!
Ég reikna með því að David Cameron hafi gengið þannig frá þeim spurningum sem kjósendur svara - með þeim hætti, að það væru engin skýr loforðabrigsl ef samningar við aðildarríkin taka nokkur ár.
Ekki gott að segja hversu lengi Cameron getur teigt lopann -- en það mundi koma í ljós.
___En um leið og Cameron tilkynnir formlega til Leiðtogaráðsins -- > Þá yrði hann að treysta því að það samkomulag er hann hefði gert með óformlegum hætti, mundi halda -- > En greinilega hefði hann enga algera tryggingu þess að við slíkt samkomulag væri staðið.
- En miðað við gr. 50 - - þá er bersýnilega raunverulegur möguleiki að Bretland endi utan við ESB -- án nokkurra sérsamninga!
- Þannig að það væri í sama bát og t.d. Japan eða S-Kórea, þ.e. á grundvelli "WTO" aðildar.
- Það er þó rétt að hafa í huga -- að ef meðlimaríki svíkja samkomulag þó það væri ekki formlegt, mundi það án efa skaða framtíðar samskipti Bretlands og þeirra landa!
- Í ákveðinni kaldhæðni, gæti ógnin frá Rússlandi Pútíns -- stuðlað að því að draga úr líkum á slíkri útkomu --> Þ.s. Bretland eftir allt saman ver næst mest allra NATO landa til hernaðarmála!
--Deilur við Rússland, og vaxandi óöryggi, þannig auki mikilvægi Bretlands!
Aðildarlöndin ættu þá að skilja -- að biturt Bretland sé ekki endilega sniðug útkoma!
Niðurstaða
Það er áhugavert hvernig ákvæði sáttmála ESB er snúa að samningum um brottför aðildarríkis -- virðast vísvitandi samin þannig; að samningsstaða lands sem vill semja um brottför --> Sé veikluð eins mikið og framast er unnt!
---Þannig sé brottför gerð óaðlaðandi með hætti er virðist vísvitandi.
Hvernig Bretar geta komist framhjá þeirri hindrun -- kemur í ljós ef breska þjóðin samþykkir BREXIT.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 31. maí 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar