Þarf Ísland ekki að vinna áhættumat vegna hugsanlegs kjörs Donald Trumps?

En hugsanlegu kjöri Trumps fylgir margvísleg áhætta fyrir Ísland!
--Miklar líkur á því að stefna Trumps leiði fram kreppu í Bandaríkjunum, síðan heimskreppu.
--Þ.e. þekkt að heimskreppa getur leitt til aukinnar spennu í heiminum, og þ.e. ástæða að ætla að í því tilviki --> Ef ákvarðanir Trumps leiða beint til kreppu í Kína, eru líkur á nýju Köldu Stríði ákaflega miklar.
--Síðan er það spurning um hótun Trumps - að labba frá NATO. En það gæti sett öryggismál, þar á meðal öryggismál Íslands, í stórfellda óvissu!

 

Af hverju gæti afstaða Trumps til NATO verið hættuleg fyrir Ísland?

Mjög einfalt -- Ísland hefur engar hervarnir, nákvæmlega eina vörn Íslands - er sú trygging sem fylgir varnar skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO löndum.
---Að vísu er tæknilega séð, enn í gildi 2-hliða varnarsamningur Bandar. og Íslands.
*En það væri augljóst - að ef Trump labbar frá NATO, þá væri varnarvilji Bandar. í tengslum við þann samning -- einnig í mikilli óvissu.*

  1. Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. gagnvart NATO löndum til baka - þá framkallar það algera stökkbreytingu á stöðu þeirra landa.
  2. Sérstaklega þegar um er að ræða lönd -- sem sjálf ráða ekki yfir stórfelldum eigin varnarmætti.

Í því tilviki þegar um er að ræða lönd -- með afar litla eigin varnargetu!
Þá væri augljós hætta á því -- að hernaðarlega öflug 3-lönd geti beitt slík lönd þrýstingi eða hótunum, með hótun um beitingu vopnavalds í bakhöndinni.

Rétt að nefna, að þegar Ísland lenti í átökum við Breta á sínum tíma - svokölluð þorskastríð.
Er vitað að það var þrýstingur Bandaríkjanna -- sem hélt aftur af Bretum - þannig að Bretar beittu ekki skot- eða eldflaugavopnum herskipa sinna!---Ég er ekki að segja að Ísl. sé í mikilli hættu gagnvart Bretlandi - akkúrat núna.
---Heldur að benda á þá afar veiku stöðu sem Ísland stendur frammi fyrir - ef Trump dregur varnarskulbindingar gagnvart NATO löndum til baka!

  1. Mun líklegri lönd eru Kína - eða Rússland, en bæði þau lönd, gætu séð sér hag af að koma sér fyrir hérna, t.d. með her- eða flotastöðvar, eða bæði.
  2. Ísland yfrið nægilega stórt fyrir hernaðarfluvelli, og auðvitað flotahafnir.
  • Kína ætlar í framtíðinni - án vafa að verða heims flotaveldi, ekki síður en Bandar.
  • Og Rússland er greinilega í dag - í þeim fasa, að vera að efla sinn herstyrk og flota.

Ég er að segja -- að það séu líkur á því, að Ísland verði beitt hótunum af 3-landi, hernaðarlega sterku landi --> Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. til baka gagnvart NATO löndum. Þetta getur gerst á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar Íslands.

  • Þó að ég óttist Rússland í þessu samhengi -- þá skulum við ekki vanmeta Kína, því líklega leiðir stefna Trumps til nýs kalds stríðs við Kína!

 

Kreppan sem líklega skellur á ef áform Trumps um tollavernd gagnvart Asíulöndum ná fram að ganga, líklega leiðir til heimskreppu og nýs Kalds Stríðs

Kaldastríðs hættan ein og sér er mikil - sérstaklega ef Trump dregur Bandar. út úr NATO.
Þá hefði það að sjálfsögðu mjög miklar afleiðingar á Íslandi - ef stefna Trumps í þeirri viðskiptadeilu er hann vill hefja við Asíulönd - ekki síst Kína; nær fram að ganga.

  1. En ný heimskreppa - sérstaklega sennilega djúp slík. Mundi hafa mjög miklar afleiðingar fyrir ferðamennsku á Íslandi -- leiða fram samdrátt í greininni, og sá mundi hefjast nærri strax og alþjóðleg efnahagskreppa væri hafin.
  2. Verðlag á áli mundi fara niður.
  3. Og sama mundi gilda um verð á fiski.

Hraður hagvöxtur á Íslandi -- mundi á skömmum tíma umpólast í snöggan og líklega djúpan samdrátt.
Og fjöldagjaldþrot í ferðamennsku væru líklega óhjákvæmileg -- í ljósi þess hve mörg fyrirtæki eru að spenna bogann hátt.

  1. Ný ríkisstjórn gæti þá þegar um mitt nk. ár -- staðið frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu.
  2. Og hún gæti skollið á - um svipað leiti, og alvarleg ógn um öryggismál þjóðarinnar gæti að steðjað.

 

Niðurstaða

Er eitthvað sem Ísland getur gert?
Ekkert gagnvart heimskreppunni - ef og þegar hún skellur á.
En það er hugsanlega unnt að skipuleggja viðbrögð við þeirri öryggisógn sem Ísland getur lent í á nk. kjörtímabili.

Viðbrögðin væru þá þau - að fá eitthvað land, eða lönd - til að setja hér upp herstöð.
T.d. ef það væri Rússland er væri með hótanir á Ísland - þá væri það augljós ógn allt í senn fyrir Noreg - Danmörk og Bretland; ef hér væru settar upp rússneskar her-, flota-, og flugherstöðvar.
--Það væri því rökrétt að leita hófanna til þeirra þjóða! Áður en hótanir utanaðkomandi lands - sem við mundum óttast mun meir - væru komnar á mjög alvarlegt stig.

Ef ríkisstjórn VG og Pírata væri til staðar - væri auðvitað kaldhæðið að sjá t.d. utanríkisráðherra VG, ef VG fengi utanríkisráðuneytið, væla í Bretum eða Norðurlandaþjóðum, um uppsetningu herstöðvar!

 

Kv.


Bloggfærslur 30. maí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband