En hugsanlegu kjöri Trumps fylgir margvísleg áhætta fyrir Ísland!
--Miklar líkur á því að stefna Trumps leiði fram kreppu í Bandaríkjunum, síðan heimskreppu.
--Þ.e. þekkt að heimskreppa getur leitt til aukinnar spennu í heiminum, og þ.e. ástæða að ætla að í því tilviki --> Ef ákvarðanir Trumps leiða beint til kreppu í Kína, eru líkur á nýju Köldu Stríði ákaflega miklar.
--Síðan er það spurning um hótun Trumps - að labba frá NATO. En það gæti sett öryggismál, þar á meðal öryggismál Íslands, í stórfellda óvissu!
Af hverju gæti afstaða Trumps til NATO verið hættuleg fyrir Ísland?
Mjög einfalt -- Ísland hefur engar hervarnir, nákvæmlega eina vörn Íslands - er sú trygging sem fylgir varnar skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO löndum.
---Að vísu er tæknilega séð, enn í gildi 2-hliða varnarsamningur Bandar. og Íslands.
*En það væri augljóst - að ef Trump labbar frá NATO, þá væri varnarvilji Bandar. í tengslum við þann samning -- einnig í mikilli óvissu.*
- Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. gagnvart NATO löndum til baka - þá framkallar það algera stökkbreytingu á stöðu þeirra landa.
- Sérstaklega þegar um er að ræða lönd -- sem sjálf ráða ekki yfir stórfelldum eigin varnarmætti.
Í því tilviki þegar um er að ræða lönd -- með afar litla eigin varnargetu!
Þá væri augljós hætta á því -- að hernaðarlega öflug 3-lönd geti beitt slík lönd þrýstingi eða hótunum, með hótun um beitingu vopnavalds í bakhöndinni.
Rétt að nefna, að þegar Ísland lenti í átökum við Breta á sínum tíma - svokölluð þorskastríð.
Er vitað að það var þrýstingur Bandaríkjanna -- sem hélt aftur af Bretum - þannig að Bretar beittu ekki skot- eða eldflaugavopnum herskipa sinna!---Ég er ekki að segja að Ísl. sé í mikilli hættu gagnvart Bretlandi - akkúrat núna.
---Heldur að benda á þá afar veiku stöðu sem Ísland stendur frammi fyrir - ef Trump dregur varnarskulbindingar gagnvart NATO löndum til baka!
- Mun líklegri lönd eru Kína - eða Rússland, en bæði þau lönd, gætu séð sér hag af að koma sér fyrir hérna, t.d. með her- eða flotastöðvar, eða bæði.
- Ísland yfrið nægilega stórt fyrir hernaðarfluvelli, og auðvitað flotahafnir.
- Kína ætlar í framtíðinni - án vafa að verða heims flotaveldi, ekki síður en Bandar.
- Og Rússland er greinilega í dag - í þeim fasa, að vera að efla sinn herstyrk og flota.
Ég er að segja -- að það séu líkur á því, að Ísland verði beitt hótunum af 3-landi, hernaðarlega sterku landi --> Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. til baka gagnvart NATO löndum. Þetta getur gerst á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar Íslands.
- Þó að ég óttist Rússland í þessu samhengi -- þá skulum við ekki vanmeta Kína, því líklega leiðir stefna Trumps til nýs kalds stríðs við Kína!
Kreppan sem líklega skellur á ef áform Trumps um tollavernd gagnvart Asíulöndum ná fram að ganga, líklega leiðir til heimskreppu og nýs Kalds Stríðs
Kaldastríðs hættan ein og sér er mikil - sérstaklega ef Trump dregur Bandar. út úr NATO.
Þá hefði það að sjálfsögðu mjög miklar afleiðingar á Íslandi - ef stefna Trumps í þeirri viðskiptadeilu er hann vill hefja við Asíulönd - ekki síst Kína; nær fram að ganga.
- En ný heimskreppa - sérstaklega sennilega djúp slík. Mundi hafa mjög miklar afleiðingar fyrir ferðamennsku á Íslandi -- leiða fram samdrátt í greininni, og sá mundi hefjast nærri strax og alþjóðleg efnahagskreppa væri hafin.
- Verðlag á áli mundi fara niður.
- Og sama mundi gilda um verð á fiski.
Hraður hagvöxtur á Íslandi -- mundi á skömmum tíma umpólast í snöggan og líklega djúpan samdrátt.
Og fjöldagjaldþrot í ferðamennsku væru líklega óhjákvæmileg -- í ljósi þess hve mörg fyrirtæki eru að spenna bogann hátt.
- Ný ríkisstjórn gæti þá þegar um mitt nk. ár -- staðið frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu.
- Og hún gæti skollið á - um svipað leiti, og alvarleg ógn um öryggismál þjóðarinnar gæti að steðjað.
Niðurstaða
Er eitthvað sem Ísland getur gert?
Ekkert gagnvart heimskreppunni - ef og þegar hún skellur á.
En það er hugsanlega unnt að skipuleggja viðbrögð við þeirri öryggisógn sem Ísland getur lent í á nk. kjörtímabili.
Viðbrögðin væru þá þau - að fá eitthvað land, eða lönd - til að setja hér upp herstöð.
T.d. ef það væri Rússland er væri með hótanir á Ísland - þá væri það augljós ógn allt í senn fyrir Noreg - Danmörk og Bretland; ef hér væru settar upp rússneskar her-, flota-, og flugherstöðvar.
--Það væri því rökrétt að leita hófanna til þeirra þjóða! Áður en hótanir utanaðkomandi lands - sem við mundum óttast mun meir - væru komnar á mjög alvarlegt stig.
Ef ríkisstjórn VG og Pírata væri til staðar - væri auðvitað kaldhæðið að sjá t.d. utanríkisráðherra VG, ef VG fengi utanríkisráðuneytið, væla í Bretum eða Norðurlandaþjóðum, um uppsetningu herstöðvar!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 30. maí 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar