3.5.2016 | 20:47
Virðist stefna í að Trump verði nánast algerlega öruggur með útnefningu sem frambjóðandi Repúblikana!
Ég sá góða umfjöllun á vef New York Times, : What to Watch For in the Indiana Primaries.
---Hvað ekki kemur fram þarna er að skv. könnunum virðist Trump nánast öruggur með sigur í Indiana fylki.
Málið er að í Indiana fær Trump alla fulltrúa í boði þar sem þetta er eitt þeirra fylkja sem veita sigurvegaranum allt, þeim er tapar - ekkert. Burtséð frá því hve hugsanlega naumur sigurinn eða tapið var.
- + 57 fulltrúar í Indiana.
- Trump þegar með ca. 1000.
- Hann þarf 1.237 til að vera algerlega öruggur.
Ef hann sigrar í prófkjörinu t.d. í Kaliforníu, en þar er fulltrúum dreift skv. hlutfalli atkvæða frambjóðanda -- þá mundi hann fá meirihluta 172 fulltrúa þar í boði.
---Hver og einn getur reiknað það saman hvaða áhrif það hefur á heildartöluna, eftir sigur í Indiana.
Síðan er eftir að kjósa í: "West Virginia, New Jersey, Washington, Oregon and New Mexico..."
Öll fylki sem veita frambjóðendum fulltrúa skv. hlutfalli atkvæða!
---Flestar kannanir sýna Trump vinna a.m.k. 120 fulltrúa í þeim fylkjum samanlagt.
Þannig að þetta er ekki bara einhver innihaldslaus gorgeir í Trump - - að tala um sigur nú í Indiana sem "knockout blow."
- Það yrði nánast ómögulegt að hindra hann frá útnefningu eftir þann sigur, er virðist mun líklegri en ekki skv. spám!
Niðurstaða
Hvort sem Repúblikönum og öðrum líkar betur eða verr, virðist stefna í að útnefning Donald Trump sem frambjóðanda Repúblikanaflokksins, verði nánast örugg - ef hann eins og flestar kannanir benda til vinnur öruggan sigur í prófkjörinu í Indiana.
---Líkur virðast einnig algerlega yfirgnæfandi að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrata.
**Þá blasir líklega við sóðalegasta kosningabarátta jafnvel allra tíma, en Trump mun algerlega án nokkurs vafa - hjóla í hana af krafti, láta allt flakka sem honum dettur í hug, eins og hingað til í kosningabaráttunni.
- Þ.e. langt í frá svo að sigur Clinton sé öruggur -- en e-mail rannsókn FBI á henni, getur enn skaðað hana duglega!
---Þó ég eigi ekki von á því að FBI láti til skarar skríða gegn henni fyrir kosningar, þ.e. ef slíkt er fyrirhugað af þeirri stofnun!
---------------
Ps: Væntanlega hafa flestir heyrt nú þegar að skv. fréttum morgunsins er Cruz hættur í kjölfar sigurs Trumps í Indiana, skv. þeim fréttum mat Cruz stöðu sína þannig að hann ætti ekki möguleika á útnefningu.
Kasich segist ekki hættur!
---Miðað við þetta blasir við að nánast formsatriði sé að klára restina af prófkjörum Repúblikana, Trump sé sennilega úr þessu nærri algerlega öruggur.
---Berni Sanders vann víst í Indiana!
Svo hann ætlar enn að veita Hillary Clinton samkeppni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 4.5.2016 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einhverra hluta vegna, virðist núverandi þingmönnum Repúblikana vera sérdeilis í nöp við "I.R.S." eða "Internal Revenue Service." En þessi stofnun fer yfir skattaframtöl einstaklinga - fyrirtækja og stofnana, og aðgætir hvort rétt er fram talið!
Sama þjónusta og Skattstofan ísl. veitir!
Conservatives in Congress urge shutdown of IRS
"This proposal takes the bold step of calling for the complete elimination of the IRS. Tax collection and enforcement activities would be moved to a new, smaller and more accountable department at the Treasury."
Ég skal gefa þeim að þeir ætlast ekki til þess að ekki verði eftirlit með skattskilum í framtíðinni!
En þetta að vilja -- smærri stofnun, vekur grunsemdir.
Að auki, af hverju ætti ný stofnun, einnig opinber - einnig undir Fjármálaráðuneytinu, að vera betri en sú sem er fyrir?
---Síðan hafa þingmenn Repúblikana ítrekað lagt fram frumvörp, sem ætlað virðist að þrengja að fjárhag I.R.S.
- Hvað virðist blasa við, sé að þeir vilji minni stofnun.
- Vegna þess, að þeir vilja - minna skilvirkt eftirlit.
Ef maður hefur síðan í huga hugmyndir Ted Cruz um flatann 10% tekjuskatt óháð kjörum viðkomandi og tekjum -- sem mundi afnema öll hærri tekjuþrepin, auk þess að lækka samtímis skatta á lægri launaðar stéttir -- þá væri stakkprósentu lækkun, langsamlega mest hjá launa- og tekjuhærri hópum.
---Þá er áhugavert að hafa hugmyndir um aflagningu IRS - og um minni stofnun, með væntanlega smærri fjárráð - í huga!
- Þetta hljómar allt eins og hannað fyrir hina auðugu, þ.e. miklu lægri skattar.
- Síðan minni og veikari stofnun, með takmarkaðri getu til að -- veita eftirfylgni með skattsvikum.
Niðurstaða
Ég velti fyrir mér hvort tiltekinn þinghópur Repúblikana, sé beinlínis að stefna að því að -- auðvelda skattsvik innan Bandaríkjanna, samtímis og þinghópur Repúblikana vill skera niður um trog skatta sérstaklega á hærri tekjuhópa.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 3. maí 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar