21.5.2016 | 04:07
Hvernig Trump gæti startað 3-Heimsstyrrjöldinni, án þess að ætla sér það
Margir virðast halda -- að Trump ætli sér að spila svipaðan leik og Neville Chamberlain.
---Chamberlain var ekkert illmenni, og hann ætlaði sér sannarlega að - tryggja frið.
---Þó að afleiðingarnar af friðarkaups-stefnunni, hafi verið akkúrat þveröfugar!
Er þeir tala um meinta friðastefnu Trumps gagnvart Pútín!
Skv. frétt virðast uppi hugmyndir meðal sumra stjórnmálamanna, að hefja nýja friðarkaupsstefnu - - Nato divided over renewing Russia talks
Ætlar Trump að vera Chamberlain hinna síðari tíma?
3-Heimsstyrrjöldin gæti haft eftirfarandi upphaf!
- Trump ákveður að bæta samskipti sín við Pútín, með því að tjá Pútín það að hann líti ekki á hernaðar uppbyggingu Pútíns sem ógn.
--Síðan til að sýna Pútín að Trump vilji bara frið.
Þá taki Trump þá ákvörðun að -- lísa því yfir að Bandaríkin ætli að mestu að draga herlið sitt frá Evrópu, og hætta að fjármagna hervarnir NATO. - Pútín að sjálfsögðu, tjái Trump - að honum sé einungis friður í huga!
Og kemur fram með tilboð til Trumps - um sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS innan Sýrlands - til að sýna þann friðarvilja í verki.
--Trump samþykki, og eftir nokkra mánuði hefur Trump fært nægilega fjölmennt bandar. herlið til Sýrlands - til þess að styðja við sameiginlega herför þar. - En um svipað leiti, er sú sameiginlega aðgerð er hafin, hefji Pútín skipulegar ógnanir gegn A-Evrópulöndum, og tilfærslu á herstyrk í nálægð við þeirra landamæri -- á sama tíma, setji sendifulltrúar Pútíns fram kröfur til sömu landa; um umtalsverðar tilslakanir þeirra landa gagnvart Rússlandi.
---T.d. um rússn. herstöðvar innan þeirra landa.
---Um viðskiptatengsl við Rússland, undir stjórn Rússlands.
M.ö.o. um leppríkisvæðingu þeirra landa! - Ef Trump þá bregst ekkert við -- vegna þess að hann t.d. sé með fókusinn annað.
--Segjum t.d. að Pútín tjái Trump að markmið Rússlands séu eingöngu að tryggja öryggi Rússlands -- að Pútín hafi engin markmið um að þrengja að lýðræði í þeim löndum.
--Og hann getur haldið því fram, þó augljóst rangt væri, að enginn munur væri á þeim viðskiptum er hann væri að bjóða þeim - og ESB aðild. - Segjum að Trump, með athyglina við Sýrland - meðan að Pútín dásamar hans leiðtogasnilld, og þann frið við Rússland sem hann hafi skapað - og hvernig sameiginleg aðgerð landanna sé að ganga milli bols og höfuðs á ISIS.
---Að Trump geri ekkert í því að hasta á Pútín út af aðgerð hans gegn A-Evr. löndum. - Þá mundi Pútín líta svo á - ekki ósennilega - að hann gæti sent herlið sitt inn í þau A-Evrópulönd, sem væru nægilega varnarlega séð veik - til þess að 150þ. manna vel vopnaðar hraðsveitir rússn. hersins -- gætu framkvæmt hernám á skömmum tíma.
---Hann mundi þó fyrst - senda sendimenn sína með frekari hótanir, þ.s. hann mundi hóta þeim löndum mikilli eyðileggingu, ef þau mundu -berjast- en engri ef þau mundu skipa herjum sínum, að -sýna enga mótspyrnu.- - Sennilega tæki þá Pútín Eystrasaltlönd án -- þess að nokkur veruleg átök verði.
--Sama gæti gilt um lönd eins og Moldavíu og Búlgaríu - að hernám gæti farið nær alveg friðsamlega fram!
--En sterkar líkur væru á að einhver A-Evr. landa mundu berjast -- þó að líkur á vel heppnaðri vörn væru litlar t.d. fyrir Slóvakíu og Rúmeníu. - En, ef einhver landanna sem Pútín réðist inn í - mundu beita herjum sínum til varnar!
---Þá væri þar með hafið stríð í Evrópu, eins og 1939 síðla haust það ár.
*Þá stæði Trump frammi fyrir þeim valkosti, að standa utan við það - eða ekki.* - En um leið og stríðsátök væru hafin -- gætu V-Evr. lönd ekki brugðist með öðrum hætti við, en að hefja -- allsherjar hernaðarvæðingu!
---Full stríðs átök í Evrópu mundu þá blasa við!
*En aðildarlönd ESB gætu vart leitt hjá sér -- innrás í meðlimalönd, þó ESB sé ekki hernaðarbandalag - þá án efa mundu Evrópulöndin leitast við að halda utan um NATO eins og þau gætu, þó Trump -- gengi í burtu.* - Og það hernaðarbandalag, er væri þá Evrópuríkja einna -- gæti ekki litið hjá slíkum innrásaraðgerðum!
--nema að glata öllum hugsanlegum trúverðugleika <--> Þannig að yfirlýsingar um stríð mundu sennilega berast til Pútíns, eins og þær bárust haustið 1939 til Hitlers.
Sem hæfi þá fullar stríðsaðgerðir gegn Evrópulöndum!
Ég er að tala um - hefðbundið stríð, ekki kjarnorku!
__En ég efa að Frakkland og Bretland gengju það langt, að hóta beitingu kjarnavopna á þeim punkti.
Þá stæði heimurinn frammi fyrir mjög svipuðu ástandi, og 1939-1940, að stríð væri hafið í Evrópu!
En Bandaríkin stæðu fyrir utan það!
En mig grunar að í þeirri sviðsmynd -- mundi Trump bogna undan hótunum Pútíns.
Að ef hann hæfi fullan stuðning við Evrópu í átökum við Rússland -- þá þíddi það kjarnastríð og heimsenda!
Þannig sannaði Trump sig sem -- þá heybrók sem hann sennilega er!
---Án aðstoðar Bandaríkjanna mundi rússn. herinn sennilega sækja langt fram, ná jafnvel Póllandi öllu og inn í Þýskaland jafnvel!
Hernema öll löndin þar á milli!
- Góð spurning hve mörg önnur lönd mundu bætast í það stríð.
--Ástralía og Kanada ásamt Nýja Sjálandi, hafa t.d. alltaf fylgt með Bretlandi, ef það lendir í stríði.
Þá værum við með raunverulega Heimsstyrrjöld!
---Og gríðarlega hættu á kjarnorkuátökum, þ.s. bæði Frakkland og Bretland eru kjarnorkuveldi.
Niðurstaða
Málið er að ég er algerlega viss, að ef Chamberlain hefði þess í stað að gefa eftir Hitler -- staðið þétt með Tékkóslóvakíu.
---Þá hefði Hitler ekki getað hafið Seinna Stríð haustið 1939, og jafnvel ekki heldur 1940 eða síðar!
M.ö.o. að ágætar líkur væru á því, að stríð hefði ekki hafist í Evrópu.
Ég er nokkuð viss að auki, að svo lengi sem Bandaríkin standa þétt að baki NATO.
---Sé stríðshætta í Evrópu ekki fyrir hendi.
Og þar með ekki nein umtalsverð hætta á 3-Heimsstyrrjöldinni, þó að Rússland og Bandaríkin séu að fjölga hermönnum!
Þá sáum við miklu meiri herstyrk í Kalda-stríðinu, án þess að stríð yrði.
Þá reyndist það einmitt aðferðin, að halda uppi fullum varnarstyrk --> Sem án vafa forðaði þeirri hugsanlegu útkomu að Sovétríkin létu freystast!
Það sé einmitt málið --> Að friðarkaupsstefna hafi fullkomlega öfug áhrif á einræðisríki.
--Að skapa þá hugmynd að mótaðilinn sé viljalaus - og þ.e. þá sem hættan á ofmati á sinni stöðu magnast hjá þeim einræðisherra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 21. maí 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar