29.4.2016 | 03:23
Demókratar eru enn færir um að tapa kosningunum nk. haust
Punkturinn er sá - að ef Demókratar standa saman, meðan að Repúblikanar virðast sundraðir, ættu Demókratar rökrétt vinna.
Pælið í þessu - Trump hefur stefnu sem hrekur frá sér atkvæði minnihlutahópa, t.d. hefur enginn orðið forseti sl. aldarfjórðung sem fær minna en helming atkvæða spænsk ættaðra Bandaríkjamanna.
Ef maður pælir í Cruz - þá virðist hans stefna, um últra lága skatta og að skera niður vernd fyrir þá sem minna mega sín -- nánast klæðskerasaumað til að hrekja lægri tekjuhópa ásamt lægri millistétt til Demókrata.
- Með slíka andstæðinga -- ætti sigur Demókrata að vera öruggur!
Hvernig geta Demókratar þó samt tapað?
Með því að sameinast ekki um sinn frambjóðanda!
- Það er mjög merkileg þessi vinsæla afstaða kjósenda í dag!
- Á það að frambjóðendur meini það sem þeir segja!
Margir eru tortryggnir gagnvart t.d. Clinton, vegna þess að - já, hún er atvinnupólitíkus, og mjög sennilega meinar hún langt í frá nærri allt sem hún segir.
Heyrst hafa raddir meðal a.m.k. hluta stuðningsmanna Bernie Sanders -- að í augum sumra þeirra, sé Trump skárri - því hann meini það sem hann segir.
En -- meinti t.d. Adolf Hitler ekki það sem hann sagði?
Eða -- meinti Pútín það ekki, er hann sagði fyrir nokkrum árum, að hrun Járntjaldsins hefði verið áfall fyrir Rússland!
Nú er allt í einu, eins og það sé mikilvægara í augum kjósenda - a.m.k. sumra!
Að menn meini það sem þeir segja!
En hvort að sennilegt sé að þeir séu sæmilega góðir landstjórnendur!
--Eða jafnvel, hættulegir æsingamenn!
Clinton forseti var oft ósannsögull -- en samt góður landstjórnandi!
Jamm, hann var lygalaupur hinn versti -- en í hans tíð lækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna.
Það var hagvöxtur nærri sérhvert ár meðan hann var við völd.
Atvinnuleysi var lítið -- hann fór í engin óvinsæl stríð.
Engin augljós hagstjórnarmistök voru framkvæmd!
Mest umdeilda atriðið í utanríkismálum - var hvort hann hefði átt að bregðast fyrr við í Rúvanda!
- Það er alls enginn vafi í mínu huga, að Trump mundi reynast algerlega herfilegur landstjórnandi.
- Hann virðist nærri fullkomlega misskilja grunnhagfræði.
- Hans hugmyndir -ef komast til framkvæmda- líklega leiða til kreppu og verulegrar aukningar atvinnuleysis, sem og lækkunar kjara.
Þannig að raunverulega er það mjög sennilega gegnt hagsmunum lægri launaðra hópa, og þeirra sem eru í lægri millistétt -- að kjósa hann.
En merkilega margir í þeim hópum, samt styðja hann!
- Og auðvitað, hann er nánast fullkomin andstæða stefnu Demókrata.
- Sérstaklega er hann nánast fullkomlega á kannt við stefnu Bernie Sanders.
- Sanders hefur sjálfur margoft fordæmt Trump.
Það er eins og að til staðar sé hreyfing meðal kjósenda -- sem sé gegnt því að menn kjósi með heilabúinu!
En menn eins og Trump -- þeirra framboð snýst um að ala á reiði. Hann er klassískur æsingaframbjóðandi -- þ.e. hann leitast við að æsa upp tilfinningahita.
- En málið er, að einungis með því að æsa upp tilfinningahita kjósenda, geti hann unnið.
Því hann þarf á því að halda, að kjósendur -- kjósi ekki með heilanum.
--En málið er, að þegar menn eru reiðir, þá eru þeir ekki íhugulir -- þú gerir sjaldan eins mörg mistök, eða ert líklegur til þess -- þegar þú tekur ákvörðun í reiði.
--Þ.e. þannig sem hættulegir pópúlistar komast til valda, þegar kjósendur eru reiðir og því hugsa ekki - ekki neitt.
Niðurstaða
Ef fylgismenn Sanders annað af tvennu, sitja heima - eða jafnvel í einhverju hlutalli kjósa Trump nk. haust. Þá geta þeir með þeim hætti, orðið til þess að Trump nái kjöri eða á hina hliðina - gert kosninguna spennandi þegar hún hefði ekki þurft vera það.
-------------------
Skv. tölfræðinni, þá eru 56% kjósenda að meðaltali á móti frú Clinton, meðan að 65% þeirra eru á móti Trump. U.þ.b. 2/3 kvenna hafa neikvæða sýn á Trump - meðan að rétt rúmlega helmingur karla er sömu skoðunar. Helmingur hvítra kvenna segist ætla að styðja frú Clinton - meðan að einungis 39% þeirra segist ætla að styðja Trump.
- Þessi tölfræði segir að Clinton ætti að vinna!
En ef flestir Repúblikanar sem eru andvígir Trump - sitja heima.
Samtímis að fylgismenn Bernie Sanders sitja flestir heima, og einverjir þeirra kjósa jafnvel Trump -- vegna þess að hann sé, sannsögull að þeirra mati.
Þá virðist það eini möguleikinn á sigri Trump.
--Nema auðvitað að Sanders færi í sérframboð.
Á hinn bóginn virðist það mjög ósennilegt!
--Hann gæti á hinn bóginn, neitað að lísa yfir stuðningi við Clinton.
Sem gæti verið séð af hans stuðningsmönnum sem hvatning til að sitja heima!
Ef hlutir æxlast þannig - gæti Sanders orðið til þess að Trump nái kjöri, þó Trump sé í mjög mörgum þáttum á allt öðrum kannti stefnulega!
- Eins og ég sagði, geta Demókratar skapað sinn ósigur - þeir geta fært Trump sigurinn sem hann annars mundi ólíklegt ná fram!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 29. apríl 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar