18.3.2016 | 01:45
Er Pútín í raun og veru að græða eitthvað á niðurstöðu málefna Sýrlands?
Punkturinn sem ég ætla að koma með er sá - að ég sé í reynd ekkert nema kostnað fyrir Rússland af því að, reka flotastöð í Tartus og herstöð á flugvelli við Ladakia í Sýrlandi - að auki sé ég ekkert annað en kostnað fyrir Rússland af því að yfir höfuð að halda stjórninni í Sýrlandi á floti, eða að vera yfir höfuð að rembast við það að skipta sér af stríðinu þar.
- Rökrétt séð ætti Rússland að gefa þetta allt upp á bátinn, þ.e. flotastöðina - herstöðina - Sýrland sjálft, það að halda uppi flota á Miðjarðarhafi, og auk þess afskipti af Mið-austurlöndum almennt.
Menn segja -- en Rússland þarf að hafa áhrif?
En punkturinn sem þarf að hafa í huga -- að áhrif þurfa að gagnast!
- Hver er tilgangur brambolts, þegar það hefur ekki í för með sér -- nokkurn hinn minnsta efnahagslegan ávinning fyrir Rússland?
- Ef um er að ræða þáttöku - sem einungis felur í sér kostnað, án nokkurra líkinda á efnahagslegum ávinningi.
Ef þú verð miklum kröftum í það sem hefur ekki í för með sér nokkurn efnahagslegan ávinning.
Þá ertu ekki að styrkja í þessu tilviki Rússland <-> Heldur veikja það.
- Þegar það á við samtímis, að viðkomandi land er í kreppu, og hagkerfið almennt í hnignun -- þá er verið að nota upp bjargir sem betur mundu nýtast landinu, til efnahags uppbyggingar; í reynd verið að henda því fé í glatkystuna.
Hverju mundi Rússland tapa -- ef það gæfi þetta allt upp á bátinn?
- Rússland þarf í reynd ekki á því að halda, að halda Sýrlandi á floti - eða á því yfir höfuð að skipta sér af Mið-austurlöndum, eða að hafa þar her- og flotastöð, né á því að halda að reka flota á Miðjarðarhafi.
- Að auki gæti Rússland minnkað verulega sinn flota á Svartahafi - án nokkurrar áhættu.
Þannig gæti Rússland sparað heilmikið fé -- þ.e. að gefa Assad vopn.
Að halda uppi stöðvum í Sýrlandi.
Og lagt þeim skipum sem notuð eru á Miðjarðarhafi, og að auki fækkað þeim á Svartahafi.
Það mundi minnka hallarekstur á rússneska ríkinu á samri stundu.
Í reynd með umtalsverðum niðurskurði til hermála -- gæti Rússland afnumið þann hallarekstur alfarið.
Og því fylgi ekki nokkur hin minnsta hætta fyrir Rússland.
Enda tryggja kjarnavopn það að -- innrás sé óhugsandi.
- Rússland þarf einungis nægilega sterkan her -- til þess að tryggja innra öryggi.
Má örugglega minnka núverandi herafla um a.m.k. helming.
Í staðinn gæti losnað fjármagn innan Rússlands, sem stjórnvöld gætu notað til að laga vegi - bæta heilbrigðiskerfið - en enn þann dag í dag er heilbrigðisástand í Rússlandi skammarlega lélegt samanborið við flest Evrópulönd.
Þetta sést m.a. á æfilíkum sem eru a.m.k. 10-árum lakari t.d. en hér á Íslandi.
- Bætt heilsugæslukerfi - gæti hugsanlega hjálpað til að snúa við þeirri öfugþróun að rússneskar konur sl. 20 ár eignast færri börn að meðaltali en 2 -- 1,7 ef ég man rétt.
- Þjóðinni hefur fækkað um 4-5 milljónir sl. 20 ár.
Og ef svo heldur sem horfir með þá þróun -- fækkar vinnandi höndum hlutfallslega milli 20-30% nk. 20 ár.
- Þetta er sú krísa sem Rússland þarf að vera að fást við.
Að standa í -- hernaðarleikjum á erlendri grundu.
Skiptir alls engu máli fyrir Rússland -- í samanburði við það tjón, sem áframhaldandi neikvæð mannfjölgunarþróun mun valda Rússlandi, nk. 20 ár.
Ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við.
Það eina sem ég sé í tilganginum með hernaðarleikina er -- "national prestige"
Pútín fær töluvert -PR- þ.e. hann fær að mæta á ráðstefnur með leiðtogum heims.
Fær að taka þátt í fundum þ.s. fjallað er um málefni Mið-austurlanda.
Rússar upplifa að landið skipti máli á alþjóðavettvangi -- gefur þeim vellýðunartilfinningu í smá stund.
Hugtakið -- "five minutes of fame" -- kemur upp í hugann.
Málið er, að þetta skiptir í reynd engu máli.
Meðan að þessi hnignun sem er í gangi í Rússlandi -- heldur áfram á sama skriðinu.
Þá verður Rússland stöðugt veikara -- áratug frá áratug.
En fækkun vinnandi handa -- þíðir einnig að það eru færri sem geta gegnt herþjónustu á nk. 20 árum.
Að auki, þá þíðir fækkun vinnandi handa -- sérstaklega þegar hún stefnir í að verða þetta mikil, að mögulegur hagvöxtur dregst tilfinnanlega saman.
M.ö.o. á morgun mun landið enn síður hafa efni á -- hernaðarævintýrum en í dag.
Með því að verja fé í hernaðarævintýri - meðan að rússneska þjóðfélagið er statt í svo alvarlegum vanda, þá er verið að færa fé í það sem ekki gagnast þjóðinni - landinu með nokkrum hætti.
Sem gæti skipt máli í þeirri baráttu - sem sannarlega skiptir landið og þjóðina máli.
- Að mínu viti, felur þetta í sér svik - við hina raunverulegu hagsmuni Rússa.
- Hernaðarstefnan sem nú sé í gangi.
- Sé skammsýn.
Í reynd glapræði.
Niðurstaða
Hvaða máli skiptir það í reynd, að Pútín hafi sl. mánuði tekist að ná styrkja tímabundið stöðu stjórnarinnar í Damaskus? Og að hann hafi gripið inn í málefni Sýrlands - svo eftir sé tekið?
Í reynd engu máli fyrir hagsmuni Rússlands.
____________
Mér finnst þetta minna á hernaðarleiki araba einræðisherra á 7. og 8. áratugnum, er þeir vörðu gríðarlegu fé til hernaðarmála -- í stað þess að byggja hagkerfi landa sinna upp, og í stað þess að bæta innviði samfélaga sinna.
Á endanum fór allur sá peningur í glatkistuna.
Það sama eigi við það fjármagn sem varið sé í hernaðarleiki af Pútín í dag.
Að það fé gagnist Rússum nákvæmlega ekki neitt.
Sé í reynd -- nettó tjón fyrir Rússa, vegna þess að því fé ef varið væri til efnahags uppbyggingar, til þess að bæta innviði Rússlands, til þess að bæta almennt heilsufar í Rússlandi -- gæti þá raunverulega gert heimikið gagn fyrir Rússa.
Þetta sýni ruglaða forgangsröðun.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 18. mars 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar