18.3.2016 | 01:45
Er Pútín í raun og veru að græða eitthvað á niðurstöðu málefna Sýrlands?
Punkturinn sem ég ætla að koma með er sá - að ég sé í reynd ekkert nema kostnað fyrir Rússland af því að, reka flotastöð í Tartus og herstöð á flugvelli við Ladakia í Sýrlandi - að auki sé ég ekkert annað en kostnað fyrir Rússland af því að yfir höfuð að halda stjórninni í Sýrlandi á floti, eða að vera yfir höfuð að rembast við það að skipta sér af stríðinu þar.
- Rökrétt séð ætti Rússland að gefa þetta allt upp á bátinn, þ.e. flotastöðina - herstöðina - Sýrland sjálft, það að halda uppi flota á Miðjarðarhafi, og auk þess afskipti af Mið-austurlöndum almennt.
Menn segja -- en Rússland þarf að hafa áhrif?
En punkturinn sem þarf að hafa í huga -- að áhrif þurfa að gagnast!
- Hver er tilgangur brambolts, þegar það hefur ekki í för með sér -- nokkurn hinn minnsta efnahagslegan ávinning fyrir Rússland?
- Ef um er að ræða þáttöku - sem einungis felur í sér kostnað, án nokkurra líkinda á efnahagslegum ávinningi.
Ef þú verð miklum kröftum í það sem hefur ekki í för með sér nokkurn efnahagslegan ávinning.
Þá ertu ekki að styrkja í þessu tilviki Rússland <-> Heldur veikja það.
- Þegar það á við samtímis, að viðkomandi land er í kreppu, og hagkerfið almennt í hnignun -- þá er verið að nota upp bjargir sem betur mundu nýtast landinu, til efnahags uppbyggingar; í reynd verið að henda því fé í glatkystuna.
Hverju mundi Rússland tapa -- ef það gæfi þetta allt upp á bátinn?
- Rússland þarf í reynd ekki á því að halda, að halda Sýrlandi á floti - eða á því yfir höfuð að skipta sér af Mið-austurlöndum, eða að hafa þar her- og flotastöð, né á því að halda að reka flota á Miðjarðarhafi.
- Að auki gæti Rússland minnkað verulega sinn flota á Svartahafi - án nokkurrar áhættu.
Þannig gæti Rússland sparað heilmikið fé -- þ.e. að gefa Assad vopn.
Að halda uppi stöðvum í Sýrlandi.
Og lagt þeim skipum sem notuð eru á Miðjarðarhafi, og að auki fækkað þeim á Svartahafi.
Það mundi minnka hallarekstur á rússneska ríkinu á samri stundu.
Í reynd með umtalsverðum niðurskurði til hermála -- gæti Rússland afnumið þann hallarekstur alfarið.
Og því fylgi ekki nokkur hin minnsta hætta fyrir Rússland.
Enda tryggja kjarnavopn það að -- innrás sé óhugsandi.
- Rússland þarf einungis nægilega sterkan her -- til þess að tryggja innra öryggi.
Má örugglega minnka núverandi herafla um a.m.k. helming.
Í staðinn gæti losnað fjármagn innan Rússlands, sem stjórnvöld gætu notað til að laga vegi - bæta heilbrigðiskerfið - en enn þann dag í dag er heilbrigðisástand í Rússlandi skammarlega lélegt samanborið við flest Evrópulönd.
Þetta sést m.a. á æfilíkum sem eru a.m.k. 10-árum lakari t.d. en hér á Íslandi.
- Bætt heilsugæslukerfi - gæti hugsanlega hjálpað til að snúa við þeirri öfugþróun að rússneskar konur sl. 20 ár eignast færri börn að meðaltali en 2 -- 1,7 ef ég man rétt.
- Þjóðinni hefur fækkað um 4-5 milljónir sl. 20 ár.
Og ef svo heldur sem horfir með þá þróun -- fækkar vinnandi höndum hlutfallslega milli 20-30% nk. 20 ár.
- Þetta er sú krísa sem Rússland þarf að vera að fást við.
Að standa í -- hernaðarleikjum á erlendri grundu.
Skiptir alls engu máli fyrir Rússland -- í samanburði við það tjón, sem áframhaldandi neikvæð mannfjölgunarþróun mun valda Rússlandi, nk. 20 ár.
Ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við.
Það eina sem ég sé í tilganginum með hernaðarleikina er -- "national prestige"
Pútín fær töluvert -PR- þ.e. hann fær að mæta á ráðstefnur með leiðtogum heims.
Fær að taka þátt í fundum þ.s. fjallað er um málefni Mið-austurlanda.
Rússar upplifa að landið skipti máli á alþjóðavettvangi -- gefur þeim vellýðunartilfinningu í smá stund.
Hugtakið -- "five minutes of fame" -- kemur upp í hugann.
Málið er, að þetta skiptir í reynd engu máli.
Meðan að þessi hnignun sem er í gangi í Rússlandi -- heldur áfram á sama skriðinu.
Þá verður Rússland stöðugt veikara -- áratug frá áratug.
En fækkun vinnandi handa -- þíðir einnig að það eru færri sem geta gegnt herþjónustu á nk. 20 árum.
Að auki, þá þíðir fækkun vinnandi handa -- sérstaklega þegar hún stefnir í að verða þetta mikil, að mögulegur hagvöxtur dregst tilfinnanlega saman.
M.ö.o. á morgun mun landið enn síður hafa efni á -- hernaðarævintýrum en í dag.
Með því að verja fé í hernaðarævintýri - meðan að rússneska þjóðfélagið er statt í svo alvarlegum vanda, þá er verið að færa fé í það sem ekki gagnast þjóðinni - landinu með nokkrum hætti.
Sem gæti skipt máli í þeirri baráttu - sem sannarlega skiptir landið og þjóðina máli.
- Að mínu viti, felur þetta í sér svik - við hina raunverulegu hagsmuni Rússa.
- Hernaðarstefnan sem nú sé í gangi.
- Sé skammsýn.
Í reynd glapræði.
Niðurstaða
Hvaða máli skiptir það í reynd, að Pútín hafi sl. mánuði tekist að ná styrkja tímabundið stöðu stjórnarinnar í Damaskus? Og að hann hafi gripið inn í málefni Sýrlands - svo eftir sé tekið?
Í reynd engu máli fyrir hagsmuni Rússlands.
____________
Mér finnst þetta minna á hernaðarleiki araba einræðisherra á 7. og 8. áratugnum, er þeir vörðu gríðarlegu fé til hernaðarmála -- í stað þess að byggja hagkerfi landa sinna upp, og í stað þess að bæta innviði samfélaga sinna.
Á endanum fór allur sá peningur í glatkistuna.
Það sama eigi við það fjármagn sem varið sé í hernaðarleiki af Pútín í dag.
Að það fé gagnist Rússum nákvæmlega ekki neitt.
Sé í reynd -- nettó tjón fyrir Rússa, vegna þess að því fé ef varið væri til efnahags uppbyggingar, til þess að bæta innviði Rússlands, til þess að bæta almennt heilsufar í Rússlandi -- gæti þá raunverulega gert heimikið gagn fyrir Rússa.
Þetta sýni ruglaða forgangsröðun.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 18. mars 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar