9.2.2016 | 21:50
Stríðið í Sýrlandi virðist á leið í aukningu er getur orðið meiriháttar, með líklega stórauknum afskiptum utanaðkomandi aðila
Skv. fréttum eru fundir í gangi milli tyrkneskra yfirvalda og stjórnvalda í Saudi Arabíu, ásamt bandamönnum Sauda í við Persaflóa - - fundarefnið, hugsanlegt beint inngrip þeirra aðila inn í stríðið í Sýrlandi.
- Ég er að tala um - að þeir taki sig saman um að, hernema svæði innan Sýrlands.
- Á hinn bóginn eru a.m.k. 2-valkostir í þeirri stöðu!
A)Hugsanlegur valkostur, að setja upp - verndarsvæði meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland, fyrir flóttamenn frá Sýrlandi - sem og uppreisnarmenn.
B)Væri sameiginleg atlaga að -ISIS- sem ætlað væri að hernema svæði innan Sýrlands, sem tekið yrði af -ISIS- en síðan notað til þess, að skapa verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn - sem og flóttamenn.
Ekki liggur fyrir - hvor valkosturinn yrði ofan á!
Né hvort að líkur séu miklar á því að þessi lönd - hefji bein afskipti með eigin herliði að stríðinu í Sýrlandi!
Saudis make plans to deploy ground troops in Syria
Saudar - flóa Arabar og Tyrkland, standa fyrir þeim valkosti að tapa fyrir bandalagi Írans, Hesbollah, Alavi stjórnarinnar í Damascus og Rússlandi -- eða grípa til róttækra aðgerða!
Síðan ca. 2013, hefur stríðið í Sýrlandi - að mestu virst vera undir stjórn, erlendra aðila.
- Írans, en stjórnin í Damaskus virðist vera lítið meir en -leppstjórn- Írans. Svo veikluð sé staða hennar, svo gersamlega háð herliði frá Íran + sveitum á vegum Hesbollah + Rússlandi -- að erfitt er að líta á Assad sem sjálfstæðan geranda.
- Síðan eru það þeir utanaðkomandi aðilar er hafa verið megin stuðningsaðilar uppreisnarmanna -- þ.e. Tyrkland, Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa.
Þessar 2-megin fylkingar hafi sl. 3 ár - stórum hluta stjórnað átökum þar.
Átökin séu þar með --> Í reynd "proxy war" milli þessara aðila.
Stríðinu hafi verið stolið -- af upphaflegu uppreisninni, er reis upp í sept. 2011.
- Shíta - Súnní vinkillinn sé mikilvægt atriði, en kalt stríð hefur geisað milli Saudi Arabíu og flóa Araba -- og Írans nú í 30 ár. En síðan Bush fór inn í Írak -- hafa þau átök verið í stigmögnun.
- En þegar uppreisn hófst 2011 innanlands í Sýrlandi -- virðist að utanaðkomandi aðilarnir hafi séð tækifæri, til þess -- að veikja valdastöðu Írans í Mið-austurlöndum, enda Sýrland lykil bandamaður Írans - en án landsamganga í gegnum Sýrland, hefur Íran enga landtengingu við svæði undir stjórn Hesbollah, sem er annar mikilvægur bandamaður Írans.
- Þetta er langt í frá eina átakasvæðið -- annað stríð er í gangi á sama tíma í Jemen, "proxy war" milli Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba.
Mér virðist fljótt á litið - minna áhættusamt, fyrir löndin að fara inn í Sýrland undir formerkjum "anti ISIS" aðgerðar!
Yfirlýst markmið væri þá að ganga milli bols og höfuðs á ISIS, og a.m.k. ná af ISIS umtalsverðum svæðum innan Sýrlands.
Og ég efa ekki, að ef sú aðgerð yrði ofan á -- að sameiginlegur herstyrkur ríkjanna, mundi raunverulega -- ganga á milli bols og höfuðs á umráðasvæði ISIS innan Sýrlands, að stórum hluta.
Bandaríkin gætu þá stutt aðgerðina - undir þeim formerkjum.
En eftir að hafa náð svæðum af ISIS - yrðu þau áfram undir hernámi herja Sauda - flóa Araba og Tyrklands.
Og þau svæði notuð sem verndarsvæði fyrir flóttamenn - sem og uppreisnarmenn, þjálfunarbúðum þar komið upp - og þær búðir undir hervernd herja þeirra landa, sem og þeirra flugherja.
Þá væri þetta inngrip í stríðið -- beint til höfuðs aðgerð Pútíns.
Einnig er mögulegt að Tyrklands her á nk. dögum, taki svæði næst landamærum við Tyrkland - undir sína vernd, sendi þangað herlið -- síðan mæti Saudi Arabía og flóa Arabar þangað líka!
Mér virðist þessi aðgerð mun áhættusamari - vegna þess að nú eru hersveitir á vegum Írana, herflokkar á vegum Hesbollah og herflokkar á vegum Alavi stjórnarinnar í Damaskus - - á hraðri sókn í átt að landamærunum við Tyrkland.
Það getur verið að þegar sé sóknin komin í minna en 20km. fjarlægð frá landamærunum við Tyrkalnd - á sumum stöðum.
Á sama tíma, eru flughersveitir Rússa - stöðugt að gera loftárásir á þessi svæði, þá einkum stöðvar uppreisnarmanna -- til að brjóta niður þeirra síðustu varnir á Norður svæðinu og þar með er stefnt að töku þeirra svæða er liggja að landamærunum við Tyrkland.
Það þíðir -- að ef til stendur á annað borð, að fara þessa tilteknu leið.
Verður her Tyrklands líklega að hreyfa sig -- innan örfárra daga!
Það séu ekki vikur til stefnu!
- Á sama tíma, væru verulega umtalsverðar líkur á því að hersveitir Tyrkja -- geti lent í árekstrum við hersveitir Írana - Hesbollah og auðvitað stjórnarinnar í Damaskus.
- Að auki, gæti það vel gerst - að einhverjar sprengjur falli á tyrkneskar hersveitir af flugsveitum Rússa -- þó að verið geti að flugher Tyrkja mundi samtímis vera til taks, þ.e. það gæti orðið loftorrusta.
- Þarna er augljóst til staðar -- mjög umtalsverð stríðshætta!
Ef aðgerð undir formerkjum, að berja á ISIS - verður ofan á!
Þá er að auki meiri tími til stefnu - auk þess að strangt til tekið er ekki nauðsynlegt fyrir liðssafnað Tyrkja - Sauda og flóa Araba --> Að eiga sér stað innan Sýrlands.
Vegna þess hve þægir íraskir Kúrdar hafa verið Tyrkjum -- en á móti heimila Tyrkir íröskum Kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland.
Virðist mér til muna vænlegra fyrir löndin -- að safna liði sínu á svæðum undir umráðum Peshmerga sveita íraskra Kúrda!
Þá er áhætta á árekstri við aðgerðir Rússa - Írana og Hesbollah innan Sýrlands - - engin.
- Sá liðssafnður, gæti síðan ráðist inn á sýrlenskt yfirráðasvæði ISIS - frá umráðasvæði Peshmerga innan Íraks.
- Sókt beint úr Suðri í átt til Raqqah!
Það getur ekki verið nokkur vafi um - að þessi lönd eru fær um að safna saman nægu liði, til að taka Raqqah og nágrenni, og síðan halda þeim svæðum.
Þær hersveitir gætu þess vegna, einnig - tekið Mosul í Írak, af ISIS --> Án þess að afhenda Mosul til stjórnarinnar í Bagdad.
Niðurstaða
Mín ályktun er að ef Saudi Arabía - flóa Arabar og Tyrkland, láta verða af því að hefja beint inngrip í átök innan Sýrlands með eigin herliði. Aðgerð er væri til höfuðs aðgerð Rússa - og ætlað að snúa hlutum aftur við innan Sýrlands.
Þá væri til muna áhættuminna - að beina aðgerð upphaflega gegn ISIS, til að síðar meir að nota landsvæði innan Sýrlands, nú undir stjórn ISIS - sem verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn, koma þar upp þjálfunarbúðum - sem og flóttamannabúðum fyrir sýrlenska flóttamenn.
Hverjar líkur eru á þessu - hef ég ekki hugmynd um, en örugglega hærri en "0."
Hafandi í huga, að Sýrlands stríðið hefur spilað rullu í samhengi átaka Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba -- að þessi lönd líta á átök innan Sýrlands í samhengi þeirra heildarátaka án nokkurs vafa.
Þannig að þau mundu líta á það sem ósigur í samhengi þeirra átaka, ef bandamenn Írans vinna fullnaðarsigur innan Sýrlands.
Þá grunar mig að líkur séu þó nokkrar á því að önnur hvor áætlunin um inngrip - komist til framkvæmda.
En ef ég mundi geta ráðlagt þessum löndum - - þá mundi ég velja þá nálgun sem er áhættuminni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 9. febrúar 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar